Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 41
Eftir ævintýri Stjörnunnar í Evr- ópukeppninni fóru landsliðsþjálfar- arnir í El Salvador að skoða mig bet- ur. Við unnum lið frá Skotlandi og Póllandi áður en við mættum Inter Mílanó. Þá tóku menn þetta alvar- lega sem ég var að gera á Íslandi og þá vaknaði sú spurning hvort ég ætti að fá tækifæri. Ég hafði reyndar spil- að fyrir yngri landslið Bandaríkjanna en meiðsli árið 2009 höfðu áhrif á gang mála þar. Það opnaði dyrnar fyrir El Salvador og ég var alltaf tilbúinn að spila fyrir El Salvador. Árið 2012 mætti ég Hetti en árið 2014 mætti ég Inter Mílanó í Evr- ópukeppni. Veturinn eftir það spilaði ég landsleik gegn Kólumbíu. Þetta gerðist ótrúlega hratt þegar maður spáir í það og maður verður bara að hafa gaman af þessu. Þetta er sama íþróttin á Egilsstöðum og á San Siro. En þetta sýnir að Evrópuleikir geta opnað margar dyr ef menn standa sig.“ Talar fjögur tungumál Pablo ræðir við blaðamann á ágætri íslensku. Upp úr krafsinu kemur að Pablo er góður tungu- málamaður og talar fjögur tungumál. Enskuna og spænskuna frá uppvaxt- arárunum en einnig ítölsku vegna tengingar þangað og nú íslensku. „Móðurættin er frá Ítalíu og ég tala því ítölsku. Það er svo fallegt tungumál og það var talað við mig á ítölsku stundum sem krakki. En ég lærði einnig ítölskuna frekar í menntaskóla. Ég horfði á fótbolta með lýsingum á ítölsku og það sama gerði ég varðandi íslenskuna. Fót- boltinn er áhugamál og ég byrjaði að fylgjast með honum á íslensku og þannig lærði ég tungumálið. Fyrstu orðin sem ég lærði á íslensku voru af fótboltavellinum. Restin kemur mjög hratt finnst mér þegar maður er kominn eitthvað áleiðis í íslenskunni. Maður á að vera óhræddur við að prófa sig áfram. Eins og ég er að gera núna í þessu samtali. Íslendingar vilja gjarnan æfa sig á ensku og ræða við mig á ensku. Ég bið fólk að tala íslensku því mig langar að læra og það hefur gengið ágætlega.“ Eiginkonan er sigursælli Samband Pablos og Rúnu bar ávöxt í fyrra þegar þau eignuðust dóttur. Pablo reiknar með því að þau verði á Íslandi alla vega í nánustu framtíð. „Mér finnst geggjað að vera hérna. Sérstaklega eftir að ég fór að tala tungumálið. Konan væri alveg til í að prófa að búa annars staðar einhvern tíma og upplifa fleiri ævintýri. Hún hefur alla vega minnst á það og henni líkaði vel í New York. Hún er í dokt- orsnámi í HÍ og tækifærin gætu ver- ið fleiri erlendis en það geta líka ver- ið tækifæri hérlendis. Þegar mínum knattspyrnuferli lýkur verður for- gangsröðunin með öðrum hætti. Hún hætti sjálf í fótboltanum árið 2018 og hefur unnið fleiri titla en ég. Ég segi stundum við hana í gríni að ég þurfi að vinna jafna marga titla og hún áð- ur en ég get hætt,“ segir Pablo og hlær en Rúna varð tvisvar Íslands- meistari og tvisvar bikarmeistari með Stjörnunni en hún lék einnig með Fjölni, Fylki og Val og spilaði 146 leiki í efstu deild. Spilar á píanó og vinnur hjá Icelandair Sjálfur tók hann háskólagráðu með aðaláherslu á enskar bók- menntir en með tungumál og klass- ískan píanóleik sem aukafag. Honum virðist vera margt til lista lagt og blaðamaður spyr hvort hann sé flink- ur píanóleikari. „Ég er ekki mjög flinkur og áhuginn er meira teor- ískur. Ég elska tónlist og fylgist vel með henni.“ Ásamt því að spila með KR starfar Pablo hjá Icelandair. „Ég hef unnið síðustu tvö ár hjá Icelandair og byrj- aði þar í maí 2018. Ég hef kunnað mjög vel við mig en þessi tími hefur auðvitað verið upp og niður fyrir fyrirtækið. Ég var í 75% starfi og er núna í 50% starfi. Nú taka allir á sig skerðingu vegna þess sem er í gangi í heiminum. Það hefur gengið ágæt- lega upp fyrir mig að vinna hjá þeim og spila fótbolta.“ Ekki það mikilvægasta í lífinu Hvernig æfa Íslandsmeistararnir um þessar mundir? Menn eru væntanlega hver í sínu horni út af samkomubanninu sem fylgdi kór- ónuveirunni? „Þjálfararnir láta okkur hafa áætl- un og við æfum bara sjálfir. Snýst það mest um hlaup og styrk um þess- ar mundir. Maður verður að fara sjálfur út með bolta til að sparka. Um daginn hljóp ég úti í roki og rigningu í Súgandafirði þar sem við fjöl- skyldan vorum í heimsókn. Að sumu leyti er þetta ágæt tilbreyting. Hið jákvæða við þetta ástand er að mað- ur eyðir meiri tíma með fjölskyldunni og það getur verið ágætt fyrir marga að sjá að fótbolti er bara fótbolti en ekki það mikilvægasta í lífinu. Íþróttir eru hins vegar samfélags- lega mikilvægar og ég hef gaman af því að fylgjast með öðrum íþrótta- greinum í íþróttaflórunni hér. Mér finnst til dæmis mjög gaman að fylgj- ast með körfuboltaliðinu hjá KR og sjá þá gera hluti sem ég get ekki framkvæmt,“ sagði Pablo Punyed í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Hari Íslandsmeistari Pablo Punyed á Hlíðarenda í september 2019, í leiknum þar sem KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 1:0-sigri. Pablo Punyed » Fæddist í Bandaríkjunum 18. apríl 1990 en flutti þriggja ára til El Salvador og var þar til 10 ára aldurs. » Fór aftur til Flórída, stund- aði háskólanám og lék með U19 ára liði Bandaríkjanna. » Kom til Íslands 2012 og lék 22 leiki með Fjölni í 1. deild og skoraði fjögur mörk. » Lék með Fylki 2013 og skor- aði eitt mark í 11 leikjum í úr- valsdeildinni. » Lék með Stjörnunni 2014- 15, varð Íslandsmeistari og skoraði 4 mörk í 39 leikjum í úrvalsdeild ásamt því að taka þátt í Evrópuævintýri liðsins. » Lék með ÍBV 2016-17, varð bikarmeistari og skoraði eitt mark í 42 leikjum í úrvalsdeild. » Hefur leikið með KR frá 2018, skorað fjögur mörk í 42 leikjum í úrvalsdeild og varð Ís- landsmeistari 2019. » Valinn í landslið El Salvador í október 2014, hefur spilað 25 landsleiki og skorað þrjú mörk. » Hefur spilað 156 deildaleiki á Íslandi og skorað 14 mörk, þar af eru 134 leikir og 10 mörk í úrvalsdeildinni. » Bróðir hans Renato Punyed lék með ÍBV og ÍR 2017 en hef- ur leikið í Noregi síðan og hóf að leika með landsliði Níkar- agva á síðasta ári. ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Ég læt mér ekki leiðast þótt íþróttir í beinni útsendingu séu af skornum skammti um þessar mundir. Ég finn aðrar leiðir til að fá minn íþróttaskammt. Sem betur fer eru hin ýmsu sambönd og félög orðin dugleg að setja efni á veraldarvefinn. Í gær horfði ég á heimild- armynd um heimsmeistaramót karla í knattspyrnu árið 2014 í Brasilíu og skömmu áður heim- ildarmynd um HM kvenna í Frakklandi síðasta sumar og HM karla í Rússlandi sumarið 2018. FIFA hefur verið duglegt að dæla inn efni á Youtube. Sömu sögu er að segja NFL- deildina í ruðningi. Einhverjir 10- 15 leikir eru nú aðgengilegir þar í fullri lengd. Þar sem ég byrjaði ekki að fylgjast með NFL fyrr en fyrir örfáum árum, veit ég ekki hvernig stór hluti þessara leikja fór og því auðvelt fyrir mig að verða spenntur yfir þeim. Þá er önnur sería af Sunderland Til I Die komið á Net- flix. Fyrsta serían er eitt besta sjónvarpsefni sem ég hef nokk- urn tímann horft á. Ég hlakka til að byrja á seríu tvö. Þættirnir eru hálfgert stórslys fyrir félagið, en fyrsta serían var framleidd til að sýna liðið fara beint aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir fall. Það gekk ekki betur en svo að liðið féll aftur og leikur nú í C- deildinni. Úr varð miklu betra og fyndnara sjónvarpsefni fyrir vikið. Mér leiðist s.s. ekki þótt íþróttir í beinni útsendingu séu af skornum skammti. Ég hef þó ekki enn lagt í að horfa á síðasta þáttinn af Take Us Home: Leeds United. Fyrsta serían fjallar um síðustu leiktíð hjá Leeds United í ensku B-deildinni. Fyrstu fimm þættirnir eru góðir, en ég læt þann sjötta og síðasta vera. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.isHansi Flick mun stýra þýska stór- liðinu Bayern München næstu þrjú árin en hann skrifaði í gær undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Gildir samningurinn til 2023. Flick, sem hefur verið knatt- spyrnustjóri Bayern til bráða- birgða eftir að Niko Kovac var rek- inn í nóvember, hefur greinilega heillað forráðamenn félagsins. Flick stýrði Hoffenheim árið 2005 og hefur síðan þá verið í þjálfara- teymi þýska landsliðsins og að- stoðað Joachim Löw. Hjá þýsku meist- urunum til 2023 AFP Bæjari Hansi Flick stýrir stærsta liði Þýskalands næstu árin. Ekki verður leikið meira í austur- ríska handboltanum á leiktíðinni. Bú- ið er að blása af öll mót á vegum austurríska handknattleiks- sambandsins og verða engir meist- arar krýndir, ekkert lið fer upp og ekkert lið fellur. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið síðasta leik sinn með West Wien, en tveggja ára samningur hans átti að renna út eftir tímabilið og mun hann ekki semja við félagið að nýju. „Ég vil þakka starfs- fólki, þjálfurum og liðsfélögum fyrir tvö góð ár,“ er haft eftir Guðmundi á heimasíðu félagsins. Guðmundur rær á önnur mið Ljósmynd/Handball-westwien.at Akureyringur Guðmundur Hólmar Helgason yfirgefur West Wien. Stjórn ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að nú sé ljóst að keppni í deildinni muni ekki fara af stað á ný í byrjun maí eins og stefnt hafði verið að. „Ekki verður haldið áfram með keppnistímabilið 2019-20 fyrr en öruggt og rétt er að gera það. Dag- setning á því er í stöðugri endur- skoðun í samráði við alla hlutaðeig- andi, eftir því sem kórónufarsóttin þróast og við vinnum saman á þess- um erfiðu tímum,“ segir m.a. í yfirlýs- ingunni. Enn fremur er sagt að það sé ein- dregið markmið að allir leikir sem eftir eru í deildinni og bikarkeppninni muni fara fram, þannig að hægt sé að ljúka tímabilinu af fullri sanngirni. Það verði hins vegar ekki gert nema með fullum stuðningi bresku ríkis- stjórnarinnar og ráðgjöf heilbrigðis- þjónustunnar. Óvíst er hvernig leikirnir fara fram en einhverjir hafa stungið upp á því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeild- inni í Kína, sem er á batavegi eftir veiruna. Frestað leng- ur í enska fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.