Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 3. A P R Í L 2 0 2 0 Stofnað 1913  95. tölublað  108. árgangur  GERÐU GÓÐ KAUP FYRIR HELGINA Í NÆSTU VERSLUN NETTÓ! Marineraðar lambakótilettur Kjötsel 1.679KR/KG ÁÐUR: 2.799 KR/KG Grísagrillsneiðar Marineraðar - Kjötsel 893KR/KG ÁÐUR: 1.489 KR/KG -40% -40% -50% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 23. - 26. apríl Kiwi 249KR/KG ÁÐUR: 498 KR/KG VALDÍS ÆFIR PÚTTIN HEIMA Í STOFUNNI MUSTERIÐ ORÐIÐ 70 ÁRA LÆTUR SÉR EKKI LEIÐAST HEIMA VÍGVÖLLUR HUGMYNDA 60 FERÐAST INNANDYRA 12ÍÞRÓTTIR 59 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Staðan er þung hjá mörgum sveitar- félögum, sérstaklega þar sem algert hrun er að verða í atvinnulífinu, að mati Aldísar Hafsteinsdóttur, for- manns Sambands íslenskra sveitar- félaga. Hún segir að klæðskerasníða þurfi lausnir miðað við stöðu sveitar- félaga. Þingmenn úr stjórnarandstöðunni gagnrýndu lítinn hlut sveitarfélaga í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinn- ar sem kynntar voru í fyrradag. Logi Einarsson, formaður Samfylkingar- innar, sagði að ríkisstjórnin yrði að stíga miklu fastar til jarðar í stuðningi við sveitarfélögin í ljósi mikilvægrar þjónustu þeirra við nærsamfélagið. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitarstjórnarmála, lagði á það áherslu að staða sveitarfélaganna væri misjöfn. Nefndi hann að unnið væri að verkefni varðandi Suðurnesin og Byggðastofnun hefði verið falið að greina stöðu annarra sveitarfélaga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu hafa lagt til að 50 milljarðar verði veittir til sveitarfélaganna til þjón- ustu og framkvæmda og þeim verði dreift jafnt miðað við fjölda íbúa. Ráð- herra sagði að þetta þýddi að sveitar- félög sem skilað hefðu milljörðum í hagnað á undanförnum árum treystu sér ekki til að fara í gegnum hugs- anlegan eins milljarðs taprekstur á næsta ári á meðan algert tekjuhrun væri hjá öðrum. Krefjast aðkomu Aldís Hafsteinsdóttir segir að sveitarfélögin krefjist þess að koma að borðinu þegar ráðstafanir eru gerðir vegna ástandsins í þjóðfélag- inu. Í gær hafi verið ákveðið að víkka út og efla samráðsnefnd um opinber fjármál, meðal annars til að meta í sameiningu hvaða kostnaður bætist á sveitarfélögin og hvert yrði tekjufall þeirra. Þung staða sveitarfélaga  Afar erfið staða sveitarfélaga þar sem hrun er í atvinnulífinu  Unnið að grein- ingu á stöðunni  Ráðherra veltir fyrir sér þörf þeirra sem hafa mikinn hagnað Ekki lofað upp í ermina » Sveitarfélögin hafa ákveðið að fresta innheimtu fasteigna- gjalda og grípa til fleiri ráðstaf- ana. Þá minnka tekjur þeirra. » Aldís Hafsteinsdóttir vill ekki taka undir þau orð að sveitarfélögin hafi lofað upp í ermina á sér en viðurkennir að reksturinn verði þungur, sér- staklega þar sem erfiðleikarnir eru mestir í atvinnulífinu. Vegna óvissunnar af völdum kór- ónuveirunnar hafa fulltrúar Sjó- mannasambands Íslands og Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi sammælst óformlega um að setja viðræður um endurnýjun kjara- samninga til hliðar. Valmundur Val- mundsson, formaður Sjómanna- sambandsins, á ekki von á að við- ræðurnar verði teknar upp á nýjan leik fyrr en í haust. „Ástandið er þannig og óvissan mikil. Það gengur erfiðlega að selja afurðir og við vit- um ekkert hvernig þetta fer. Það er ekki skriflegt samkomulag um það en allir eru þokkalega sammála um að við gerum ekkert í þessum málum á meðan ástandið er svona,“ segir hann. Unnið er sameiginlega að ýms- um ráðstöfunum vegna faraldursins, m.a. er mælst til að skipverjar séu um borð milli túra svo ekki komi upp smit um borð í fiskiskipum. »18 Morgunblaðið/Ófeigur Smitgát Skipverjar eiga að vera um borð á milli túra til að forðast smit. Viðræður sjómanna settar á ís Erfiðum vetri er lokið, að minnsta kosti ef miða á við síðasta vetrardag sem var í gær, samkvæmt dagatalinu. Sumardagurinn fyrsti er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmán- uðum í gamla norræna tímatalinu. Veðurstofan spáir ágætu veðri um allt land næstu daga. Hætt er við skúrum vestanlands en bjart og þurrt á Norðausturlandi. Börnin á leikskólanum Tjarnarborg eru búin undir hvaða veður sem er. Morgunblaðið/Eggert Gleðilegt sumar!  Dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi for- seti EFTA- dómstólsins, gagnrýnir Norðmenn harðlega fyrir framgöngu í EES-samstarf- inu í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Baudenbacher að norsk stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því að endurbætur yrðu gerðar á dómarkipan EFTA- dómstólsins. Það hafi þeir gert til að þeim væri kleift að koma að fólki sem búast megi við að standi vörð um hagsmuni Noregs í dóm- störfum. „Þetta verður að breytast,“ segir hann í greininni. »36 Gagnrýnir Norð- menn harðlega Carl Baudenbacher
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.