Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Þó að allt sé undir- lagt af kórónuvírus- fréttum þessa dagana gengur lífið sinn gang og óðum stytt- ist í páska. Og þar með styttist líka í blessuð páskaeggin, sem verður örugg- lega tekið sérlega fagnandi þetta árið. Ekkert jafnast á við íslensk páskaegg þykir okkur Ís- lendingum. Ég bý í Svíþjóð um þessar mundir, og meira að segja hingað látum við senda okkur ís- lensk súkkulaðiegg, þó að allt sé hér að drukkna í sænskum súkku- laðifylltum pappaeggjum. En hefur þú einhvern tímann velt fyrir þér hvaðan þessi hefð að gefa páskaegg er komin? Við þeirri spurningu eru án efa til mörg fræðileg svör. En mig lang- ar til að deila með þér skemmti- legri skýringu á þessu fyrirbæri, sem ég rakst á í bók sem skrifuð var á 12. öld suður í Frakklandi og heitir „Gullnu sögurnar“. Þar er páskaeggjahefðina rakin allt aftur til Maríu Magdalenu, vinkonu Jesú. Sagan sú segir að María Magdalena hafi farið fljótlega eftir upprisu Jesú til Rómar þar sem hún á að hafa hitt að máli þáver- andi keisara, Tíberíus. Hún á að hafa boðað Tíberíusi kristna trú eða að minnsta kosti sagt honum frá upprisunni. Samkvæmt þessari sögu tók María Magdalena með sér egg til að sýna keis- aranum en eggið ætl- aði hún að nota til að skýra mál sitt. Þegar hún kom fram fyrir keisarann sagði hún honum frá því að í Júdeu hefði maður nokkur að nafni Jesús verið tekinn af lífi fyr- ir ákærur æðsta prestsins, ákærur sem Pontíus Pílatus, land- stjóri Rómverja, síðan hafi stað- fest. Hann var heilagur maður og kraftaverkamaður, sagði hún keis- aranum, öflugur í augum Guðs. Þessi maður var nú risinn upp frá dauðum. Tíberíus á að hafa svarað því til að enginn maður gæti risið upp frá dauðum, ekki frekar en að egg gætu breytt um lit og orðið rauð. Og viti menn! Eins og fyrir kraftaverk umbreyttust eggin hennar Maríu Magdalenu þegar og urðu rauð. Tíberíusi brá í brún og lét hann kalla Pontíus Pílatus frá Jerúsalem fyrir áeggjan Maríu Magdalenu. Þaðan var Pílatus sendur til Gallíu, sem nú er Frakkland, þar sem hann síðar veiktist af hræðilegum sjúkdómi og endaði sína illu ævi í kvöl og pínu. Þannig tók hann út maklega refsingu … segir sagan! En ekki segir frekar af trúboði Maríu eða því hvort keisarinn tók trú á Jesú. Alla vega. Meðal annars vegna þessa ævintýris Maríu Magdalenu á sú hefð að gefa páskaegg á páskum að hafa komið inn í kristna páskasiði. Reyndar eru til fleiri útgáfur af páskaeggjasög- unum í þessu forna riti. Sumar segja að María móðir Jesú hafi haft egg með að krossinum til að milda hermennina og þau hafi síð- an orðið rauð af blóði Jesú. Aðrar sögur herma að María Magdalena hafi haft egg með sér í nesti að gröf Jesú að morgni páskadags. María Magdalena er þannig oft sýnd með egg á íkonum eða helgi- myndum Austurkirkjunnar. Og hvort sem við nú trúum þessu Rómarævintýri Maríu Magdalenu eða ekki, er áhugavert að í sög- unni er hún látin standa and- spænis Tíberíusi keisara sem kennari og postuli, vitni uppris- unnar sem gat haft áhrif á sjálfan keisarann í Róm. Mesta krafta- verkið er kannski það að hún fékk áheyrn hjá keisaranum. Sem sýnir hversu mikils álits hún naut hjá þeim sem sögðu þessi sögu. Og að snemma byrjuðu kristnir menn að borða páskaegg um páska. Gleðilega páska. María Magdalena og páskaeggin Eftir Þórhall Heimisson Þórhallur Heimisson »En hefur þú ein- hvern tímann velt fyrir þér hvaðan þessi hefð að gefa páskaegg er komin? Höfundur er prestur og starfar í Svíþjóð. thorhallur33@gmail.com Guðmundur Haukur Þórðarson, söngvari og tenór í Keflavíkurkvartett- inum, er níræður í dag. Hann fæddist 4. apríl 1930 í Dölunum. Hann hef- ur búið alla sína tíð á Suðurnesjum, lengst af í Keflavík, þar sem hann stundaði vöruflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkur til margra ára. Eiginkona Hauks er Magnea Þorgerður Aðalgeirsdóttir og eiga þau fimm börn og stóran hóp af- komenda. Þau þrá það heitast núna að geta fagnað þessum tímamótum með afkomendum og öðrum ættingjum og vinum, en það verður að bíða fram á sumarið vegna ástandsins í heiminum. Haukur var einn af stofnendum Karlakórs Keflavíkur og var hann for- maður kórsins í 19 ár. Hann söng mikið einsöng með kórnum og var drifkraftur í starfseminni í 50 ár. Hann var fyrsti tenór í Keflavíkurkvartettinum, sem var vinsæll á árum áður, einkum í óska- lagaþáttum útvarps. Á seinni árum hafa þau hjónin notið þess að dvelja í sumarbústað sínum, Hamraborginni, á æskuslóðum Hauks í Guðmundur Haukur Þórðarson 90 ára Dölunum, þar sem þau hafa komið upp hlýlegum og fallegum dvalarstað. Einnig hafa þau notið þess að geta ferðast til sólar- landa með eldri borgurum, en í þeim ferðum hefur Haukur oft glatt landann með söng sínum á kvöld- vökum. Haukur lærði meðal annars söng hjá Maríu Markan og Stefáni Íslandi, og hjá Sigurði Demetz til margra ára, en þau hjónin voru miklir vinir Sig- urðar Demetz. Í tilefni 85 ára afmæl- isins 2015 gaf Haukur út safndisk með lögum, sem hann hefur sungið í gegn- um tíðina með Karlakór Keflavíkur og með öðrum kórum sem og Keflavíkur- kvartettinum. Hann söng fyrst einsöng 12 ára gamall í Barnaskólanum í Kefla- vík. Það eru margir vinir og ættingjar sem hefðu viljað geta heimsótt þau hjónin á þessum merkisdegi, og held ég geti fyrir hönd þeirra allra óskað hon- um föður mínum til hamingju með dag- inn. Vonandi styttist í þann dag að við getum knúsað hann aftur. Atli Guðmundsson. Ljósmynd/Aðsend Keflavíkurkvartettinn Guðmundur var fyrsti tenór í Keflavíkurkvartett- inum, sem var vinsæll í óskalagaþáttum útvarpsins á árum áður. Afmæli Alheimsfaraldur hefur óhjákvæmileg áhrif á dagleg störf okkar. Fjöldi fólks víðsvegar um heiminn sinnir nú vinnu sinni að öllu leyti eða að hluta til heiman frá sér sem sýnir okkur svart á hvítu hversu mikilvægar stafrænar lausnir eru fyrir at- vinnulífið. En stafræna vegferðin endar ekki þar, þvert á móti er þetta aðeins byrjunin. Undanfarið hefur orðið ljóst að því víðtækari sem stafræna umbreytingin er innan stjórnsýslunnar, því betur erum við í stakk búin að takast á við breytingar og áföll án þess að það raski mikilvægri þjónustu fyr- ir íbúa borgarinnar. Velferðarþjónusta er ein af grunnþjónustum borgarinnar sem mikilvægt er að gangi slétt og fellt fyrir sig, enda er um að ræða þjónustuveitingu til viðkvæmustu hópa samfélagsins. Árið 2019 var því ráðist í umbreytingu fyrsta stóra verkferilsins hjá Reykja- víkurborg, rafvæðingu fjárhags- aðstoðar. Verkefnið fólst í því að því að búa til lausn sem yrði fyrsti valkostur íbúa sem sækja um fjár- hagsaðstoð til framfærslu, en að jafnaði eru um 1.400 manns sem nýta sér þjónustuna hverju sinni. Starfsfólk velferðarsviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs vann með hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri í fjögurra mánaða lotu, með sjónarmið notendamiðaðrar hönnunar að leiðarljósi. Unnið var með sífellda endurgjöf, en bæði starfsfólk sem vinnur dagsdaglega við afgreiðslu fjárhagsaðstoðar sem og notendur þjónustunnar tóku virkan þátt í prófunum á tækninni. Í mars síðastliðnum var svo kerfið á bak við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar valið vefkerfi ársins 2019 á íslensku vefverðlaun- unum. Verðlaunin eru haldin ár- lega af SVEF, sem eru fagsamtök þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi. Í umsögn dómnefndar segir að í rafrænni fjárhagsaðstoð felist mikil nýsköpun sem í senn sé aðgengileg og mannleg. Metn- aðurinn á bak við verkefnið skíni í gegn og þetta sé vefkerfi sem skipti sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið sé einfalt og notendavænt og um sé að ræða frábærlega vel útfærða lausn. Það er deginum ljósara, að framtíðin er stafræn, hvort sem um er að ræða atvinnulífið eða hið opinbera. Á þeim tiltölulega stutta tíma sem liðinn er frá því að opn- að var fyrir rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð hjá Reykjavík hefur þeim fjölgað hratt sem nýta sér ferlið. Umsóknarferlið er afar þægilegt og einfalt fyrir umsækj- andann, sem upplifir hlýlegt við- mót og virðingu í hverju skrefi. Fólk fær greinargóðar upplýs- ingar á hverjum tíma um sína stöðu í ferlinu. Þegar vefkerfið var opnað fyrir tæpu ári, í apríl 2019, sóttu 33 eða 2,2% umsækj- enda um á rafrænan máta. Nú í lok mars voru þeir orðnir 900 eða um 66% umsækjenda. Það er því mikill áhugi hjá notendum á staf- rænum lausnum. Verkefnið er þegar orðið að fyrirmynd að áframhaldandi raf- væðingu ferla á vegum þjónustu- stofnana Reykjavíkurborgar og við erum stolt og ánægð með hvernig tókst til. Það er okkar skylda og hlutverk að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við íbúa borgarinnar og rafvæðing um- sókna og ferla er þar í lykilhlut- verki. Viðtökurnar sem þetta vef- kerfi hefur fengið hjá notendum og starfsfólki er okkur mikil hvatning til að feta áfram veg stafrænnar umbreytingar og þró- unar nýrra lausna fyrir borgar- búa. Stafræn stjórn- sýsla til framtíðar Eftir Óskar J. Sandholt og Regínu Ásvaldsdóttur »Undanfarið hefur orðið ljóst að því víð- tækari sem stafræna umbreytingin er því betur erum við í stakk búin til að takast á við breytingar og áföll. Óskar J. Sandholt Óskar er sviðsstjóri þjónustu- og ný- sköpunarsviðs og Regína er sviðs- stjóri velferðarsviðs Reykjavíkur. ojs@reykjavik, regina.asvalds- dottir@reykjavik.is Regína Ásvaldsdóttir Í Morgunblaðinu 30.3. birtist mánudags- pistill eftir hin glað- beitta Skagfirðing Gunnar Braga Sveins- son alþingismann þar sem hann telur að ekki sé mikið atvinnulegt gagn að ölduduflum eða mörg störf í boði á þeim vettvangi. Þarna er þingmaðurinn greinilega að reyna að vera fyndinn og ekki mun af veita að sýna af sér einhverja kæti á þessum síðustu og verstu tímum, veirur úti um allt og allt lokað og læst, sem hlýt- ur að vera erfitt fyrir Skagfirðinga sem lýstu sér svona á túristaensku: „Horses men and women men and bad with wine“. Sumum finnst það áreiðanlega af- sakanlegt ef skagfirskir sveitamenn hafa ekki mikinn áhuga á ölduduflum en það er nú öðru nær. Hið fræga skagfirska efnahagssvæði væri ekki mikils virði án sjósóknar og sjávar- afla. Vandræði í skagfirskum höfnum vegna öldugangs eru ærin og þar sem hafnarskilyrði eru ekki nægilega góð segir útgerðin bless og fer annað. Undirritaður átti þess kost að vinna við hafnargerð á sjöunda ára- tugnum og koma öldu- mælingum í gang. Síðan hafa tekið við menn sem með mikilli þrautseigju hafa byggt upp þessi vísindi svo vel, að nú eru þeir Íslendingar þekktir á alþjóðavettvangi fyrir framlag sitt á þessu sviði. Það hefur komið í ljós – vegna tilveru öldu- dufla – að það sem mað- ur hélt að væru 10-12 metra öldur hér á ár- unum þegar engar mæl- ingar voru til, reyndust vera 16-18 metra öldur. Þeir útgerðarmenn sem flúðu heimahagana vegna slæmrar hafnaraðstöðu höfðu alla ástæðu til þess. Svo áfram með ölduduflin og upp með skagfirska efnahagssvæðið. Ef mönnum finnst of fá störf í boði á sviði öldudufla þá er bara að fjölga þeim. Ölduduflað í atvinnuskyni Eftir Jónas Elíasson Jónas Elíasson »Ef mönnum finnst of fá störf í boði á sviði öldudufla þá er bara að fjölga þeim. Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.