Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 AFP New York Þessir íbúar New York gengu um með grímu í gær, en borgar- stjórinn bað íbúa í fyrradag um að hylja vit sín á almannafæri. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Anthony Fauci, sem leitt hefur bar- áttu Bandaríkjastjórnar gegn kórónuveirunni, sagði í gær að til- mæli stjórnvalda um notkun gríma myndu breytast á næstunni, þar sem nýjustu rannsóknir bentu til að veir- an gæti smitast manna á milli við venjulega öndun eða samtal, en ekki bara þegar sýktur einstaklingur hóstar eða hnerrar. Núverandi afstaða Bandaríkja- stjórnar er sú að einungis þeir sem eru veikir eða sjái um umönnun þeirra eigi að hylja andlit sín. Sum borgaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa hins vegar ákveðið einhliða að skikka íbúa sína til þess að nota grímur. Í borginni Laredo í Texas- ríki má lögreglan sekta fólk um 1.000 bandaríkjadali ef það er á ferli úti við án þess að hylja andlitið. Bill de Blasio, borgarstjóri New York, hvatti hins vegar alla borgar- búa til þess að hylja vit sín þegar þeir færu út, en að sama skapi að þeir ættu ekki að sækjast í eins grímur og þær sem heilbrigðis- starfsfólk notar, þar sem skortur er á þeim. „Það getur verið trefill. Það getur verið eitthvað sem þú býrð til heima hjá þér. Það getur verið buff,“ sagði de Blasio, en rúmlega 57.000 staðfest tilfelli eru í borginni og meira en 100.000 í New York-ríki. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er hins vegar enn að meta það hvort ráðlagt sé að mæla með almennri grímunotkun eða að fólk hylji andlit sín, þar sem óttast er að slíkt muni skapa falskt öryggi, en grímunotkun getur ekki komið í staðinn fyrir fé- lagsforðun eða að fólk þvoi hendur sínar vel og reglulega. Dauðsföllum fjölgar enn Stjórnvöld á Spáni og í Bretlandi tilkynntu í gær um mesta fjölda and- láta á einum sólarhring vegna kór- ónuveirunnar, fjórða daginn í röð. Þá hafa dauðsföll í Bandaríkjunum aldr- ei verið fleiri en undangenginn sólar- hring og höfðu í gærkvöldi rúmlega 6.500 manns dáið þar af völdum kórónuveirunnar. Nú hafa rúmlega 56.000 manns farist af völdum kórónuveirunnar. Langflest þeirra, eða 14.681, hafa orðið á Ítalíu og bættust 766 ný dauðsföll við í gær. Engu að síður telja stjórnvöld þar og á Langbarða- landi, héraðinu sem verst hefur orðið úti, að faraldurinn sé byrjaður að hægja á sér. Þrátt fyrir það er enn langt í að hægt verði að aflétta út- göngubanni og öðrum aðgerðum sem Ítalir hafa ráðist í til að stemma stigu við faraldrinum. Stjórnvöld í Singapúr ákváðu í gær að loka skólum og vinnustöðum í þeirri von að hægt yrði að koma í veg fyrir „seinni bylgju“ faraldursins. Singapúr hefur til þessa náð að halda kórónuveirunni niðri með því að ein- angra smit og rekja þau ítarlega, en forðast hefur verið að fara í víðtækar lokanir. Fjölgun smita sem rekja má innanlands hefur hins vegar breytt afstöðu stjórnvalda. Þá hefur veirunnar nú orðið vart í síauknum mæli í flóttamannabúðum og á átakasvæðum heimsins og er óttast að faraldurinn geti valdið miklum usla þar. „Hið versta er enn ókomið,“ sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, í gær og vísaði til þess að stað- festum tilfellum veirunnar væri nú farið að fjölga ört á Sýrlandi, í Líbíu og í Jemen. Mæla senn með að fólk hylji andlitið  New York-búar beðnir um að hylja vit sín á almannafæri  Rúmlega 56.000 manns látnir á heimsvísu Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Ég minnist með naumindum frétta af því þegar Kennedy var skotinn. Fall Berlínarmúrsins er mér í fersku minni auk 11. september. Nú upp- lifum við hins vegar atburð sem er án hliðstæðu.“ Þetta skrifar Rory Cellan-Jones, tæknipenni breska ríkisútvarpsins BBC, og veltir fyrir sér kórónufar- aldri fyrir tíma snjallsíma og áður en drjúgur hluti jarðarbúa eignaðist hliðartilveru á samfélagsmiðlum. Segir Cellan-Jones af raunveru- leika sínum þessa dagana, hann ræði við vinnufélagana gegnum fjar- fundabúnað og son sinn og barna- barn um spjallmöguleikann Face- time, þar sem þau sitji föst heima hjá sér í íbúð í London. „Hvað ef þetta hefði komið upp ár- ið 2005? Facebook var þá eins árs og einkum vettvangur amerískra há- skólanema enn sem komið var. Hug- takið samfélagsmiðlar hefði ekki gert mikið meira en að kalla fram spurult augnaráð viðmælenda,“ skrifar Cellan-Jones og fer líklega ekki með fleipur. Starfað í stofu Þá er annað útilokað en að geta þess að Apple ýtti ekki iPhone- snjallsíma sínum úr vör fyrr en árið 2007, einni helstu tengingu pupuls- ins við lýðnetið nú á tímum. „Sjö milljónir heimila tengdust netinu enn gegnum innhringisamband,“ skrifar Cellan-Jones og ber gæði nettenginga nú og þá saman. Segir hann 96 prósent breskra heimila nú búa við breiðbandsteng- ingar sem geri milljónum starfsfólks í skrifstofustörfum í lófa lagið að rækja störf sín heiman úr stofu. „Samskiptatakmarkanir munu leggja efnahag okkar í rúst, en hugs- ið ykkur bara hve miklu verra við gætum haft það.“ Skólar á lýðnetið Fyrir aðeins 15 árum hefði smá- söluverslun seint staðist það eftir- spurnaráhlaup sem hún hefur sætt bara síðustu vikuna. Skólamál séu enn eitt dæmið. „Nóg var talað um að koma skólunum á lýðnetið árið 2005, en það tal snerist mestmegnis um að betrumbæta tölvukerfi skól- anna frekar en að ýta undir fjar- kennslu enda bjuggu fæstir grunn- skólanemendur að eigin tölvu eða breiðbandstengingu á þeim tíma.“ Jane Fonda í tækið Cellan-Jones rifjar upp nýja til- veru flatskjássjónvarpa í byrjun aldarinnar. Þau sjónvörp hafi hins vegar ekki verið nettengd og þar með örðugt að tengjast veitum sem leyfðu til dæmis foreldrum að taka þátt í jógatíma án þess að vera við- staddir, þegar frí gafst frá uppeldis- hlutverkinu. „Valkosturinn var að finna spólu með Jane Fonda og skella henni í myndbandstækið.“ „Umræða síðustu ára um þá þjóð- félagslegu breytingu sem snjallsím- ar og samfélagsmiðlar hafa fært okkur hefur vissulega verið hávær. Sumir telja vini á samfélagsmiðlum ekki vini í raun, ekkert komi í stað þeirra samskipta sem við eigum aug- liti til auglitis,“ skrifar höfundurinn. „Við gætum hins vegar borið þann lærdóm með okkur út úr þessum hremmingum að hugsanlega sé þessi nýja tækni okkur til góðs. Jafnvel gæti hún bjargað mannslífum sé henni skynsamlega beitt,“ klykkir Rory Cellan-Jones, pistlahöfundur BBC, út í hugleiðingum sínum um þýðingu samfélagsmiðla á ögur- stundu. „Ósnjallr maðr“ árið 2005  Samskiptatækni heimsins er gjörbreytt  Hver væri staðan án snjallsímans í skugga faraldurs?  Pistlahöfundur BBC lítur um öxl á gjörbreyttum tímum AFP Snjallt Maður ráðfærir sig við snjallsímann á götu í Stokkhólmi í fyrradag. Samskiptatæknin hefur gjörbylt lífinu eins og pistlahöfundur BBC rifjar upp. AFP 2005 Karl Bretaprins og Camilla Parker-Bowles gengu í það heilaga 2005. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, birti í gær opið bréf til Ur- sulu von der Leyen, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópu- sambandsins, þar sem hann krafð- ist þess að sam- bandið sýndi „meira hugrekki“ þegar kæmi að því að aðstoða aðildarríkin við að vinna sig út úr afleiðingum kórónuveir- unnar. Sagði Conte meðal annars í bréfi sínu að þær hugmyndir sem von der Leyen hefði þegar sett fram væru ekki samboðnar því mikla ríkja- sambandi sem ESB væri. „Ákvarð- ana okkar í dag verður minnst um áraraðir.“ Conte vill að öll aðildarríkin deili skuldabyrðinni með útgáfu svo- nefndra „kórónubréfa“, en nokkur ríki í norðurhluta sambandsins, þar á meðal Þýskaland og Holland, hafa lagst hart gegn slíkum hugmyndum. Von der Leyen hefur einnig verið andsnúin þeim, en hún lagði til í fyrradag að sambandið stofnaði sjóð upp á 100 milljarða evra til þess að aðstoða aðildarríkin við að greiða út atvinnuleysisbætur. Conte sagði þær hugmyndir ágætar en að þær myndu ekki duga til þess að leysa vandann. Krefst meira hugrekkis af sambandinu  Opið bréf Contes til von der Leyen Giuseppe Conte Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að Rússar væru reiðubúnir að vinna með Sád- um og Banda- ríkjamönnum að því að draga úr olíuframleiðslu. „Ég tel nauð- synlegt að sam- eina krafta okkar til að koma jafn- vægi á markaðinn og draga úr framleiðslu,“ sagði Pútín, en olíu- verð hefur hrunið á síðustu vikum eftir að ekki náðist samkomulag milli Rússa og OPEC-ríkjanna um framleiðslumagnið. Pútín reiðubúinn að vinna með Sádum Vladimír Pútín RÚSSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.