Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
VINNINGASKRÁ
483 11288 20831 31489 40025 51173 63413 70719
828 11566 21358 31529 40079 52124 63621 70844
1094 11783 21680 31541 40853 52561 63668 70917
1880 12018 22886 31660 40927 53187 63844 71132
2339 12071 22923 32093 41141 53220 64282 71316
2649 12183 23090 32294 41273 53250 64769 72050
3209 12558 23200 32295 41945 53705 64831 72164
3311 12892 23479 32301 41993 53798 65029 72229
3463 13197 24082 32327 42357 54780 65062 72323
3581 13222 24350 32363 42586 54956 65183 72628
3733 13373 24773 32486 43518 55386 65247 73398
4034 13524 25182 32834 43823 55669 66215 73690
4361 14648 25317 33366 43859 55699 66305 74106
4812 14686 25623 33393 44535 55946 66393 74242
5463 14768 26438 33487 44832 56310 66495 75118
5648 15411 26779 33921 45191 56333 66562 75398
5872 15550 27241 33973 45644 56561 66978 75499
6089 15567 27315 34141 45963 56633 67297 75731
6097 15929 27604 34340 46022 57429 67362 76388
6392 16104 27653 34350 46086 57563 67654 76467
6664 16473 27674 34528 46521 57630 67794 76544
6753 16545 28055 34942 46590 57707 67852 76668
6785 16612 28297 35693 47396 57909 68087 77036
7153 17154 28436 36063 47460 58495 68372 77349
7333 17476 28489 36218 47599 58625 68401 77547
7583 17687 29153 36578 47697 58818 68418 77725
7933 19036 29282 36603 47758 59227 68469 77744
8167 19506 29384 36858 47825 59304 68686 77965
8381 19723 29677 37032 47855 59335 68745 79083
8472 19792 29786 37324 47965 59342 68887 79180
8717 20029 29901 37390 48630 59842 68911 79483
9549 20121 30403 38555 48646 60425 68958
9648 20211 30736 39331 48840 61172 69165
10212 20364 30883 39445 49705 61720 69247
10308 20365 30981 39473 50182 61836 69437
10568 20519 31233 39574 50904 61970 69486
11256 20692 31343 39657 50908 62194 70061
192 16016 22915 32839 42016 54458 63567 75796
425 17007 23103 33518 43121 55679 63603 75882
974 17011 23115 33553 44576 55974 66419 76010
3874 17271 23533 34758 44752 56374 68919 76604
5274 17920 24684 36155 44922 56967 70008 77239
5597 18814 25162 36192 47320 57510 70362 78188
7690 19285 26335 36353 50440 57904 71341 78534
8772 19711 26950 38575 51054 59292 72715 79440
12151 20204 27268 38733 51527 59319 73266 79756
12388 20932 27356 39030 51661 60148 73433
12494 21562 30006 39254 52224 60266 73598
12723 21635 30107 40903 53326 60831 74838
14317 22867 32344 41272 53441 61336 75177
Næstu útdrættir fara fram 8., 16., 24. & 30. apríl 2020
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
5236 6828 9914 19290 64278
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2679 5126 36723 47722 54624 66577
2943 9003 37043 48266 59447 69229
4500 26810 45097 48402 60889 75816
5014 32493 45770 48765 64323 76194
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
7 2 1 0 4
48. útdráttur 3. apríl 2020
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Nú á kórónutímum erufastir fjarfundir hjá okk-ur Blúndunum á hverjuföstudagskvöldi. Þá er
skilyrði að allar séu með eitthvað
gott í glasinu, enda hefur þetta alltaf
verið meira glasalyftingaklúbbur en
saumaklúbbur. Við höfum aldrei
komið saman til að sauma eða prjóna
heldur skreppum frekar út að borða
og gerum okkur glaðan dag,“ segir
Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, en
hún og vinkonur hennar í sauma-
klúbbnum Blúndunum láta sam-
komubann ekki aftra sér frá því að
hittast; þær notast við tölvutæknina
sem býður upp á fjarfundi margra í
einu í netheimum, í gegnum Zoom.
„Ég mæli hiklaust með þessu
fyrirkomulagi, þetta bætir, hressir
og kætir. Fyrsti fundur okkar stóð
yfir í þrjá klukkutíma og var geð-
veikt sóttkvíarpartí, því tvær okkar
voru í sóttkví. Maður verður að finna
nýjar leiðir til að njóta samskipta á
þessum tímum,“ segir Hallveig og
bætir við að það sé dýrmætt að eiga
góðar vinkonur og áríðandi að halda
sambandinu.
Þekkjast frá því í menntó
„Við erum sex vinkonurnar í
Blúndunum og höfum flestar þekkst
frá því í menntaskóla þegar við vor-
um samtíða í Hamrahlíð fyrir tutt-
ugu árum. Við bjuggum til Blúndu-
hópinn fyrir áratug og erum ekki
með neina sérstaka reglu á okkar
fundum, en núna er það ekkert
minna en vikulega með fjarfund-
unum,“ segir Hallveig og bætir við
að þær séu alsælar með þetta fyrir-
komulag.
„Þetta er að mörgu leyti alveg
jafn skemmtilegt. Þegar maður
þekkir fólk svona vel, þá skiptir ekki
máli hvert formið er á hittingnum.
Mér finnst þessir fjarfundir að
mörgu leyti þægilegri því nú heyri
ég hvað allar segja, af því aðeins
einn getur talað í einu svo vel sé. Á
venjulegum fundi okkar úti í bæ
myndast þrennar samræður í einu.“
Kærkomið að gleðja fólk
Hallveig segir að fyrir hana sem
söngkonu rétt eins og aðra lista-
menn komi kórónutímar illa við
hana, atvinnulega séð.
„Verst er óvissan um í hversu
marga mánuði ég verð tekjulaus eða
tekjulítil. Sem betur fer hefur flest-
um þeim verkefnum sem ég kem að
verið frestað, en þau ekki felld niður.
Ég vona það besta en það verður of-
framboð á tónleikum í haust trúi ég,“
segir Hallveig og hlær.
„Ég er enn að láta mig dreyma
um að kannski geti orðið af stóru
tónleikunum sem ég á að syngja með
Sinfóníunni 14. maí. Þó að ég viti að
það sé ansi mikil bjartsýni ætla ég
samt að halda í vonina.“
Hallveig hefur fengið eitt
skemmtilegt verkefni á kórónu-
tímum, hún söng í beinni útsendingu
sem var opin fyrir alla landsmenn á
RÚV á tónleikum sem sendir voru út
frá Hörpu og kallast Heima í Hörpu.
Þar söng hún fyrir tómum Eld-
borgarsal.
„Þetta tók svolítið á, að syngja í
beinni útsendingu, það tók mig smá
tíma að gleyma mér, en á tónleikum
fyrir fullum sal gleymi ég mér alltaf
strax, dett inn í músíkina. Ég var
meðvituð um að það yrði leiðinlegt ef
ég myndi ruglast í söng eða texta,
það væri ekki aftur tekið og til á
internetinu til eilífðar,“ segir hún og
hlær.
„Þetta gekk rosalega vel og við
Hrönn Þráinsdóttir undirleikari vor-
um afar ánægðar, það er kærkomið
að fá tækifæri til að gleðja fólk á
þessum tímum. Mér finnst þetta svo
fallegt verkefni hjá tónlistarhúsinu
Hörpu, að nýta lokað hús með þess-
um hætti, og ég er þakklát að hafa
verið boðið að vera með.“
Hentar illa í söngkennslu
Hallveig hefur aðeins verið að
syngja við jarðarfarir á þessum erf-
iðu tímum og þá er hún alltaf ein.
„Ég mun einnig syngja í út-
varpsmessu hjá Neskirkju á morg-
un, pálmasunnudag, svo ég er ekki
alveg verkefnalaus og það heldur
mér gangandi. Maður þarf að halda
sér við, það er rosalega mikilvægt,“
segir Hallveig, sem kennir söng og
segist enn mega kenna í einkatímum
í skólanum.
„Við pössum upp á fjarlægðina
og förum varlega, en mér hefur ekki
fundist hentugt að kenna sönginn í
fjarkennslu. Þó að maður geti gert
ýmislegt eins og farið yfir texta og
annað, þá finnst mér söngkennslan
sjálf vera erfið í þeim aðstæðum.“
Hallveig segist við upphaf kór-
ónufaraldurs lagt sig fram um að
setja eitthvað skemmtilegt og upp-
lífgandi á vegginn sinn á fésbókinni.
„Ég set alls konar jákvætt og
fallegt, stundum eitthvað fyndið og
líka tónlistaratriði. Ég hélt ég hefði
rosalega mikinn tíma, en það hefur
verið minni frítími en ég bjóst við.
Það breytist væntanlega í næstu
viku.“
Geðveikt sóttkvíar-
partí hjá Blúndum
Fjarsaumaklúbbar hafa
notið vinsælda í sam-
komubanni. Blúndurnar
eru alsælar með fyrir-
komulagið og aðeins eitt
skilyrði er fyrir fundi hjá
þeim: að allar séu með
eitthvað gott í glasinu.
Blúndur hittast Hallveig í fjarsaumaklúbbi með Önnu Lísu Björnsdóttur, Þóru Björk Ólafsdóttur, Höllu Björgvins-
dóttur og Valdísi Arnardóttur. Ein Blúnda var vant við látin og missti af fundinum, Ása Lind Finnbogadóttir.
Gaman Hallveig og Hrönn undirleikari á æfingu fyrir Heima í Hörpu.
Nú þegar allir hanga heima og langar að gera
eitthvað skemmtilegt er tilvalið að föndra sam-
an páskaskreytingar. Eitt af því gamla góða
sem alltaf vekur lukku hjá börnum er að búa til
göt með nál á hænuegg, blása innan úr þeim og
mála þau svo í öllum regnbogans litum. Klippa
greinar af trjánum í garðinum, setja í vasa og
hengja fallegu eggin svo á þær. Gleðjandi, já.
Nú er tími til að gera alls konar skemmtilegt fyrir páskana
Blásið og málið egg
Morgunblaðið/KristínHeiða
Einbeitt Þessi vandar sig.