Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 57

Morgunblaðið - 06.02.2020, Síða 57
ÍÞRÓTTIR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Ég hef stundað skíða- mennsku frá því að ég man eft- ir mér. Þriggja ára byrjuðu for- eldrar mínir að kenna mér á skíði og fyrir það verð ég þeim ævinlega þakklátur. Eftir tíu góð skíðaár var ákveðið að breyta til og við fermingarald- urinn skipti ég yfir á snjóbretti, verandi unglingurinn sem ég var. Í dag er ég 34 ára að verða 35 ára gamall eilífðarunglingur á snjóbretti en ég get svo sem alveg viðurkennt það að ég er farinn að íhuga það að skipta aftur yfir á skíðin. Fyrir þremur árum fjárfesti ég í svokölluðu „splitboardi“ en brettið hefur aldrei fengið al- mennilega íslenska þýðingu, nema kannski kleifbretti. Það er sem sagt hægt að taka það í sundur, ganga upp brekkur á því og setja það svo saman til þess að renna sér niður. Kleif- brettið er svar snjóbretta- heimsins við fjallaskíðum sem hafa notið mikilla vinsælda bæði hérlendis og erlendis síð- ustu ár. Í síðustu viku bárust hrika- legar fréttir af ungum manni sem lést í snjóflóði við Mó- skarðshnjúka. Ég hef margoft farið á Móskarðshnjúka að vetri til, bæði til þess að ganga og á kleifbrettinu mínu. Í allt of mörg skipti hef ég farið þangað illa búinn og án þess að vera með snjóflóðaýli meðferðis. Eftir sorgarfréttir síðustu viku ákvað ég að skrá mig á snjóflóðanámskeið í fyrsta sinn. Eitthvað sem ég hefði átt að vera löngu búinn að gera. Það er aldrei of varlega farið þegar náttúran á í hlut og hvort sem þið eruð að byrja í sportinu eða ekki; kaupið ykkur snjóflóðaýli, skóflu og stöng. Slysin gera nefnilega ekki boð á undan sér og góður útbúnaður getur skipt lykilmáli. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kris@mbl.is Stærstu boltagreinarnar þrjár njóta töluverðra vinsælda hér á landi og er umfangið í kringum helstu keppnir á vegum sérsambandanna verulegt. Kappleikirnir geta ekki farið fram án þess að fólk fáist til að annast dómgæsluna. Störf sem geta vakið umtal og deilur og fylgir þeim því gjarnan talsvert áreiti. Laun heimsins eru þó ekki ein- ungis vanþakklæti. Dómarar fá greitt fyrir störf sín á Íslandsmót- unum en þegar að er gáð geta þau laun verið ágæt búbót ofan á aðra vinnu séu dómarar iðnir við kolann. Vitaskuld gildir þó mat hvers og eins varðandi það hvernig hann verð- leggur tíma sinn en ýmiskonar und- irbúningur og líkamleg þjálfun fylgir auðvitað dómgæslunni í meist- araflokkum. Eðlismunur er á mótafyrir- komulagi Íslandsmótanna í þessum greinum. Ekki er úrslitakeppni í knattspyrnunni eins og í hinum tveimur greinunum þar sem launa- taxtarnir breytast þegar komið er í úrslitakeppnirnar. Morgunblaðið birtir hér upplýs- ingar frá Knattspyrnusambandinu, Handknattleikssambandinu og Körfuknattleikssambandinu um launakjör þeirra sem taka að sér að dæma í þessum greinum. Um núver- andi taxta er að ræða í vetrar- greinunum og taxta ársins 2019 í knattspyrnunni. Yfirlitið er ekki tæmandi þar sem hér eru ekki upp- lýsingar um neðri launaflokkana né ýmsar greiðslur varðandi fjarveru- álag, akstur og fleira sem er aðeins mismunandi í íþróttagreinunum sem hér er fjallað um. Knattspyrna Flokkur 1: 37.600 krónur. Efsta deild karla, bikarkeppni karla frá 16-liða úrslitum og 50% álag fyrir að dæma úrslitaleikinn í bik- arkeppni karla. Flokkur 2: 19.100 Næstefsta deild karla, Meist- arakeppni karla, 32-liða úrslit í bik- arkeppni karla, úrslitakeppni í deilda- bikar karla, 8-liða og undanúrslit í bikarkeppni kvenna og 50% álag fyrir að dæma úrslitaleikinn í þeirri keppni. Flokkur 3: 16.000 Efsta deild kvenna og Meist- arakeppni kvenna. Flokkur 4: 14.850 C-deild karla, forkeppni bik- arkeppni karla. Flokkur 5: 11.750 Næstefsta deild kvenna, bikar- keppni kvenna fram að 8-liða úrslit- unum, D-deild karla, úrslitakeppnir deildabikarsins aðrar en A-deild karla. Fæðispeningar vegna ferða: Nokkrir flokkar eftir lengd. Frá 5.600 og upp í 26.000 ef ferðin er 15 tímar eða lengri.  Aðstoðardómarar fá 25.300 krónur í flokki 1. Í flokkum 2-5 er upphæðin frá 7.850 og upp í 13.950. Varadómarar fá 13.400 í flokki 1. Í flokkum 2-4 er upphæðin frá 7.400 og upp í 8.750. Handknattleikur Flokkur 1: 38.670 krónur. Úrslitarimmur um Íslandsmeist- aratitil karla og kvenna, bikarúr- slitaleikir karla og kvenna, odda- leikir í 8-liða og undanúrslitum Íslandsmóta karla og kvenna. Flokkur 2: 32.770 Undanúrslit í bikarkeppnum karla og kvenna, 8-liða og undan- úrslit Íslandsmóta karla og kvenna, umspil um sæti í efstu deildum karla og kvenna. Flokkur 3: 23.370. Deildaleikir í efstu deildum karla og kvenna. Flokkur 4: 20.560 Næstefstu deildir karla og kvenna, bikarkeppnir karla og kvenna fram að undanúrslitum, meistarakeppni karla og kvenna, deildabikar karla og kvenna. Fæðispeningar: Nokkrir flokkar eftir lengd. Frá 2.580 og upp í 11.900 ef ferðin er 10 tímar eða lengri.  Eftirlitsmenn fá 23.680 krónur í flokki 1. Í flokkum 2-4 eru upphæð- irnar frá 13.960 og upp í 20.072. Körfuknattleikur Flokkur 1: 36.000 krónur. Bikarúrslitaleikir karla og kvenna, úrslitarimmur um Íslands- meistaratitla karla og kvenna, odda- leikir í úrslitakeppni karla. Flokkur 2: 33.700 Undanúrslit á Íslandsmótum karla og kvenna. Flokkur 3: 26.000 8-liða úrslit á Íslandsmóti karla, undanúrslit í bikarkeppnum karla og kvenna. Flokkur 4: 18.900 Hefðbundnir deildarleikir í efstu deildum karla og kenna, úr- slitakeppni í næstefstu deild karla, bikarleikir karla og kvenna að und- anúrslitum, Meistarakeppnir karla og kvenna. Flokkur 5: 13.600 Næstefsta deild karla og úr- slitakeppni í næstefstu deild kvenna. Fæðispeningar: Tveir flokkar eftir lengd. Frá 5.400 og upp í 12.000 ef ferðin er 10 tímar eða lengri.  Eftirlitsmenn fá 13.600 fyrir starf í fyrstu þremur gjaldflokk- unum en annars 7.700. Dómarar geta fengið hátt í 40 þúsund á leik  Laun heimsins eru ekki einungis vanþakklæti  Dómgæsla getur verið búbót Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþjóðadómarar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson við störf. Bikarmeistarar Vals í handknatt- leik kvenna tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum keppninnar. Það gerðu einnig úrvalsdeildarliðin Fram og KA/Þór. Í kvöld mætast Fjölnir og Haukar í Grafarvog- inum þar sem tekist verður á um síðasta lausa sætið í bikarhelginni svokölluðu sem fram fer í Laug- ardalshöllinni í næsta mánuði. Vinni Haukar er ljóst að öll fjögur liðin í undanúrslitum Coca Cola- bikarsins koma úr úrvalsdeildinni. Hvorki Valur né KA/Þór lentu í vandræðum gegn b-deildarliðunum FH og ÍR. Valur vann FH 34:19 í Kaplakrika og KA/Þór vann ÍR 30:20 í Breiðholtinu. Í Hafnarfirði skoruðu Lovísa Thompson og Hildur Björnsdóttir 6 mörk hvor fyrir Val. Britney Cots og Emelía Ósk Steinarsdóttir skoruðu einnig 6 mörk hvor fyrir FH. Ásdís Guðmundsdóttir fór á kostum fyrir KA/Þór og skoraði 12 mörk. Matea Lonac átti mjög góð- an leik í markinu hjá KA/Þór og varði alls 18 skot. Markmaðurinn var með 50% markvörslu en Aldís Ásta Heimisdóttir var næst- markahæst Akureyringa með 4 mörk. Laufey Lára Höskuldsdóttir var markahæst ÍR-inga með 6 mörk. Fram heimsótti HK sem sótt hefur í sig veðrið í vetur en Fram náði að landa sigri í Kórnum 29:35. Karen Knútsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Fram í leiknum og Ragnheiður Júlíusdóttir 7 mörk. Díana Kristín Sigmarsdóttir var markahæst hjá HK með 8 mörk og landsliðskonan Sigríður Hauks- dóttir skoraði 7 mörk í horninu. Þórir Tryggvason Illviðráðanleg Karen Knútsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Fram í gær. Fram sló HK út úr bikarkeppninni  Öruggt hjá bikarmeisturunum VERUMHAPPY HEIMAVÖLLUR FJÖLSKYLDUNNAR ELLI MÆLIR MEÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.