Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fyrir hálfum mánuði kallaði Donald Trump Bandaríkjaforseti kórónu- veiruna nýju, sem skekur heims- byggðina, „kínversku veiruna“ á twitter. Fyrir þau ummæli hlaut hann harða gagnrýni og var sakaður um að kynda undir fordóma og ras- isma. Áður hafði hann í ræðu talað um hana sem „erlenda veiru“. Það er svo sem ekkert nýtt að menn reyni að finna sökudólga eða blóraböggla þegar farsóttir eru ann- ars vegar. Eitthvað í mannlegu eðli virðist eiga hér hlut að máli. Fyrr á tíð var algengt að þjóðernisminni- hlutum væri kennt um útbreiðslu sjúkdóma og að þeir yrðu fyrir of- sóknum af þeim sökum. Urðu gyð- ingar ekki síst skotspónn slíkra for- dóma. Þá voru faraldrar líka stundum raktir til einstakra manna og lögð fæð á þá og fjölskyldur þeirra. Í Íslandssögunni, eins og menn sögðu hana lengi vel, voru plágurnar svarti dauði í byrjun 15. aldar og stóra bóla í byrjun 18. aldar raktar til nafngreindra manna, Ein- ars Herjólfssonar og Gísla Björns- sonar. Einar mun hafa lifað pláguna af en Gísli lést í Kaupmannahöfn af völdum bólunnar og var sú sótt hér á landi talin eiga upptök sín í fatakistu hans sem send var heim til fjölskyld- unnar. Síðasti heimsfaraldurinn, sem líkja má við kórónuveirufaraldurinn núna, „spænska veikin“ 1918 til 1919, var eins og nafnið ber með sér kenndur við Spán og urðu Spánverj- ar fyrir talsverðum óþægindum af þeim sökum. Fræðimenn nú á dög- um telja margir meiri líkur á að „spænska veikin“ hafi átt uppruna sinn í Bandaríkjunum en á Spáni en heitið á þessari illskæðu inflúensu er orðið mönnum svo tamt að það er notað áfram. Sagðir eitra brunna Þegar svarti dauði fór um Evrópu á 14. öld og felldi yfir þrjátíu millj- ónir manna, komst sá kvittur á kreik að pestin væri ráðabrugg gyðinga. „Þeir voru sakaðir um að eitra vatn í brunnum bæja og borga og breiða þannig sjúkdóminn út,“ sagði Nükhet Varlik, sagnfræðikennari við Rutgers-háskóla í New Jersey í Bandaríkjunum, í viðtali við CNN- fréttastofuna á dögunum. Afleiðingin hafi orðið sú að fjöldi gyðinga var líf- látinn, eldur lagður að húsum þeirra og sumir brenndir lifandi á báli. Asíubúum var líka kennt um pestina og talið að hún væri komin úr austur- vegi, en fræðimenn hafa farið var- lega í að fullyrða nokkuð um upp- runa hennar. Varlik sagði að ákveðin hætta fæl- ist í því þegar farsótt eins og kórónu- veiran væru sögð „útlend“. Brýnt væri að menn gættu sín á því hvernig þeir töluðu um farsóttir og uppruna þeirra. Írum kennt um kóleru CNN fjallaði einnig um viðbrögð við kólerufaraldrinum í New York 1832. Margir kenndu kaþólska írska minnihlutanum í borginni um sjúk- dóminn, sem olli dauða um þrjú þús- und borgarbúa. Íbúar voru þá alls um 250 þúsund. Alan Krut, sagn- fræðiprófessor við American Uni- versity í Washington, sagði við CNN að margir borgarbúar hefðu skrifað útbreiðsluna á reikning vanþekk- ingar og sóðaskapar írsku innflytj- endanna, sem flestir voru mjög fá- tækir. Þrír skæðir kólerufaraldrar geis- uðu í New York á 19. öld. Í síðasta faraldrinum 1866 voru menn búnir að átta sig á því að það var til lítils að kenna einhverjum þjóðfélagshópum um sjúkdóminn. Að sögn Krut lögðu menn þá áherslu að koma á fót stofn- unum til efla heilbrigðisvarnir í allra þágu. Kínverjar lokaðir inni Í umfjöllun CNN var einnig rætt um bólusóttina sem fór um San Francisco árið 1876 og hafði reyndar oft áður gosið upp þar og víðar í Bandaríkjunum. Margir trúðu því að kínverski minnihlutinn í borginni ætti meginsök á útbreiðslunni. Var Kínahverfið sett í einangrun. Nokkr- um árum seinna voru samþykkt sér- stök lög um aðgreiningu Kínverja frá öðrum borgarbúum og takmarkanir á innflutningi þeirra til að hindra að þeir breiddu út sjúkdóminn. Í reynd voru það líklega frekar áhyggjur manna af því að Kínverjarnir tækju atvinnu frá innfæddum sem ollu þessum viðbrögðum, að sögn Doug Chan, forseta kínversk-bandaríska sögufélagsins. Þegar bólusóttin geis- aði aftur árið 1900 settu borgaryfir- völd Kínahverfið á ný í einangrun án þess að fyrir því væru nein sérstök málefnaleg rök. Það hafði greinilega síast inn í huga manna að Kínverjar væru sökudólgarnir. Kínverjarnir voru meira að segja þvingaðir til að láta bólusetja sig með bóluefni sem þá var enn ekki fullrannsakað. Þeir urðu þannig mannleg tilraunadýr vegna orðrómsins. Líka í nútímanum Dæmi af þessu tagi eru miklu fleiri og úr öllum heimshlutum. Auðvelt er að afsaka þau með vanþekkingu fólks fyrr á tíð. En það er fleira en van- þekking sem býr að baki eins og hlið- stæður í okkar upplýsta samtíma bera vitni um. Varla hefur komið upp sá sjúkdómsfaraldur á síðari árum, sem ferðast hefur á milli landa, að sögusagnir fari ekki á kreik og sam- særiskenningar. Þegar svínainflúens- an kom upp í Mexíkó 2009 varð fólk þaðan búsett í Bandaríkjunum og fleiri löndum fyrir miklum óþæg- indum og jafnvel ofsóknum. Eins eiga margir Kínverjar nú erfiða daga á Vesturlöndum vegna kórónuveir- unnar. Sagan endurtekur sig því mið- ur gjarnan lítið breytt í stað þess að menn læri af henni. Blórabögglar farsóttanna  Þjóðernisminnihlutar oft sakaðir um ábyrgð á farsóttum  Gyðingum kennt um svarta dauða á 14. öld  Kólera í New York rakin til Íra  Kínverjar lokaðir af í San Francisco vegna bólusóttar Múgæsing Fjöldamorðin í Strassborg 14. febrúar 1349 eins og málarinn Emile Schweitzer sá þau fyrir sér. Þennan dag voru mörg hundruð gyðingar brenndir á báli fyrir að bera ábyrgð á farsóttinni svarta dauða. Það var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem gyðingar sættu ofsóknum af svipuðum ástæðum. Einangraðir Kínahverfið í San Francisco var lokað af í lok 19. aldar, þar sem íbúarnir voru vegna sögusagna taldir smitberar bólusóttar. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vísindamenn við háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum kynntu í vikunni mögulegt bóluefni sem gæti virkað gegn nýju kórónu- veirunni. Þegar bóluefnið hefur verið prófað á músum hefur það fljótlega náð að mynda mót- efni gegn kórónuveirunni í nógu miklu magni til þess að vinna gegn áhrifum hennar. Niðurstöður vísindamannanna voru kynntar í EBioMedicine, sem hið virta tímarit The Lancet stendur að, og er þetta fyrsta ritrýnda rannsóknin sem birt er um mögulegt bóluefni. Vísindamennirnir hafa áður unnið að gerð bóluefna fyrir aðrar kórónuveirur, eins og þær sem ollu SARS-faraldrinum 2003 og þá sem olli MERS árið 2014, en báðar veirur eru skyldar kórónuveirunni. Í fréttatilkynningu háskólans kemur fram að sú reynsla hafi sýnt vísindamönnunum að svonefnt S-prótín veirunnar, sem myndar broddana eða „kórónuna“, væri eitt besta „skotmarkið“ fyrir bóluefni til að vinna á og koma í veg fyrir að veiran smiti. „Við vissum nákvæmlega hvar ætti að berj- ast gegn þessari nýju veiru,“ sagði dr. Andrea Gambotto, dósent í skurðlækningum við Pitts- burgh-háskóla og einn af höfundum rann- sóknarinnar. „Þetta undirstrikar mikilvægi þess að veita fjármuni í rannsóknir á bóluefni. Við vitum aldrei hvaðan næsti heimsfaraldur kemur.“ Minnir einna helst á franskan rennilás Þá kynntu vísindamennirnir einnig nýja að- ferð til að koma bóluefninu í líkamann, nokkurs konar plástur á stærð við fingurgóm með 400 litlum örnálum, sem gerðar eru úr blöndu af sykri og bóluefninu. Leysast nálarnar þá upp þegar plásturinn er settur á húð. Louis Falo, húðlæknir og prófessor við há- skólann, segir þessa aðferð hafa verið byggða sem háþróaðri útgáfu af aðferðinni sem notuð var til þess að bólusetja gegn bólusótt á 20. öld- inni, þar sem læknir strauk eða klóraði húðina með bóluefninu. „Og hún er frekar sársauka- lítil – þetta minnir einna helst á franskan rennilás“, segir Falo. Annar kostur hinnar nýju aðferðar er að hægt er að fjöldaframleiða bæði bóluefnið og „nálaplásturinn“ í miklu magni tiltölulega fljót- lega. Sagði Gambotto að venjulegast þyrfti ekki að huga að slíkum þáttum við framleiðslu bóluefnis, en þegar menn væru í kapphlaupi við heimsfaraldur væri það nánast það fyrsta sem þyrfti að skoða. Höfundar rannsóknarinnar hafa þegar sótt um leyfi til bandarísku matvæla- og lyfjastofn- unarinnar FDA, sem þarf að samþykkja allar prófanir á bóluefnum á mönnum. Venjulega myndi það ferli taka að minnsta kosti ár, en reglum stofnunarinnar var nýlega breytt í ljósi kórónuveirufaraldursins til þess að flýta fyrir. Það munu þó eflaust líða nokkrir mánuðir áður en hægt verður að taka bóluefnið í notkun. Nýtt bóluefni og ný aðferð lofa góðu Ljósmynd/University of Pittsburgh Bóluefni Gambotto með „nálaplásturinn“, en hann er með 400 örnálum með bóluefninu á.  Fyrri reynsla af SARS kom í góðar þarfir  400 örnálar notaðar til að bólusetja fyrir veirunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.