Morgunblaðið - 20.04.2020, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020
Ragnhildur Þrastardóttir
Alexander Gunnar Kristjánsson
Lögreglunni bárust óvenjumörg
útköll vegna hávaða í heimahúsum
um helgina, að sögn Víðis Reyn-
issonar yfirlögregluþjóns, sem seg-
ir að það geti gefið til kynna að fólk
sé aðeins farið að slaka á þeim tak-
mörkunum sem settar hafi verið á
daglegt líf með samkomubanni.
Bann við samkomum 20 manns
eða fleiri er enn í gildi og breytist
það ekki fyrr en 4. maí næstkom-
andi. Tilkynning vegna tilslakana á
því verður að öllum líkindum birt
síðdegis í dag.
Alls greindust sex ný smit á
föstudag og ellefu á laugardag.
Fimm af þeim sem greindust á
laugardag búa á höfuðborgarsvæð-
inu en sex á Vestfjörðum. Þá hafa
virk smit ekki verið færri síðan 20.
mars.
Eins og áður hefur komið fram
kom upp hópsýking kórónuveiru á
Bolungarvík, en tíðni samfélags-
legs smits á norðanverðum Vest-
fjörðum er 0,4% samkvæmt skimun
Íslenskrar erfðagreiningar.
Sveiflur í smitum á milli daga
Á upplýsingafundi almanna-
varnadeildar ríkislögreglustjóra í
gær sagði Þórólfur Guðnason sótt-
varnalæknir að faraldurinn væri í
mikilli niðursveiflu en áfram yrðu
sveiflur á milli daga og fleiri smit
myndu greinast.
Víðir benti á að þótt fólki kynni
að þykja 5-6 smit mjög lítið núna
eftir að hafa séð tugi smita síðustu
daga væri engu að síður um mörg
smit að ræða.
„Hugsið bara til baka hvernig
þetta var hér í upphafi. Þá þótti
okkur þetta mjög mikið,“ sagði
Víðir og minnti fólk á að á meðan
um helmingur þeirra sem greindist
væri utan sóttkvíar dreifði hann
veirunni áfram á meðan hann er
hvorki í sóttkví né einangrun.
Spurður hvort fólk væri farið að
draga úr því að hlýða Víði sagði
Víðir:
„Ég held að fólk hlýði bara sjálfu
sér. Það voru óvenjumörg útköll
vegna hávaða í heimahúsum, það er
vísbending um að menn hafi eitt-
hvað verið að sletta úr klaufunum í
gær. Við erum ekki með neinar ná-
kvæmar tölur um það en ég veit
ekki til þess að það séu kærur
vegna brots á samkomubanni en
það eru ákveðnar vísbendingar um
að eitthvað hafi verið í gangi.“
Þorgerður Diðriksdóttir, for-
maður Félags grunnskólakennara,
sagði í viðtali sem birtist í Morg-
unblaðinu í vikunni að þörf væri á
því að stjórnvöld útskýrðu betur
hvað þau ættu við með því þegar
þau segðu að skólahald yrði með
eðlilegum hætti í grunnskólum frá
og með 4. maí næstkomandi.
Spurður út í þetta sagði Víðir að
ekki væri búið að funda sérstak-
lega með skólastjórnendum. Hins
vegar væri gengið út frá því að
skólahald gæti farið fram með ná-
kvæmlega sama hætti og fyrir
fyrsta samkomubann. Þá skilaði
Þórólfur minnisblaði til heilbrigð-
isráðherra í gær þar sem nánar er
kveðið á um fyrirkomulag leik- og
grunnskóla eftir tilslakanir sam-
komubanns 4. maí.
Einungis 4% greindra smita hér-
lendis hafa greinst hjá erlendum
ríkisborgurum. 14% þeirra sem hér
búa hafa ekki íslenskt ríkisfang og
því var Þórólfur spurður út í skýr-
ingar á því að svo lágt hlutfall
greindra smita kæmi frá erlendum
ríkisborgurum. Hann hafði ekki
skýringar á því en útilokaði ekki að
erlendir ríkisborgarar sæktu síður
í skimun en aðrir og nefndi að Ís-
lensk erfðagreining ætlaði sér í
sérstakt átak til að ná til erlendra
ríkisborgara.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 2 82
Útlönd 1 0
Austurland 8 22
Höfuðborgarsvæði 1.295 811
Suðurnes 77 50
Norðurland vestra 35 1
Norðurland eystra 46 47
Suðurland 176 75
Vestfirðir 90 97
Vesturland 41 34
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands
Óþekktur
Erlendis
42.762 sýni hafa verið tekin
1.328 einstaklingar hafa náð bata
9 einstaklingar eru látnir
28 eru á sjúkrahúsi 4 á gjör-gæslu
434 eru í einangrun
Fjöldi smita frá 28. febrúar til 18. apríl
Heimild: covid.is
1.771 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
1.771
434
feb.
1.650
1.375
1.100
825
550
275
þeirra sem
hafa greinst
voru í sóttkví
80%
53%
9,9% sýna tekin hjá LSH voru jákvæð og 0,62% sýna tekin hjá ÍE
17.891 hafa lokið sóttkví1.220 manns eru í sóttkví
Staðfest smit
Virk smit
mars apríl
Hávaðaútköll í samkomubanni
Óvenjumörg útköll vegna hávaða benda til slaka hjá almenningi Sóttvarnalæknir skilaði minnis-
blaði vegna skólahalds til ráðherra í gær Engin skýring á lágu hlutfalli smitaðra útlendinga
Ljósmynd/Lögreglan
Tvíeyki Að venju hófu Víðir og Þórólfur fundinn á því að spritta á sér hendurnar enda allur varinn góður.
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Umferðin hérna á flugvellinum
hefur dregist ansi mikið saman,
hvort tveggja hefðbundið farþega-
flug og þyrluumferð út á olíu-
borpallana,“ segir Jakob Sigurð-
arson, hlaðmaður á Sola--
flugvellinum, rétt utan við
Stavanger í Noregi, í samtali við
Morgunblaðið, en þau sambýling-
arnir, Jakob og Helga Sjöfn Magn-
úsdóttir, starfa bæði á flugvell-
inum.
Átta af 64 eftir
„Ég er „delpermittert“ núna og
þetta ástand er auðvitað nær for-
dæmalaust, það eru átta af 64
starfsmönnum eftir í vinnu á ramp-
inum,“ segir Jakob. Með hugtakinu
delpermittert á hann við að hann
sæti lægra starfshlutfalli tímabund-
ið og þiggi þar með bætur frá
norsku vinnumálastofnuninni NAV
að hluta á móti launagreiðslum.
Rampurinn vísar hins vegar til
hleðsludeildar sem annast farang-
urshleðslu flugvéla, tæmingu sal-
erna og fleira, en Jakob starfaði á
Keflavíkurflugvelli áður en þau
Helga Sjöfn fluttu frá Íslandi árið
2013.
„Það er ekkert að gera, hér er
allt lokað. Ef okkur langar í mat
verður hann að koma heiman frá.
Narvesen [eins konar sjoppa] er
reyndar opið en þú borðar ekki
pylsur endalaust,“ segir Jakob um
ástandið á Sola-flugvellinum og
hlær um leið.
Staðan þó betri en á Íslandi
Kveður hann stöðu þeirra Helgu
Sjafnar þó betri en þegar þau
bjuggu á Íslandi á sínum tíma með
fjögur börn. „Við gáfumst bara upp
á Íslandi, vildum bara ekki meira af
þessu kjaftæði. Þrátt fyrir að vera
bæði í fullri vinnu áttum við aldrei
krónu, allt fór í leigu og reikninga,
þegar við vorum búin að gefa börn-
unum að borða áttum við ekki mat
fyrir okkur,“ rifjar Jakob upp.
Hvað sem kórónufaraldri líður
eru Jakob og Helga Sjöfn ánægð
með lífið í Noregi. „Launin hér eru
hærri og dagleg vara ódýrari, mað-
ur á mun meiri tíma með börn-
unum þótt maður sé í vaktavinnu.
Helsta breytingin miðað við Ísland
er kannski meira frelsi,“ segir Jak-
ob enn fremur.
Lífið öðruvísi
Hann kveður lífið í Noregi þó
öðruvísi nú en þau fjölskyldan eigi
almennt að venjast.
„Hérna er bara allt lokað, þetta
er ótrúlega furðulegt og búið að
vera erfitt fyrir marga eins og
gengur. Þetta er þó mismunandi
eftir fyrirtækjum, við áttum erindi
í apótekið í mars og þar var röð út
úr dyrum,“ segir Jakob.
„Hefurðu ekki séð þættina The
Walking Dead, mér finnst sumt í
þessu þjóðfélagsástandi hreinlega
minna á þá,“ segir hlaðmaðurinn á
Sola-flugvellinum í Noregi að skiln-
aði.
Þú borðar auðvitað ekki pylsur endalaust
Ljósmynd/Aðsend
Hlaðmaðurinn Jakob Sigurðarson segir breytta heimsmynd blasa við
starfsfólki flugvallarins í Sola við Stavanger í skugga kórónuveirunnar.
Hlaðmaður á Sola-flugvellinum seg-
ir lífið þar gjörbreytt í veirufaraldri
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR
50 til 60 manns hefðu fallið
frá nú þegar hérlendis vegna
kórónuveirunnar ef Íslend-
ingar hefðu ákveðið að fara
sömu leið og Svíar í sótt-
varnaaðgerðum, að sögn Þór-
ólfs Guðnasonar sótt-
varnalæknis.
Dánartíðni miðað við höfða-
tölu er fimm til sex sinnum
hærri í Svíþjóð en á Íslandi.
Dánartíðnin þar er sú hæsta á
Norðurlöndunum.
„Ég er hræddur um að
menn myndu ekki sætta sig
við það hér. Þá er talan ekki
alveg nákvæm í Svíþjóð vegna
þess að eftir því sem ég hef
hlerað og heyrt frá Svíum eru
þeir ekki að telja svo nákvæm-
lega inni á hjúkrunarheimilum
til dæmis. Þetta eru mest
dauðsföll í heilbrigðiskerfinu
sjálfu,“ sagði Þórólfur á upp-
lýsingafundi almannavarna.
Þannig væri fórnarkostn-
aður hjarðónæmis of hár og
myndi hann snerta aðra sjúk-
lingahópa en þá sem þjást af
COVID-19, heilbrigðiskerfið og
„allt saman,“ að sögn Þórólfs.
5-6 sinnum
fleiri hefðu dáið
SÆNSKA LEIÐIN
Morgunblaðið/Eggert