Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 46

Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 ✝ Skúli Þor-steinsson fædd- ist á Læknisstöðum á Langanesi 3. ágúst 1936.. Hann lést á Landspít- alanum 25. janúar 2020. Foreldrar hans voru Þuríður Jóns- dóttir (1914-1993) og Þorsteinn Óla- son (1907-1960). Systkini hans eru: Þórunn Marín (látin), Jóna Matthildur, Óli Æg- ir og Jóhanna Þuríður. Seinni maður Þuríðar var Þorsteinn Stefánsson (1904-2006). Skúli ólst upp hjá foreldrum sínum á Langanesi, fluttist með þeim í Skála en eftir að tund- urdufl eyddu byggðinni í Ás- garð á Þórshöfn. Hann gekk snemma til verka á sjó og landi. Hann var fjögur sumur í sveit í Saurbæ á Langanesströnd. Hann eignaðist riffil 12 ára og var fengsæll skotveiðimaður. með Inga Valtýssyni, sonur þeirra er Valtýr. Stjúpbörn Berglaugar eru Arnar Bragi og Kristín Ingabörn. Haustið 1958 gerðist Skúli kennari á Hvammstanga. Hann kenndi við Barnaskólann á Þórshöfn frá 1959 og var skóla- stjóri á Torfastöðum 1964-1968. Hann fór um haustið í Kenn- araskólann og lauk prófi 1971. Eftir það kenndi hann í Barna- skóla Reykdæla til starfsloka. Á sumrin var hann við fjölbreytt störf, var meðal annars vinnu- maður, í fiskvinnu, afgreiðslu í verslun og byggingavinnu. Um tíma átti hann trillu sem hann kallaði Tronta og gerði út frá Þórshöfn. Hann stundaði bjarg- sig í Læknisstaða- og Skoruvík- urbjörgum frá árinu 1964 og var sigmaður í rúmlega fjóra áratugi. Árið 1975 tóku þau Hólm- fríður við búi á Laugavöllum. Þau brugðu búi 2003 og fluttu til Akureyrar. Þar var hann heim- ilisfastur er hann lést. Útför Skúla verður í Háteigs- kirkju í dag, 6. febrúar 2020, klukkan 11. Hann fór fimm sinnum á vetr- arvertíð til Eyja, fyrst 15 ára gamall og safnaði fyrir skólavist. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Lauga- skóla vorið 1958. Í skólanum kynntist hann konu sinni. Hún er Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, fædd 21. apríl 1942, dóttir Helgu Jakobsdóttur og Að- alsteins Aðalgeirssonar á Laugavöllum í Reykjadal. Börn Skúla og Hólmfríðar eru Helga, Þorsteinn og Berg- laug. 1. Helga (1960) er gift Þor- bergi Hjalta Jónssyni. Dóttir Helgu er Berglaug Ásmund- ardóttir og hennar kona Becky Chambers. Synir Þorbergs eru þrír. 2. Þorsteinn (1962) er kvæntur Ólöfu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Sæunn og Skúli. 3. Berglaug (1964) er í sambúð Nú sest fuglinn snemma upp. Sigmaðurinn treystir vaðinn, óhræddur en gætinn. Sjávar- þoka, svalur grámi, líður yfir Læknisstaða- og Skoruvíkur- björg. Skeglan hnitar hringi. Sæluveröld bjargnytja og veiði- manns. Hann fór ungur á vertíð í Eyjum. Þrældómur, verst var vatnsleysið og baðleysið. Hann stóð með þeim sem stóðu höllum fæti, með verkamönnum, sjó- mönnum og bændum. Hann fór til þeirra sem fengu fáa gesti. Hann var barnakenn- ari og dugandi bóndi. Búskapur er basl, svartfuglsegg og kenn- aralaun borguðu hallann af sauð- fénu. Þetta er alltaf svona í land- búnaðinum. Glettin stúlka úr Reykjadal gekk með honum ævi- veginn. Þau áttu þrjú börn, upp- eldið tókst vel. Við Skúli tengda- faðir minn kynntumst alltof seint. Við erum ekki enn farnir á bjarg, en kannski síðar. Þorbergur Hjalti Jónsson. Afi minn hafði mikinn áhuga á liðinni tíð og gott lag á að tengja hefðir, sögu og mál þann- ig að úr varð lýtalaus heild. Hann bjó yfir einstakri frásagn- argleði og öfundsverðri tilfinn- ingu fyrir hrynjandi góðrar sögu. Sögurnar úr barnæsku hans voru ævintýrum líkastar. Afmælisriffillinn, fullir bollar af volgu lýsi, ullarþvottur með keytu og hermannabensínið voru kennileiti úr öðrum heimi sem heilluðu mig sem barn og gera það enn. Margar gamlar sögur hafði hann líka eftir frændum sínum. Oft kom það fyrir að hann hafði svo gaman af þeim að hann átti bágt með að ljúka frásögninni; dró þá að sér hökuna, glotti pír- eygur og hló kæfihlátri þar til sagan var öll. Afi henti engu sem nýtilegt var, bruðlaði aldrei með neitt. Matur mátti ekki fara til spillis, hvert bein var brotið til mergjar og svartfuglseggin étin af bestu lyst hvort sem þau voru setin eða stropuð. Jafnvel unguð egg vildi hann mikið fremur en „plastmat“, sem var unninn matur hverskonar, hér um bil allt krydd, og framandi matar- gerð. Hann vildi fisk og lamb, kartöflur og íslenskt grænmeti, allt tilreitt eins og íslenskar hús- mæður gerðu árið 1941. Segja má að hann hafi verið á undan sinni samtíð að þessu leyti. Ferskmeti beint frá býli, eins lítið unnið og íburðarlaust og kostur er, þykir núna besta mat- aræðið. Afi sá við öllu. Hann var með eindæmum úrræðagóður og gafst aldrei upp, sérstaklega ekki af litlu tilefni eins og að hafa ekki réttan hlut við hönd- ina. Hann gekk ekki síður í hús- verk en búverk, þreif og eldaði, gerði kæfu og sviðasultu og sá sjálfur um allt viðhald. Hann var nákvæmur, natinn og verk- laginn. Hann kunni til ýmissa iðna, eins og bókbands og smíða, þó hann hefði þær ekki að at- vinnu. Hann bjó líka yfir ótrú- legri seiglu og þrautseigju, hvort sem það var við bústörf, lestrarkennslu eða krabba- meinsmeðferð. Honum féllust aldrei hendur, hvað sem á gekk. Enda sagði hann ævinlega: „Ráðaleysis- dauði er versti dauði sem til er, aldrei deyja ráðalaus!“ Honum þóttu allar skyldu- boðnar gjafir, svo sem jóla- og afmælisgjafir, óþarfar og innan- tómar, en var rausnarlegur þeg- ar á þurfti að halda. Í honum fyrirfannst engin tilgerð. Hann var ákveðinn og blátt áfram og skipti ekki skapi nema verulegt efni væri til. Hégóma og léttvæg málefni lét hann ekki á sig fá, en einbeitti sér að því sem var honum mikilvægt. Hann velti sér ekki upp úr sjálfsvorkunn eða bölsýni, þrátt fyrir tvo áratugi af erfiðum veikindum; horfði fram á veg- inn, fann leiðina og gekk hana. Afi minn sagði fátt um sínar tilfinningar, orðagjálfur var honum óþarft. Umhyggjan og væntumþykjan í garð afkom- enda, ættingja og vina kom skýrt fram í gerðum hans, í hverri þögn og á milli allra orða. Blessuð sé minning hans. Berglaug Ásmundardóttir Ég vil minnast Skúla Þor- steinssonar sem var minn barna- kennari við Litlulaugaskóla. Hann var fagurkeri þegar kom að skrift og áttum við oft rök- ræður um hvað væri fögur skrift og allt að því ljót og ólæsileg. Mér tókst aldrei að sannfæra hann um að mín skrift væri fal- leg. Skúli var umhverfisverndar- sinni þótt það hugtak hafi aldrei verið notað á þeim árum sem hann var kennari minn. Í þá daga tíðkaðist að henda rusli út um bílrúður. Skúla fannst það skömm, hann sagði okkur börnunum að ekki skyldi henda neinu út í nátt- úruna nema jú allt í lagi banana- hýði og samskonar úrgangi því náttúran réði við það og hefði jafnvel gott af því. Skúli og Hólmfríður reyndust mér vel á framhaldskólaárum mínum við Laugaskóla þegar þau skutu skjólshúsi yfir hrossin mín í gömlu fjárhúsunum sem voru úr torfi og standa ekki leng- ur. Skúli hafði þá ráðist í bygg- ingu nútímalegs fjárhúss á Laugavöllum sem var vel gert og hannað í alla staði. Ég var farin að skoða heiminn utan Reykjadals þegar mér barst sú harmafregn að Lauga- vallakindastofninn yrði allur skorinn vegna riðu. Skúli og Hólmfríður gáfust ekki upp, fengu fé frá riðulausu svæði og héldu kindabúskap áfram í þess- um nýju góðu fjárhúsum. Svo kom ég aftur löngu síðar eins og segir í einhverju kvæði og hóf kennslu við Litlulauga- skóla, gamla barnaskólann minn. Skúli var þar enn og nú samstafsmaður minn, og reynd- ist hann mér góður. Eins urðu börn mín þess heið- urs aðnjótandi að vera nemend- ur hans og lýsa honum sem þol- inmóðum. Víst veitir aldurinn okkur flestum þolinmæði. Eða að ég sem nemandi fór stundum yfir öll mörk þolinmæði jafnvel þol- inmóðustu kennara. Það er önn- ur saga. Við vorum einnig nágrannar, bjuggum bæði á Hólavegi þar sem eldhúsgluggar okkar sneru hvor að öðrum, það voru oft skemmtileg samskipti sem við áttum með vinkum. Skúli og Hólmfríður voru dásamlegir nágrannar, hjálp- semi þeirra var mér ómetanleg þegar ég varð fyrir miklu áfalli, stuttu eftir ég varð nágranni þeirra. Því var ég boðin og búin þegar þau áttu við veikindi að stríða. Þau áttu góða vini í Reykja- dal. Stundum tók ég að mér að gefa kindunum, einn veturinn gaf vinur þeirra Ívar morgun- gjöfina og ég kvöldgjöfina. Það æxlaðist þannig að ég var viðloðandi hinn nýja Laugavalla- kindastofn í tíu ár. Skúli og ég vorum stundum ósátt þann tíma en ég er þakklát fyrir að við höfðum náð sáttum. Sáttin gerir allar þessar minningar miklu fal- legri. Hvíl í friði Skúli Þorsteinsson. Hvert sinn sem Langanes, Læknisstaði og Font ber fyrir minnist ég þín. Hólmfríður, ég samhryggist þér. Helga, Þorsteinn og Berg- laug, ég vil votta ykkur samúð mína. Birna Björnsdóttir. Skúli Þorsteinsson Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Helga Guðmundsdóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGEIR GUÐMUNDSSON, Strikinu 2, Garðabæ, lést 19. janúar á LSH, Fossvogi. Hann verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju Garðabæ mánudaginn 10. febrúar klukkan 13. Herborg Þorgeirsdóttir Sigurður I. Guðmundsson Ragnhildur Þorgeirsdóttir Jóhannes Árnason Kristín Þorgeirsdóttir Einar F. Hjartarson Óli V. Þorgeirsson Bodil W. Vestergaard barnabörn og barnabarnabörn Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SÆVAR SIGURSTEINSSON, Selfossi, sem lést sunnudaginn 2. febrúar, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudaginn 10. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Sigrún Gerður Bogadóttir Sigurður Bogi Sævarsson Sigursteinn G. Sævarsson Nikki Kwan Ledesma Ragnhildur Sævarsdóttir Daníel Pálsson og barnabörn Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma okkar, RAGNHILDUR RÓSA EÐVALDSDÓTTIR, Sléttuvegi 17, lést sunnduaginn 26. janúar. Útför fer fram í Bústaðakirkju föstudaginn 7. febrúar klukkan 13. Andrea Gísladóttir Ólafur Þorkell Jóhannesson Andrea Eðvaldsdóttir, Katrín Rósa Eðvaldsdóttir, Fannar Eðvaldsson, Eirún Eðvaldsdóttir, Gísli Freyr Ólafsson, Finnur Ólafsson, Beitir Ólafsson og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BENTA MARGRÉT BRIEM, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. janúar, verður jarðsungin frá Neskirkju fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Rauða krossinn og líknarfélög. Ólafur Jón Briem Sóley Enid Jóhannsdóttir Garðar Briem Elín Magnúsdóttir Gunnlaugur Briem Hanna B. Marteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRNÓLFUR HALL arkitekt, Lynghvammi 6, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 30. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 14. febrúar klukkan 13. Ásthildur Gígja Kjartansdóttir Helgi Friðjónsson Sif Ægisdóttir Ragnar Darri Hall Svandís B. Harðardóttir og afabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HAGALÍN JENSSON, Haugesund, Noregi, lést á heimili sínu 21. október 2019. Útförin fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 7. febrúar klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Angelika Hulda Scheel Móðir mín, tengdamóðir okkar, amma, langamma og systir, GÍSLIANA MARÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Ytra-Vatni, Skagafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 3. febrúar. Jarðsett verður á Reykjum laugardaginn 8. febrúar klukkan 14. Hrafnhildur Baldursdóttir Sigurður Baldursson Magnús Svavarsson Kristín Elfa Magnúsdóttir Sigurpáll Aðalsteinsson Unnur Rún Einar Ísfjörð Brynja Dögg Magnús Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.