Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Sóltún 20 • Sími: 552 1400 www.fold.is • fold@fold.is Íbúðum í öllum hverfum Reykjavíkur til kaups eða leigu fyrir opinberan aðila. - Traustar greiðslur. - Langur leigutími. - Nánari upplýsingar á skrifstofu. Óskum eftir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna sem efla atvinnulíf og nýsköpun. Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2020. Umsóknir berist rafrænt í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Allar nánari upplýsingar á anr.is Styrkir til verkefna og viðburða Um miðjan dag í gær var búið að ráða 116 manns af bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar til starfa á heilbrigðisstofnunum sem ríkið rek- ur. Þar af voru 72 hjúkrunarfræð- ingar, 34 sjúkraliðar, fjórir lyfja- tæknar, þrír læknar, tveir hjúkunar- fræðinemar og einn læknanemi. Í gær höfðu 1.033 skráð sig á lista bakvarðasveitarinnar. Á skrá eru einstaklingar úr 13 löggiltum heil- brigðisstéttum sem hafa boðið fram sína aðstoð. Hafa stéttarfélögin átt frumkvæði og lagt málinu lið, m.a. með því að kynna bakvarðasveitina meðal sinna félagsmanna. Núna hafa nemar í læknisfræði og hjúkrunar- fræði bæst á listann, eða alls 123 læknanemar og 27 nemar í hjúkr- unarfræði. Sumir þeirra hafa þegar verið boðaðir til starfa, enda verk- efnin að þyngjast í baráttunni við kórónuveiruna. Af skráðum stéttum í bakvarða- sveit eru hjúkrunarfræðingar flestir, eða 250. Þar á eftir koma 211 sjúkra- liðar og 96 læknar. Fimm ljósmæður hafa skráð sig, 31 tannlæknir og 31 sjúkraþjálfari, svo dæmi séu tekin. Skráning í bakvarðasveitina hófst í heilbrigðisráðuneytinu 11. mars sl. Fer skráningin fram með rafrænum hætti á vef ráðuneytisins. Fyrsta daginn komu 110 skráningar og hef- ur þeim fjölgað jafnt og þétt síðan. Fyrir um viku voru 780 manns á list- anum. Þeir sem skrá sig á listann þurfa m.a. að tiltaka við hvaða stofnun þeir myndu helst vilja vinna. Er hægt að velja fleiri en einn kost í því sam- andi. Af þessum 1.033, sem skráðir voru í gær höfðu 488 nefnt Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, 190 hakað við heilbrigðisstofnun á lands- byggðinni, 673 eru tilbúnir til starfa á Landspítala, 98 á Sjúkrahúsið á Akureyri og 249 er sama hvert þeir fara til starfa. Alls eru 509 tilbúnir að sinna sjúk- lingum með kórónuveiruna, 726 eru reiðubúnir í klínískt starf, 626 sögð- ust geta sinnt símsvörun eða fjar- þjónustu og 776 í aðra nauðsynlega þjónustu en bakverðir geta einnig nefnt fleiri en eitt starf sem þeir gætu helst sinnt. bjb@mbl.is 1.033 bakverðir á skrá  Búið að ráða 116 manns í bakvarðasveit til að ráðast gegn kórónuveirunni  Koma úr 13 heilbrigðisstéttum 26 lyfja-tæknar 50 lyfja-fræðingar Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar 1.033 höfðu skráð sig í bakvarðasveitina í gær, 3. apríl 250 hjúkrunar-fræðingar 96 læknar 211 sjúkra-liðar 23 geisla-fræðingar Heimild: heilbrigðisráðuneytið 5 ljós-mæður 31 sjúkra-þjálfari 29 lífeinda- fræðingar 31 tann-læknir96 sjúkra-fl utningamenn Fjöldi hjúkrunarfræði- og læknanema 16 náttúru-fræðingar í heilbrigðisþjónustu Nemar á 1. ári 2. 3. 4. 5. 6. 27 hjúkrunarfræðinemar 9 9 9 123 læknanemar 17 21 11 26 34 14 16 heil-brigðis- gagnafræðingar SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Skólakerfið hefur síðastliðnar vikur staðið frammi fyrir gríðarmiklum áskorunum og það var mikil og flókin framkvæmd að halda því gangandi. Ég er því afskaplega stolt af öllum þeim sem komu að þessari mikilvægu vinnu og hvernig til hefur tekist,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Samkomubann tók gildi á Íslandi 16. mars síðastliðinn vegna mikillar út- breiðslu kórónuveiru. Á sama tíma var framhaldsskólum og háskólum lokað og tekin upp fjarkennsla. Leik- og grunnskólum er enn haldið opnum þótt þar sé starfið takmarkað og í verulega breyttri mynd. Um þetta hefur verið fjallað hér í Morgunblaðinu og á mbl.is og meðal annars rætt við skólastjórn- endur um þær áskoranir sem skólarnir standa nú frammi fyrir. Í máli þeirra var einkum lögð mikil áhersla á velferð og góð tengsl við nemendur. Undir þetta tekur menntamálaráðherra. „Vellíðan og virkni nemenda skiptir öllu máli á tímum sem þessum. Að uppi sé festa en um leið sveigjanleiki í kerf- inu skiptir að mínu mati afar miklu máli. Þá hefur einnig verið lögð mikil áhersla á góð samskipti milli lykilaðila svo tryggja megi gang skólakerfisins,“ segir Lilja Dögg, en undirbúningur vegna hugsanlegrar röskunar í starf- semi skóla hófst snemma í febrúar síðastliðnum. „Við áttum þá, líkt og nú, meðal ann- ars í nánu samstarfi við almannavarna- deild Ríkislögreglustjóra, sóttvarna- lækni og landlækni. En það var strax 17. febrúar sem undirbúningur hófst. Þegar loks var orðið ljóst að skólahald myndi takmarkast að verulegu leyti hafði þessi hópur átt sjö samráðsfundi. Núna er svo fundað minnst tvisvar sinnum í viku þvert á öll skólastig; leik-, grunn-, framhalds-, og háskóla. Einnig koma að þessu einstaklingar frá framhaldsfræðslunni, heildarsam- tökum foreldra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og skólastjórnendum svo eitthvað sé upptalið. Svona höfum við tekið á þessu verkefni frá upphafi, með nánu samstarfi og mikilli samvinnu, og út frá tilmælum og ráðleggingum frá sóttvarnalækni,“ segir Lilja Dögg. Vel rökstutt að hafa skóla opna Sú ákvörðun að halda leik- og grunnskólum opnum hefur ekki verið án gagnrýni. Segir Lilja Dögg hins vegar ráðleggingar sóttvarnalæknis og gögn frá OECD styðja að hafa þá opna. Ekki sé þörf á að loka skólum á þessum skólastigum á meðan veirufar- aldurinn herjar minna á börn en full- orðna. Þá segja gögn OECD lokun þessara skóla munu hafa „gríðarleg“ efnahags- og félagsleg áhrif, en 16-45% foreldra þyrftu þá að taka sér leyfi frá vinnu til að hugsa um börn sín. Lilja Dögg segir nú búið að setja á laggirnar hóp sem ætlað er að takast á við hugsanlegt brotthvarf nemenda á framhaldsskólastigi. „Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með skólameisturum undan- farið. Þeir hafa skipulagt hringingar í þá nemendur sem viðkvæmastir eru til að halda þeim virkum í námi. Ég hef því góða tilfinningu fyrir árangri,“ segir Lilja Dögg, en sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri leik- og grunnskóla. Í fyrri umfjöllun hefur komið fram að Reykjavíkurborg hefur einnig hrundið af stað átaki til að halda utan um við- kvæma nemendur. „Mitt meginmark- mið er að hjálpa viðkvæmustu hópun- um. Þegar búið er að sigrast á veirunni mun ég setja allar nauðsynlegar bjarg- ir af stað.“ Hafa haldið þétt um skólamálin  Vellíðan og virkni nemenda skiptir öllu máli á tímum sem þessum, segir menntamálaráðherra  Hófu að undirbúa breytt skólakerfi snemma í febrúar  Funda minnst tvisvar í viku um stöðuna Morgunblaðið/Eggert Menntamálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir aðdáunarvert að fylgjast með störfum skólameistara. Skannaðu kóðann til að lesa lengri útgáfu á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.