Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 45
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég er margbrenndur afþví að þegar ég hleð íyfirlitsgreinar eins og ég
er að gera hér kemur yfirleitt
tölvupóstur eða öllu heldur mess-
engerskilaboð þráðbeint í hausinn
á mér eftir birtingu. „Þú gleymdir
x og y!“ Ég ætla því að fara var-
lega í þetta skiptið og halda mig
að allra mestu við útgáfufyrir-
tækin sem slík fremur en lista-
mennina. Greininni er heldur ekki
ætlað að vera tæmandi, yfirlits-
greinar eru það aldrei, þannig að
ef einhver útgáfa er að vinna elju-
samt starf en stóð einhverra hluta
vegna utan míns ófullkomna rad-
ars sendið mér línu og ekki
gleyma broskallinum!
Þær útgáfurá síðasta ári sem
hrærðu hvað mest í okkur gagn-
rýnendum, blaðamönnum, dóm-
nefndaraðilum og hvaða nöfnum
sem má nú kalla okkur, voru
Lagaffe Tales, FALK og Möller
Records. Allar þessar útgáfur
hafa sýnt af sér þolgæði og
stefnufestu á undanförnum árum
og gefið efni út reglubundið yfir
árið. Lagaffe Tales, sem vinnur í
hús/teknógeiranum, gaf t.a.m. út
þrjár tólftommur í fyrra, undir
merkinu BROT, og allar með Fel-
ix Leifi. Fjórða platan, með Jón-
birni, kom út fyrir stuttu. Falk
Records átti fjórar útgáfur en hef-
ur verið að gefa út listamenn frá
Stansað, dansað, öskrað
Morgunblaðið/Eggert
Tvíeyki Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson og Frosti „Bistro Boy“ Jónsson eru iðnir við kolann.
öllum heimshornum. Í fyrra komu
út plötur með rúmenskum og
breskum listamönnum en einnig
með Pólverja sem er búsettur hér
(Milena Glowacka) og Íslendingi,
sem kallar sig Dynk (mamma hans
þekkir hann sem Þórð Arnarson
og takfast teknó hans er undur-
samlegt).
Nýverið gaf FALK út plötu
með Martinu Bertoni, ítölskum
sellóleikara sem er gift Íslendingi
og býr í Berlín. Möller Records
hafa þá verið hinir stöndugustu í
árafjöld, gáfu út nokkrar plötur á
síðasta ári og tvær eru komnar á
þessu ári, með Bistro Boy og
Andartaki. Möller-maðurinn Árni
Grétar fór þá hamförum á síðasta
ári með útgáfu sína Móatún 7 og
hefur gefið út 40 sjötommur undir
því merki, á síðasta ári og þessu!
Árni er hamhleypa til verka og
rekur líka merkið Intellitronic
Bubble ásamt Lee Norris og gefa
þeir út tíutommur í takmörkuðu
upplagi.
Nýtt merki, Nordic Voyage,
hóf þá starfsemi í ár og Exos
byrjaði með Planet X-útgáfuna í
fyrra. Ég nefni líka bbbbb re-
cords, Sweaty Records, Extreme
Chill Files, Eyewitness inc., LAH-
AR og metnaðarfulla útgáfu
President Bongo í gegnum Radio
Bongo. Verð líka að nefna hina
frábæru sveit TRPTYCH sér-
staklega, sem gefur út í gegnum
itsuka-merkið. Öll eru þessu
merki virk í dag. Rík starfsemi og
vonandi er ég að gleyma ein-
hverju.
Dægurtónlistargeirar eru
mismunandi og hvað sýnileika
varðar er oft um eðlismun að
ræða. Merkin sem hér hafa verið
talin upp eru ekki að flagga sér,
troða sér í umfjallanir eða slíkt.
Áhersla er einfaldlega á að búa til
rás til að koma sköpun á fram-
færi. Raftónlistargeirinn hefur
alla tíð verið tæknisinnaður ef svo
mætti segja og allur heimurinn er
varnarþing hans. Plötur eru oft
gefnar út í Evrópu þar sem þær
ferðast ekki út fyrir klúbba og
DJ-menningu viðkomandi landa,
lög og plötur lúra einatt á Band-
camp eða Soundcloud og tónlistin
er þess eðlis að hún þolir illa dag-
spilun í útvarpi. Auk þess eru þeir
sem á bak við tónlistina standa oft
„andlitslausir“, baksviðsmenn og
græjugaurar sem trana sér lítt
fram. Það þarf áreynslu ætli mað-
ur að finna efnið, hvað þá að
fylgjast með, en þeir sem eru á
annað borð að slægjast eftir þessu
vita hvar efnið er að finna.
Þá vitið þið það. Og þó að
viss huliðshjálmur liggi yfir þess-
ari senu er uppgangur og út-
breiðsla íslenskrar dans/
raftónlistar í fullum gangi.
» Allar þessar út-gáfur hafa sýnt af
sér þolgæði og stefnu-
festu á undanförnum ár-
um og gefið efni út
reglubundið yfir árið
Hún er talsverð, virkn-
in í íslenskri dans- og
raftónlist, þó að starf-
semin sé að mestu utan
alfaraleiðar. Hér verð-
ur litið til nokkurra
hérlendra útgáfufyrir-
tækja af þeim toganum.
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
Heilsaðu upp á Maríu á blarapril.is
Hún er einhverf og hefur frá ýmsu að segja
Það er bara best að kynnast
mér til að skilja mig betur
Kvikmyndahúsið Bíó Paradís sendi
frá sér tilkynningu í vikunni um að
stuðningsmenn þess fengju gjöf að
launum fyrir stuðninginn, þriggja
mánaða fría áskrift að streymis-
veitunni MUBI.
„Þrátt fyrir áskoranir í rekstri
Bíós Paradísar á öllum vígstöðvum
viljum við halda áfram að færa þér
stórkostlegt bíó! Til þess að þakka
þér stuðninginn við starfsemina vilj-
um við gefa þér og þínum sannkall-
aða kvikmyndagjöf – þriggja mán-
aða fría áskrift að streymisveitu
MUBI! MUBI er dreifingaraðili,
framleiðandi og streymisveita sem
býður upp á fjölbreytt úrval kvik-
mynda alls staðar að úr heiminum,
allt frá nýjum „arthouse“-myndum
yfir í TROMA-hrylling. Það bætast
nýjar myndir í safnið á hverjum degi
og hver mynd er aðgengileg í
mánuð,“ segir í tölvupósti frá Bíó
Paradís og að bíóið hafi tekið hönd-
um saman við Europa Cinemas og
MUBI til að bjóða áskrifendum
fréttabréfs bíósins óheftan aðgang
að kvikmyndasafni MUBI í 90 daga.
Það eina sem fólk þarf að gera er að
skrá sig á póstlista kvikmyndahúss-
ins á vef þess, bioparadis.is, og fær
það í framhaldi hlekk á áskriftina.
Setja þarf inn kortaupplýsingar en
ekkert gjald er þó tekið af kortum í
90 daga og hægt að segja upp áskrift
áður en tími fríáskriftarinnar er lið-
inn.
Meðal þess sem MUBI býður nú
upp á er úrval kvikmynda franska
leikstjórans Louis Malle, þeirra á
meðal fyrstu kvikmynd hans, Ascen-
seur pour l’échafaud frá árinu 1958.
Sígild Maurice Ronet og Jeanne Moreau í Ascenseur pour l’échafaud.
Bíó Paradís gefur áskrift
„Vetrarsól“, hið þjóðþekkta og sí-
vinsæla lag Gunnars Þórðarsonar
við texta Ólafs Hauks Símonar-
sonar, kom út í gær í nýrri út-
gáfu. Krummi, fyrrverandi for-
sprakki rokksveitarinnar Mínuss,
syngur lagið en það kom upp-
haflega út fyrir 40 árum í flutn-
ingi Björgvins Halldórssonar, föð-
ur hans, á plötunni Himinn og
jörð.
Hugmyndin að því að gefa lagið
út á ný í nýrri útgáfu kviknaði
við gerð sjónvarpsþáttanna
Jarðarförin mín, sem fjallað er
um á bls. 42 í Morgunblaðinu í
dag, en lagið kemur allnokkuð
við sögu í þáttunum sem verða
sýndir í Sjónvarpi Símans á pásk-
unum.
„Lagið hefur fylgt Krumma alla
tíð og átt sérstakan stað í huga
hans en hann hafði lengi stefnt að
því að gera sína útgáfu. Nálgun
Krumma felst í því að einfalda
lagið og setja það í harðkjarna-
bluegrassbúning og breyta tón-
tegundinni. Flutningur Krumma á
þessari perlu íslenskrar tónlistar
verður að teljast einstaklega vel
heppnaður,“ segir í tilkynningu.
Krumma til halds og trausts
voru Bjarni M. Sigurðarson gítar-
leikari, Óttar Sæmundsen bassa-
leikari, Erik Qvick trommari,
Guðmundur Atli Péturson sem lék
á mandolín, Hallur Ingólfsson
upptökustjóri og Halldór Á.
Björnsson sem sá um hljóð-
blöndun. Krummi og Bjarni komu
einnig að upptökustjórn lagsins,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingunni.
Blágresi Krummi og hljómsveit gerðu nýja
blágresisútgáfu af „Vetrarsól“.
Krummi syngur
„Vetrarsól“
Ljósmynd/Mummi Lú