Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Lækjamót 21, Sandgerði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Fallegt 3 herbergja parhús ásamt sólpalli. Rólegt og fjölskylduvænt umhverfi. Myndir og lýsing á eignasala.is Verð kr. 26.900.000 70,3 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Málnotendur auðga íslenskt mál á hverjum degi; nýrrihugsun er komið í orð og eldri hugmyndir orðaðar ánýja vegu. Ekki bregst þetta heldur á þessum síðustufarsóttar- og heilsukvíðatímum. Sköpunargleðin er óþrjótandi auðlind og enginn þarf að efast um lífvænleika þess tungumáls sem getur í senn fangað flókna fræðilega hugsun og jafn- framt verið leikfang og gleðigjafi þegar heimsbyggðin er að fóta sig í óvæntum aðstæðum. Breytir þar engu þótt sumt af nýgræðingnum í orðabúrinu sé dægurflugur einar, til gamans gerðar. Sóttkví er efst á baugi þessa dagana og kemur ekki til af góðu. Henni getur fylgt viss inniveruami. Ef kófið er yfirþyrmandi í frétt- um væri gott að ná sótthvíld, hlýða Víði og aftengja sig pestar- fréttum svolitla stund. Einhver hafði safnað framan á sig sóttkvið vegna hreyfingarleysis í samkomubanni þegar ekki náðist að stunda nægar líkamsæfingar. Faðmflótti hefur gert vart við sig þegar virða þarf ráð- lagða samskiptafjarlægð. Nú hefur smitskömm bæst við drjúgan orðasarp sem áður hafði orðið til í málinu, um alls kyns skömm, svo sem flugskömm, plastpokaskömm o.fl. Landlæknir lagði reyndar til á upplýsingafundi 25. mars að fólk hætti að nota orðið smitskömm enda óþarfi að skammast sín fyrir þá óheppni að smitast. Eins og gengur er fólk mismunandi hneigt til gagnrýni á ráðlegg- ingar þríeykisins vinsæla. Þeir sem gjarna töldu sig vita betur um veiruskömmina og ráð gegn útbreiðslu hennar fengu fljótlega upp- nefnið kóvitar, sem sé einhvers konar beturvitar þegar COVID-19 er annars vegar. Orðið kóviti er skýrt sem „sjálfskipaður sérfræðingur í sóttvörnum og veirufræðum“ á nýyrðavef Árnastofnunar. Hin al- þjóðlega skammstöfun COVID-19 er mynduð svona: CO(rona), VI (virus), D(isease); og talan 19 bendir á árið 2019 þegar veiran kom upp. Skammstöfun þessi gefur tilefni til að minna á íslenskar ritregl- ur (þær eru auðfundnar á vefnum, ritreglur.arnastofnun.is; upp- færðar 2016 og 2018, með fjölda skýringardæma). Samkvæmt regl- unum ber að rita slíkar skammstafanir eingöngu með hástöfum og án punkta, sbr. HABL, SARS, HIV o.s.frv. Samsetta orðið CO- VID-19-faraldur skal rita svo, með bandstriki sem tengir skamm- stöfunina við seinni hlutann. Kórónuveiran hefur orðið til að kóróna þann harða áfalla- og vand- ræðavetur sem okkur féll í skaut. Farsóttin kom í kjölfar snjóflóða, illviðra, verkfalla og landskjálfta. Nafnið kórónuveira er dregið af út- liti hennar sem margir kannast við nú orðið; á myndum líkist hún hring sem nabbar eða oddar standa út úr og minnir þannig á kór- ónu. Farsóttir hafa fylgt okkur frá örófi alda og ætti að vera hægt að nýta sér þá fjölbreytni í orðafari um slíka vágesti sem safnast hefur saman með tímanum í íslensku. Pestir, plágur, farsóttir og faraldrar hafa löngum herjað, gengið, grasserað og geisað. Kórónur og kóvitar Tungutak Ari Páll Kristinsson aripk@hi.is Hinn 14. marz sl. var að því vikið hér á þess-um vettvangi að það skipti máli fyrir okk-ur eyjarskeggja á norðurhveli jarðar aðvera sjálfum okkur nóg um matvælafram- leiðslu. Þetta er ekki ný kenning heldur mjög gömul en seinni áratugi hefur hún ekki verið í hávegum höfð í ljósi þess hvað hraðar tækniframfarir hafa auðveldað mjög samgöngur landa í milli. Kórónuveiran hefur hins vegar gjörbreytt þeirri heimsmynd og það á ótrúlega skömmum tíma. Nú hefur það skyndilega gerzt að til þess að tryggja lág- markssamgöngur bæði til Bandaríkjanna og Evrópu þarf íslenzka ríkið að koma til skjalanna. Og um leið verður okkur á ný ljós þýðing þess að við getum verið sjálfum okkur nóg, bæði um matvæli og fleiri nauðsynjar. Það er augljóst að við sem þjóð erum að taka við okkur í sambandi við rafbílavæðingu landsins. Fleiri og fleiri endurnýja nú bíla sína með rafbílum og að því kemur að við verðum í samgöngum á landi óháð innflutningi á benzíni og olíu. Samgöngur á landi munu innan tíðar byggjast á raforku sem við sjálf fram- leiðum. Það tryggir okkur bæði ör- yggi í samgöngum og sparar okkur mikinn kostnað vegna innflutnings á eldsneyti. Með sama hætti þurfum við að verða sjálfum okk- ur nóg með framleiðslu á matvælum hér heima fyrir í stað þess að flytja þau inn að töluverðu leyti eins og hefur færst í vöxt seinni árin. Kórónuveiran hefur opnað augu okkar fyrir því, að landið getur nánast lokast á ótrúlega skömmum tíma, þrátt fyrir allar tækniframfarir. Við – mannfólkið – ráðum illa við veirur. Þær leika sér enn sem komið er að okkur. Landbúnaður var öldum saman undirstöðuatvinnu- grein þessarar þjóðar. Svo kom að því að nýjar kynslóðir Íslendinga, sem voru ekki svo heppnar að vera „sendar í sveit“ glöt- uðu tengslum við þær rætur sem sveitirnar eru í samfélagi okkar. Samt er það svo að langflest okkar áttum afa og ömmur, langafa og langömmur eða langalangafa og langalangömmur, sem fæddust í sveit og ólu þar aldur sinn að verulegu leyti. Móðuramma greinarhöfundar ólst upp á Svart- hamri í Álftafirði við Djúp og föðuramma fæddist á Ásgarði í Landbroti en ólst upp á Eintúnahálsi, sem er heiðabýli, fjarri öllum mannabyggðum, á leiðinni inn í Laka. Sjálfur var ég svo heppinn að vera sendur í sveit að Hæl í Flókadal í Borgarfirði 12 ára gamall og var þar í fimm sumur. Svo bættist við sjötta sumarið á dönsku búi á Sjálandi. Í samtali við þann merka mann Sigurbjörn Einars- son biskup hafði ég eitt sinn orð á þeirri tilviljun sem hefði leitt til þess að ég fór að Hæli. Biskupinn horfði á mig og sagði: Eða handleiðsla, Styrmir. Handleiðsla. Við þeirri athugasemd biskupsins hef ég ekki fundið neitt svar til þessa dags. Fjósið á Hæl í Flókadal í Borgarfirði er skemmti- legasti vinnustaður, sem ég hef unnið á. Næst í röð- inni kemur ritstjórn Morgunblaðsins. Að kynnast lífinu í sveitinni er lífsreynsla, sem fylgir okkur alla ævi. Þar var hægt að komast nánast í beint samband við lífið í þessu landi fyrr á öldum, hvort sem var við að handmjólka kýr eða smala fé. Ein af áhrifum kórónuveirunnar eru þau, að við eigum að sjá í hendi okkar nauðsyn þess að hefja sveitirnar til vegs á ný – að hefja eins konar gagn- sókn landbúnaðarins – og vinna að því að auka skiln- ing nýrra kynslóða Íslendinga á mikilvægi þess að matvælaframleiðsla í sveitum landsins öðlist þann sess, sem henni ber í samfélagi okkar. Slík gagnsókn landbúnaðar- ins snýst ekki bara um að tryggja matvælaöryggi okkar sjálfra. Við núverandi aðstæður í heiminum felast mikil tæki- færi í því að auka útflutning á íslenzkum landbún- aðarafurðum. Ástæðan er sú, að það er vaxandi skortur á vatni um heim allan, sem veldur erfið- leikum við matvælaframleiðslu annars staðar. Við þurfum á þvi að halda að nýta slík tækifæri. Það eru ekki bara ferðamennirnir, sem eru horfnir. Þótt við vonumst til að sjá þá aftur er engin vissa fyrir því. En allt í einu berast fréttir um það að framundan séu erfiðir tímar í áliðnaði vegna þess að bílasala hefur dregizt mjög saman á tímum kórónuveirunnar og stóru álfyrirtækin sjá ekki annan kost en að loka álverum. Við vitum ekki hvort sú neikvæða þróun hefur áhrif hér en það gæti gerzt. Hér að framan hafa verið færð tvenns konar rök fyrir því að landbúnaðurinn eigi að hefja gagnsókn gegn því fálæti, sem honum er sýnt um þessar mundir. Annars vegar þau að við verðum sjálfum okkur nóg um matvælaframleiðslu og hins vegar að í breyttum heimi felast tækifæri til að gera íslenzkan landbúnað að útflutningsgrein. Til þess að ná þeim markmiðum þarf að efla skiln- ing almennra borgara á mikilvægi landbúnaðar í þjóðlífi okkar. Því miður eru þeir tíma liðnir – alla vega í bili – að almennt sé hægt að senda ungt fólk í sveit. En það er hægt að nýta tækni nútímans til að koma til skila til hins almennra borgara um hvað lífið í sveitinni snýst. Danska sjónvarpið hefur lengi sýnt skemmtilega þætti sem snúast um líf sveitafólksins í Danmörku. (Það var gaman að vera í sveit í Danmörku og kynn- ast kornrækt en ekki sízt svínunum). Það er kominn tími á að RÚV (okkar allra) geri slíka þætti um lífið í sveitunum á Íslandi, fyrr og nú. Að vera sjálfum okkur nóg Það er kominn tími á gagn- sókn íslenzks landbúnaðar. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Því dýpra sem ég sökkvi mér nið-ur í rit Snorra Sturlusonar, því líklegra virðist mér, að hann hafi samið þrjú höfuðrit sín í sérstökum tilgangi. Eddu samdi hann til að reyna að endurvekja skáldskaparlistina, sem hafði verið útflutningsvara Íslend- inga öldum saman. Snorri hefur tek- ið hana saman, áður en hann fór í fyrri ferð sína til Noregs árið 1218. Heimskringlu samdi hann á tíma- bilinu frá 1220, þegar hann sneri aft- ur til Íslands, til 1237, þegar hann fór aftur utan. Hún er umfram allt saga átaka um ríkisvald í Noregi, áreksturs tveggja hugmynda um lög: að þau sé sammæli alþýðu eða fyrirmæli konunga. Einn tilgangur Snorra (sem var sjálfur tvisvar lög- sögumaður) var að sýna Íslend- ingum, að þeir ættu ekkert erindi í ríki Noregskonungs, og er hin snjalla ræða Einars Þveræings besti vitnisburðurinn um það: Eflaust væri Ólafur digri, er nú vildi auka ítök sín á Íslandi, góður konungur, en hitt væri jafnvíst, að konungar væru misjafnir, sumir góðir og aðrir vondir, og væri því best að hafa eng- an konung. Egils sögu samdi Snorri, eftir að hann sneri aftur frá Noregi árið 1239, orðinn óvinur konungs, enda er andúðin á konungsvaldi ekki eins hógværlega sett fram og í Heims- kringlu. Sagan er um baráttu for- föður Snorra, Egils Skallagríms- sonar, við Noregskonunga. Hákon gamli endurgalt andúðina og lét vega Snorra árið 1241. Heimskringla hefur frá upphafi gengið manna í milli í afskriftum. Menn hafa lesið hana sér til skemmtunar og fróðleiks, en líka sem viðvörun. Þetta sést best á því, að árið 1255 endurómaði boðskapur Einars Þveræings í ummælum tveggja bændahöfðingja. Á sam- komu bænda við Vallalaug í Skaga- firði, þar sem Þorgils skarði vildi vera tekinn til höfðingja, kvaðst Broddi Þorleifsson á Hofi á Höfða- strönd helst vilja Þorgils, þyrfti hann að þjóna höfðingja, en betra væri að þjóna engum. Á ráðstefnu bænda við Djúpadalsá, þar sem Þor- varður Þórarinsson vildi vera tekinn til höfðingja, sagði nafni hans Þórð- arson á Saurbæ í Eyjafirði: „Má ég vel sæma við þann, sem er, en best, að engi sé.“ Þeir Broddi og Þorvarð- ur hafa bersýnilega báðir lesið Heimskringlu. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Áhrif Snorra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.