Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 4. A P R Í L 2 0 2 0
Stofnað 1913 81. tölublað 108. árgangur
Njóttu hækkandi sólar á rúntinum.
Uppáhaldsbíllinn þinn bíður!
HEKLA · Skoðaðu úrvalið á www.hekla.is/vefverslun
BLÚNDURNAR
ALSÆLAR Á
FJARFUNDUM
LADDI Í
DRAMATÍSKU
HLUTVERKI
JARÐARFÖRIN MÍN 42DAGLEGT LÍF 12
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ISAL tapaði tæplega 13 milljörðum
á rekstri álversins í Straumsvík í
fyrra, eða um milljarði á mánuði.
Til samanburðar varð rúmlega 5
milljarða króna tap af rekstri
álversins árið 2018. Nemur tapið því
um 1 milljón króna á hverja klukku-
stund síðustu tvö ár.
Í nýjum ársreikningi ISAL er
fjallað um erfiðleika í rekstrinum.
Sagði þar að farið hefði saman ósam-
keppnishæfur raforkukostnaður á
Íslandi og sögulega lágt álverð.
Staðan hefur síðan versnað síð-
ustu vikur vegna kórónuveirufarald-
ursins. Eftirspurn eftir áli hefur
dregist mikið saman, ekki síst í
framleiðslu, en það á aftur þátt í
skarpri lækkun álverðs í ár.
Starfsfólki ekki verið fækkað
Um 400 manns störfuðu hjá ál-
verinu í fyrra, álíka margir og 2018.
Rio Tinto á álverið í Straumsvík.
Að sögn Bjarna Más Gylfasonar,
upplýsingafulltrúa Rio Tinto á Ís-
landi, hefur fjöldi starfsmanna ekki
breyst að undanförnu.
Hvað snertir framleiðsluna megi
ætla að hún verði svipuð í ár og í
fyrra. Gangi það eftir verður fram-
leiðslan um 14% minni en 2018. Sá
samdráttur kemur á viðkvæmum
tíma í hagkerfinu en algert tekjufall
hefur t.d. orðið í ferðaþjónustu.
Viðræður við Landsvirkjun
Bjarni Már segir Rio Tinto munu
halda áfram að endurskoða starf-
semina í Straumsvík og leita leiða til
að styrkja samkeppnishæfnina. Það
feli í sér viðræður við stjórnvöld og
Landsvirkjun um raforkuverð.
Fram kom í febrúar að sá mögu-
leiki hefði verið til umræðu hjá Rio
Tinto að loka álverinu vegna
rekstrarvanda. Í fyrra var hálf öld
liðin frá gangsetningu þess. »20
Tapaði um 13 milljörðum
Mikið tap hjá álverinu í Straumsvík Tap ISAL ríflega tvöfaldaðist milli ára
Tapið 18 milljarðar síðustu tvö ár Róðurinn þyngist vegna kórónuveirunnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Taprekstur Álverið í Straumsvík
hefur verið rekið með miklu tapi.
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónar-
maður Farsóttarhúss, tekur á móti
sýktum einstaklingum sem ekki geta
verið í einangrun annars staðar.
„Ég sinni fólkinu sem hér er
ásamt sjálfboðaliðum Rauða kross-
ins, en við erum með vakt allan
sólarhringinn. Við færum þeim mat
og sinnum félagslegum samskiptum
því þau eru hér lokuð inni í litlum
herbergjum. Svo fylgjumst við með
heilsufarinu. Ég er búinn að vera
hér í mánuð og er hér dag og nótt,“
segir hann í viðtali í Sunnudagsblaði
helgarinnar.
Þar er einnig rætt við leikskóla-
leiðbeinanda, hjúkrunarfræðing,
lögregluþjón, strætóbílstjóra, versl-
unarstjóra og sjúkraliða sem segja
frá hvernig líf þeirra og störf hafa
breyst vegna kórónuveirunnar.
Morgunblaðið/Ásdís
Í vinnunni Gylfi Þór Þorsteinsson
þarf að klæðast hlífðarfatnaði.
Vinnur
dag og nótt
Hjúkrunarfræðingur á bráðadeild Landspítalans klæddist hlífðarfötum,
gleraugum og andlitsmaska til að verja sig gegn kórónuveirusmiti.
Mikið hefur mætt á heilbrigðisstarfsfólki. Stjórnvöld ákváðu í gær að
framlengja vaktaálagsauka sem hjúkrunarfræðingar hafa notið sam-
kvæmt tilraunaverkefni sem lauk nýlega. Álagsaukinn féll því niður þegar
álagið var hvað mest.
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Allur er varinn góður vegna kórónuveirunnar
MKórónuveiran »2-6, 10-12, 20-24
Lögreglustjórinn
á Suðurnesjum
hefur nú til rann-
sóknar andlát í
heimahúsi þar
sem kona á sex-
tugsaldri lést.
Andlátið er
rannsakað sem
sakamál. Karl-
maður á sextugsaldri hefur verið úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 8. apr-
íl næstkomandi. Lögreglan vinnur
að rannsókn málsins. Hún segir að
ekki sé unnt að veita frekari upplýs-
ingar að svo stöddu. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins átti and-
látið sér stað í Sandgerði.
Andlát
rannsakað
Talið sakamál