Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 SÉRSMÍÐI Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins. Þú kemur með hugmyndina og við látum hana verða að veruleika með vandaðri sérsmíði og flottri hönnun. Djasssöngkonan Stína Ágústs var beðin um að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta heima hjá sér í samkomubanninu. „Ég les svotil aldrei bækur (menningarfrömuðir taki andköf hér) en hlusta þeim mun meira á tónlist og horfi á þætti og kvik- myndir sem auðga sál og sinni. Ég hef ágætis reynslu af því að vera föst í láréttri stellingu heima hjá mér og ófær um að gera nokkurn skapaðan hlut og get því miðlað reynslu af tónlist og sjónvarpsefni sem heilsubót. Þær plötur sem ég hef hlustað hvað mest á síðustu ár eru merki- legt nokk ekki bara djass. Tran- quille Emile með Emile Nicolas er einstaklega vel gerð plata þar sem viðfangsefnið er ástarþjáning sem einhverra hluta vegna er svo gott að hlusta á. Platan sem kom mér í gegnum heilt sumar af láréttri legu heitir Everybody’s Heart is Broken með sænskri hljómsveit sem heitir Niki & The Dove. Ég hef séð þá hljómsveit á tónleikum nokkrum sinnum og er svo yfir mig hrifin af söngkonunni henni Malin Dahl- ström að ég féll næstum í yfirlið þegar hún benti á mig á einum þeirra. Þriðja platan sem ég hef verið gjörsamlega dáleidd yfir heitir All this I do for glory með saxófón- undraverkinu Colin Stetson. Ég sá hann hér í Stokkhólmi fyrr á árinu og það voru bestu tónleikar lífs míns. Hann blæs, syngur og slær á hljóðfærið sem framkallar dáleið- andi tónlist sem hljómar ekki eins og neitt annað. Ef maður er svo að fást við mikinn sársauka þá er af- skaplega heilandi að hlusta á Mes- huggah en það verður maður að gera með allt skrúfað í botn og oft hentugra að nota heyrnartól til að æra ekki sambýlisfólk. Nýtt efni sem er að ná taki á mér eru t.d. Mi Casa, Su Casa með Ein- ari Scheving, Guardians of the Heart Machine með Seamus Blake og óútgefin plata sem ég, Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari og Mikael Máni Ásmundsson gítar- leikari erum að vinna í núna. Ég get haldið endalaust áfram með tón- listarmeðmæli og geri það glöð ef fólk hefur samband (ég er á face- book hehe). Það er líka aragrúi af lifandi tón- list aðgengilegur á netinu þessa dagana þar sem tónlistarfólk (eins og ég) getur ekki komið fram vegna samkomubanns. Ég hef undanfarið verið að hám- horfa á RuPaul’s Drag Race, sem kemur líklega ekki mörgum á óvart sem þekkja mig. Ég get eindregið mælt með þeim þáttum fyrir fólk sem langar að hleypa smá fjöri í líf sitt og hvatningu til að skella sér bara í glimmerdressið og taka kyn- þokkafull dansspor þrátt fyrir sóttkví og böl. Fyrir þau sem eru á alvarlegri nótum er hægt að mæla með þáttum eins og Succession, Killing Eve, Ragnarök og Sex Education.“ Mælt með í samkomubanni Heillandi Saxófónleikarinn Colin Stetson heillaði Stínu á tónleikum. Tónlist og sjónvarps- efni sem heilsubót Djassari Stína Ágústs söngkona. Drottning RuPaul stýrir Drag Race. Eins og greint hefur verið frá verður Listahátíð í Reykjavík haldin í ár og fimmtíu ára afmæli hennar fagnað með fjölbreytilegum viðburðum. Vegna kórónuveirufaraldursins mun hátíðin þó ekki standa yfir í nokkrar vikur í júní, heldur munu viðburðir verða settir upp og kynntir út eftir árinu og mögulega fram á hið næsta. Dagskrána má nú alla skoða á vef Listahátíðar, án dagsetninga, og býðst þim sem áhuga hafa á að fylgj- ast með því hvenær hinir ýmsu við- burðir verða settir á dagskrá að skrá sig þar á póstlista. Hér er stiklað á stóru yfir margt það helsta. Margbreytileg tónlist Breski tónlistarmaðurinn Damon Albarn flytur ásamt hljómsveit í Eldborgarsal Hörpu nýjasta verk sitt The Nearer the Fountain, More Pure the Stream Flows. Albarn hef- ur verið tíður gestur hér á landi er verkið samið út frá íslenskri náttúru. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ís- lenska óperan taka höndum saman um flutning Valkyrkju Richards Wagner, eins af meistaraverkum tónlistarinnar á 19. öld. Christine Goerke fer með hlutverk Brynhildar og Ólafur Kjartan Sigurðarson með hlutverk Wotans. Hljómsveitinni stjórnar Alexander Vedernikov. Í Eldborg heldur Víkingur Heiðar Ólafsson einnig einleikstónleika og flytur fyrir hlé rómaðar útgáfur sín- ar af verkum efir Rameau og De- bussy, og eftir hlé Myndir á sýningu eftir Mussorgsky, í umritun Vladim- irs Horowitz og hans sjálfs. Í stjörnuveri Perlunnar verður flutt verk sem hefur hlotið mikið lof í Bandaríkjunum, Enigma, nýr strengjakvartett Önnu Þorvalds- dóttur sem Spektral Quartet flytur, ásamt vídeóverki eftir Sigurð Guð- jónsson. Í Kaldalóni í Hörpu mætast fjórir djasspíanóleikarar í dag- skránni Dominia Convo, þær Sunna Gunnlaugsdóttir, Rita Marcutulli, Myra Melford og Julia Hülsmann, og leika saman á tvo flygla. Í Norðurljósasalnum verða tón- leikar Gyðu Valtýsdóttur, handhafa Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs, Epicycle, og á sama stað verð- ur dagskráin LVB250 þar sem Beethoven verður hylltur í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli. Í Iðnó mun Tinna Þorsteinsdóttir á tónleikunum Makrokosmos flyta samnefnt verk eftir George Crumb, og í Í Gamla bíói mæta Stuart Skel- ton & Le Grand Tango og flytja fjöl- breytta tangótónlist. Ólík myndlistarverk Áhrifamikið sigurverk Feneyja- tvíæringsins í fyrra, hinn litháíski tónlistargjörningur Sun & Sea (Marina) sem fjallar um hnattræna hlýnun, verður flutt á tveimur dög- um í porti Hafnarhússins. Önnur sýning í Listasafni Reykja- víkur sem mun vekja athygi er The Great Exhibition, umfangsmikil yfirlitssýning á verkum hins heims- kunna breska myndlistardúetts Gilbert & George. Í Hafnarhúsinu verður einnig sýningin Í leit að töfr- um – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland, eftir Libiu Castro & Ólaf Ólafsson. Í Listasafni Íslands verður sett upp innsetning í gagnauknum veru- leika, Solastaglia, eftir Antoine Vivi- ani og Pierre-Alain Giraud en að verkinu kemur alþjóðlegt teymi listamanna úr ýmsum greinum þar sem samtímalist og hljóðhönnun er teflt saman til að skapa upplifun sem höfðar til allra skilningarvita. Leiksýningar og útiverk Í Tjarnarbíó setur LaLaLab upp Tréð, leiksýningu fyrir börn um leit- ina að öruggum samastað. Þar verð- ur einnig Uppljómunargarðurinn eftir Dalija Acin Thelander, skynj- unar- og upplifunarsýning fyrir ung- börn og fullorðna fylgdarmenn þeirra. Í Tjarnarbíói verður líka sýnt dansverk Ingu Huldar Há- konardóttur, Again the Sunset. Í Borgarleikhúsinu þenja í verk- inu A Simple Space sjö akróbatar út mörk hins mögulega í sýningu sem er samtímis hrá, tryllt og fínleg. Verkefnið Fjarvera eftir Steinunni Hildigunni Knúts-Önnudóttur er af öðru tagi, sett upp á heimilum víðs vegar um borgina. Og loks má geta hollenska götuleikhússins Close-Act Theatre sem mun lita lífið í miðborg- inni einn daginn. Vinsælir Yfirlitssýning verður á verkum Gilbert & George í Hafnarhúsinu. Albarn, Wagner, ung- barnaleikhús, Crumb …  Mikill fjölbreytileiki einkennir dagskrá Listahátíðar Smárabíó býður í dag og á morgun upp á bílabíó við Smáralind og verða sýndar kvikmyndirnar Jón Oddur og Jón Bjarni, Dalalíf og Löggulíf. „Til að koma til móts við óskir viðskiptavina okkar og halda bíómenningunni á lofti á þessum skrítnu tímum ákváðum við hjá Smárabíói að bjóða í bílabíó,“ segir í tilkynningu. Frítt verður á fjórar sýningar um helgina, í dag kl. 16 á Jón Odd og Jón Bjarna, kl. 20 á Dalalíf, á morgun kl. 16 verður aft- ur sýnd Jón Oddur og Jón Bjarni og um kvöldið kl. 20 Löggulíf. Tjaldið verður sett upp á efra plani Smára- lindar þar sem inngangur Smára- bíós er og þar sem samkomubann er í gildi eru gestir beðnir að halda kyrru fyrir í bílum sínum og koma með eigin veitingar. Smárabíó býður í bílabíó við Smáralind Spaug Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson á veggspjaldi Dalalífs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.