Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 54

Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 54
54 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 50 ára Jófríður er frá Álftá á Mýrum en býr á Hellissandi. Hún er leikskólaliði frá Borg- arholtsskóla og er deildarstjóri á leikskól- anum Krílakoti í Ólafs- vík. Jófríður er í stjórn Starfsmannafélags Dala- og Snæfells- nessýslu. Maki: Hannes Gunnar Guðmundsson, f. 1964, útibússtjóri Fiskmarkaðar Íslands á Rifi. Börn: Jónas Þór, f. 1995, Gunnar Helgi, f. 1997, og Sesselja Lára, f. 2003. Foreldrar: Magnús Guðbrandsson, f. 1938, og Lára Jónsdóttir, f. 1942, d. 2017. Þau voru bændur á Álftá og Magnús er búsettur þar. Jófríður Magnúsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu að sjá það jákvæða í líf- inu fremur en það neikvæða. Ekki kaupa köttinn í sekknum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þetta er tilvalinn dagur til að ræða við yfirmenn og þá sem ráða. Veltu fyrir þér hverri krónu næstu vikurnar. Þú átt eftir að falla fyrir einhverjum sem þú hefur þekkt stutt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Líttu í kringum þig og sjáðu hvað lífið er í raun dásamlegt og gaman að taka þátt í því. Það er farið að hitna í kolunum í ástarsambandi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt hugsanlega játa ein- hverjum ást þína í dag. Þú kemst að því að þú getur ekki lifað á loftinu einu sam- an. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er ástæðulaust fyrir þig að setja upp skeifu, þótt einhverjir í kring- um þig séu í fúlu skapi. Þú missir andlit- ið í kvöld. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur reynst mikil kúnst að segja nei þegar það á við. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Fólk hlýðir þér því skipanir þínar eru lög. Hlustaðu þó vandlega á það sem aðrir hafa að segja. Félagslífið gengur vel. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú verður fyrir vonbrigðum með einhvern á næstunni. Hleyptu öðr- um ekki að þér fyrr en traust hefur skap- ast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gerðu alltaf ráð fyrir því besta, þannig laðar þú að þér góða hluti. Ekki segja já og amen við öllu sem börn- in biðja um. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er vandi að velja og því meiri þeim mun fleira sem í boði er. Sláðu öðrum gullhamra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það gengur ekki alltaf upp að halda öllu fyrir sig. Afskiptasemi annarra fer þó í taugarnar á þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þetta er tilvalinn dagur til að skipta um stefnu í lífinu. Það þarf þó ekki allt að gerast í einu. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. starfað með Félagi eldri borgara á Akureyri og er Lionsmaður. „Ég hef yndi af útivist, heilsurækt, ferðalögum innan lands og utan, stunda lax og silungsveiðar með fjöl- skyldunni og öðrum góðum vinum. Hef undanfarið verið að rifja upp silf- ursmíði/víravirki sem ég kynntist hjá föður mínum fyrir ca. 50 árum. Sam- verustundir með fjölskyldunni og ekki síst þeim yngstu gefa ómældar ánægjustundir.“ Fjölskylda Eiginkona Hákonar er Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, f. 1.9. 1946, fv. bæj- arfulltrúi á Akureyri og fv. formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks. Þau eru búsett á Akureyri. Foreldrar Úlfhildar voru hjónin Hlín Stefáns- dóttir, f. 21.10. 1915, d. 05.11. 2009, saumakona, verslunarmaður og verkakona, og Rögnvaldur Rögn- valdsson, f. 21.10. 1912, d. 15.11. 1987, umsjónarmaður, kaupmaður, hús- vörður og hagyrðingur. Þau voru búsett á Akureyri. atvinnumálanefnd, stjórn Verka- mannabústaða og á nú sæti í stjórn Fallorku ehf. „Ég hef alltaf haft áhuga á þjóðmálum og tekið þátt í pólitísku starfi.“ Hann var formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins og síðar Íbúðalánasjóðs. Hann hefur H ákon Hákonarson er fæddur 6. febrúar 1945 á Grenjaðarstað í Aðaldal, gamla bæn- um sem nú hýsir Byggðasafn Þingeyinga. Hann bjó þar með móður og móðurfjölskyldu fyrstu fjögur árin, en þá flutti fjöl- skyldan að Illugastöðum í Fnjóska- dal. Hákon var í barnaskóla í Skógum, en flutti til Akureyrar 1958 til að fara í gagnfræðaskóla. Eftir gagnfræða- próf hóf Hákon nám í vélvirkjun hjá Vélsmiðju Árna Valmundar og lauk sveinsprófi 1966. Hann var á sjó sam- hliða náminu um tíma. Seinna tók Hákon þátt í fjölmörgum nám- skeiðum á vegum verkalýðshreyfing- arinnar bæði innan lands og utan og lauk fjögurra anna rekstrar- og stjórnunarnámi við Háskólann á Akureyri. Hákon starfaði tæpt ár við skipa- smíðar hjá Kochums í Malmö í Sví- þjóð og að því loknu vann hann hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri. „Ég tók þar þátt í smíði margra skipa, m.a. strandferðaskipanna Heklu og Esju, svo og smíði togara og minni báta. Þessi ár í Slippstöðinni voru lær- dómsrík og ógleymanleg. Það var ómetanlegt að fá að vinna með öllu því frábæra fólki sem þar var við lausn fjölbreyttra vandamála.“ Árið 1976 réðst Hákon til starfa hjá Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri og vann þar sem starfandi formaður til ársins 2012, og er heiðursfélagi þess. „Vegna starfa minna hjá FMA tók ég við formennsku hjá Alþýðu- sambandi Norðurlands sem leiddi af sér að ég tók að mér að stjórna upp- byggingu orlofsaðstöðu verkalýðs- félaganna að Illugastöðum í Fnjóska- dal. Það var mjög fjölbreytt og krefjandi starf.“ Hákon var fulltrúi FMA við sameiningu Sambands byggingamanna og Málm- og skipa- smiðasambands Íslands í Samiðn. Hákon var fulltrúi Samiðnar á vett- vangi norræna málmiðnaðarsam- bandsins (Nordisk Metal) og þar í stjórn um margra ára skeið. Hann var í mörgum nefndum og stjórnum hjá Akureyrarbæ í gegnum tíðina m.a. stjórn Hitaveitu Akureyrar, Börn Hákonar og Úlfhildar eru 1), Hákon Gunnar Hákonarson, f. 8.8. 1967, matreiðslumaður, málarameist- ari og flugvirki, búsettur á Akureyri. Maki: Svala Hrönn Sveinsdóttir, grafískur hönnuður. Barnabörn: a) Álfhildur Rögn Gunnarsdóttir, f. 1994, sambýlismaður: Magnús Freyr Egilson; b) Hákon Birkir Gunn- arsson, f. 1997, sambýliskona: Frey- dís Ósk Ásmundsdóttir þeirra barn: Hákon Arnald, f. 2019; c) Katrín Stella Hákonardóttir, f. 2018; 2), Helga Hlín Hákonardóttir, f. 18.4. 1972, lögmaður hjá Strategía, búsett í Garðabæ. Maki: Unnar Sveinn Helgason, styrktar- og þrekþjálfari. Barnabörn: a) Aðalborg Birta Sigurð- ardóttir, f. 1992, sambýlismaður: Róbert Davíðsson, þeirra barn: Nói, f. 2015; b) Úlfhildur Arna Unnars- dóttir, f. 2005, c) Arnhildur Ylfa Unnarsdóttir, f. 2011. Systir Hákonar var Sigurbjörg Svanhvít Hákonardóttir, f. 18.5. 1949, d. 16.8. 1980. Foreldrar Hákonar voru Helga Hákon Hákonarson vélvirki – 75 ára Fjölskyldan Hákon og Úlfhildur ásamt afkomendum og tengdafólki. Á myndina vantar sambýlismenn tveggja barnabarna og yngsta sonarsonarsoninn Hákon Arnald. Hann er sá fimmti í beinan karllegg sem ber nafnið Hákon. Alltaf haft áhuga á þjóðmálum Silfursmiður Hákon kynntist þeirri iðn hjá föður sínum fyrir um 50 árum. 40 ára Helga ólst upp í Kópavogi en býr í Reykjavík. Hún er með BS-gráðu í tölvunar- fræði frá Háskóla Ís- lands og er í meistara- námi í mannauðs- stjórnun í HÍ. Hún er einnig markþjálfi frá Evolvia. Helga er annar eigenda Berserkja axarkasts. Hún er í Félagi kvenna í atvinnulífinu. Systkini: Rannveig Magnúsdóttir, f. 1977, og hálfbróðir er Torfi Magnússon, f. 1966. Foreldrar: Magnús Helgi Jóhannsson, f. 1942, læknir, og Elín Guðmundsdóttir, f. 1949, semballeikari og tónlistarkennari við Söngskólann í Reykjavík. Þau eru búsett í Kópavogi. Helga Kolbrún Magnúsdóttir Til hamingju með daginn Frú Steinunn Guðbrandsdóttir frá Hólma- vík varð 90 ára í gær, 5. febrúar. Hún býð- ur vinum og ættingjum að fagna með sér laugardaginn 8. febrúar frá kl. 15.00-17.00 í Félagsmiðstöðinnni Borgum, Spönginni 43, 112 Reykjavík. 90 ára Árnað heilla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.