Morgunblaðið - 20.04.2020, Page 24

Morgunblaðið - 20.04.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. APRÍL 2020 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu á morgunBLAÐ 50 ára Þorsteinn er Hafnfirðingur, ólst upp í Norðurbænum og býr í Áslandi. Hann er rafvirki að mennt frá Iðnskólanum í Reykjavík og er sölu- stjóri á fyrirtækjasviði hjá BYKO. Maki: Lilja Þorsteinsdóttir, f. 1979, sjúkraliði á Landspítalanum. Synir: Ísak, f. 2000, og Óttar, f. 2005. Foreldrar: Lárus Berg Sigurbergsson, f. 1945, húsgagnasmiður og fyrrver- andi framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni, og Ásta Sigríður Egilsdóttir, f. 1945, fyrrverandi skrifstofumaður hjá Há- skóla Íslands. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Þorsteinn Lárusson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Valdabarátta getur gert það að verkum að þú finnir til máttleysis í dag. Kynntu þér reglur laganna og hvort allt er eins og það á að vera. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú munt fá það sem þú vilt. Leggðu þig allan fram og þá mun framlag þitt verða mikils metið. Gefðu þér tíma til þess að líta í kringum þig eftir fallegum hlutum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt gott sé að hafa reglurnar á hreinu verður þú líka að geta gripið til sér- stakra ráðstafana þegar óvæntir atburðir verða. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hæfileiki þinn til þess að sann- færa, telja menn á eitthvað, hafa áhrif á aðra, markaðssetja og selja er með ein- dæmum núna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sýndu öðrum sérstaka nærgætni í dag því fólk í kringum þig er niðurdregið. Mikilvæg reynsla fæst ekki sársaukalaust. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála. Leyfðu þeim að kynna hug- myndir sínar áður en þú leggur þínar fram. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhverjum gætu sárnað ummæli þín svo þú skalt gæta þess að segja ekkert að óathuguðu máli. Sjaldan veldur einn þá tveir deila. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Áætlun þín þarfnast yfirlegu áður en þú getur hrint henni í framkvæmd. Einhver kemur þér í opna skjöldu með því að vera með leiðinlegar athugasemdir í þinn garð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Njóttu viðurkenningar og ást- úðar sem þér er sýnd. Nýjar hugmyndir geta af sér enn fleiri og hrinda af stað skriðu sem erfitt er að stoppa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Orð geta hitt í mark svo farðu þér hægt og mundu að aðrir eiga líka rétt á sínum skoðunum. Sígandi lukka er best og þeir hlutir sem þú vinnur fyrir. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu ekki of ákafur í að koma máli þínu á framfæri, það gæti farið illa í fólk ef þú beitir þrýstingi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert óvenju tilfinninganæm/ur og gerir því óvenjumiklar kröfur til annarra í dag. Hægðu á þér og slappaðu af. barnsaldri á Siglufirði og hafði mikla ánægju af skíðamennskunni alla sína tíð. Á unglingsárunum varð hann strax keppnismaður á skíðum og vann til fjölda verðlauna, bæði í alpa- greinum og skíðastökki. „Við hjónin ferðuðumst mikið með fjölskylduna bæði innanlands og utan. Árið 1980 eignaðist fjölskyldan sumarhús í Vaðnesi í Grímsnesi, sannkallaðan sælureit, þar sem stór- fjölskyldan hefur dvalið mikið saman, smíðað, gróðursett gríðarlegan fjölda trjáa og plantna og notið sam- verustunda. Einnig ferðuðumst við hjónin mikið erlendis, í skíða- og skemmtiferðir og vorum um árabil í heimsreisuklúbbi Ingólfs Guðbrandssonar. Ég hef verið lán- um tíma en þar kom hann að end- urbótum á húsnæði sem og byggingu viðbyggingar sem hýsti veitingastað- inn Rúbin um tíma. Víðir sat í stjórn Hafskips 1984- 1985, í stjórn Tollvörugeymslunnar (síðar TVG-Ziemsen) 1988-1992 og í stjórn Alpan um tíma. Áhugi Víðis á athafna- og við- skiptalífinu hefur einkennt hann alla tíð, hann er framsýnn frumkvöðull sem líður best þegar hann tekur þátt í uppbyggingu og framkvæmdum. Víðir var meðlimur í JCI á Íslandi á sínum yngri árum og sat í fyrstu landsstjórn þeirra samtaka. Víðir hefur verið meðlimur í Oddfellow- reglunni sl. 40 ár. Skíðaíþróttina stundaði Víðir frá V íðir Finnbogason er fæddur 20. apríl 1930 í Vestmannaeyjum en fljótlega flutti fjöl- skyldan til Siglufjarðar þar sem Víðir ólst upp. „Ég var send- ur í sveit sem barn en sveitalífið átti ekki vel við mig. Ég byrjaði ungur að fara til sjós með föður mínum, lærði mikið af honum og líkaði það vel. Svo fór að ég gerðist ungur háseti og vann sem háseti í nokkur ár.“ Víðir gekk í barna- og gagnfræða- skóla á Siglufirði, Reykholtsskóla í Borgarfirði og síðar í Stýrimanna- skólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrifaðist úr farmannadeild 1957. Víðir starfaði hjá Eimskip 1953- 1962, fyrst sem háseti og bátsmaður en síðustu árin sem stýrimaður. Árið 1962 hætti hann til sjós og stofnaði 1963 heildverslunina Víðir Finn- bogason ehf. og hóf innflutning á byggingavörum og gjafavörum. Árið 1967 opnaði Víðir Innréttingabúðina á Grensásvegi 3 í Reykjavík sem seldi alhliða byggingavörur, gólfefni og veggfóður. Nokkrum árum síðar byggði hann húsið á Grensásvegi 13 í Reykjavík og opnaði þar verslunina Teppaland. Þá sneri hann sér alfarið að innflutningi og sölu gólfefna, fyrst gólfteppa, síðar gólfdúka, flísa og parkets. Grensásvegur 13 fékk á sín- um tíma sérstaka viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir fallegan og snyrtilegan frágang húss og lóðar. Víðir var þátttakandi í stofnun bygg- ingavöruverslunarinnar Brimnes í Vestmannaeyjum árið 1973, opnaði útibú Teppalands á Akureyri árið 1980 og var þátttakandi í stofnun byggingavöruverslunarinnar Núps á Ísafirði árið 1990. Umfangsmikinn verslunarrekstur stundaði Víðir óslitið til ársins 1995 er hann snéri sér að umsýslu með byggingar og endurgerð húseigna. Víðir kom að byggingu atvinnu- húsnæðis í Austurhrauni 3 í Hafn- arfirði og Fákafeni 11 í Reykjavík en hann keypti einnig eldra atvinnu- húsnæði m.a. í Skeifunni í Reykjavík og Dalshrauni í Hafnarfirði sem hann endurbyggði og breytti í versl- unarhúsnæði. Víðir kom einnig að rekstri Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð samur maður bæði í vinnu og einka- lífi.“ Afmælisdeginum ætlar Víðir að eyða með fjölskyldunni eins og að- stæður leyfa í ljósi samkomubanns. Fjölskylda Eiginkona Víðis var Karen Júlía Magnúsdóttir, f. 4.4. 1931, d. 19.3. 2019, húsmóðir. Víðir og Karen gengu í hjónaband 29.10. 1955. For- eldrar Karenar voru hjónin Anna Soffie Malena Einarsson frá Vog í Færeyjum, f. 28.7. 1901, d. 24.2. 1986, húsfreyja í Reykjavík, og Magnús Einarsson frá Stakkadal á Rauða- sandi, V-Barð., f. 13.1. 1901, d. 6.3. 1970, vélstjóri og síðar framkvæmda- stjóri í Reykjavík. Dætur Víðis og Karenar eru 1) Anna Jóna Víðisdóttir, f. 23.2. 1956, hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu í Reykjavík, búsett í Garðabæ. Börn hennar eru Víðir, Karen Björk og Hrannar Darri; 2) Stella Kristín Víð- isdóttir, f. 13.9. 1958, viðskiptafræð- ingur og MS í stjórnun og stefnumót- un, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs hjá Eir og tengdum fé- lögum, búsett í Garðabæ. Sonur hennar er Viktor Hrafn; 3) Berglind Víðisdóttir, f. 10.5. 1964, hjúkrunar- fræðingur og lýðheilsufræðingur MPH, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, búsett í Garða- bæ. Maki: Knútur Þórhallsson. Börn þeirra eru Elísabet Inga, Sindri Hrafn, Þórhallur Kári og Víðir Snær; 4) Harpa Víðisdóttir, f. 29.6. 1970, hjúkrunarfræðingur og MS í mann- auðsstjórnun, mannauðsstjóri hjá Víðir Finnbogason, fyrrverandi forstjóri og athafnamaður – 90 ára Barnalán Víðir og Karen ásamt barnabörnunum árið 2014. Framsýnn frumkvöðull Feðginin Harpa, Berglind, Víðir, Anna Jóna og Stella. Hjónin Víðir og Karen. 40 ára Hafliði er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti en býr í Vesturbænum. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Utrecht og MBA frá Háskólanum í Wales. Hafliði er verkefnastjóri á skrifstofu al- þjóðasamskipta í HÍ. Hann er stjórnar- formaður Capoeira Mandinga á Íslandi. Maki: Beatriz García, f. 1982, skrif- stofustjóri hjá Huawei. Synir: Ýmir, f. 2008, og Ólíver, f. 2016. Foreldrar: Sævar Geirsson, f. 1952, tæknifræðingur og rekur eigið fyrirtæki, búsettur í Kópavogi, og Hafdís Björns- dóttir, f. 1949, ljósmóðir, búsett í Reykja- vík. Hafliði Sævarsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.