Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
Tunguhálsi 10
Sími 415 4000
www.kemi.is
kemi@kemi.is
„ekki missa af fyrirspurnatímanum.
ég setti sannleikslyf í drykkinn
hans.”
„SJÁIÐ ÞIÐ BÁÐIR TVÖFALT?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hún ræður og
þú ert sáttur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN,
MEÐ HVERJU GET ÉG FÓÐRAÐ
HUNDINN SVO HANN VERÐI
GÁFAÐRI?”
ÉG SVARA
ÞESSARI, ODDI
KATTA-
MAT
DRAGÐU SVERÐIÐ ÚR SLÍÐRI
OG FELLDU DREKANN!
ÉG ER EKKI
SLAGSMÁLAHUNDUR
ÉG ER LJÚFLINGUR!
MMM! MÉR Á EINMITT
EFTIR AÐ FINNAST
LJÚFT AÐ SPORÐRENNA
ÞÉR!
VELKOMIN
voru hjónin Sverrir Sigurðsson, f.
10.6. 1909, d. 9.3. 2002, skrifstofu-
stjóri Sjóklæðagerðar Íslands hf., og
Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 5.10.
1911, d. 14.4. 1994, húsfreyja.
Börn Vilhjálms og Áslaugar eru:
1) Ingibjörg Sunna, f. 19.1. 1976,
fjölfötluð og býr á sambýlinu í
Steinahlíð 1 í Hafnarfirði. 2) Arndís,
f. 21.7. 1980, doktor í félagssálfræði
og sérfræðingur á Hagstofu Íslands,
búsett á Seltjarnarnesi. Synir henn-
ar eru Vilhjálmur Karl Hannesson,
f. 24.4. 2005, og Hákon Sverrir
Hannesson, f. 3.5. 2007.
Systkini Vilhjálms: Davíð Lúð-
víksson, f. 12.1. 1943, d. 10.6. 1951;
Konráð A. Lúðvíksson, f. 14.5. 1948;
kvensjúkdómalæknir og fv. yfir-
læknir á Sjúkrahúsi Suðurnesja og
Heilbrigðistofnun Vesturlands; Ey-
dís Lúðvíksdóttir, f. 16.2. 1950, d.
16.12. 2015; hönnuður og leirkera-
smiður í Danmörku; Davíð Þór Lúð-
víksson, f. 14.3. 1956; véla- og
rekstrarverkfræðingur, og fv. for-
stöðumaður stefnumótunar og ný-
sköpunar hjá Samtökum iðnaðarins.
Foreldrar Vilhjálms voru hjónin
Lúðvík Ástvaldur Jóhannesson, for-
stjóri í Reykjavík, f. 19.12. 1915, d.
10.8. 1971, og Ingibjörg Vilhjálms-
dóttir, f. 27.2. 1914, d. 4.8. 1999, hús-
freyja og safnvörður.
Vilhjálmur
Lúðvíksson
Guðrún Eyvindsdóttir
húsfreyja á Stafnesi
Hákon Eyjólfsson
útvegsbóndi á Stafnesi
í Miðneshreppi
Vilhjálmur Chr. Hákonarson
bóndi á Hafurbjarnarstöðum
Eydís Ingibjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja á Hafurbjarnarstöðum
í Miðneshreppi
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir
húsmóðir og safnvörður
á Kjarvalssafni
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Nesjum
Guðmundur Lafransson
bóndi á Nesjum í Miðneshreppi
ðalheiður Ingibjörg
Jóhannesdóttir
húsfreyja í Rvík
Lúðvík Nordal Davíðsson
héraðslæknir á Eyrarbakka
og Selfossi
Davíð Oddsson ritstjóri
Morgunblaðsins og
fv. forsætisráðherra
teingrímur Davíðsson
kólastjóri á Blönduósi
HrafnDavíðsson
framleiðslu-
stjóri hjá Össuri
Ingibjörg Kristín
Lúðvíksdóttir
bankaritari í Rvík
Konráð A.
Lúðvíksson
kvensjúkdóma-
læknir
S
s
Brynleifur Steingrímsson
læknir á Selfossi
Davíð Þór
Lúðvíksson véla-
og rekstrarverkfr.
ASigríður Margrét
Guðmundsdóttir eigandi
Landnámsseturs
Magnús
Konráðsson
yfirlæknir á
Landspítalanum
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Eyrarkoti
og húskona á
Njálsstöðum,A-Hún.
Davíð Jónatansson
bóndi í Eyrarkoti,A-Hún.
og verkamaður í Rvík
Elísabet Davíðsdóttir
húsfreyja og afgreiðslukona í Rvík
Jóhannes Kr. Jóhannesson
trésmiður og byggingameistari í Rvík
Ragnheiður Kristín Gísladóttir
bústýra á Sveinseyri
Jóhannes Þorgrímsson
bóndi og dannebrogsmaður
á Sveinseyri við Tálknafjörð
Úr frændgarði Vilhjálms Lúðvíkssonar
Lúðvík Á. Jóhannesson
forstjóri Bílasmiðjunnar hf.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Hálfa ræ ég hana á sæ.
Til hægri og vinstri sný ég mér.
Hana ritað fagra fæ.
Fremri hreifi á selnum er.
Eysteinn Pétursson svarar:
Á aðra hönd ég einatt ræ,
og oft á hina litið fæ.
Skýra hönd ég skrifa má
og skoða hendur selnum á.
Harpa á Hjarðarfelli á þessa
lausn:
Hálfa reri hönd á sæ.
Til handa beggja líta vel.
Fagra ritað hönd ég fæ.
Fremri hreifi „hönd“ á sel.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
„Áfram stefndu hálfa hönd,
á hendi vinstri snúðu.“
Með rithönd karlsins könnuð lönd,
en kópahendur flúðu.
Lausnin er á þessa leið hjá Helga
R. Einarssyni:
Á sjónum hálfa hönd ég fer,
hönd er líka selnum á.
Á báðar hendur bylti mér.
Barnið rithönd æfa má.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una svona:
Hálfa ræ ég hönd á sæ.
Til handa beggja sný ég mér.
Hönd ég ritað fagra fæ.
Fremri selshönd hreifinn er.
Þá er limra:
Það var ein kristin kvinna,
sem kepptist við að spinna.
Hún var siðavönd
fyrir sína hönd
og sérlega typpilsinna.
Og að lokum ný gáta eftir Guð-
mund:
Næturhúmið hörfa má,
hress ég núna fer á stjá,
glugga sólin guðar á,
gátu sendi ég mér frá:
Glaðbeitt frúin kyssir kallinn.
Kvefpest skæð mun þetta vera.
Garmur sleikir grautardallinn.
Gera þeir, sem hvalinn skera.
Hér er gömul vísa í lokin:
Margt kann Finna vel að vinna:
á vökrum hesti dóla,
lyppa, spinna, tæja tvinna,
tína grös og róla.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Grær undan hollri hendi