Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SVANHILDAR ERLU J. LEVY,
Haðalandi 17,
Reykjavík.
Gunnlaugur Guðmundsson
Garðar Gunnlaugsson
Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson
Anna Júlíusdóttir
Hildur Gunnlaugsdóttir Arnar Sölvason
Áslaug Gunnlaugsdóttir Ágúst Sæmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát
og útför ástkærrar eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
HAFDÍSAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Smárarima 98,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Eirar hjúkrunarheimilis
fyrir hlýja og góða umönnun.
Þeim sem vilja minnast Hafdísar er bent á Alzheimersamtökin.
Páll Pálsson
Lóa Dögg Pálsdóttir Hallvarður Hans Gylfason
Inga Hlín Pálsdóttir
og barnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HANNA BJÖRG FELIXSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
lést 12. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Grétar F. Felixson Guðlaug Þórs Ingvadóttir
Sigríður J. Þórisdóttir Sigurjón Sighvatsson
Anna Laufey Sigurðardóttir
Guðmunda H. Þórisdóttir Sigurður Gísli Pálmason
Heba Þórisdóttir Shepherd Stevenson
barnabörn, barnabarnabörn,
og barnabarnabarnabörn
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru dóttur, systur, mágkonu
og frænku,
VIKTORÍU HRANNAR AXELSDÓTTUR.
Axel Jóhann Ágústsson Steinunn Karólína Arnórsd.
Lesley Patricia Dixon
Stella Rut Axelsdóttir Ívar Sæmundsson
Sandra Björg Axelsdóttir Björn Halldórsson
Ágúst Ingi Axelsson Halla Hrund Skúladóttir
Paul Lewis Trosh Hayley Dixon
Linzi Margaret Trosh Bjarki Þór Sigvarðsson
Axel Kristinn Axelsson Sólbjörg Guðrún Vilhemsdóttir
og systkinabörn
Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför
elsku fallegu mömmu okkar, stjúpmömmu,
tengdamömmu, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR G. LÁRUSDÓTTUR,
húsmóður og verslunarkonu
sem lést miðvikudaginn 8. janúar.
Lára G. Vilhjálmsdóttir Pálmi Aðalbjörnsson
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson Elsa Kristín Helgadóttir
Hjördís Vilhjálmsdóttir Anton Sigurðsson
Edda Hafsteinsdóttir
Hafsteinn Þór Hafsteinsson María Chernyshova
Arnar Þór Hafsteinsson Elísabet Granneman
Hulda Hafsteinsdóttir Daníel Gunnarsson
Alfreð Hafsteinsson Guðrún Hallgrímsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
elskulegu móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HELGU JÓNASDÓTTUR
kennara,
áður til heimilis í Ljósheimum 5.
Einnig viljum við þakka öllum þeim sem sýndu henni hlýju,
umhyggju og alúð síðustu árin, ekki síst yndislegu starfsfólki
2.h. norður í Mörkinni.
Sylvía Jóhannsdóttir
Laufey Jóhannsdóttir Gunnar Jóhannesson
Indriði Jóhannsson Berglind Sigurlaug Guðnad.
Helga Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Alúðarþakkir sendum við öllum sem sýndu
okkur hluttekningu, vináttu og hlýju við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KRISTRÚNAR SKÚLADÓTTUR,
Sléttuvegi 15, Reykjavík.
Sérstakar kveðjur eru sendar starfsfólki B2
á Landspítalanum í Fossvogi fyrir hlýju og umhyggju.
Skúli Eggert Þórðarson Dagmar Elín Sigurðardóttir
Gunnar Þorsteinsson
Klara Lísa Hervaldsdóttir Gísli B. Ívarsson
og fjölskyldur
Okkar ástkæri,
STEFÁN ÞORLÁKSSON,
Gautlandi, Fljótum,
Skagafirði,
lést þriðjudaginn 17. desember á
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Siglufirði.
Útförin fór fram laugardaginn 11. janúar frá Siglufjarðarkirkju.
Starfsfólki HSN á Siglufirði eru færðar þakkir fyrir einstaklega
góða umönnun.
Aðstandendur
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
ÞÓRUNNAR ERNU ÞÓRÐARDÓTTUR.
Þórhildur Andrésdóttir
Sigurlaug Andrésdóttir
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÚN HERMANNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
frá Seyðisfirði,
lést 2. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Guðný Bjarnadóttir
Einar Bjarnason
Stefanía Sigríður Bjarnadóttir
Hermann Bjarnason
Guðríður Bjarnadóttir
Það er vanda-
verk að minnast
manneskju og ævi
hennar með örfáum
orðum. Hvernig get
ég gert lífi hennar
skil svo vel sé? Staðreyndir og
dagsetningar duga skammt.
Mörg höfum við minningar sem
okkur eru kærar, minningar
jafnvel, sem engin orð fá lýst.
En – það er sama við hvern
ég hef talað, allir eru sammála
að friður og kærleikur var
tengdamömmu minni það mik-
ilvægasta í lífinu.
Hvernig kynntist 15 ára
stúlka af Austfjörðum ungum
manni úr vesturbænum í
Reykjavík?
Sigríður
Antoníusdóttir
✝ Sigríður Anton-íusdóttir fædd-
ist 22. október 1935.
Hún lést 7. janúar
2020. Útför fór
fram í kyrrþey.
Jón og nokkrir
vinir hans ætluðu
að fara út og
skemmta sér þetta
kvöld en veðrið var
ekki spes, svo þeir
héngu heima hjá
Jóni og spjölluðu
saman. Jóni var
litið á nokkur
tímarit sem lágu í
bunka, á meðal
þeirra var gömul
Vika. Hann tók hana upp og fór
að blaða í henni. Þar fann hann
nafn Sigríðar Antoníusdóttur,
sem hafði áhuga á að skrifast á
við pilt á aldrinum 15-18 ára.
Jón var þá 19 ára og hann
ákvað að senda stúlkunni bréf.
Jón fór ekki hefðbundnar leiðir,
sem kemur okkur svo sem ekki
á óvart. Hann reif stykki af loki
á skókassa og skrifaði á það að
hann hefði áhuga á að kynnast
henni frekar.
Á hinum endanum var hin
rúmlega 15 ára Sigga, þá í Al-
þýðuskólanum á Eiðum – á
heimavist. Sérstaka bréfsefnið
frá þessum pilti suður í Reykja-
vík vakti forvitni hennar. Jón
og Sigga skrifuðust á í rúmt ár
án þess að hittast. Þau kynnt-
ust þannig með svipuðum hætti
og svo margir gera í dag á sam-
félagsmiðlum.
Vorið 1952 útskrifaðist Sigga
frá Eiðum og ákvað að fara í
húsmæðraskólann til Reykja-
víkur. Þá gafst fyrst færi að
hitta Jón í fyrsta sinn. Hann fór
þangað sem hún bjó, bankaði
og spurði eftir Siggu. Um dag-
inn þegar Jón rifjaði upp þetta
augnablik fannst mér eins og
ég fyndi smá eftirskjálfta af
þeim titringi sem þá var í loft-
inu.
Þetta sameiginlega ferðalag
þeirra átti eftir að vera langt
og gæfuríkt. Þau trúlofuðu sig
seint árið 1953 og giftust um
verslunarmannahelgina 1954 í
Kolfreyjustaðakirkju við Fá-
skrúðsfjörð.
Þau hófu búskap í húsi for-
eldra Jóns, við Mýrargötu 16,
eins og svo margir í fjölskyld-
unni áttu eftir að gera. Sigrún
fæddist í desember 1954 og svo
fylgdu þrjár dætur í kjölfarið,
Ingibjörg 1956, Ólöf fjórum ár-
um síðar og svo kom Þóra 1965.
Þannig var Sigga orðin fjög-
urra barna móðir aðeins þrjátíu
ára gömul. Það leið samt ekki á
löngu þangað til fyrstu barna-
börnin komu og atvikaðist það
þannig að þau áttu einnig
heima hjá fjölskyldunni sem
var þá búsett í Álftamýrinni.
Svona liðu árin. Lengst af
áttu þau heima í Keilufelli, þar
sem við flest höfum ljúfar
minningar um líflegt, hlýtt og
gott fjölskyldulíf. Afkomendum
fjölgaði, makar, stjúpbörn og
vinir bættust í hópinn. Við eld-
húsborðið fóru fram líflegar
umræður milli kynslóða og þar
var alltaf nóg af veitingum, öll-
um fannst þau velkomin, við
vorum öll hluti af fjölskyldunni
hennar Siggu.
Síðustu árin hafa verið ljúf-
sár þar sem heilsubrestur setti
oft strik í reikninginn en þessu
tók hún með jafnaðargeði og
var í því sem öðru okkur hinum
góð fyrirmynd.
Við þökkum Guði fyrir líf
Sigríðar og fögnum voninni um
endurfundi.
Manfred Lemke.
Mín fyrstu kynni
af Símoni voru vor-
ið 1978, þá tólf ára
gamall. Móðir mín
hafði ráðið sig sem
ráðskonu ég fór með sem „við-
hengi“ langt út fyrir Stór-Hafn-
arfjarðarsvæðið og alla leið að
Dalsseli undir Eyjafjöllum en
þar bjuggu bræðurnir Símon og
Einar og þá vantaði ráðskonu
fyrir sumarið og einn krakka-
gemlingur var engin fyrirstaða.
Án þess að það væri eitthvað
rætt eða um samið þá fékk
krakkagemlingurinn nóg að
Símon
Oddgeirsson
✝ Símon Odd-geirsson fædd-
ist 2. desember
1927. Hann lést 17.
janúar 2020. Útför
Símonar fórr fram
1. febrúar 2020.
gera þetta sumar.
Bræðurnir ráku
þarna stórt kúabú
ásamt því að vera
með töluvert af
kindum og eitthvað
af hrossum, einnig
var þarna köttur-
inn Sigurður Sí-
vertsen.
Þetta voru dug-
legir karlar og
höfðu byggt upp
búið af eljusemi, fyrst með for-
eldrum sínum en svo saman í
félagsbúi. Símon var alla tíð
tæknilega þenkjandi og sá til
þess að á búinu væru til þær
vélar sem auðvelduðu störfin og
bættu afköstin. Þeir bræður
höfðu með sér ákveðna verka-
skiptingu en alltaf fóru þeir
saman í fjósið, þar voru lands-
málin rædd.
Það var alveg nóg við að vera
og þeir bræður virtust ekki
hafa neina þörf fyrir einhvern
óþarfa þvæling. Að sjálfsögðu
var farið til berja og einhverju
sinni niður á Landeyjasand að
leita að reka.
Mér er þó minnisstæð bílferð
seinnipart sumars 1980 þegar
Hekla gaus. Þetta urðu þeir
bræður að sjá í návígi og eftir
kvöldmjaltir var tekinn rúntur
að spúandi eldfjallinu.
Eftir fráfall Einars bjó Sím-
on einn í Dalsseli fram til ársins
2002 þegar hann brá búi og
byggði sér Dalssel 2. Þó svo að
Símon væri hættur hefðbundn-
um búskap beindi hann kröftum
sínum að áhugamáli sem hefur
eflaust blundað í honum lengi
en það var skógrækt og tókst
honum að rækta upp töluverðan
skóg á aurunum norðan við
þjóðveg nr. 1 skammt frá nýju
Markarfljótsbrúnni og sýndi
hann stoltur hverjum þeim sem
vildi sjá umbreytinguna sem
svartur aurinn hafði tekið í
umsjá hans.
Með meiri frítíma gafst tími
til að ferðast og fór Símon í
ferðir með eldri borgurum í
Rangárþingi innanlands en
einnig fór hann út fyrir land-
steinana og oftar en ekki var
Þórður Marteinsson, góður vin-
ur hans, með í för og ferðuðust
þeir um eins og lordar með bíl-
stjóra/aðstoðarmann.
Þó svo að Símon væri hættur
búskap og tækjakaupum honum
tengdum hætti hann ekkert að
hugsa um tæknina og talaði
hann um að rafmagnið ætti eftir
að spila stærri rullu í sam-
göngum og með það sama var
farið í kaupstaðarferð og
rafknúinn bíll keyptur, líklega
sá fyrsti í Rangárþingi.
Símon gantaðist með það að
sölumaðurinn hefði ekki trúað
sínum eigin eyrum þegar hann
heyrði kennitölu kaupandans.
Sumrin sem ég dvaldist í
Dalsseli urðu 5 og það finnst
mér segja mikið til um það hvað
gott var að vinna hjá þeim Sím-
oni og Einari.
Í dag kveð ég Símon og
þakka honum fyrir kynnin.
Marteinn.