Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 48
Tónskáldin Hjalti
Nordal, Ingibjörg Elsa
Turchi og Katrín
Helga Ólafsdóttir
hafa verið valin til
þátttöku í Ung-Yrkju
með Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands. Í val-
nefnd sátu Anna Þor-
valdsdóttir, staðar-
tónskáld SÍ og mentor verkefnisins, Tryggvi M.
Baldvinsson, tónskáld og deildarforseti tónlistar-
deildar Listaháskóla Íslands, og Gunnar Andreas Krist-
insson, tónskáld og stjórnarformaður Tónverkamið-
stöðvar. Ung-Yrkja er nýtt verkefni innan vébanda
Yrkju, starfsþróunarverkefnis Tónverkamiðstöðvar fyr-
ir ný tónskáld. Ung-Yrkja er sérstaklega löguð að ung-
um tónskáldum sem enn eru í háskólanámi í tón-
smíðum. Í þessu fyrsta verkefni gefst þeim tækifæri til
að vinna með SÍ og staðartónskáldinu Önnu. Einnig
kynnast þau vel starfsemi Tónverkamiðstöðvar, ekki
síst nótnaumsýslu við gerð hljómsveitarverka.
Þrjú tónskáld valin í Ung-Yrkju
verið hælt í hástert, fyrirtækjum,
sem hafa boðið landsmönnum aukna
þjónustu í samskiptabanninu, og ein-
staklingum eins og foreldrum, sem
hafa hlaupið í skarðið og gætt ömmu-
og afabarna, svo dæmi séu tekin. Týr
Theo Norðdahl, ellefu ára, fékk sér-
stakt hrós fyrir að hafa rutt gang-
stíga í Vesturbæ Reykjavíkur á dög-
unum og fyrirtækinu Finni ehf. var
hrósað fyrir að bjóða ellilífeyris-
þegum á Akureyri upp á frían snjó-
mokstur í ljósi aðstæðna.
„Ég elska alla“ með Shady Owens
og Hljómum er það fyrsta sem heyr-
ist þegar hringt er í Alexíu. „Ég var
svo heppin að kynnast fjölskyldu
Rúna Júl. og góðri og fallegri tónlist í
kjölfarið, þegar ég bjó í Grindavík,
þar sem ég ólst upp. Ég féll fyrir
þessu lagi, þegar ég var 17 ára, söng-
línan varð þema mitt og þess vegna
valdi ég hana í símann.“
Alexía leggur mikið upp úr kær-
leikanum og segist ætíð líta á björtu
hliðarnar. Hún hefur starfað sem
þjónn á veitingastaðnum Kol á Skóla-
vörðustíg frá upphafi og tekur ljós-
myndir í frístundum. „Ég var alin
upp í kærleika og hef hjartað og góð-
mennskuna frá mömmu, rétt eins og
listræna augað,“ segir hún, en móðir
hennar er Hildur Hilmarsdóttir
handavinnukennari. „Ég tek öllum
eins og þeir eru, allir eru fullkomnir,
hver á sinn hátt,“ heldur hún áfram
og bætir við að hún sé mikil Pollí-
anna. „Jákvæðni auðveldar að takast
á við lífið á hverjum degi og allir eiga
skilið að fá hrós.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Facebooksíðan „Hrósum hvert öðru“
hefur öðlast nýtt líf í samgöngu-
banninu að undanförnu. „Við settum
þessa síðu upp í september sem leið
til þess að vera jákvæð og reyna að
stuðla að vellíðan,“ segir Hlynur
Björnsson Maple, sölumaður hjá Öl-
gerðinni, um síðuna sem hann og
Alexía Erla Hildur Hallgrímsdóttir
eiga heiðurinn af. „Eitt hrós á dag
kemur lífinu í lag“ er yfirskriftin.
Alexía segir að september hafi orð-
ið fyrir valinu vegna þess að þá hafi
dimmir vetrarmánuðir verið fram
undan og fólki ekki
veitt af hrósi. Á síð-
unni útskýrir hún
að stundum vilji
litlu hlutirnir
gleymast þegar
komi að þakklæti,
en þeir skipti
gríðarlega miklu
máli. Því hvetji hún
aðra til að hjálpa þeim að dreifa kær-
leikanum og bjóða fjölskyldu og vin-
um í hópinn. „Hlynur hefur alltaf haft
mikinn drifkraft þegar hann fær ein-
hverja hugmynd og satt best að segja
er það honum að þakka að síðan er í
raun og veru til, hún varð að veru-
leika með hans jákvæðni og bjart-
sýni.“
Mikilvægt að hrósa
Viðbrögð við síðunni voru góð
strax í byrjun, þau tóku kipp í desem-
ber og fóru síðan á flug samfara auk-
inni umfjöllun um kórónuveiruna.
„Viðtökurnar hafa verið vonum fram-
ar og síðan hefur aldrei verið virkari
en nú,“ segir Alexía og Hlynur tekur í
sama streng.
Ekki ætti að vefjast fyrir neinum
að hrósa öðrum en Alexía bendir á að
oft gleymi fólk því. „Það hugsar það
en gerir það ekki,“ segir hún og legg-
ur áherslu á að fólk eigi ekki að halda
að sér höndum í þessu efni. Hún hvet-
ur það til að þora að hrósa. „Viðtök-
urnar við síðunni nú sýna að fólk þarf
á einhverju jákvæðu og fallegu að
halda.“
Að undanförnu hefur þríeykinu
landskunna, Víði Reynissyni yfirlög-
regluþjóni, Ölmu D. Möller landlækni
og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni,
„Ég elska alla“
Facebooksíðan „Hrósum hvert öðru“ ýtir undir jákvæðni
Kærleikur Hlynur Björnsson Maple um síðuna sem hann og Alexía Erla
Hildur Hallgrímsdóttir settu upp með umhyggju í huga.
NÝR ÞÁTTUR
AF HEIMILISLÍFI
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU
Þættir Mörtu Maríu Jónasdóttur,
Heimilislíf, hafa algerlega slegið í gegn
en fyrsti þáttur fór í loftið í júní 2017.
Guðni Gunnarsson segir að drasl hindri
fólk í lífinu og þess vegna tekur hann
til eftir sig. Hann býr í Garðabænum
ásamt fjölskyldu sinni og líður hvergi
betur en við eldhúsvaskinn þar sem
hann nýtur þess að vaska upp.
Vinsælasti þátturinn á Smartlandi!
LAUGARDAGUR 4. APRÍL 95. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Fyrir átta árum kom Pablo Punyed til Íslands að vetrar-
lagi til að hitta kærustuna sína. Hann tók með sér fót-
boltaskóna, fékk að fara á æfingu hjá fyrstudeildarliði
Fjölnis og þar með voru örlögin ráðin. Pablo hefur unn-
ið stóra titla með þremur íslenskum liðum, vann sér
sæti í landsliði El Salvadors eftir frammistöðu með
Stjörnunni í Evrópukeppni og er nú ráðsettur fjöl-
skyldufaðir í Vesturbænum og Íslandsmeistari með KR.
Draumur hans rættist þegar hann spilaði landsleik
gegn Íslandi í janúarmánuði. »40-41
Kom til Íslands til að hitta kær-
ustuna og tók fótboltaskó með sér
ÍÞRÓTTIR MENNING