Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 58

Morgunblaðið - 06.02.2020, Side 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is Heyrnarhlíf með Bluetooth® tengimöguleika við 2 síma, útvarpi og umhverfishljóðnema. Hægt er að hlusta á tónlist sem og taka handfrjáls símtöl í mjög hávaðasömu umhverfi þar semmíkrafónnin útilokar allan umhverfishávaða. Tengist við smáforrit í síma. Heyrnarhlíf PeltorWS Alert XPI Bluetooth ® Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Organistinn Gunnar Gunnarsson og saxófónleikarinn Sigurður Flosason fagna 20 ára samstarfsafmæli með tónleikum í samvinnu við Mótettu- kór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar í Hallgríms- kirkju í kvöld kl. 20.15. Á fyrri hluta tónleikanna flytja Gunnar og Sig- urður eigin sálmaspunaútsetningar sem hafa komið út á fjórum geisla- diskum þeirra og heyrst á fjölmörg- um tónleikum undanfarna tvo ára- tugi. Á síðari hluta tónleikanna bætist kórinn við og fluttar verða tónsmíðar og útsetningar þeirra fé- laga. Þar mun kórsöngurinn bland- ast við spuna dúósins. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík sem sett verður í Hallgrímskirkju kl. 19.45 í kvöld. Aðgangur er ókeypis. Rætur í ólíkum stefnum Aðspurður segir Sigurður að sam- starf þeirra Gunnars hafi hafist með útgáfu plötunnar Sálmar lífsins. „Þar sem við tókum þekkta sálma og spunnum út frá þeim á orgel og saxófón,“ segir Sigurður og rifjar upp að platan hafi verið frumflutt á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2000. „Viðtökur voru mjög góðar og héld- um við fjölda tónleika í framhaldinu. Eftir það gerðum við þrjár aðrar plötur á næstu 20 árum. Fyrst tók- um við jólasálma, bæði nýja og forna, til kostanna á plötunni Sálmar jólanna. Síðan kom Sálmar tímans og loks gerðum við eina plötu með íslenskum ættjarðarlögum sem nefnist Draumalandið,“ segir Sig- urður og bendir á að þeir Gunnar hafi spilað mikið saman við ýmis tækifæri, bæði á tónleikum og við ólíkar kirkjulegar athafnir. „Við Gunnar höfum báðir verið að fást við músík fyrir kór og blöndum því saman við spunann á þessum tónleikum,“ segir Sigurður sem nýtt hefur bakgrunn sinn jafnt í klassíska heiminum og djassheiminum þegar hann hefur verið að semja nýja sálma fyrir kóra. „Við Gunnar eigum rætur í báðum tónlistarstefnum. Það er ekki þannig að við séum að djassa upp sálmana, heldur erum við að spinna út frá sálmunum á þeirra eig- in forsendum þótt við notum spuna- tækni sem tengist djassinum,“ segir Sigurður og tekur fram að allt snúist þetta um að nota ólík verkfæri úr reynslubankanum. Hljómræn innsýn „Á sínum tíma lærði ég ýmislegt um klassíska kórraddsetningu, en hef svo hljómræna innsýn úr heimi djassins og dægurlagatónlistar. Ég hef reynt að nýta þetta allt saman inn í hefðbundna kórheiminn,“ segir Sigurður. Sálmana sem Mótettu- kórinn syngur eftir hann á tónleik- unum samdi hann við ljóð Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar og hafa þeir komið út bæði á plötu og prenti und- ir titlinum Sálmar á nýrri öld. „Ég er reyndar líka með eitt nýtt lag við texta sem er eignaður Jóni Arasyni,“ segir Sigurður. Bach, Schubert og Schumann meðal fyrirmyndanna Aðspurður segir Sigurður mikinn mun á því að semja fyrir hljóðfæri og raddir þar sem texti er í for- grunni. „Ég hef samið töluvert af sunginni djasstónlist í gegnum tíð- ina, sem er reyndar bara gert fyrir einn söngvara. Í gegnum þá vegferð kynnist maður þeirri hugsun að virða textann í tónsmíðum eða búa til músík sem styrkir textann og tek- ur mið af honum. Ég held að það sé lykilatriðið í allri sunginni tónlist að bæði laglínur og hljómar máli text- ann svolítið,“ segir Sigurður og tek- ur fram að sé það gert leiði það yfir- leitt til þess að söngvarar syngi betur. „Það hjálpar söngvaranum í allri túlkun ef laglínan og hljómar styðja tilfinningalega undir inntak textans eða lykilorð í textanum,“ segir Sigurður og segir slíka nálgun eða tækni í tónsköpun áberandi hjá tónskáldum á borð við barokk- tónskáldið J.S. Bach og þýsku ljóða- tónskáldin Franz Schubert og Robert Schumann. „Ég tek mínar fyrirmyndir þaðan, ekki í hljómum og nótum heldur í konseptinu og nálgun minni,“ segir Sigurður og tekur fram að sér finnist bæði gam- an og spennandi að semja fyrir kóra. „Eitt af því sem er gaman er að semja músík og vera ekki alltaf að flytja hana sjálfur,“ segir Sigurður og bendir á að tónlistarfólk sem leiki djass sé orðið svo vant því að semja og spila eigin músík. „Oft eru fáir aðrir sem spila þá músík en þeir sem semja hana, en það semja allir í djassheiminum í dag. Þegar ég sem fyrir kór finnst mér mjög gaman að geta setið úti í sal og notið þess að hlusta á útkomuna án þess að vera á kafi í miðjum flutningnum sjálfur,“ segir Sigurður og tekur fram að sér finnist skemmtilegt þegar tónlist hans lifi sjálfstæðu lífi í höndum kóra og annars tónlistarfólks. „Hluti af því sem drífur mig áfram er að leggja eitthvað til í þennan sjóð kirkjutónlistar og búa til músík sem hægt er að nota.“ Vilja gefa sem flestum kost á að heyra tónlistina Spurður hvers vegna þeir Gunnar hafi ákveðið að hafa aðganginn ókeypis svarar Sigurður: „Okkur fannst það bara tilhlýðilegt og skemmtilegt að geta boðið öllum í þennan afmælisfagnað og gefið sem flestum kost á að heyra tónlistina. Við höfum áhuga á að kynna þessa músík fyrir sem flestum og þetta er liður í því,“ segir Sigurður og tekur fram að það sé mjög gott að spila í Hallgrímskirkju. „Það fer auðvitað eftir því hvað er verið að spila. Ég myndi ekki vilja vera þar inni með djassband þar sem trommusettið er á fullu, enda er endurómurinn of mikill fyrir vissa hluti. En fyrir svona spunatónlist og kórmúsík er Hallgrímskirkja al- gjörlega guðdómleg,“ segir Sigurður og áætlar að tónleikar kvöldsins taki rúman klukkutíma í flutningi, en ekkert hlé verður á dagskránni. Að lokum er Sigurður inntur eftir því hvernig hann sé stemmdur fyrir kvöldinu. „Þetta er eintóm til- hlökkun. Við Gunnar höfum spilað svo gífurlega mikið saman og þekkj- umst mjög vel þannig að við erum ekkert stressaðir fyrir kvöldið. Við höfum líka notið þess að þekkja Hörð Áskelsson mjög lengi og unnið með honum. Hann er fádæma snill- ingur og nær einstökum hlutum út úr kórum. Þetta er því allt yndislegt á meðal vina,“ segir Sigurður að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spuni Sigurður Flosason á æfingu með Mótettukór Hallgrímskirkju sem Hörður Áskelsson stýrir. „Algjörlega guðdómleg“  Organistinn Gunnar Gunnarsson og saxófónleikarinn Sigurður Flosason fagna 20 ára samstarfs- afmæli með tónleikum í samvinnu við Mótettukór Hallgrímskirkju í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.15 Listaháskóli Íslands (LHÍ), Arki- tektafélag Íslands (AÍ) og SARQ arkitektar halda málþing í dag kl. 15-18 í Veröld – húsi Vigdísar, um hönnun heilbrigðisstofnana og ann- arra mannvirkja með heilsu og vel- líðan í huga. „Auknar rannsóknir og aukin þekking hafa sýnt fram á gríðarlegt mikilvægi góðs arkitekt- úrs í hönnun mannvirkja fyrir heil- brigðisþjónustu. Ekki eingöngu getur góður arkitektúr sparað heil- brigðiskerfinu tíma og háar fjár- hæðir heldur getur góður arkitekt- úr haft jákvæð áhrif á líf sjúklinga og líðan þeirra,“ segir í tilkynn- ingu. Frummælendur eru verðlaunaðir arkitektar sem flestir hafa sérhæft sig í hönnun húsnæðis með heilsu og vellíðan í huga en fundarstjóri verður Anna María Bogadóttir, arkitekt og lektor við LHÍ. Frum- mælendur eru Hrafnhildur Ólafs- dóttir (JCA, London), Javier Sánch- ez Merina (SARQ, Spánn), Ögmundur Skarphéðinsson (Horn- steinar), Björn Guðbrandsson (Ark- ís og prófessor við Listaháskóla Ís- lands) og Hrólfur Cela (Basalt). Hrafnhildur stofnaði JCA með John Cooper en JCA hefur unnið fyrir mörg stærstu ríkissjúkrahúsin í Bretlandi auk verkefna fyrir einkafyrirtæki og ríkisstofnanir víða um lönd. Merina hefur hlotið fjölda verðlauna, t.a.m. fyrir Hús fræðsludeildar félagsþjónustu við Háskólann í Murcia á Spáni sem hlaut fyrstu byggingarverðlaun Murciahéraðsins og var tilnefnt til Mies van der Rohe-Evrópu- sambandsverð- launa í samtíma- byggingarlist. Ögmundur stofnaði Horn- steina arkitekta og hafa verkefni stofunnar verið fjölbreytt og má nefna hjúkrunar- heimili og íbúðabyggingar auk margra skólabygginga, skv. til- kynningu. Ögmundur leiðir alþjóð- legan hóp arkitekta sem vinnur að hönnun meðferðarkjarna og rann- sóknahúss hins nýja Landspítala sem hluti af Corpus-hönnunarteym- inu. Björn er einn eigenda ARKÍS arkitekta og talsmaður sjálfbærrar byggðar en meðal verka hans eru hjúkrunarheimilið Seltjörn og sundhöllin Holmen í Noregi. Hrólfur hefur komið að stórum hönnunarverkefnum og af verkum Basalts sem hann starfar fyrir ber hæst hönnun baðstaða víðsvegar um landið, m.a. Bláa lónsins, Geo- sea, Vakar, Guðlaugar og Sund- laugarinnar á Hofsósi. Basalt arki- tektar eru jafnframt að vinna að verkefnum í heilbrigðisgeiranum, þ.m.t. meðferðarkjarna NLSH og rannsóknarhúsi NLSH, sem hluti af Corpus-teyminu, segir í tilkynn- ingu. Árið 2018 hlaut Basalt Hönn- unarverðlaun Íslands fyrir framlag sitt til baðmenningar á Íslandi. Málþing um hönnun heilsumannvirkja Anna María Bogadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.