Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.04.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 2020 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágreiningur er innan stjórnar Faxa- flóahafna um það hvernig staðið skuli að ráðningu nýs hafnarstjóra. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru alfarið á móti því að í hæfnisnefnd skuli sitja fulltrúi meirihlutaflokk- anna, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi, varaformaður stjórn- ar Faxaflóahafna. Sem kunnugt er hefur Gísli Gísla- son hafnarstjóri sagt starfi sínu lausu og hyggst hætta í haust. Á fundi stjórnar Faxaflóahafna á mið- vikudaginn voru lögð fram drög að auglýsingu, skipan hæfnisnefndar og ráðningarferli nýs hafnarstjóra. Formanni falin umsjón Formaðurinn, Skúli Helgason, lagði til að honum yrði falið að aug- lýsa starfið og að ráðningarferlinu yrði fylgt eins og það liggur fyrir. Ráðgjafarfyrirtækið Hagvangur mun hafa umsjón með ráðningarferl- inu. Í hæfnisnefnd sitja auk Þórdísar Lóu þau Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður hjá Strategíu, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA. Um- sóknarfrestur er til 29. apríl nk. Fram kemur í fundargerð að Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðar- son, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í stjórninni, hafi gert athugasemdir við ráðningarferli nýs hafnarstjóra um að þar muni sitja í hæfisnefnd pólitískt kjörinn fulltrúi úr meiri- hluta borgarstjórnar. Mikilvægt sé að ráðningin sé hafin yfir alla pólit- íska tortryggni. Til þess að svo verði þurfi ráðningin að vera fagleg og að henni komi utanaðkomandi óháðir sérfræðingar á sviði ráðningarmála. „Skynsamlegt hefði verið í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna heimsfaraldursins að auglýs- ingu og ráðningu um stöðu nýs hafnarstjóra hefði verið frestað tímabundið þar til dregið hefði úr mestu óvissunni vegna afleiðinga COVID-19-faraldursins og áhrifa hans á rekstur Faxaflóahafna,“ segja Marta og Örn. Formaður lagði fram eftirfarandi bókun sem aðrir stjórnarmenn tóku undir: „Stjórnin leggur áherslu á að standa eins vel og faglega að ráðn- ingu nýs hafnarstjóra og kostur er og með þeirri tillögu sem samþykkt var á fundinum var komið til móts við sjónarmið stjórnarmanna um að mikilvægt væri að utanaðkomandi aðilar væru í meirihluta hæfnis- nefndar. Á endanum er það hins veg- ar hlutverk stjórnar að ráða hafn- arstjóra og því er það hér með ákveðið að stjórnin eigi einn fulltrúa í hæfnisnefndinni sem verði tengilið- ur við hafnarstjórn á öllum stigum í ráðningarferlinu.“ Marta Guðjónsdóttir segir í sam- tali við Morgunblaðið að meirihluta- flokkarnir hafi upphaflega ætlað að hafa tvo pólitíska fulltrúa í þriggja manna hafnisnefndinni en síðan fall- ið frá því. „Við teljum ólíðandi að pólitískir fulltrúar séu hluti af óháðri hæfnisnefnd og séu að taka viðtöl við umsækjendur,“ segir Marta. Segja ólíðandi að borgarfulltrúi meirihlutans sitji í hæfnisnefnd  Auglýst eftir nýjum hafnarstjóra Faxaflóahafna  Stjórnin segir að faglega sé staðið að ráðningunni Morgunblaðið/Eggert Gamla höfnin Fyrirtækið Faxaflóahafnir var stofnað árið 2005 og sinnir fjórum höfnum á svæðinu. Faxaflóahafnir byggjast á gömlum grunni, Reykjavíkurhöfn, en framkvæmdir hófust við þá höfn í miðbæ Reykjavíkur árið 1913. Marta Guðjónsdóttir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.