Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
Ég játa aðhegðunmín varekki til
eftirbreytni, þar sem
ég stóð á gangstétt-
inni og steytti hnef-
ann í átt að bifreið-
inni sem fjarlægðist
á miklum hraða.
Lét hann heyra það
Þetta var einn af þessum dög-
um þar sem úrhelli hafði breytt
borginni í fenjasvæði með ótal
pollum og lækjum. Daginn áður
hafði hún verið mjallahvít og
snjórinn dempaði öll hljóð. Nú
þurfti göngufólk að stikla um á
gangstígum og götum og gæta
að hverju skrefi.
Þá sá ég hvar bíll kom aðvíf-
andi og sá sem var við stýrið
fylgdi samviskusamlega rásinni
sem nagladekkin
höfðu myndað í
malbikið. Upp frá
hliðum bifreið-
arinnar stóð því
myndarlegur öldu-
faldur og þar sem
ökumaðurinn
skeytti engu um
bendingar mínar
fékk ég gusuna yfir
mig. Já, og ég
sneri mér að hon-
um og „lét hann
heyra það“. Sá sem á eftir
fylgdi var varkárari. Hann bæði
dró úr hraðanum og beygði upp
á hrygginn til að hlífa mér við
vatnsaustrinum. En af svip hans
að dæma hef ég greinilega verið
kostulegur þarna í reiði minni
og heilagri vandlætingu!
Áreiti og viðbragð
Það er ekkert annað í stöð-
unni en að draga af þessu lær-
dóm og tengja hann við stærri
mál og brýnni. Það er vart við
hæfi að líkja skelfilegum far-
aldri við svona hvunndags-
hremmingar, en þó má finna
sameiginlega þætti. Við fáum
stundum ágjöf í lífinu og mæt-
um við aðstæðum sem við höfum
ekki sjálf kallað yfir okkur. Þá
þurfum við að velja viðbrögð
okkar. Stundum verða þau eins
og hér var lýst. Ekkert svigrúm
er gefið áður en svarað er í
sömu mynt. Hugurinn fær ekk-
ert næði að starfa og ígrunda
athafnir, svo úr verður vitlaus
hegðun.
Mikilvægustu stundir í lífi
fólks og samfélaga tengjast oft
raunum og mikilvægasti boð-
skapurinn varðar slík málefni
einnig. Í Fjallræðunni ávarpaði
Kristur fátæka, hungraða og
þyrsta, hann beindi
orðum sínum til
sorgmæddra og
þeirra sem eru of-
sóttir. Hann sagði
að jafnvel í hinum
verstu aðstæðum
getum við unnið
stóra sigra. Það er
einmitt við þau skil-
yrði sem kemur í
ljós hvað býr í okk-
ur og hvaða leiðar-
ljós við eigum.
Krossinn miðlar
sömu hugsun. Hann
er áminning um að tilveran get-
ur verið óréttlát. Og krossinn
varð að sigurtákni. Ríkulega
nestaðir af kærleiksboðskap
Jesú mættu vinir hans komandi
áskorunum af djörfug og unnu
stóra sigra. Þess vegna er hann
kristnu fólki jafn dýrmætur og
raun ber vitni. Hann minnir á
að við getum sigrað illt með
góðu.
Færa má fyrir því rök að öll
siðfræði snúist um þetta and-
rými sem við getum skapað á
milli áreitis og viðbragðs. Á því
augabragði getur
manneskjan spurt
sig hvers konar
hegðun er henni
samboðin. Er það
mér líkt að hrópa
ókvæðisorð að
ókunnugu fólki? El
ég á ósætti, skapa
ég meiri sundrungu?
Eða er ég sá eða sú
sem vill græða sár
og bæta þennan
heim? Já, við hlaup-
um stundum á okkur, gerum
mistök, en þá er líka mikilvægt
að ná áttum og stilla sig af.
Að sigra illt með góðu
Við vitum ekki hvaða hremm-
ingar bíða okkar á komandi vik-
um og mánuðum. Við vitum ekki
hversu lengi verður reynt á
langlundargeð einstaklinga, fjöl-
skyldna, samfélags og hag-
kerfis. Vel kann að fara svo að
það verði komið út yfir öll þol-
mörk. Þá skiptir máli að við
hugleiðum það hvernig viðbrögð
okkar verða. Bænin er þar
mikilvægur vettvangur – þar
sem við beinum huga okkar að
því sem er okkur dýrmætt, því
sem við viljum þakka fyrir og
biðjum um æðruleysi.
Vonandi getum við litið til
baka og skynjað að mótlætið
dró fram það besta sem í fari
okkar bjó. Óskandi er að við
nýtum til hins ýtrasta hið dýr-
mæta bil sem er á milli þeirra
aðstæðna sem mæta okkur í líf-
inu og þess hvernig við sjálf
mættum þeim aðstæðum. Þá
sigrum við lika illt með góðu.
Kirkjan til fólksins
Morgunblaðið/Ómar
Að sigra
illt með góðu
Hugvekja
Skúli Sigurður
Ólafsson
Höfundur er sóknarprestur
Neskirkju.
skuli@neskirkja.is
Skúli Sigurður
Ólafsson
Færa má fyrir
því rök að öll
siðfræði snúist
um þetta and-
rými sem við
getum skapað
á milli áreitis
og viðbragðs.
Neskirkja í
Reykjavík.
Eitt verð ég að segja þér áður en ég
dey,
enda skalt þú börnum þínum kenna
fræði mín,
sögðu mér það álfarnir í Suðurey,
sögðu mér það dvergarnir í Norðurey,
sögðu mér það gullinmura og gleym-
mérei
og gleymdu því ei:
að hefnist þeim er svíkur sína huldu-
mey,
honum verður erfiður dauðinn.
(Guðmundur Böðvarsson)
Á erfiðum tímum kunngerast veik-
leikarnir og það er mikilvægt að læra
af þeim enda er enginn sterkari en
veikasti hlekkurinn. Nýkórónu-
veiran frá kínversku borginni Wuh-
an hefur svo sannarlega opinberað
alvarlega veikleika í alþjóðahagkerf-
inu og mikilvægasta spurningin um
þessar mundir er spurning sem fáir
þora að spyrja en þarf samt að
spyrja.
Og hvað svo?
Áætlað er að fjárhagslegur kostn-
aður vegna aðgerða stjórnvalda í
tengslum við veiruna sé gífurlega
mikill. Hversu mikill er ómögulegt
að segja því hið opinbera, með sína
digru sjóði, þarf alltaf að treysta á
framleiðslu annarra til að fjármagna
sig og sína gjafmildi. Talað er um
fleiri hundruð milljarða. Þetta verða
hinir ungu stjórnmálamenn, sem
komnir eru í mikla ábyrgðarstöðu, að
skilja. Nú er framleiðsla að dragast
hratt saman og vel getur gerst að
þessir sömu stjórnmálamenn þurfi
að svara þeirri spurningu í næstu
kosningum hver áætlunin sé þegar
aðgangur þeirra að annarra manna
fé verður mjög takmarkaður og hver
króna farin að skipta máli. Það hefur
nefnilega tíðkast upp á síðkastið að
stjórnmálamenn stígi fram, uppmál-
aðir af góðmennsku, bjargvættir
heimsins og geri sig að hetju með
annarra manna fé. Þetta hugarfar
þarf að víkja.
Kaldur raunveruleikinn er nefni-
lega sá að vonir manna um einhvers-
lags „hjarðónæmi hinna sterku“
virðast með öllu brostnar. Áhættu-
hópar (aldraðir, feitir, sykursjúkir,
rafrettusugur eða reykingarmenn,
hjartasjúklingar, lungnasjúkir, o.fl.)
þrengja mengið niður
fyrir það sem hjarð-
ónæmi þarf. Svo er
þetta bara of skæður
sjúkdómur með of
mörgum innlögnum til
að það sé hægt. Þetta
er ekki kvef og þetta er
ekki flensa. Um er að
ræða mjög alvarlega og
smitandi lungnabólgu
með óþægilega langan
meðgöngutíma, allt frá
smiti þar til veikindi
verða ljós og enn lengri
tími líður þar til og ef
innlagnar er þörf. Þetta má sjá á
þeim tíma sem líður í samfélögum
frá því að smit fara að greinast og
þar til að mikill þungi skellur á heil-
brigðiskerfið með flóðbylgju sjúk-
linga. Ástandið er farið að minna á
hryllingsmynd á þeim svæðum þar
sem gripið var til aðgerða of seint.
Með framangreint í huga þarf að
stöðva hin landlægu smit sem fyrst,
en hvað svo? Jafnvel þótt við náum
tökum á veirunni í apríl, maí eða júní
er ekkert sem bendir til að önnur ríki
nái slíkum árangri og hvað þá?
Ætlum við að opna fyrir túrisma frá
sýktum löndum, fá smit og lenda aft-
ur í sömu erfiðu hringiðunni þar sem
hagkerfið er skorið á háls og blæðir
hratt út? Búa aftur við ófrjálst sam-
félag þar sem ömmur og afar fá ekki
að hitta barnabörnin, hjúkrunar-
heimili eru lokuð, samkomubönn og
stofufangelsi í einhverja mánuði?
Veruleikinn er nefnilega sá að það er
engin skyndilausn á þessum vanda
og sú sviðsmynd um opin landamæri
og hömlulausan ferðamannaiðnað í
þessu árferði gengur auðvitað ekki
upp nema að eitthvað kraftaverk
gerist. Áherslan verður því að halda
þéttingsfast í þá framleiðslu sem eft-
ir stendur og gefa einkaframtakinu
möguleika á að hefja nýja fram-
leiðslu á tímum þar sem ferðafrelsi
er takmarkað.
Landbúnaðarmál og orkumál hafa
verið vanrækt síðastliðin ár en mikil-
vægi málaflokkanna er nú öllum ljós
þegar heimurinn er að lokast og eng-
inn getur spáð fyrir um hvenær eða
hvernig þetta „tímabundna“ ástand
endar. Innlend matvælaframleiðsla
er líklega orðin okkar mikilvægasta
auðlind og ber stjórnmálamönnum
að verja hana og styrkja með öllum
tiltækum ráðum. Ekki má láta þá
kaupahéðna sem haga
sér illa stýra för. Þeirra
ráð byggjast öll á að
þeir sjálfir fái einok-
unarvald yfir sem flest-
um vöruflokkum. Okk-
ar mannúðlegi og
hreini landbúnaður er
varnarmál og skal það
ítrekað að nú þarf að
hætta við að heimila
innflutning á hráu
kjöti, eggjum og mjólk.
Orkustefnan verður
einnig að vera á okkar
forsendum. Hún var það eitt sinn og
það reyndist þjóðinni vel. Þar þarf að
vinda ofan af hinu evrópska flækju-
stigi sem hefur breytt orkustefnunni
okkar til hins verra og hækkað orku-
verð til fyrirtækja og almennings.
Til umhugsunar
Forefni lyfja og mikilvæg lækn-
ingatæki eru að miklu ef ekki mestu
framleidd í Asíu. Þriggja vikna út-
göngubann í Indlandi mun óhjá-
kvæmilega valda afleiðingum m.t.t.
aðfanga og við sem hluti af hinum
frjálsa heimi þurfum að spyrja okkur
hvort eðlilegt sé að ófrjáls ríki mundi
slíku valdi. Nágrannar þeirra í
norðri eru að átta sig á því að þeir
eru með alla ása á hendi. Finnst eng-
um það orka tvímælis að ekki mátti
setja ferðamenn í sóttkví frá því
landi sem nú setur alla í sóttkví? Við-
skiptaforskot þeirra eykst með degi
hverjum en fríverslun ætti aldrei
ganga út á að annar aðilinn geti
hunsað umhverfismál, mannréttindi
eða eðlilega viðskiptahætti og fengið
óeðlilegt forskot. Undir slíkum for-
merkjum er augljóst að valda-
jafnvægi mun raskast og því miður á
kostnað hins frjálsa heims.
Veikleikar kunngerast
Eftir Viðar
Guðjohnsen
» Innlend matvæla-
framleiðsla er lík-
lega orðin okkar mikil-
vægasta auðlind og ber
stjórnmálamönnum að
verja hana og styrkja
með öllum tiltækum
ráðum.
Viðar
Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur og
sjálfstæðismaður.
Þetta eru furðulegir
tímar sem við lifum.
Það er þó jákvætt að
við erum meira knúin
til þess að vera í núinu.
Kannski tökum við
núna betur eftir litlu
hlutunum sem áður
voru svo sjálfsagðir.
Fólk leitar mikið til
listarinnar þessa dag-
ana til að stytta sér
stundir og dreifa huganum frá hafi
neikvæðra frétta.
Ég hef búið í Englandi nú í næst-
um þrjú ár og er að klára leiklistar-
nám við háskólann Arts University
Bournemouth og hefur það verið lær-
dómsríkt og þroskandi. Margt hefur
gengið á síðustu þrjú ár; ökklabrot á
fyrsta ári sem og botnlangakast rétt
áður en æfingar byrjuðu á lokasýn-
ingunni í náminu, Fjarsjóðseyjunni.
Þó er ekkert sem kemst nálægt því
sem þessi faraldur veldur, og ég gat
ekki hugsað mér að vera neins staðar
annars staðar en á Íslandi í nálægð
við fjölskyldu og vini.
Heilbrigðiskerfi Englendinga,
NHS, hefur mátt þola fjárskort síð-
ustu ár og halda margir því fram að
ef ástandið versnar þar í landi muni
það ekki standa undir sér. Ég hef þó
ekkert nema gott að segja um mína
reynslu af sjúkrahúsadvöl þar í landi,
það má þakka góðu heil-
brigðisstarfsfólki þó svo
að aðstaðan hafi ekki
verið upp á marga fiska.
Ég tek ofan hattinn fyr-
ir þessu hugaða fólki og
hvet alla til þess að
styðja við bakið á heil-
brigðisstarfsfólki sem
við þurfum svo nauð-
synlega á að halda á
tímum sem þessum.
Lokasýning mín í
náminu var 14. mars sl.
og ekki nema þremur
dögum síðar voru flestöll leikhús á
Englandi búin að skella í lás. Þetta
eru erfiðir tímar fyrir fólk sem er
sjálfstætt starfandi, þar á meðal leik-
ara, kvikmyndagerðarfólk og tónlist-
arfólk svo nokkur séu nefnd. Næg
var óvissan fyrir að koma úr leik-
listarnámi. Mörgum kvikmyndaverk-
efnum um allan heim sem og hátíðum
líkt og Edinburgh Fringe hefur verið
frestað eða þær hreinlega lagðar af.
Núna í maí og fram í ágúst áttu að
fara fram tökur á mynd sem ég fékk
hlutverk í en það liggur ekki beint
fyrir hvað verður af því sem stendur.
Ég finn fyrir mikilli samstöðu inn-
an listageirans og meðal fólks al-
mennt, ég trúi því að með henni kom-
umst við í gegnum þetta saman og
snúum aftur mun sterkari. Fólk er að
leggja sitt af mörkum og þarf ekki
annað en að líta á netið til þess að sjá
samstöðu fólks um allan heim og
getur maður ekki annað en brosað yf-
ir hlýju fólks á þessum erfiðu tímum.
Það er erfitt að sjá fyrir hvað þetta
ástand varir lengi og því hafa margir
tekið upp á því að laga sig að breytt-
um aðstæðum. Uppistandarar hafa
fært efni sitt yfir á samfélagsmiðla og
aðrir hafa tekið upp á því að halda
upplestra á netinu á ýmsum leik-
verkum, eða þá jafnvel halda tónleika
heima í stofu. „Casting directorar“ og
umboðsmenn hafa tekið upp á því að
bjóða leikurum að senda inn vídeó-
prufur og einnig hafa kvikmynda-
framleiðendur boðist til að deila slík-
um prufum fyrir leikara.
Við erum öll í þessu saman og ef
það er eitthvað sem Íslendingar hafa
sýnt fram á í gegnum árin á mörgum
sviðum er það sterk samstaða og
heild.
Við erum öll í þessu saman
Eftir Ásgeir Inga
Gunnarsson ȃg finn fyrir mikilli
samstöðu innan
listageirans og meðal
fólks almennt, ég trúi
því að með henni kom-
umst við í gegnum þetta
saman og snúum aftur
mun sterkari.
Ásgeir Ingi Gunnarsson
Höfundur er nemandi/leikari.
asgeirigunnarsson@gmail.com