Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020
4. apríl 1962
Morgunblaðið segir frá því að
ferðaskrifstofan Sunna efni til
leiguflugferðar
til Glasgow um
páskana þar sem
meðal annars
verði hægt að sjá
Þórólf Beck leika
með St. Mirren
gegn Rangers í
úrslitaleik skosku bikarkeppn-
innar í knattspyrnu. Einnig
verði hægt að iðka golf þar sem
við Glasgow séu frægustu golf-
vellir heims.
4. apríl 1970
Ísland vinnur glæsilegan sigur
á Norðurlandamóti pilta í
handknattleik helgina 4.-5.
apríl í Finnlandi með fullu húsi
stiga í fjórum leikjum. Axel
Axelsson er markakóngur
keppninnar, Páll Björgvinsson
er kjörinn besti sóknarmaður-
inn og Guðjón Erlendsson besti
markvörðurinn.
4. apríl 1979
Íslenska karlalandsliðið í
körfuknattleik sigrar Skota í
vináttulandsleik í Glasgow,
86:76, eftir að hafa tapað með
einu stigi fyrir þeim daginn áð-
ur. Kristinn Jörundsson skorar
19 stig fyrir Ísland, Kristján
Ágústsson 16 og Pétur Guð-
mundsson 15.
4. apríl 1982
Karlalandsliðið í körfuknatt-
leik vinnur Englendinga, 97:95,
í vináttulands-
leik í Keflavík,
eftir að hafa
tapað naum-
lega fyrir þeim
í tvígang dag-
ana á undan.
Jón Sigurðsson
skorar 25 stig fyrir Ísland, Sím-
on Ólafsson 15 og Axel Niku-
lásson 14.
4. apríl 1985
Morgunblaðið skýrir frá því að
tveir af frægustu tennis-
mönnum heims, John McEnroe
og Mats Wilander, hafi boðið
TBR að koma til Íslands og
leika sýningarleiki hérlendis.
Sá galli fylgi hins vegar gjöf
Njarðar að þeir vilji fá 5,3 millj-
ónir íslenskra króna fyrir að
koma og það komi í veg fyrir
að af þessu geti orðið.
4. apríl 1988
Ísland sigrar Japan, 25:21, í
vináttulandsleik karla í hand-
knattleik í Vestmannaeyjum.
Júlíus Jónasson skorar fimm
mörk en Atli Hilmarsson og
Sigurður Gunnarsson fjögur
hvor.
4. apríl 2000
„Fólk hefur streymt hingað í
Skálafell og hér eru fleiri en á
mörgum stóru mótunum er-
lendis, auk þess sem stemn-
ingin er betri,“ segir skíða-
kappinn Kristinn Björnsson við
Morgunblaðið eftir að hafa
sigrað í svigi á Skíðalandsmóti
Íslands í Reykjavík.
4. apríl 2015
Ísland sigrar Holland, 2:1, í vin-
áttulandsleik kvenna í fótbolta
í Kórnum.
Sherida Spitse
skorar snemma
fyrir Hollend-
inga en Gunn-
hildur Yrsa
Jónsdóttir og
Sara Björk
Gunnarsdóttir skora seint í
leiknum og tryggja íslenska
liðinu sigurinn.
Á ÞESSUM DEGI
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Átta ár eru síðan knattspyrnumaður-
inn Pablo Punyed kom í heimsókn til
Íslands að vetrarlagi og hann er hér
enn. Pablo, sem er frá El Salvador,
er fyrir löngu búinn að festa sig í
sessi í knattspyrnunni hérlendis og
varð til að mynda Íslandsmeistari
með KR síðasta haust. Morgunblaðið
falaðist eftir spjalli við Pablo og
komst að því að hann hefur hæfileika
á ýmsum sviðum. Pablo útskýrir
fyrst hvernig það kom til að hann fór
að spila á Íslandi.
„Ég kom fyrst til Íslands í janúar
árið 2012. Þá kom ég bara til að hitta
kærustuna sem er núna konan mín,
Rúna Sif Stefánsdóttir. Við kynnt-
umst í háskóla í New York þar sem
við vorum bæði í námi. Hún var fyrsti
Íslendingurinn sem ég kynntist en
þá vissi ég varla hvað Ísland var.
Þetta er ekki illa meint en Ísland var
bara eins og annar heimur fyrir mér
á þeim tíma.
Ég kom til að sjá landið veturinn
2012 og var spenntur fyrir því. Ég
tók með mér takkaskóna og geri það
gjarnan þegar ég ferðast. Rúna er úr
Grafarvogi og ég æfði með Fjölni en
einnig með Þrótti af því að tengda-
faðir minn er Þróttari. Ég var bara í
heimsókn á þeim tímapunkti og var
ekki í spilunum að dvelja hér lengi.
Svo kom bara tilboð frá Fjölni um
að spila með þeim um sumarið. Gústi
Gylfa [Ágúst Gylfason] var þá þjálf-
ari og ég var tilbúinn að taka tímabil-
ið með þeim. Þeir voru í 1. deild og
settu stefnuna upp í efstu deild.
Þetta var fínt tækifæri fyrir mig til
að spila fótbolta í Evrópu og það
gekk bara mjög vel. Ég er þakklátur
Gústa fyrir að taka áhættuna því ég
var bara maður sem mætti á æfingu
upp úr þurru.“
Ekki hægt að panta gott veður
Foreldrar Pablos eru bæði frá
Mið-Ameríku, faðirinn frá El Salva-
dor en móðirin frá nágrannaríkinu
Níkaragva.
„Ég fæddist í Miami á Flórída.
Foreldrar mínir höfðu flust til
Bandaríkjanna vegna stríðsátaka í
El Salvador. Pabbi var í háskólanámi
í Bandaríkjunum og þess vegna er ég
fæddur þar og bróðir minn einnig.
Fjölskyldan fór til El Salvador þegar
ég var þriggja ára og þar bjó ég til 10
ára aldurs. Mínar fyrstu minningar
eru þaðan og þar byrjaði ég í fót-
bolta. Þá fórum við aftur til Miami
því pabbi fékk vinnu þar. Það var
ekki sérlega skemmtilegt fyrir 10 ára
gutta að flytja á milli landa. Það var
erfiður tími fyrir mig og fótboltinn
bjargaði mér. Til dæmis varðandi
það að eignast vini. En fótboltinn var
skemmtun í mínum huga og það hef-
ur í raun ekki breyst.
Ég fór í menntaskóla í Miami og
fékk styrk til að spila í New York í
háskóladeildinni NCAA. Á lokaárinu
kynntist ég Rúnu. Þar voru örlögin
ráðin. Lífið er ævintýri og ég er
ánægður með að hún skuli vera ís-
lensk,“ segir Pablo og blaðamaður
hefur á orði að rokið og rigningin á
Íslandi hljóti að hafa verið viðbrigði
fyrir mann sem ólst upp í El Salva-
dor og á Flórída.
„Ég er hrifinn af Íslendingum en
maður getur víst ekki pantað sér gott
veður. Ég æfi reyndar ennþá í stutt-
buxum og samherjar mínir geta stað-
fest það. Er það einhver þrjóska í
mér því mér finnst best að hlaupa um
í stuttbuxum. Ég læt það nú kannski
vera ef það kemur margra gráðu
frost en það gerist nú frekar sjaldan
á Íslandi.“
Góð áskorun að fara í KR
Ekki hefur verið jafn mikið látið
með Pablo Punyed í umræðu um
knattspyrnuna eins og ýmsar erlend-
ur kempur sem leikið hafa á Íslandi í
gegnum árin eða áratugina. Hann
hefur hins vegar afrekað býsna mik-
ið. Hefur orðið Íslandsmeistari með
tveimur liðum, Stjörnunni og KR, og
bikarmeistari með því þriðja, ÍBV.
Var munur á þeirri upplifun að verða
Íslandsmeistari í Garðabænum eða í
vesturbæ Reykjavíkur?
„Þetta var nokkuð ólíkt en aðal-
lega vegna þess að tímabilin í bolt-
anum eru mismunandi. Það þarf smá
heppni til að vinna deildina og sum-
arið 2014 gekk allt upp hjá okkur í
Stjörnunni. Þá velti ég því fyrir mér
hvort slíkt væri eitthvað sem maður
ætti eftir að endurtaka og upplifa
aftur.
Síðasta sumar unnum við í KR
með fjórtán stiga mun þegar upp var
staðið. Þótt ekki hafi ríkt sama
spennan og 2014 þá var það virkilega
sætt. Fyrir mig var það góð áskorun
að fara í KR. Liðið hafði ekki unnið
deildina síðan 2013 en er samt lið
sem í huga fólks á að vinna titla. Því
fylgdi geggjuð tilfinning að færa
stuðningsmönnum KR bikar.
Þegar ég fór til Eyja á sínum tíma
hugsuðu einhverjir: Hvað er hann að
hugsa? Hugarfar er mikilvægt í fót-
boltanum og við bjuggum til það
góða liðsheild í Eyjum að við fórum í
bikarúrslitin tvö ár í röð og unnum
bikarinn. Hugarfarið var gott og við
vorum alltaf að berjast um eitthvað
þótt við værum ekki að berjast um
Íslandsmeistaratitilinn. Það skiptir
ekki máli hvar þú ert; þú ættir að
setja stefnuna á að vinna. Þótt það
gangi ekki alltaf upp ætti hugarfarið
að vera þannig. Alls staðar er hægt
að byggja upp sigurlið þótt það sé
miserfitt. Þetta er spurning um hug-
arfar.“
Evrópuævintýri Stjörnunnar
opnaði dyrnar að landsliðinu
Pablo Punyed hefur á þeim tíma
sem hann hefur leikið á Íslandi unnið
sig inn í A-landslið El Salvador. Má
velta því fyrir sér hvort önnur dæmi
séu um að erlendur leikmaður hafi
orðið landsliðsmaður með því að spila
á Íslandi í knattspyrnunni. Ekki nóg
með það heldur mætti Pablo landsliði
Íslands í vináttulandsleik í vetur.
„Já það var draumaleikur fyrir
mig og var mjög sérstakt. El Salva-
dor og Ísland höfðu aldrei áður mæst
á knattspyrnuvellinum. Líkurnar eru
alla vega litlar enda hvort í sinni
heimsálfunni. Ég varð mjög spennt-
ur þegar ég heyrði að þetta væri
möguleiki. Mig langaði eiginlega að
fara á KSÍ-skrifstofuna og ýta á eftir
þessu vegna þess að tilfinningin sem
fylgdi var mjög sterk. Mér finnst
gott að fólk á Íslandi og í El Salvador
viti aðeins meira hvað um annað og
viti nú meira um fótboltann í þessum
löndum. Þegar að þessu kom hafði ég
mjög gaman af því að spila leikinn.
Draumaleikurinn að
spila á móti Íslandi
Pablo Punyed hefur leikið hérlendis í átta ár Lætur sig hafa það að æfa í
stuttbuxum allt árið Giftur íslenskri knattspyrnukonu og á með henni dóttur
Ljósmynd/KSÍ
Kalifornía Kjartan Henry Finnbogason og Stefán Teitur Þórðarson ræða
málin við Pablo Punyed (númer 20) í landsleik Íslands og El Salvador í jan-
úar þar sem Ísland fór með sigur af hólmi, 1:0.
Morgunblaðið/Golli
Eiginkonan Rúna Sif Stefánsdóttir lék í efstu deild frá 2004 til 2018 og skor-
ar hér fyrir Stjörnuna í Evrópuleik gegn Zvezda frá Rússlandi árið 2015.
Guðmundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari karla, hefur skrif-
að undir nýjan samning við þýska
handknattleiksfélagið Melsungen
um að stýra því til vorsins 2021.
Hann tók við liðinu í lok febrúar og
hafði stýrt því í þremur leikjum
þegar keppni var frestað vegna
kórónuveirunnar. Liðið er komið í
undanúrslit þýska bikarsins og er
að spila í 16-liða úrslitum EHF-
bikarsins. Guðmundur segir að
þetta hafi ekki áhrif á starf hans
sem landsliðsþjálfari en viðtal við
hann er á mbl.is/sport/handbolti.
Heldur áfram
með Melsungen
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Melsungen Guðmundur Þ.
Guðmundsson heldur áfram.
Þjóðverjar setja stefnuna á að
þýska 1. deildin í handknattleik
muni hefjast á nýjan leik hinn 16.
maí næstkomandi. Kemur þetta
fram á heimasíðu deildarinnar. Öll-
um leikjum í deildinni var frestað
um óákveðinn tíma í byrjun mars
vegna kórónuveirunnar en til stóð
að leikar í deildinni myndu hefjast
á nýjan leik hinn 23. apríl næstkom-
andi. Þessi dagsetning er hins veg-
ar ekki rituð í stein og það verður
því ekki ákveðið að hefja leik í
deildinni fyrr en það er talið öruggt
fyrir leikmenn og þjálfara.
Vilja byrja aftur
um miðjan maí
Ljósmynd/dkb-handball-bundeslig
Þýskaland Alexander Petersson
leikur með Rhein-Neckar Löwen.