Morgunblaðið - 20.04.2020, Side 9

Morgunblaðið - 20.04.2020, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Opnuð hafa verið hjá Vegagerðinni tilboð í endurbætur Hafnarfjarðar- vegar og Vífilsstaðavegar í Garða- bæ. Tilgangur þeirra er að auka um- ferðaröryggi og greiða fyrir umferð af hliðarvegum í Garðabænum inn á Hafnarfjarðarveg. Þetta verður mikil samgöngubót enda fjölfarnir vegir, sérstaklega á annatímum. Alls bárust fjögur tilboð. PK Verk ehf. og PK Byggingar ehf., Hafnarfirði buðu lægst eða krónur 875.220.118. Er það talsvert hærra en áætlaður verktakakostnaður, sem var 770 milljónir. Næstlægsta boð átti Háfell ehf., Reykjavík, krónur 938.515.016. Ver- ið er að yfirfara tilboðin hjá Vega- gerðinni. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Garðabæjar og veitufyrirtækja. Greiðir Vegagerðin 70% af kostnaði en Garðabær 30%. Verkinu verður skipt í tvo áfanga. Í sumar verður m.a. ráðist í gerð hringtorgs á Vífilsstaðavegi við Litlatún, breikkun og endurbætur á Vífilsstaðavegi milli Litlatúns og Hafnarfjarðarvegar, breikkun og endurbætur á gatnamótum Hafn- arfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar og gerð göngustíga. Jafnframt verð- ur öll nauðsynleg lagnavinna fyrir veitufyrirtækin. Sumarið 2021 verður m.a. ráðist í breikkun og endurbætur á Hafn- arfjarðarvegi milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss, gerð undirganga undir Hafnarfjarðarveg við Hraunsholts- læk og breikkun og endurbætur á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Lyngáss. Endurbætur á fjölförnum vegum  Vegaframkvæmdir í Garðabæ Endurbætur Hafnarfjarðarvegar og Vífi lsstaðavegar í Garðabæ Lo ft m yn di r e hf . Sumarið 2021 Breikkun og endurbætur á Hafnar- fjarðarvegi og gatnamótum við Lyngás. Ný undirg öng við Hraunsholtslæk. Sumarið 2020 Nýtt hringtorg við Litlatún. Breikkun og endurbætur á Vífi lsstaðavegi og gatnamótum við Hafnarfjarðarveg. Vífi lsstaðavegur Ha fn ar fja rð ar ve gu r Ha fn ar fja rð ar ve gu r Lyngás Olís Garðaskóli Hag- kaup Li tl at ún Heldur var aðkoman óþrifaleg fyrir utan bækistöðvar Endur- vinnslunnar í Knarrarvogi fyrir helgi. Pappakassar, plastpokar og fleira drasl lá þar eins og hrá- viði, þeim sem skildi það eftir til lítils sóma. Að þessu er mikil óprýði, auk þess sem rusl eins og þetta fer allt af stað um leið og fer að blása. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðkoman er með þessum hætti og vilja starfsmenn End- urvinnslunnar hvetja fólk til að ganga betur frá sorpi og koma því á réttan stað, í stað þess að treysta á að einhver annar þrífi eftir þá ruslið. Þarna eru grenndargámar Reykjavíkurborgar, sem eru hugsaðir fyrir pappír, plast og gler sem kemst inn um lúguna. Annað á að fara í pressugáma á stöðvum Sorpu, en reglur um meðhöndlun sorps má kynna sér á sorpa.is. Ljósmynd/Aðsend Sorp Starfsmenn Endurvinnslunnar hvetja fólk til að ganga betur frá sorpi Óþrifaleg aðkoma í Knarrarvogi Bæjarstjórn Vestmannaeyja sam- þykkti á fundi sínum í síðustu viku að bæta alls 714 milljónum króna við þegar boðaðar framkvæmdir til þess að spyrna við vegna sam- dráttar af völdum kórónuveiru- faraldursins. Þarna má nefna ráð- stafanir um lækkun og niður- fellingu gjalda, framkvæmda- og viðhaldsverkefni, markaðsátak í ferðaþjónustu, atvinnuþróun og efl- ingu nýsköpunar- og frumkvöðla- starfsemi. Þá hefur verið ákveðið að flýta ýmsum framkvæmdum og viðhaldsverkefnum í bænum til að skapa fólki störf og fyrirtækjum tekjur. Heildarumfang þeirra aðgerða sem Vestmannaeyjabær er tilbúinn að ráðast í vegna ríkjandi ástands nemur 1.950 milljónum króna. Eru bæjaryfirvöld m.a. tilbúin að fara í framkvæmdir við fráveitu, enda mæti ríkið því með endur- greiðslu virðisaukaskatts. Einnig að leggja ljósleiðara, enda leggi ríkið því verkefni lið sömuleiðis. Spyrna við fótum í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Skapa á aðstæður til sóknar eftir kórónuveirufaraldurinn. Viðbragðsáætlun vegna eldsvoða- hættu í Strákagöngum við Siglu- fjörð sem og umferðarstjórn verður tilbúin í sumar, að því er fram kem- ur í svari Sigurðar Inga Jóhanns- sonar samgönguráðherra við fyrir- spurn á Alþingi frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. Öryggisáætlanir eru til um öll jarðgöng landsins ut- an göngin um Arnarneshamar í Djúpi. Þau eru aðeins 30 metra löng og því ekki talin þörf á sérstökum aðgerðum í öryggisskyni þar. Vegagerðinni hefur nýlega verið falið að reka göngin um Húsavíkur- höfða og eru öryggismál þar nú í vinnslu. Viðbragðsáætlun Vaðla- heiðarganga er á forræði hluta- félags sem þau rekur. Göngin séu örugg Vaðlaheiðargöng Greið leið og örugg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.