Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 56

Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 56
56 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 og þá voru þeir duglegir að leggja upp á liðsfélaga sína. Staðan var 16:8 í hálfleik, Stjörnumönnum í vil og það fyllilega verðskuldað. Ef vonir Selfyssinga um að snúa taflinu eftirminnilega við í síðari hálfleik voru einhverjar, þá voru Stjörnumenn fljótir að binda enda á þær. Heimamenn skoruðu fyrstu þrjú mörkin eftir hlé og enn voru gestirnir að kasta frá sér boltanum, trekk í trekk. Stjarnan hefur fagnað nokkuð slitróttu gengi í vetur og Garðbæingar hafa ekki oft getað fagnað svona frammistöðu en liðið sýndi þarna mátt sinn og megin.  Markmenn Hauka fóru mikinn þegar liðið tryggði sér sæti í undan- úrslitum eftir fimm marka sigur gegn Fjölni í átta liða úrslitum á Ás- völlum í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með 26:21-sigri Hafnfirðinga en Grétar Ari Guðjónsson varði 11 skot í markinu og var með 58% mark- vörslu og Andri Sigmarsson Schev- ing var með 10 skot varin og 44% markvörslu. Haukar voru með frum- kvæðið allan leikinn, leiddu 15:8 í hálfleik og náðu mest níu marka for- skoti í seinni hálfleik. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur Hauka með sjö mörk en Brynjar Loftsson var atkvæðamestur Fjölnismanna með 4 mörk. Haukar og Stjarnan eru því komin áfram í undanúrslitaeinvígin sem fara fram í Laugardalshöll 5. og 6. mars næstkomandi. Í kvöld mætast svo ÍBV og FH í Vestmannaeyjum annarsvegar og ÍR heimsækir Aftur- eldingu að Varmá í Mosfellsbæ og þá kemur í ljós hvaða lið fylgja Haukum og Stjörnunni í Laugardalshöll. Stjarnan kjöldró Selfyssinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Garðabær Atli Már Rúnarsson skoraði 4 og sækir hér að marki Selfoss.  Brynjar Darri með stjörnuleik í markinu Í GARÐABÆ Kristófer Kristjánsson kristofer@mbl.is Stjarnan skellti Selfossi, 34:21, í TM-höllinni í Garðabæ í 8-liða úrslit- um Coca Cola-bikars karla í hand- knattleik í gærkvöldi. Heimamenn léku sinn besta leik í vetur á meðan Selfyssingar voru arfaslakir í ótrú- legum leik. Bæði lið töpuðu leikjum sínum í Olísdeildinni um helgina, Selfyss- ingar með sjö mörkum gegn ÍBV á heimavelli og Stjarnan, sömuleiðis með sjö mörkum á heimavelli, gegn ÍR. Garðbæingum tókst þó að rífa sig upp fyrir bikarleikinn í gær. Fyrsta sókn kvöldsins átti eftir að gefa tóninn. Selfyssingar sköpuðu sér þá gott færi þegar Atli Ævar Ingólfsson fann sér pláss, einn á auðum sjó á línunni en Brynjar Darri Baldursson, í marki Stjörnu- manna, varði frá honum glæsilega. Þetta reyndist saga leiksins lengi vel. Þunglamalegir Selfyssingar áttu í erfiðleikum með leik sinn í Garða- bænum og þegar þeir komu sér í færi var Brynjar Darri búinn að loka markinu. Oft komust Selfyssingar þó ekki einu sinni svo langt að ná skoti að marki, heldur köstuðu þeir boltanum klaufalega frá sér og gengu heimamenn á lagið. Haukur Þrastarson sem hefur verið nánast óstöðvandi undanfarið í liði Selfoss átti afar erfitt kvöld en hinumegin voru þeir Andri Þór Helgason og Leó Snær Pétursson nærri óstöðv- andi. Báðir skoruðu þeir 13 mörk, mörg þeirra úr hraðaupphlaupum, England FA-bikarinn, 4. umferð: Tottenham – Southampton ......................3:2 Frakkland Nimes – Dijon........................................... 2:0  Rúnar Alex Rúnarsson var ónotaður varamaður hjá Dijon. Grikkland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, fyrri leikur: PAOK – Panathinaikos........................... 2:0  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Kýpur APOEL – Anorthosis............................... 0:0  Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi APOEL. KNATTSPYRNA Coca Cola-bikar karla Bikarkeppni HSÍ, 8-liða úrslit: Stjarnan – Selfoss................................. 34:21 Haukar – Fjölnir .................................. 26:21 Coca Cola-bikar kvenna Bikarkeppni HSÍ, 8-liða úrslit: FH – Valur ............................................ 19:34 ÍR – KA/Þór.......................................... 20:30 HK – Fram............................................ 29:35 Spánn Anaitasuna – Barcelona ..................... 18:39  Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona. Danmörk Lemvig – Aalborg................................ 22:22  Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon var ekki í hóp. Arnór Atlason er aðstoðarþjálf- ari liðsins. Mors-Thy – Bjerringbro/Silkeborg.. 20:32  Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað hjá Bjerringbro/Silkeborg. Köbenhavn – Esbjerg.......................... 30:30  Rut Jónsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Esbjerg. Noregur Elverum – Kolstad............................... 32:27  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Elverum. Drammen – Nærbö.............................. 37:28  Óskar Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Drammen. Svíþjóð Kristianstad – Lugi ............................. 22:21  Ólafur Andrés Guðmundsson komst ekki á blað hjá Kristianstad og Teitur Örn Ein- arsson var ekki í hóp. Hallby – Alingsås................................. 27:32  Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað hjá Alingsås. HANDBOLTI Dominos-deild kvenna Skallagrímur – Keflavík ...................... 83:73 KR – Grindavík..................................... 67:57 Breiðablik – Valur ................................ 76:87 Snæfell – Haukar.................................. 62:84 Staðan: Valur 19 17 2 1596:1261 34 KR 19 14 5 1435:1228 28 Haukar 19 13 6 1382:1292 26 Keflavík 19 12 7 1402:1348 24 Skallagrímur 19 11 8 1298:1264 22 Snæfell 19 6 13 1264:1459 12 Breiðablik 19 2 17 1186:1499 4 Grindavík 19 1 18 1217:1429 2 Evrópubikarinn UNICS Kazan – Rytas......................... 82:69  Haukur Helgi Pálsson skoraði 4 stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu hjá UNICS Kazan. NBA-deildin New Orleans - Milwaukee 108:120 Houston - Charlotte Hornets 125:110 Denver - Portland 127:99 Los Angeles - San Antonio 129:102 Staða efstu liða í Austurdeild: Milwaukee 43/7, Toronto 36/14, Boston 34/ 15, Miami 34/15, Indiana 31/19. Staða efstu liða í Vesturdeild: LA Lakers 38/11, LA Clippers 35/15, Den- ver 35/16, Utah 32/17, Houston 32/18. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla: Vestmannaeyjar: ÍBV – FH.................18:30 Varmá: Afturelding – ÍR ......................19:30 Bikarkeppni kvenna: Dalhús: Fjölnir – Haukar .....................20:30 KÖRFUKNATTLEIKUR Dalhús: Fjölnir – ÍR..............................18:30 Ásvellir: Haukar – Tindastóll...............19:15 Grindavík: Grindavík – Þór Þ...............19:15 Í KVÖLD! Mýrin, Coca Cola-bikar karla, mið- vikudaginn 6. febrúar 2020. Gangur leiksins: 3:3, 6:4, 9:6, 12:7, 16:8, 20:9, 23:12, 27:16, 30:19, 34:21. Mörk Stjarnan: Leó Snær Pét- ursson 7/2, Andri Þór Helgason 7, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Andri Már Rúnarsson 4, Tandri Már Kon- ráðsson 4, Ólafur Bjarki Ragnarsson 3, Hannes Grimm 2, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Sverrir Eyjólfsson 1. Varin skot: Brynjar Darri Bald- ursson 13, Ólafur Rafn Gíslason 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 4/1, Daníel Karl Gunnarsson 3, Magnús Öder Einarsson 3, Alexand- er Már Egan 3, Guðni Ingvarsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Hergeir Grímsson 1, Einar Sverrisson 1, Guð- jón Baldur Ómarsson 1, Hannes Höskuldsson 1. Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 3, Einar Baldvin Baldvinsson 1. Utan vallar: 0 mínútur. Dómarar: Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson. Stjarnan – Selfoss 34:21 Valskonur lentu í kröppum dansi þegar þær heimsóttu Breiðablik í Dominos-deildinni í körfuknattleik í í 19. umferð í gærkvöldi. Leiknum lauk með 87:76-sigri Vals en Blikar leiddu með einu stigi fyrir fjórða leikhluta, 63:62. Kiana Johnson var stigahæst í liði Íslandsmeistaranna með 25 stig. Hjá Breiðabliki fór Danni Williams á kostum og skoraði 40 stig. Valskonur eru áfram í efsta sæti deildarinnar með 34 stig en Breiðablik er í sjöunda sætinu með 4 stig. KR lenti í talsverðu basli þegar botnlið Grindavíkur kom í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ en leikn- um lauk með 67:57-sigri KR. Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst KR-inga með 20 stig en Jordan Rey- nolds skoraði 14 stig fyrir Grindavík og tók tólf fráköst. Haukar unnu sinn fjórða sigur í röð í deildinni þegar liðið heimsótti Snæfell í Stykkishólm og vann 84:62. Randi Brown skoraði 31 stig en Emese Vida var stigahæst hjá Snæ- felli með 17 stig. Þá fór Keira Robinson á kostum þegar Skallagrímur vann tíu stiga sigur gegn Keflavík í Borgarnesi. Robinson skoraði 32 stig í leiknum sem lauk með 83:73-sigri Skalla- gríms. sport@mbl.is Blikar bitu frá sér Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogur Danni Williams og Dagbjörg Dögg Karlsdóttir takast á.  Valskonur lönduðu þó sigri  Halda sex stiga forskoti á toppnum  Skallagrímur vann Keflavík í annað sinn Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handknattleik og fráfarandi leik- maður Vals, er orðinn leikmaður þýska 1. deildar félagsins Rhein- Neckar Löwen en frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ýmir verður þriðji Íslending- urinn í herbúðum Rhein-Neckar Löwen sem er í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins og þá er landsliðs- maðurinn Alexander Petersson samningsbundinn félaginu. Ýmir er 22 ára gamall en á að baki þrjú stórmót með íslenska landsliðinu. Hann fékk stórt hlut- verk í miðri vörninni á EM í Svíþjóð í janúar og hefur eflaust vakið at- hygli fyrir framgöngu sína þar. Ýmir Örn heldur á Íslendingaslóðir Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson hefur látið af störfum hjá danska liðinu Skjern en áður hafði verið gert samkomulag um að Patrekur stjórnaði liðinu út tíma- bilið eftir að hann tók ákvörðun um að flytja heim í sumar. Patreki var hins vegar sagt upp störfum og var það tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær. Lands- liðsmennirnir Björgvin Páll Gúst- avsson og Elvar Örn Jónsson leika með Skjern en Björgvin gengur í raðir Hauka eftir tímabilið. Ekki náðist í Patrek í gær. Dvölin hjá Skjern fékk skjótan endi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.