Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
Viðgerð Unnið að endurbótum húss í miðbænum í gær í kuldatrekki en sólin glennti sig öðru hvoru.
Eggert
Eins og margoft
hefur verið sagt á
undanförnum vikum
er það sameiginlegt
viðfangsefni okkar
allra að komast í
gegn um þann skafl
sem við blasir. Og þó
að sá vetur sem brátt
kveður hafi flutt til
okkar fleiri óveðurs-
lægðir en tölu verður
á komið, þá var glím-
an við snjóskafla vetrarins
barnaleikur í samanburði við
þær appelsínugulu heilsufars- og
efnahagslegu viðvaranir sem við
nú horfumst í augu við.
Við Íslendingar höfum áður
þurft að glíma við erfiðleika og
oftast leyst þá með prýði. Við
ætlum að gera það einnig núna,
enda má segja að við séum hokin
af reynslu í þeim efnum. Lang-
flest berum við fullt traust til
þess fólks sem skipar fram-
varðarsveitina og vísar okkur
veginn, enda nálgast þau verk-
efni sitt af yfirvegun og hæfi-
legri festu. Við höfum einnig
fulla ástæðu til að hafa trú á
sjálfum okkur og framtíð okkar,
enda höfum við aldrei verið eins
vel í stakk búin til að takast á
við áföll og nú.
Við þessar aðstæður skiptir
miklu að allir sem eiga þess kost
haldi áfram sínu daglega lífi. Þar
með talið að eiga þau viðskipti
við verslanir og önnur þjónustu-
fyrirtæki sem hver og einn telur
nauðsynleg. Með því móti leggj-
um við okkar af mörkum til að
draga úr neikvæðum
afleiðingum þess far-
aldurs sem á okkur
dynur. Með því móti
leggjum við einnig
okkar af mörkum til
að gera þeim fjöl-
mörgu fyrirtækjum
sem nú glíma við
mikinn vanda auð-
veldara að komast í
gegn um erfiðleikana.
Þar er sannarlega til
mikils að vinna.
Sóttkví eða aðrar
ástæður sem gera fólki ómögu-
legt að fara út úr húsi er þarna
engin hindrun. Netverslun og
heimsending er mál málanna við
þessar aðstæður, enda er fjöldinn
allur af verslunum og öðrum
þjónustuaðilum farinn að bjóða
upp á slíkt. Ört stækkandi hópur
neytenda nýtir sér þá þjónustu
og leggur þar með sitt lóð á
vogarskálina við að halda hag-
kerfinu gangandi.
Sýnum í verki samtakamátt
okkar og skiptum við íslensk
fyrirtæki. Með því hjálpum við
fyrirtækjunum að komast yfir
erfiðasta hjallann og leggja þar
með grunn að kröftugri við-
spyrnu atvinnulífsins þegar aftur
birtir til.
Eftir Jón Ólaf
Halldórsson
» Sýnum í verki sam-
takamátt okkar og
skiptum við íslensk
fyrirtæki.
Jón Ólafur
Halldórsson
Höfundur er formaður Samtaka
verslunar og þjónustu.
Höldum áfram –
samstaðan mun
fleyta okkur langt
Það er vert að rifja
upp söguna, jafnvel á
þeim tíma sem athygli
flestra beinist að ógn
heimsfaraldursins. Ný-
lega eignaðist safnið
um útrýmingarbúðir
nasista í Auschwitz,
með aðstoð pólska
sendiráðsins í Bern,
frumgögn af skjölum
sem innihalda meðal
annars 83 myndir af gyðingum sem
frelsaðir voru af svokölluðum Ładoś-
hópi. Á meðal þeirra sem hópurinn
bjargaði voru Rutka Laskier, 14 ára
dagbókahöfundur, oft kölluð „pólska“
Anna Frank, Wolf Begin – faðir for-
sætisráðherra Ísraels, Menachems
Begins, auk leiðtoga hernaðarbanda-
lags Ísraelsmanna.
Hópur pólskra stjórnarerindreka í
Sviss, undir forystu pólska sendiherr-
ans, Alexanders Ładoś bjargaði að
minnsta kosti þúsund (þó nákvæmur
fjöldi sé óþekktur) evrópskum gyð-
ingum undan helför nasista með því
að útvega þeim fölsuð latínóamerísk
skilríki. Þar til nýlega var þetta mál
nánast algjörlega óþekkt, meira að
segja í Póllandi. Ástæðan er einfald-
lega sú að aðgerðir Ładoś-hópsins
voru framkvæmdar með mikilli leynd
og áttu sagnfræðingar því erfitt með
að afla sér upplýsinga til sönnunar um
tilvist hópsins. Önnur ástæða skýrist
með þeim hætti að sameignarsinnuð
stjórnvöld Póllands á tímum komm-
únismans, höfðu neikvætt viðhorf til
stjórnmálamanna millistríðstíma, díp-
lómatískra aðgerða þeirra og jafnvel
til allra þeirra er tóku þátt í and-
spyrnuhreyfingunni gegn nasistum.
Bæði Aleksander Ładoś og Konst-
anty Rokicki konsúll þurftu að dvelja
erlendis eftir að stríðinu lauk. Þeir
létust í eymd og einsemd og nákvæm
staðsetning á leiði Ro-
kickis var lengi óþekkt.
Aðgerðir pólskra yfir-
valda ásamt sendiráðinu
í Bern og utanríkisþjón-
ustu Póllands undan-
farin ár hafa leitt til þess
að saga Ładoś-hópsins
hefur verið endurlífguð
og opinberuð.
Hinn 24. mars hélt
Pólland upp á minningu
þeirra Pólverja sem
hjálpuðu gyðingunum
þegar landið var hertek-
ið af Þjóðverjum. Þessi hátíðardagur
var stofnaður að frumkvæði forseta
Póllands Andrzej Duda til að heiðra
alla þá pólsku ríkisborgara, óháð þjóð-
erni, sem hjálpuðu gyðingum að kom-
ast af í stríðinu með því að leggja eigið
líf í hættu. Þessi minningardagur er
því tækifæri fyrir pólska utanrík-
isþjónustu til þess að kynna alþjóða-
samfélaginu þennan óþekkta kafla í
sögunni. Á Íslandi er saga seinni
heimsstyrjaldarinnar vel kunnug, að
helförinni meðtalinni. Hins vegar er
mikilvægt að gleyma ekki þeim atrið-
um í pólsku sögunni sem varpa ljósi á
alla þá mannlegu tilveru með bjarma
vonarinnar. Þess vegna minnumst við
á þeim degi allra þeirra sem sýndu
hetjulund og gengu skilyrðislaust
maður undir manns hönd með því að
leggja áform eigin lífs til hliðar.
Á meðan Pólland var hernumið af
nasistum birtist bjargráð handa gyð-
ingum bæði með einstaklings- og
kerfisbundnum hætti. Eftir hernámið
gátu pólsk yfirvöld aðeins haldið
starfsemi sinni í leynd og þess vegna
var sérstök sveit stofnuð sem sér-
hæfði sig í því að hjálpa gyðingum,
sérstaklega við uppreisn Ghettósins í
Varsjá árið 1943. Einnig verður að
minnast á starfsemi kirkjunnar.
Margir prestar og nunnur komu til
bjargar, til dæmis með því að veita
fölsuð skírnarvottorð. Ég minntist á
allt þetta í pallborðsumræðunni sem
pólska sendiráðið hélt ásamt hugvís-
indadeild Háskóla Íslands í því tilefni
af því að 75 ár voru liðin síðan frelsun
útrýmingarbúðanna í Auschwitz átti
sér stað.
Í öllu þessu eru auðvitað ævisögur
fólks þýðingamestar. Dagurinn 24.
mars var ekki valinn sem dagsetning
hátíðarinnar að ástæðulausu. Þann
sama dag árið 1944 var Ulm-
fjölskyldan tekin af lífi. Þýski herinn
myrti Józef Ulm, þungaða konu hans
Wiktoriu og sex börn þeirra ásamt
átta gyðingum sem voru í felum á
heimili þeirra: Gołdu Grünfeld, Leu
Didner og dóttur hennar, Saul Gold-
man og fjóra syni hans. Árið 2016, í
Markowa, heimabæ Ulm-fjölskyld-
unnar, var safn opnað um Pólverja
sem björguðu gyðingum í seinni
heimsstyrjöldinni.
Safnið í Markowa, sem stendur
fyrir helstu athöfnum minningar-
dagsins, þurfti að aflýsa hátíðar-
höldum í ár vegna COVID-19-
faraldursins. Hátíðarhöldin fóru
samt fram í gegnum ríkis- og sam-
félagsmiðla. Við Pólverjar leggjum
áherslu á þennan þátt í sögu okkar og
viljum að alþjóðasamfélagið fræðist
um persónur á borð við Aleksander
Ładoś, eða Józef og Wiktoriu Ulm,
sérstaklega vegna þess að við sjálf
höfum því miður ekki heyrt um þau í
langan tíma.
Eftir Gerard
Pokruszyński » Þessi minningar-dagur er því tæki-
færi fyrir pólska utan-
ríkisþjónustu til þess
að kynna alþjóða-
samfélaginu þennan
óþekkta kafla í sögunni.
Gerard Pokruszyński
Höfundur er sendiherra Póllands
á Íslandi.
Í minningu pólskra borgara
sem hjálpuðu gyðingum
Undanfarna daga hefur
farið fram öfugsnúin um-
ræða um rétt fólks til at-
vinnuleysisbóta vegna skerts
starfshlutfalls. Úrtölufólk
fullyrðir að úrræðið feli í sér
gjafir skattgreiðenda til
fyrirtækja. Það er dapurlegt
að einstaklingar skuli finnast
sem leggjast svo lágt að
stunda slíkar blekkingar,
einkum nú þegar samstaða er sérstaklega
mikilvæg í baráttunni gegn þeim heimsfar-
aldri sem gengur yfir og efnahagslegum
áhrifum hans.
Úrræði stjórnvalda, að veita launafólki
tímabundið bótarétt úr atvinnuleysistrygg-
ingasjóði vegna minnkaðs starfshlutfalls án
undangenginnar uppsagnar, hefur það meg-
inmarkmið að vernda ráðningarsambandið
milli launafólks og vinnuveitenda þeirra eins
og frekast er unnt og koma í veg fyrir frek-
ari uppsagnir á almennum vinnumarkaði.
Úrræðið er beint mótframlag atvinnu-
leysistryggingasjóðs til launafólks, rennur
beint til þess án milligöngu vinnuveitanda,
og er þar með ekki styrkur til atvinnurek-
enda. Atvinnurekandinn greiðir full laun í
samræmi við starfshlutfall en launafólk
sækir á móti um bætur til sjóðsins vegna
skerðingar á starfshlutfalli.
Úrræðið hefur reynst launafólki vel eins
og tölur atvinnuleysistryggingasjóðs sýna.
Úrræðið mun einnig flýta efnahagsbata með
þeim hætti að þjálfað starfsfólk í hlutastarfi
mun fá hækkað starfshlutfall þegar rofar til
í efnahagslífinu í stað þess að fyrirtæki
þurfi að ráða og þjálfa nýtt starfsfólk.
Úrræðið felur ekki í sér að starfsmenn af-
sali sér uppsagnarfresti sínum. Þeir eiga
þann kost að hafna minnkuðu starfshlutfalli
og verður þá sagt upp störfum og fá greidd
laun á uppsagnarfresti. Þegar gildistíma úr-
ræðisins lýkur verður almennur réttur
þeirra til atvinnuleysisbóta sá sami og áður
en gripið var til þess.
Árásir undanfarinna daga á einstaka
fyrirtæki, vegna beitingar ofangreinds úr-
ræðis til að vernda starfsfólk sitt, eru í
besta falli umhugsunarverðar. Ég vona og
trúi því að við metum það ofar að vernda
fólkið okkar, tryggja afkomu þess og störf
til framtíðar frekar en að leggjast í pólitísk-
ar og hugmyndafræðilegar skotgrafir og
níða skóinn af fólki og fyrirtækjum.
Nú þurfum við á samstöðu að halda, ekki
sundrungu.
Hlutastarfaúrræðið:
Styrkur til launafólks,
ekki atvinnurekenda
Eftir Eyjólf
Árna Rafnsson »Úrræðið er beint
mótframlag at-
vinnuleysistrygg-
ingasjóðs til launa-
fólks, rennur beint
til þess án milli-
göngu vinnuveit-
anda, og er þar með
ekki styrkur til at-
vinnurekenda. Eyjólfur Árni Rafnsson
Höfundur er formaður
Samtaka atvinnulífsins.