Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 2
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flest stærstu stéttarfélög landsins hafa ákveðið að hafa sumarhús og sumarhúsabyggðir sínar lokuð um páskana og sum jafnvel fram í maí, vegna tilmæla heilbrigðisyfirvalda. Hjá sumum félögum hefur ekki þurft að loka því félagsmenn hafa sjálfir af- bókað vegna tilmæla heilbrigðisyfir- valda. Félagsmenn sem hafa borgað fá leigugjaldið endurgreitt. Fólk skilur ráðstafanirnar Almannavarnir hafa áhyggjur af því að ferðalög fólks um páskana geti vald- ið auknu álagi á heilbrigðiskerfið, ekki síst ef fólk hópast í sumarhús á svæð- um þar sem heilsugæsla er veik. Einnig að fólk gleymi sér í smitgát þegar það kemur í nýtt umhverfi og dvelur þar með öðru fólki. Þá hafa Almannavarnir áhyggjur af auknu álagi á heilbrigðiskerfið vegna hugsanlegra slysa í kjölfar mikillar um- ferðar um páskahelgina. VR á 80-90 sumarhús og íbúðir og hefur þau lokuð fram yfir páska. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir að margir séu búnir að af- bóka. Fólk hafi almennt tekið því vel þegar tilkynnt var um afturköllun leigu. Hann segir að mikil ásókn hafi verið í orlofshús VR þessar vikurnar, væntanlega vegna ástandsins í þjóð- félaginu. Katrín Bryndísardóttir hjá Félagi iðn- og tæknigreina segir að fé- lagsmenn hafi almennt tekið þessum ráðstöfunum vel. FIT á 30-40 orlofshús og verða þau lokuð frá næstkomandi mánudegi og til 4. maí þegar samkomu- bann rennur út. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur ákveðið að loka öllum sín- um sumarhúsum og afturkalla leigu út mánuðinn. Sameyki sem á og rekur 70 eignir innanlands og á Spáni lokar ekki en vekur athygli félagsmanna sinna á tilmælum almannavarna og býðst til að endurgreiða leigugjald. Eining-Iðja í Eyjafirði hefur lokað sumarhúsabyggð sinni á Illugastöðum og íbúðir félagsins á höfuðborginni munu einnig standa auðar um páskana. „Fólk er búið að afbóka sig sjálft og því ekki ástæða til frekari að- gerða. Félagsmenn virðast taka til- mæli þríeykisins alvarlega,“ segir Anna Júlíusdóttir, varaformaður Ein- ingar-Iðju. Margir afbóka sjálfir BHM hefur enn ekki ákveðið lokun sinna bústaða en samkvæmt upplýs- ingum félagsins hafa margir afbókað að eigin frumkvæði. Í gærmorgun höfðu þannig komið 29 afbókanir í þau 45 orlofshús sem áttu að vera til reiðu um páskana. Efling er með 53 hús og í gær var verið að fara yfir málin þar. Hundruð orlofshúsa auð um páska  Flest stærstu stéttarfélög landsins hafa ákveðið að hafa orlofshús sín og íbúðir lokuð um páskana  Sum hverfin eru lokuð fram í maí  Margir félagsmenn hafa sjálfir afbókað vegna tilmæla yfirvalda Morgunblaðið/Ómar Við Meðalfellsvatn Stéttarfélögin eiga hundruð orlofshúsa og íbúða um allt land. Stærstu sumarhúsabyggðirnar eru á Suðurlandi og í Borgarfirði. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kórónuveirusmit var staðfest á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bol- ungarvík í gær. Tveir íbúar til við- bótar voru í einangrun og átta í sóttkví. Berg er hluti af Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða (HVEST). Fimm- tíu ný sýni voru tekin í gær og biðu þá alls 75 sýni greiningar. Staðfest kór- ónuveirusmit voru 27. Um fjórðungur allra Bolvíkinga var í sóttkví. Sautján starfsmenn á Bergi, stærsti hluti starfsliðsins, eru í sóttkví. Sjö starfsmenn á Bóli, heimili fyrir fatlað barn í húsnæði sem er samtengt Bergi, eru einnig í sóttkví. Reynt hefur verið að flytja starfsfólk af öðrum deildum HVEST til starfa á þessum stöðum eftir föngum. Einnig var kallað til fólk úr bakvarða- sveitum. Líka var von á fólki úr öðr- um landshlutum til að vinna í stað þeirra sem eru í sóttkví. Mikið álag er og þörf á fleira starfsfólki á næstu dögum og vikum. „Okkur vantar enn tvo til þrjá hjúkrunarfræðinga,“ sagði Gylfi Ólafsson, forstjóri HVEST, í gær. „Við erum komin með fimm sjúkra- liða, sýnist okkur, sem þurfa líka að ganga í störf annars staðar innan stofnunarinnar. Það er reytingur af fólki á öðrum deildum í sóttkví.“ Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi Bergs síðustu vikur og heimsóknabann. Hert hefur verið á smitgát á Bergi og í sambyggðum þjónustuíbúðum fyrir aldrað fólk. Gylfi sagði að aðrar starfsstöðvar HVEST hefðu sloppið við kórónu- veirusmit til þessa, en ekki alveg við að starfsfólk þyrfti að fara í sóttkví vegna tengsla við tilvik þar sem grun- ur var um smit. Bolvíkingar eru mikið heima „Líðanin í bænum er ótrúlega góð miðað við allt og allt. Fólk er mikið heima,“ sagði Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Hringt var í alla Bolvíkinga 70 ára og eldri og þeir hvattir til að fara í sjálfskipaða sóttkví. Jón Páll sagði að verslanir væru opnar en veitingahús, kaffihús, bókasafnið, snyrtistofan og hár- greiðslustofan lokuð. Grunnskólinn er lokaður en nemendur fá fjar- kennslu líkt og í tónlistarskólanum. Leikskólinn er lokaður nema fyrir forgangshópa en enginn hefur óskað eftir þeirri þjónustu. „Við erum enn að moka göturnar og sækja ruslið og höfnin er opin. Mjólkurvinnslan Arna framleiðir enn. Það kom upp smit í togaranum Sirrý ÍS og hann er stopp. Fiskvinnslan er að detta í páskafrí.“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Bolungarvík Kórónuveirusmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi. Ellefu íbúar eru í einangrun eða sóttkví. Fjórðungur allra Bolvíkinga er í sóttkví  Smit á hjúkrunarheimilinu  Margt starfsfólk í sóttkví Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sjúkraþjálfarar fagna nýjum möguleikum til fjarþjónustu við skjólstæðinga sína, en þykir miður hversu miklar skorður eru sett- ar af hálfu Sjúkratrygginga Íslands. Stofn- unin hefur sam- þykkt að þessa þjónustu megi veita skv. sér- stakri gjaldskrá sem gefin hefur verið út. Regl- urnar eru þær að sjúkraþjálfarar megi sinna yfir netið fólki sem þarf þjálfun, sem ekki getur beðið, til dæmis í kjölfar slysa eða aðgerða og veita fræðslu og leiðbeiningar í myndviðtölum. Sjúkraþjálfarar vilja aftur á móti að þjónustan nái einnig til ung- menna, fatlaðra og eldra fólks sem glímir við stoðkerfiseinkenni, færniskerðingu og fleira. Samkvæmt heimild sóttvarna- læknis mega sjúkraþjálfarar í nú- verandi ástandi í þjóðfélaginu fá til sín fólk sem þarf færniþjálfun til dæmis eftir slys og sjúkrahúsþjón- ustu. Nýjar heimildir Sjúkratrygg- inga Íslands gefa sömuleiðis grænt ljós á að þessum sama hópi sé sinnt í fjarþjónustu. Eru greiðslur. Sjúkratrygginga Íslands fyrir síma- og myndviðtöl sjúkraþjálfara viðþennan hóp mjög svipaðar og ef skjólstæðingur kemur á stofu. Öll flóra samfélagsins „Til okkar kemur stór og fjöl- breyttur hópur, í raun öll flóra samfélagsins,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Sjúkra- þjálfarafélags Íslands. „Við viljum því geta mætt öllum með fjar- viðtölum á öllum tímum, ekki bara núna meðan kórónuveiran og far- aldur hennar ganga yfir. Auðvitað er fólk, sem þarf þjálfun eftir slys og aðgerðir forgangshópur, en öðr- um verður líka að sinna. Að opna á nýja möguleika í meðferð snýst um að fylgja tækniþróun. Við munum því þrýsta á stjórnvöld að gera bet- ur.“ Fleiri fái fjarþjón- ustu sjúkraþjálfara  Möguleikar tækninnar séu nýttir Unnur Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.