Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
Sótthreinsi-
þrif
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Áratuga þekking og reynsla
er kemur að smitgát og
sýklavörnum
eftir COVID-19 smit á vinnu-
stöðum og stofnunum
60 ára Helga ólst upp
á Flateyri og í Vestur-
bænum í Reykjavík en
býr í Gerðunum í
Reykjavík. Hún er
grunnskólakennari að
mennt og er með dip-
lóma í lestrarfræðum.
Helga er sérkennari í Sæmundarskóla.
Dætur: Stefanía Helga, f. 1982, Hildur
Sif, f. 1988, Halldóra Björg, f. 1992 og
Arna Fjóla, f. 1993. Barnabörnin eru orð-
in sjö.
Foreldrar: Fjóla Haraldsdóttir, f. 1926, fv.
verslunarmaður, og Hallur Kr. Stefáns-
dóttir, f. 1931, fv. kaupmaður í Svalbarða
á Framnesvegi, búsett í Reykjavík.
Helga Guðfinna
Hallsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu þér ekki til hugar koma að
grípa til einhverra aðgerða bara til þess að
spæla aðra. Farðu varlega á öllum sviðum.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er eitthvað sem stendur í veg-
inum fyrir því að þú náir þeim árangri sem
þú stefnir að. Aðrir skynja tilfinningar þín-
ar og viðbrögðin láta ekki á sér standa.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er hætt við að ákefðin
hlaupi með þig í gönur í dag. Lífið er oft
undarlegt og getur breyst á örskotsstund.
Þakkaðu fyrir allt það góða sem er í þínu
lífi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Draumar fylla hugann. Vertu þolin-
móð/ur og leggðu áform þín fyrir fjöl-
skylduna. Þú verður að hafa hana með í
ráðum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú átt svo auðvelt með að fara þínu
fram að þú þarft að gæta þess að ganga
ekki of nærri öðrum. Treystu eðlisávísun
þinni betur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Dýr eru góður félagsskapur. Ef þér
finnst aðstæður erfiðar gerðu þá allt sem
þú getur til að bæta daginn. Ekki vera
eigingjörn/gjarn.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er ekki ólíklegt að ímyndunaraflið
hlaupi með þig í gönur í dag. Fáðu svar við
vissri spurningu hjá ástvini þínum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Flestir verða fyrir andlegri
upplifun einhvern tímann á ævinni. Ekki
sakar að vera bjartsýn/n á framtíðina. Það
er í raun nauðsynlegt nú á tímum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er ástæðulaust fyrir þig
að hengja haus því þú hefur unnið vel.
Brettu upp ermarnar þegar þú mætir
þeim sem virðast ofjarlar. Þeir eru það
engan veginn, þú sérð það fljótt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur sterka þörf fyrir að
bæta þig á einhvern hátt. Skynsemi og
hagsýni eru þínar sterku hliðar í dag.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér tekst að hvetja þrjóskan
einstakling með því að beita gömlu góðu
gulrótinni. Ef þú hefur efni á vissum hlut
skaltu láta það eftir þér að kaupa hann.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér tekst einkar vel þessa stundina
að bæta fjárhag þinn. Ekki gera það sem
er þér á móti skapi.
demíunnar 1990, hlaut riddarakross
íslensku fálkaorðunnar fyrir framlag
til rannsóknamála á Íslandi 1994,
heiðursviðurkenningu og gullmerki
Verkfræðingafélags Íslands 2013
með eftirfarandi orðum: „Með fjöl-
þættum störfum sínum á sviði rann-
sókna og þróunar á Íslandi hefur
Vilhjálmur lagt grunn að öflugu
rannsókna- og vísindasamfélagi á Ís-
landi sem er stöðugt vaxandi hlekk-
iðnþróun á vegum iðnaðarráðuneytis
1978-1982, sat í stjórn Landverndar
og í Náttúruverndarráði 1972-1981
og var fulltrúi Íslands í vísindanefnd
OECD 1978-2009.
Vilhjálmur hlaut Tau Beta Pi-
verðlaunin 1964 sem er
heiðursviðurkenning fyrir árangur í
verkfræðinámi við bandaríska
verkfræðiháskóla. Hann var kjörinn
meðlimur sænsku Verkfræðiaka-
V
ilhjálmur Lúðvíksson
fæddist 4. apríl 1940 í
Reykjavík og ólst upp í
Hlíðunum. „Ég dvaldi
löngum í sveit hjá
móðurafa og -ömmu á Suðurnesjum
og ólst þar upp við sumarstörf með-
fram sjósókn í þágu heimilisins í
anda sjálfsbjargarbúskapar gamla
sveitasamfélagsins,“ segir Vil-
hjálmur.
Vilhjálmur gekk í Skóla Ísaks
Jónssonar, Austurbæjarskólann og
varð stúdent frá Verzlunarskóla Ís-
lands 1960 og lauk einnig stærð-
fræðideildarprófi frá MR 1961.
Hann lauk BS-prófi í efnaverkfræði
frá University of Kansas í Lawrence
1964 og MS-prófi 1965 og Ph.d.-prófi
1968 í efnaverkfræði frá University
of Wisconsin í Madison.
Vilhjálmur var verkfræðingur hjá
Rannsóknaráði ríkisins við athug-
anir á nýtingu náttúruauðlinda 1968-
1973, framkvæmdastjóri og formað-
ur Iðnþróunarnefndar 1973-1975 og
rak eigin ráðgefandi verkfræðistofu
1975-1978. Hann var settur fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkis-
ins frá 1978 og skipaður fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs frá
1982. Hann varð framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs Íslands (RANNÍS)
eftir sameiningu Vísindaráðs og
Rannsóknaráðs ríkisins 1.9. 1994 og
gegndi þeirri stöðu til 2003.
Vilhjálmur var ritari nýstofnaðs
Vísindatækniráðs 2003-2004. „Ég
vann að undirbúningi að stofnun
þess og benti stjórnvöldum hér á
kerfið í Finnlandi sem fyrirmynd.
Þetta gekk út á að stjórnmál og vís-
indin væru tengd með faglegum
hætti til mörkunar stefnu í þágu vís-
inda, tækni og nýsköpunar.“ Hann
var skrifstofustjóri vísinda- og há-
skólamála menntamálaráðuneytisins
2004-2008 og var sérstakur ráðgjafi í
menntamálaráðuneytinu og formað-
ur norrænu embættismannanefnd-
arinnar um menntamál til ársloka
2009.
Fjölmörgum trúnaðarstörfum
hefur Vilhjálmur sinnt og verið rit-
stjóri og meðhöfundur fjölda rita um
vísinda- og tæknimál. Hann var m.a.
formaður samstarfsnefndar um
ur í atvinnulífi á Íslandi.“ Hann
hlaut gulllauf Garðyrkjufélags Ís-
lands fyrir framlag í þágu félagsins
2019.
Helstu áhugamál Vilhjálms eru
skógrækt, garðrækt og veiði. Hann
var meðal stofnenda Stangveiði-
félagsins Ármanna (1973) og Skot-
veiðifélags Íslands (1976) og samdi
ásamt öðrum siðareglur félaganna.
Hann var formaður samstarfs-
hóps opinberra stofnana og einka-
aðila (Gróðurbótafélagsins) um til-
raunir með efnivið til skógræktar og
garðyrkju 1985-1998, hann sat í
stjórn Skógræktarfélags Íslands
2000-2012, var formaður Garðyrkju-
félags Íslands 2007-2013 og hefur
verið formaður rósaklúbbs Garð-
yrkjufélagsins frá 2013. Hann situr í
stjórn norræna rósafélagsins frá
2008 og var formaður þess 2011-
2012. Hann tók þátt í stofnun urta-
garðs í Nesi við Seltjörn frá 2010.
Vilhjálmur hefur skrifað fjölda
greina um skógrækt og garðrækt í
Skógræktarritið og Garðyrkjuritið
og víðar.
Fjölskylda
Kona Vilhjálms er Áslaug
Sverrisdóttir sagnfræðingur, f.
30.11. 1940 í Reykjavík. Þau gengu í
hjónaband 23.6. 1962 og eru búsett á
Seltjarnarnesi. Foreldrar Áslaugar
Vilhjálmur Lúðvíksson, efnaverkfræðingur og fv. framkvæmdastjóri RANNÍS – 80 ára
Róið til fiskjar Vilhjálmur, Hákon Sverrir og Vilhjálmur Karl árið
2015 á Steingrímsfirði. Vilhjálmur og Áslaug eiga hús á Drangsnesi.
Vann í þágu vísinda og tækni
RANNÍS Við stofnun Rannsóknarráðs Íslands (RANNÍS) árið 1994 eftir
sameiningu Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins.
Hjónin Áslaug og Vilhjálmur í rósagarði á
dönsku eyjunni Als árið 2018.
40 ára Þórður er frá
Þórshöfn á Langanesi
en býr í Grafarvogi í
Reykjavík. Hann er
húsasmíðameistari að
mennt og sér um
viðhald á 101 hóteli
og starfar einnig
sjálfstætt.
Maki: Dagmar Ólafsdóttir, f. 1985,
kennaranemi.
Sonur: Árni Hrafn, f. 2018.
Foreldrar: Líney Sigurðardóttir, f. 1957,
kennari og vinnur við heilsugæsluna og
bókasafnið á Þórshöfn, og Þórður
Þórðarson, f. 1955, jarðverktaki á Þórs-
höfn.
Þórður Ragnar
Þórðarson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is