Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 ✝ Ari Bogasonfæddist á Seyðisfirði 5. októ- ber 1930. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Fossa- hlíð á Seyðisfirði 28. mars 2020. Foreldrar Ara voru Þórunn Vil- hjálmsdóttir, f. 1902, d. 1990, og Bogi Friðriksson, f. 1897, d. 1968, versl- unarmaður á Seyðisfirði. Systk- in Ara voru Friðrik, f. 1933, d. 2014, Helga, f. 1932, d. 2014, og hálfbróðir, Eiríkur Bjarna- son, f. 1923, d. 2005. Eftir nám í Barnaskóla Seyð- isfjarðar gerði Ari út trillu, stundaði verslunarstörf og starfaði á skrifstofu sýslu- mannsins á Seyðisfirði í mörg ár. Eiginkona Ara var Ásta Sig- urjóna Þorsteinsdóttir, f. 1937, þeirra eru Ari Björn, Hugi Rafn og Ársól Heiða; og Herdís Jóna, f. 1982, maki hennar er Atli Örn Gunnarsson, f. 1985, sonur þeirra er Veigar Örn. 3) Þorsteinn, f. 1962, kvæntur Ingu Þorvaldsdóttur. Börn þeirra eru Eygló Rut, f. 1983, sambýlismaður Gunnar Freyr Einarsson, börn þeirra eru Rakel Freyja, Alma Eir og Brynja Sif; Egill, f. 1985, eig- inkona hans er Elín Tinna Logadóttir, dætur þeirra eru Ólöf Björk og Katrín Inga; og Ríkey Ásta, f. 1996, sambýlis- maður Pálmi Stefánsson. 4) Bryndís, f. 1963, gift Magnúsi Björgvini Svavarssyni. Börn þeirra eru Stefanía, f. 1984, sambýlismaður hennar er Sindri Freyr Sigurðsson, börn þeirra eru Iðunn Arna og Vign- ir Óli; Arna, f. 1989, sambýlis- maður hennar er Ágúst Torfi Magnússon, dóttir þeirra er Lilja Bryndís og fóstursonur Örnu er Sindri Róbert; og Stef- án Ómar, f. 2000, unnusta hans er Bryndís Steindórsdóttir. Útförin fer fram í kyrrþey. d. 2013. Þau gengu í hjónaband árið 1958 og tíu árum síðar stofnuðu þau bókaverslun á Seyðisfirði ásamt hjónunum Eiríki Sigurðssyni og Guðrúnu Jóhönnu Þorsteinsdóttur (Lóu), systur Ástu. Þau ráku bóka- verslunina til sept- emberloka 2005. Ásta og Ari eignuðust fjögur börn og þau eru: 1) Bogi Þór, f. 1959, kvæntur Hönnu Guðjóns- dóttur. Dætur Boga eru Mag- dalena, f. 1993, sambýlismaður hennar er Björgvin Freyr Ólafsson, sonur þeirra er Benjamín Leó; og Ástrún Anna, f. 1995. 2) Kristrún, f. 1960, gift Birgi Hermanni Sigmunds- syni. Dætur þeirra eru Ásta Guðrún, f. 1980, maki hennar er Símon Þór Gunnarsson, börn Faðir okkar, Ari Bogason, var ástríkur maður, þrautseigur og stálheiðarlegur. Hann talaði ekki mikið um ástina og fleira sem skiptir mestu máli í lífinu — en lét verkin tala. Við afkom- endur hans verðum alla ævina að læra af honum. Faðir okkar fékk skarlatssótt þegar hann var tveggja og hálfs ár og út frá þeim veikindum fékk hann lömunarveiki sem varð til þess að vöðvar í fótum hans rýrnuðu mjög. Hann bar þess merki alla ævina og gekk haltur, en lét ekki fótameinið hamla sér í lífinu. Hann vildi alltaf standa á eigin fótum. Hugur hans hneigðist snemma til sjós og eftir að hafa starfað við beitningar, verslun- arstörf og fleira á unglingsárun- um hóf hann trilluútgerð á Seyðisfirði. Sprenging varð í gaskúti í bát hans í febrúar 1963 þegar hann var í Seyðisfjarð- arhöfn. Báturinn eyðilagðist og sökk en vaskir menn heyrðu sprenginguna, stungu sér í sjó- inn og björguðu föður okkar sem slasaðist illa. Hann náði sér aldrei að fullu eftir slysið, fékk verki í hendurnar við minnstu áreynslu, til að mynda þegar hann ók bíl sínum. Ari Boga var hægrikrati og átti sæti í bæjarstjórn Seyðis- fjarðar á árunum 1958-1966 fyr- ir Alþýðuflokkinn, auk þess sem hann sat í stjórn verkamanna- félagsins Fram í mörg ár. Þrátt fyrir jafnaðarmennskuna vildi hann alltaf vera sjálfs sín herra. Hann þáði ekki aðstoð og bæt- ur, sem honum stóðu til boða frá ríkinu vegna fötlunar hans, því að hann vildi vera öðrum óháður. Eftir slysið starfaði hann í Ríkinu á Seyðisfirði og seinna á sýsluskrifstofunni en hugur hans hneigðist alltaf til þess að stunda sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Hann stofnaði bóka- verslun á Seyðisfirði árið 1968 ásamt konu sinni, Ástu Þor- steinsdóttur, og hjónunum Ei- ríki Sigurðssyni og Guðrúnu Jó- hönnu Þorsteinsdóttur (Lóu), systur Ástu. Þau ráku bóka- verslunina til septemberloka 2005. Verslunarstörf áttu vel við pabba en hann hélt alltaf í drauminn um að róa til fiskjar á sínum eigin báti. Hann keypti nýjan bát árið 1978 og sagðist ætla að róa um helgar sér til skemmtunar þegar vel viðraði. Svo fór þó að sjómennskan varð aftur að aðalstarfi hans á hand- færavertíðum næstu árin, þrátt fyrir fóta- og handameinin. Siglingin fram og til baka á miðin við víkurnar norðan Loð- mundarfjarðar tók heilar sex klukkustundir, þannig að da- gróðurinn var alltaf langur. Lengstur var hann oft þegar illa fiskaðist, því að sjómanninum var meinilla við að koma í land með „öngulinn í rassinum“, eins og hann orðaði það. Veiðiferðin stóð þá stundum í sólarhring. Ef við systkinin fórum í róður með honum voru það alltaf við sem vildum gefast upp og fara í land þegar illa fiskaðist, þótt við værum ung og fullfrísk. Trillu- útgerðinni lauk ekki fyrr en vél- in í bátnum gafst upp og harð- neitaði að fara í gang. Við afkomendur Ara þökkum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Fossahlíðar á Seyðisfirði fyrir umhyggjuna sem honum var sýnd árin sem hann dvaldi þar í veikindum sínum. Bryndís, Þorsteinn, Kristrún og Bogi Þór. Að kveðja einhvern sem mað- ur elskar og hefur verið stór hluti af lífi manns er alltaf erf- itt. Við systkinin höfum verið svo heppin að hafa átt frábæran afa sem hefur tekið virkan þátt í lífi okkar og opnað heimilið sitt fyrir okkur þannig að okkur leið eins og heimili hans og ömmu hafi í raun verið okkar eigið. Hann Ari afi var nokkuð magnaður maður. Snemma á lífsleiðinni veiktist hann og átti það eftir að setja talsvert mark á líf hans. Það var vissulega ým- islegt sem hann gat ekki gert sökum sinnar fötlunar en hann lét þó fátt stoppa sig. Hann vildi aldrei fá neina sérmeðferð, hann kvartaði aldrei, hann vildi aldrei að sér væri sérstaklega hampað og hann hlífði sér aldrei. Hann var alveg ótrúlega þrjóskur. Við höfum hlegið að því síðustu daga þegar við höfum minnst hans að maður þurfti stundum að bíta í tunguna á sér þegar hann stóð svoleiðis fast á sínu en það var líklegast þessi þrjóska sem kom honum í gegn- um lífið. Og það var ekki síður þessi þrjóska sem var sá eig- inleiki í fari hans sem maður dáðist mest að. Við vorum svo heppin að fá að alast upp í mikilli návist við ömmu og afa. Við eyddum öllum jólum í æsku með þeim og öllum páskum. Þau misstu ekki af einu afmæli og við ferðuðumst með þeim um allt land á sumrin. Við eyddum óteljandi klukku- stundum hjá þeim á Múlaveg- inum þar sem afi kenndi okkur að spila, já eða við horfðum jafnvel á Spaugstofuna sem afi samviskusamlega tók alltaf upp á VHS. Það er ekki sjálfgefið að fá að eyða jafn miklum tíma með ömmu sinni og afa og við gerðum og fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Í dag eru þessar minningar algjör fjársjóður og það er fátt dýrmætara í lífinu en góðar minningar. Við þökkum fyrir allar þær stundir sem við áttum með afa og við systur erum þakklátar að börnin okkar hafi fengið að kynnast afa langa sem dáði þau og dýrkaði. Það er erfitt að kveðja, sér í lagi á þessum tímum. Það er erfitt að hafa ekki fengið að hitta afa þessar síðustu vikur í lífi hans og fengið að faðma hann og kyssa. Við huggum okkur þó við allar minningarn- ar, þá staðreynd að afi lifði löngu og góðu lífi og að hann sé nú loksins komin í arma Ástu ömmu þar sem hann á heima. Takk fyrir allt, elsku afi. Við höfum ávallt elskað þið og það munum við ávallt gera. Það var enginn eins og þú. Þín barnabörn, Stefanía, Arna og Stefán Ómar. Okkur systkinin langar til að minnast Ara Bogasonar frænda okkar í þessu skrítna ástandi sem nú er. Því miður er okkur sem og öðrum sem hefðum vilj- að vera viðstödd jarðarför hans ekki gert kleift að kveðja Ara vegna Covid19. Því viljum við minnast hans í örfáum orðum um leið og við sendum ættingj- um okkar fyrir austan okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við systkinin eigum mismun- andi minningar um Ara frænda. Á meðan amma Þórunn og afi Bogi bjuggu fyrir austan heim- sóttu elstu systkinin oft Seyð- isfjörð. Þegar afi Bogi dó og amma Þórunn flutti suður til móður okkar Helgu urðu ferð- irnar austur stopulli en alltaf var heimsótt þegar færi gafst. M.a. fór Ragna í sumarvinnu á Seyðisfjörð sem unglingur og Örn bjó hjá þeim Ara og Ástu þegar hann var í æfingakennslu á Seyðisfirði. Þá var haldið eft- irminnilegt ættarmót 2011 á Seyðisfirði þar sem okkur fyrir sunnan var tekið með kostum og kynjum. Eina minningu eig- um við systkinin þó sameigin- lega sem yljar okkur enn. Bóka- minningin mikla! „Kassinn er kominn frá Ara frænda og Ástu í bókabúðinni.“ Þetta var þegar við vorum lítil, fyrir löngu. Um hver jól kom fullur kassi af bók- um, innpökkuðum í jólapappír, og smá namminamm. Ein bók á mann, stundum tvær og stundum þrjár bækur á mann. Með þetta kúrðum við inn í jólanóttina. Síðan eru liðin mörg ár og margt gerst frá þeim tíma. En jæja gæskur, eða gæskan eins og Ari notaði gjarnan. Nú ertu farinn, en minningin um góðan frænda lif- ir. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. (Hannes Pétursson) Börnum Ara, Bryndísi, Þor- steini, Kristrúnu og Boga Þór, vottum við okkar dýpstu samúð sem og öllum afkomendum og aðstandendum. Þóra, Ragna, Björn og Örn. Ari Bogason Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær móðir okkar og amma, ELÍSABET JÓNA ERLENDSDÓTTIR, Barðavogi 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 15. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og viljum senda sérstakar þakkir til starfsfólks skilunardeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun síðustu ár. Minningarstund verður haldin síðar. Gerður Jónsdóttir Sigrún Jónsdóttir Birna Jónsdóttir Erlendur Jónsson Gísli Jónsson Elísabet Sara Gísladóttir Arnar Logi Gíslason Bróðir okkar, mágur og frændi, GYLFI ÞÓR ÞÓRHALLSSON, Engihjalla 17, Kópavogi, áður búsettur á Akureyri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 29. mars. Í ljósi aðstæðna fer útförin fram í kyrrþey. Margrét Guðlaug Þórhallsd. Karl Eiríksson Þórhalla Þórhallsdóttir Hjörtur Hjartarson Valdimar Þórhallsson Inga Hjálmarsdóttir Eyþór Rafn Þórhallsson Margrét Sigurðardóttir og frændsystkinin Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN MARKÚSDÓTTIR, Breiðvangi 30, Hafnarfirði, lést á líknardeildinni í Kópavogi 1. apríl. Vegna ástandsins í samfélaginu mun útförin fara fram í kyrrþey en minningarathöfn verður auglýst síðar. Pétur Th. Pétursson Markús Elvar Pétursson Helena Línud. Kristbjörnsd. Guðbjörg Huld Pétursdóttir Robert German Rakel Ýr Pétursdóttir Þorvaldur Sveinsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA RAGNHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR, Eyrargötu 6, Ísafirði, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 1. apríl. Vegna aðstæðna verður jarðarförin auglýst síðar. Fjölskyldan vill koma á framfæri þakklæti til starfsfólks A7 á Landspítala fyrir alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Bjarni Líndal Gestsson Kristján Þór Bjarnason Auður Bjarnadóttir Ingibjartur Ingvarsson Jóna Símonía Bjarnadóttir Þorsteinn Traustason Guðný Kristín Bjarnadóttir Jónas Hallur Finnbogason barnabörn og langömmubörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.