Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 HA PPATALA • D AG SIN S ER • TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn á mbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt alla fimmtudaga og laugardaga næstu vikurnar, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+. 10 Hrafnistuheimilin, átta að tölu á höfuðborgarsvæðinu og í Reykja- nesbæ, hafa fengið að gjöf um 800 páskaegg til allra íbúa á Hrafnistu. Eggin eru frá Góu og koma frá að- standendum þáttarins Lífið er lag, sem sýndur er á Hringbraut. Í þættinum er fjallað um stöðu, hagsmuni og framtíðarsýn eldra fólks á Íslandi. Að sögn Sigurðar K. Kolbeinssonar þáttastjórnanda er gjöfin framlag þáttarins til íbúanna sem um þessar mundir geta ekki þegið heimsóknir frá aðstand- endum á meðan kórónuveirufarald- urinn gengur yfir. Pétur Magnús- son, forstjóri Hrafnistu, segir gjöfina góðan vitnisburð um þann samhug og hlýju sem einstaklingar og fyrirtæki sýni þessa dagana. Allir á Hrafnistu fá gefins páskaegg Páskar Pétur Magnússon tók á móti gjöfinni frá Sigurði K. Kolbeinssyni. Mennta- og menningar- málaráðherra ásamt skóla- meisturum starfsmennta- skóla og um- sýsluaðilum sveinsprófa hef- ur ákveðið að þrátt fyrir lok- anir skóla verði sveinspróf haldin 3-5 vikum eftir annarlok og eigi síðar en 15. sept- ember. Allir nemendur, sem hyggj- ast fara í sveinspróf í vor, eru því hvattir til að sækja um hjá umsýslu- aðilum sveinsprófa; Iðunni eða Raf- mennt. Nemendur eru beðnir að fylgjast vel með þróun mála á heimasíðu skólans síns og umsýsluaðila sveins- prófa. Sveinspróf haldin Iðnnemar fá að taka sveinspróf. Sigurjón Guðmundsson frá Fossum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu varð 85 ára 30. mars sl. og ákvað af því tilefni að gefa Orgelsjóði Blöndu- óskirkju eina milljón króna að gjöf. Fór fram látlaus athöfn í kirkj- unni þegar Sigurjón afhenti fjár- munina með formlegum hætti, að því er fréttavefurinn Húni.is greindi frá. Viðstaddir athöfnina voru séra Úr- súla Árnadóttir, sóknarnefnd Blönduóskirkju, og spilaði Eyþór Franzson Wechner organisti tvö verk á orgelið. Sigurjón hefur tekið virkan þátt í starfi kirkjunnar frá því að hann gekk til liðs við kirkjukór Blönduós- kirkju árið 1997, eða í 23 ár. Hann vildi með þessu framlagi sínu stuðla að gleðilegum fréttum í samfélaginu. Á síðustu mánuðum hefur sóknar- nefnd Blönduóskirkju gert áætlanir um að greiða niður lán sem hvílir á orgelinu en skuldin er mjög íþyngj- andi fyrir rekstur kirkjunnar, segir í tilkynningu frá sóknarnefndinni. Nefndin hyggur á tónleikahald á næstu tveimur árum til að safna fjármunum en markmiðið er að ná að greiða niður allt lánið. „Framlag Sigurjóns skiptir því töluverðu máli og þakkar sóknar- nefndin Sigurjóni kærlega fyrir höfðinglega gjöf,“ segir í tilkynningu sóknarnefndar, en þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning 0307-26-004701, kt. 470169- 1689. Gaf orgelsjóði Blöndu- óskirkju eina milljón Ljósmynd/Róbert Daníel Jónsson Blönduós Sigurjón Guðmundsson frá Fossum, til hægri, afhenti Jóni A. Sæbjörnssyni, formanni sóknarnefndar, eina milljón í orgelsjóð kirkjunnar. Heiðbrá Björnsdóttir, eigandi Áróra yoga í Sporthúsinu, hefur brugðið á það ráð í samkomubanni og bjóða daglega upp á jógatíma sem sendir eru út beint á Facebook í hópnum ONLINE-Yoga með Heiðbrá. Eru tímarnir notendum að kostnaðarlausu. Sendir Heiðbrá út frá stofunni heima hjá sér og hafa viðtökur verið góðar. Í gær voru meðlimir hópsins um 3.300 talsins. Jógatímar á Face- book með Heiðbrá Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hæstaréttarlögmaður telur að færsluhirðar, eins og Kortaþjón- ustan, hafi engar heimildir til að ákveða einhliða að halda eftir kreditkortagreiðslum viðskiptavina ferðaþjónustufyrirtækja. Það virðist brot á samningum. Ef fyrirtæki verða fyrir því að fá ekki peningana sína greidda út á umsömdum tíma hljóta þau að gera færsluhirðirinn ábyrgan fyrir tjóni sem það valdi þeim. Sum greiðslumiðlunarfyrirtæki, að minnsta kosti Kortaþjónustan, halda eftir fjármunum frá viðskipta- vinum sínum á meðan verið er að kanna fyrirframgreidd viðskipti sem ekki hafa verið innt af hendi og hvort mögulegt sé að krafist verði endurgreiðslu. Hafa hótel orðið fyr- ir þessu og fleiri ferðaþjónustufyrir- tæki. Meðal annars lenti hótelstjóri á Suðurlandi, sem treysti á þessa fjármuni til að greiða út laun um mánaðamótin, í vandræðum þegar Kortaþjónustan skilaði ekki pening- unum á umsömdum tíma. Virðist brot á samningum Gunnar Ingi Jóhannsson, hæsta- réttarlögmaður hjá Magna, hefur skoðað þessi mál fyrir aðila í ferða- þjónustu og hefur í tilefni af frétt Morgunblaðsins um hótelið á Suður- landi skoðað það mál aðeins. Hann sér engar heimildir fyrir kortafyrir- tækið að halda einhliða eftir þessum fjármunum. Segir að í þeim tilvikum sem það er gert virðist það vera brot á samningum viðkomandi fyrirtækis og greiðslumiðlunarfyrirtækisins um færsluhirðingu. Bendir hann á að samningar um færsluhirðingu séu mismunandi. Sumir eigi að fá greiðslur daglega en aðrir sjaldnar, til dæmis vikulega eða mánaðarlega. Skýringar Kortaþjónustunnar um að þeir sem greitt hafa með kredit- kortum, til dæmis frá Visa og Mastercard, eigi endurkröfurétt ef þjónustan er ekki veitt eigi ekki við. Segir Gunnar Ingi að þarna sé vænt- anlega verið að vísa til trygginga kortafyrirtækjanna. Það sé fyrir- tækjum sem annast færsluhirðingu óviðkomandi. Þarna sé Kortaþjón- ustan, í þessu tilviki, einfaldlega að takmarka áhættu sína einhliða, á kostnað söluaðila. Gunnar Ingi rifjar upp deilur ferðaþjónustunnar við bókunarsíður sem hafi ákveðið að ferðir sem keyptar hafi verið með þeim skil- yrðum að ekki sé hægt að afbóka þær, eigi nú að vera hægt að afpanta án þess að greiðsla sé innt af hendi. Ferðaþjónustufyrirtæki séu þessu ósammála. Bendi á að landið sé opið og hægt að nýta þjónustuna. Við- skiptavinir sem kaupi ferðir með þessum skilmálum verði alltaf að gera ráð fyrir því að eitthvað kunni að koma upp á sem raski þeirra áformum. Sama eigi við um hótelin sem deili við Kortaþjónustuna. Þau séu opin og hægt að nýta þjónustuna sem keypt hefur verið. Tekið skal fram að þessar ástæður eiga ekki við um- rætt hótel á Suðurlandi, það er með sáralítil fyrirframgreidd viðskipti þar sem þjónustan hefur ekki þegar verið veitt, að sögn hótelstjórans. Grípa ekki til beinna aðgerða Svo virðist sem kortafyrirtækin gangi fram á mismunandi hátt. Í til- kynningu sem Borgun birti á vef sín- um kemur fram að fyrirtækið muni ekki grípa til beinna aðgerða gegn fyrirtækjum, þrátt fyrir að mikið sé um afbókanir og endurgreiðslur í ferðaþjónustu, en beinir því til við- skiptavina sem fá brúarlán hjá við- skiptabanka sínum að setja uppgjör slíkra krafna í forgang. Jónína Ingvadóttir, framkvæmda- stjóri hjá Valitor, segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins, að virk áhættustýring sé ein af forsendum farsælla viðskipta Valitor og kaup- manna. „Þær aðgerðir sem gripið er til hverju sinni eru í samræmi við skilmála félagsins sem kaupmenn hafa samþykkt og tengjast meðal annars endurkröfuáhættu korthafa. Í öllum aðgerðum er leitast við að gæta meðalhófs. Mjög fátítt er að Valitor þurfi að láta á framan- greinda skilmála reyna á þann hátt að halda eftir uppgjörum, jafnvel við þær aðstæður sem nú eru uppi.“ Ekki heimilt að halda eftir uppgjörum  Hæstaréttarlögmaður telur að færsluhirðar sem halda eftir kreditkortagreiðslum séu að takmarka áhættu sína á kostnað söluaðila  Kortafyrirtækin ganga fram á mismunandi hátt Morgunblaðið/Eggert Reynisfjara Margir af vinsælustu áfangastöðum erlendra ferðamanna eru á Suðurlandi. Þar eru nú fáir á ferli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.