Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 1

Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 3. A P R Í L 2 0 2 0 Stofnað 1913  95. tölublað  108. árgangur  GERÐU GÓÐ KAUP FYRIR HELGINA Í NÆSTU VERSLUN NETTÓ! Marineraðar lambakótilettur Kjötsel 1.679KR/KG ÁÐUR: 2.799 KR/KG Grísagrillsneiðar Marineraðar - Kjötsel 893KR/KG ÁÐUR: 1.489 KR/KG -40% -40% -50% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 23. - 26. apríl Kiwi 249KR/KG ÁÐUR: 498 KR/KG VALDÍS ÆFIR PÚTTIN HEIMA Í STOFUNNI MUSTERIÐ ORÐIÐ 70 ÁRA LÆTUR SÉR EKKI LEIÐAST HEIMA VÍGVÖLLUR HUGMYNDA 60 FERÐAST INNANDYRA 12ÍÞRÓTTIR 59 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Staðan er þung hjá mörgum sveitar- félögum, sérstaklega þar sem algert hrun er að verða í atvinnulífinu, að mati Aldísar Hafsteinsdóttur, for- manns Sambands íslenskra sveitar- félaga. Hún segir að klæðskerasníða þurfi lausnir miðað við stöðu sveitar- félaga. Þingmenn úr stjórnarandstöðunni gagnrýndu lítinn hlut sveitarfélaga í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinn- ar sem kynntar voru í fyrradag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar- innar, sagði að ríkisstjórnin yrði að stíga miklu fastar til jarðar í stuðningi við sveitarfélögin í ljósi mikilvægrar þjónustu þeirra við nærsamfélagið. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála, lagði á það áherslu að staða sveitarfélaganna væri misjöfn. Nefndi hann að unnið væri að verkefni varðandi Suðurnesin og Byggðastofnun hefði verið falið að greina stöðu annarra sveitarfélaga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu hafa lagt til að 50 milljarðar verði veittir til sveitarfélaganna til þjón- ustu og framkvæmda og þeim verði dreift jafnt miðað við fjölda íbúa. Ráð- herra sagði að þetta þýddi að sveitar- félög sem skilað hefðu milljörðum í hagnað á undanförnum árum treystu sér ekki til að fara í gegnum hugs- anlegan eins milljarðs taprekstur á næsta ári á meðan algert tekjuhrun væri hjá öðrum. Krefjast aðkomu Aldís Hafsteinsdóttir segir að sveitarfélögin krefjist þess að koma að borðinu þegar ráðstafanir eru gerðir vegna ástandsins í þjóðfélag- inu. Í gær hafi verið ákveðið að víkka út og efla samráðsnefnd um opinber fjármál, meðal annars til að meta í sameiningu hvaða kostnaður bætist á sveitarfélögin og hvert yrði tekjufall þeirra. Þung staða sveitarfélaga  Afar erfið staða sveitarfélaga þar sem hrun er í atvinnulífinu  Unnið að grein- ingu á stöðunni  Ráðherra veltir fyrir sér þörf þeirra sem hafa mikinn hagnað Ekki lofað upp í ermina » Sveitarfélögin hafa ákveðið að fresta innheimtu fasteigna- gjalda og grípa til fleiri ráðstaf- ana. Þá minnka tekjur þeirra. » Aldís Hafsteinsdóttir vill ekki taka undir þau orð að sveitarfélögin hafi lofað upp í ermina á sér en viðurkennir að reksturinn verði þungur, sér- staklega þar sem erfiðleikarnir eru mestir í atvinnulífinu. Vegna óvissunnar af völdum kór- ónuveirunnar hafa fulltrúar Sjó- mannasambands Íslands og Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi sammælst óformlega um að setja viðræður um endurnýjun kjara- samninga til hliðar. Valmundur Val- mundsson, formaður Sjómanna- sambandsins, á ekki von á að við- ræðurnar verði teknar upp á nýjan leik fyrr en í haust. „Ástandið er þannig og óvissan mikil. Það gengur erfiðlega að selja afurðir og við vit- um ekkert hvernig þetta fer. Það er ekki skriflegt samkomulag um það en allir eru þokkalega sammála um að við gerum ekkert í þessum málum á meðan ástandið er svona,“ segir hann. Unnið er sameiginlega að ýms- um ráðstöfunum vegna faraldursins, m.a. er mælst til að skipverjar séu um borð milli túra svo ekki komi upp smit um borð í fiskiskipum. »18 Morgunblaðið/Ófeigur Smitgát Skipverjar eiga að vera um borð á milli túra til að forðast smit. Viðræður sjómanna settar á ís Erfiðum vetri er lokið, að minnsta kosti ef miða á við síðasta vetrardag sem var í gær, samkvæmt dagatalinu. Sumardagurinn fyrsti er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmán- uðum í gamla norræna tímatalinu. Veðurstofan spáir ágætu veðri um allt land næstu daga. Hætt er við skúrum vestanlands en bjart og þurrt á Norðausturlandi. Börnin á leikskólanum Tjarnarborg eru búin undir hvaða veður sem er. Morgunblaðið/Eggert Gleðilegt sumar!  Dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi for- seti EFTA- dómstólsins, gagnrýnir Norðmenn harðlega fyrir framgöngu í EES-samstarf- inu í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Baudenbacher að norsk stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því að endurbætur yrðu gerðar á dómarkipan EFTA- dómstólsins. Það hafi þeir gert til að þeim væri kleift að koma að fólki sem búast megi við að standi vörð um hagsmuni Noregs í dóm- störfum. „Þetta verður að breytast,“ segir hann í greininni. »36 Gagnrýnir Norð- menn harðlega Carl Baudenbacher

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.