Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum Að loknu hrygningarstoppi suðvest- an- og vestanlands á þriðjudag tóku sjómenn til óspilltra málanna við leit- ina að þeim gula. Fjöldi báta hefur verið á sjó síðustu tvo daga, bæði stærri bátar og minni trillur, og afli yfirleitt verið þokkalegur. Í gær voru margir á sjó í góðu vorveðri og sjá mátti að bátarnir röðuðu sér upp við Snæfellsnes og Reykjanes og margir voru að veiðum á Selvogsbanka. Nær höfuðborginni mátti sjá fjölda báta við Kjalarnes og í mynni Hvalfjarðar. Grásleppubátar hafa sótt af krafti og afli yfirleitt verið góður, en marg- ir segja að grásleppuvertíðin sé einn af vorboðunum. Fjórir dagar bætast við strand- veiðitímabilið í sumar, en í ár verður heimilt að róa á hátíðisdögum, þ.e. uppstigningardegi, öðrum í hvíta- sunnu, þjóðhátíðardeginum og frí- degi verslunarmanna. Fiskistofa opnar fyrir umsóknir um leyfi á mánudag, en byrja má róðra 4. maí. 623 bátar stunduðu strandveiðar í fyrra. Líflegt á miðum sunnanlands og vestan í kjölfar hrygningarstopps Vorblær og vertíðar- bragur Morgunblaðið/Eggert Grandagarður Veiðar á grásleppu eru stundaðar víðast hvar við landið og í gær vann Kolbeinn Ingi Gunnarsson við löndun úr Höllu Daníelsdóttur RE 770. Leitað hefur verið til borgaraþjón- ustu utanríkisráðuneytisins vegna máls Íslendings á þrítugsaldri sem var handtekinn í Pensacola í Flórída á mánudag grunaður um að hafa skotið mann til bana. Þetta staðfestir María Mjöll Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hún getur ekki staðfest hvort sá sem leit- aði til borgaraþjónustunnar tengist manninum fjölskylduböndum. Íslendingurinn er grunaður um að hafa orðið Dillon Shanks, 32 ára gömlum Bandaríkjamanni, að bana aðfaranótt mánudags, en maðurinn var gestkomandi á heimili í Pensa- cola. Íslendingurinn, sem er 28 ára gamall, samkvæmt fréttum banda- rískra fjölmiðla, tilkynnti um andlát mannsins um nóttina og sagði að um sjálfsvíg væri að ræða að því er fram kemur í skýrslu lögreglu. Hins vegar hafi tvö vitni gefið sig fram og að framburður þeirra hafi verið þannig að lögregla taldi ólík- legt að um sjálfsvíg væri að ræða og handtók Íslendinginn. Annað vitnið segir að mennirnir tveir hafi rifist fyrir utan húsið og að Íslendingurinn hafi haldið á skot- vopni. Þegar Shanks fór inn í húsið hafi hinn elt hann inn og vitnið segir að fljótlega eftir það hafi hann heyrt skothvell. Annað vitni hefur staðfest að Íslendingurinn hafi verið vopnað- ur byssu þegar hann deildi við Shanks fyrir utan húsið og að hann hafi heyrt skothvell þegar hann var að fara af svæðinu. Íslendingur grunaður um að hafa skotið mann til bana  Tilkynnti andlátið sem sjálfsvíg  Vitni báru annað Pensacola Vitni bera að fórnar- lambið og sá grunaði hafi rifist. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekki er hægt að segja með vissu hve langur tími gefst til að endur- lífga fólk sem virðist vera látið eftir drukknun í köldu vatni eða ofkæl- ingu, að sögn Felix Valssonar lækn- is. Hann er sérfræðingur í svæf- ingum og gjörgæslulækningum á Landspítala og fyrrverandi for- maður Endurlífgunarráðs Íslands. Felix stýrði endurlífgun tveggja pilta sem drukknuðu í Hafnar- fjarðarhöfn 17. janúar. Þeir eru báð- ir komnir af sjúkrahúsi fyrir nokkru. Fleiri dæmi eru um Íslend- inga sem tekist hefur að endurlífga með góðum árangri eftir mikla of- kælingu. „Það eru til dæmi um fólk sem hefur kólnað mikið og verið í langri endurlífgun og lifað af,“ segir Felix. Hann segir að fólk í því ástandi sé oft sett á hjarta- og lungnavél. Ef hjartað hefur stoppað og það er ekkert blóðflæði í líkam- anum er eina ráð- ið að setja sjúk- linginn á slíka vél og hita hann upp. Felix segir að frá síðustu alda- mótum hafi upp- hitun ofurkaldra sjúklinga verið gerð á mun lengri tíma en áður tíðkaðist. Upp- hitunin er oftast stöðvuð í einn til tvo sólarhringa við 32-33 gráður til að vernda heilann, eins og gert var í tilfelli hafnfirsku piltanna sem var haldið í því ástandi í tvo sólar- hringa. Kæling virðist geta varið og jafnvel snúið við byrjandi skaða sem heilinn verður fyrir við súrefnis- skort. Heilinn er afar viðkvæmur fyrir súrefnisskorti og ef ekkert blóðflæði er til heila við eðlilegan líkamshita þá tekur ekki mikið meira en fimm mínútur fyrir heila- frumur að fara að deyja. Svo virðist sem kuldi og ofkæling auki möguleikana á endurlífgun í sumum tilvikum. Felix rakti mjög frægt dæmi frá Norður-Noregi. Kona, sem er læknir, var í skíða- ferð nálægt Narvik. Snjóhula yfir á brast og konan féll niður um snjó- breiðuna. Annað skíðið festist og hékk konan þannig á öðrum fæt- inum með höfuðið niður. Hún hélt höfðinu yfir vatninu til að byrja með. Félagar hennar tveir sem komu fljótlega að henni heyrðu í henni en gátu ekki dregið hana upp. Um síðir kom björgunarþyrla og var flogið með konuna á háskóla- sjúkrahúsið í Tromsø. Þegar hún kom á spítalann var kjarnhiti lík- ama hennar kominn niður í 13,6 gráður og var hún endurlífguð með hjarta- og lungnavél. Þegar líkams- hitinn fer undir 28 gráður eykst hætta á hjartsláttartruflunum eða jafnvel hjartastoppi. Þó eru dæmi þess að hjartað haldi áfram að slá við lægra hitastig en þá yfirleitt miklu hægar. Vanda þarf leit að lífsmörkum „Það hægir á öllu við svo mikla kælingu og maður þarf að vanda sig betur við að leita að lífsmörkum hjá mjög köldum,“ segir Felix. „Ef mögulegt er þá á að halda áfram að reyna að endurlífga svona kalda sjúklinga þangað til þeir komast á sjúkrahús. Oft er talað um það í þessum kælifræðum að ekki sé hægt að úrskurða mann látinn fyrr en hann er orðinn heitur. Það þurfi að hita ofkældan sjúkling áður en endurlífgunartilraunum er hætt. En það er ekki alltaf hægt að gera það. Flutningsleiðin getur verið of löng eða sjúklingur er með önnur ein- kenni um að vera látinn, t.d. mjög langur tími frá slysinu eða miklir aðrir áverkar.“ Felix segir að kælimeðferð hafi verið beitt á Landspítala við flesta meðvitundarlausa sjúklinga sem hafa lent í hjartastoppi allt frá árinu 2002. Þetta séu heilmikil fræði og menn að fikra sig áfram með hvern- ig best sé að bera sig að. Felix rifjar upp að í gamla daga hafi margir viljað að opnuð yrði æð á þeim eftir andlátið svo þeir yrðu ekki kviksettir. Óttinn við kviksetn- ingu var landlægur og ekki að ástæðulausu. Margar sögur voru til af fólki sem hafði verið talið látið en svo lifnað við. Felix segir að ekki sé ýkja langt síðan gömul kona í sveit fyrir norðan datt úti við að vetri og slasaðist svo að hún gat sig hvergi hreyft. Þegar hún loksins fannst var talið víst að hún væri látin enda orð- in mjög köld og ekki með sjáanlegu lífsmarki. Engu að síður var hún flutt á sjúkrahús á Akureyri og sett þar í rúm. Svo leit einhver til henn- ar og þá var hún farin að anda! Nokkrir ofkældir verið endurlífgaðir  Hafnfirskir piltar endurlífgaðir  Kuldi og ofkæling virðast stundum auka möguleika á endurlífgun  Landlægur ótti fólks við kviksetningu var ekki ástæðulaus  „Dáin“ kona vaknaði óvænt til lífsins Felix Valsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.