Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 12

Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 12
MEXÍKÓSK UPPSKRIFT „Soft tacos“ m/risarækjum Marinering Safi úr þremur límónum 2 matskeiðar ferskur kóríander 2 hvítlauksgeirar ½ tsk. kummín 1 msk. olífuolía límónubörkur salt Öllu blandað saman og 400 g risarækjur látnar marinerast í kæliskáp í 30 mínútur. Meðlæti 1 bolli rauðkál ¼ bolli kóríander ½ bolli rauðlaukur 1 lárpera þunnt skorin safi úr einni límónu kóríander Dressing ½ bolli majónes 1-2 matskeiðar „hot taco“-sósa límónubörkur ½ tsk. hvítlauksduft salt Allt sett í soft tacos eða tor- tillur. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hvet fólk til að prófaþetta með börnunum sín-um, þetta er hin bestaskemmtun hvort sem það er í covid eða án veiru. Virkilega gaman fyrir alla og fræðandi fyrir krakkana,“ segir Maj-Britt Briem, en hún og eiginmaður hennar, Einar Þ. Eyjólfsson, og dæturnar þrjár, Herdís María, Þóra Guðrún og Valý Karen, gerðu sér lítið fyrir og fóru í innihaldsrík og fjörug ferðalög inn- anhúss nú á veirutímum þegar ferðabann gildir og fólk þarf að vera mikið heima við. „Við gerðum þetta í fyrsta sinn þegar við bjuggum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum, en blésum nýju lífi í þetta núna í covid hér heima á Ís- landi og skruppum til Mexíkó og Afríku. Við vildum fara þangað sem væri gott veður, sól og blíða, og spennandi matur. Þetta hefur lagst vel í stelpurnar, þeim finnst þetta svakalega skemmtilegt og eru allar rosalega til í þetta.“ Völdu sér hver sína gyðjuna Maj-Britt segir að fjölskyldu- siður þessi eigi upphaf sitt í því að hún hafi mikinn áhuga á grískri goðafræði og langað til að kenna stelpunum sínum ýmislegt um hana. „Og elda grískan mat í leiðinni, en maðurinn minn hefur mikinn áhuga á framandi matarmenningu. Við tókum þetta alla leið í Svíþjóð á sínum tíma, þegar við ferðuðumst til fyrsta landsins með þessum hætti, til Grikklands. Stelpurnar klæddu sig upp og völdu sér hver sína grísku gyðju og við lærðum um goðafræðina, landið og höfuðborg- ina Aþenu. Við lærðum líka um tungumálið, hvernig fólk heilsast á grísku og segir takk fyrir,“ segir Maj-Britt og bætir við að í fram- haldinu hafi hvert og eitt þeirra valið land og skrifað á miða og sett í hatt. „Upp úr hattinum drógum við svo það land sem tekið var fyr- ir næst. Marokkó, Frakkland, Spánn, Kína, Indland og Belgía voru þar á meðal, en við tókum eitt land fyrir með nokkuð löngu millibili, því þetta er spari-skemmtun. Við höfum reynt að nota sem mest það sem við eigum heima í bún- inga og fylgihluti, en við keyptum afrísku kjólana á stelpurnar í Firðinum í Hafnarfirði og styrkt- um gott málefni í leið- inni. Þær eru spenn- tastar fyrir flóknustu búningunum; þegar við vorum með Belgíu voru þær í strumpabúningum og máluðu sig allar bláar.“ Fræðandi ratleikur Fastur liður í innanhússferðalögum fjölskyldunnar er að dæturnar sýna dans. „Stelpurnar sjá al- veg um það, þær fara á netið og finna lög frá viðkomandi landi og búa ýmist til dansana sjálfar eða fara inn á Just Dance-leikinn, þar eru stundum dansar við lög frá því landi sem við tökum fyrir,“ segir Maj-Britt og bætir við að þau reyni að koma fræðslu um sögu og menn- ingu landanna til skila með skemmtilegum hætti. „Við vorum með ratleik þegar við tókum Mexíkó fyrir, þá bjó pabbi þeirra til í hverju herbergi einhvern stað frá landinu, þær leit- uðu að vísbendingum í herbergj- unum og þurftu að svara stað- reyndum um Mexíkó til að komast áfram. Stundum þurftu þær að gúgla eða fara í sögubækur til að finna svörin, hafa svolítið fyrir þessu. Þeim fannst þetta mjög skemmtilegt og spennandi og þær leystu þetta í samvinnu, voru ekki í keppni sín á milli,“ segir Maj-Britt og bætir við að þau hafi valið alla heimsálfuna Afríku, af því erfitt var að velja eitt Afríkuland. „Við fræddumst um heila heimsálfu og m.a. um Nel- son Mandela og að- skilnaðarstefnuna í S- Afríku. Höfuðborg hvers lands verða stelp- urnar alltaf að læra, íbúafjölda og fleiri stað- reyndir. Við höldum þessu lifandi á milli þema með því að rifja upp og spjalla um löndin, vonandi situr eitthvað eftir af því sem þær læra í þessum innanhúss- ferðalögum. Þetta er búið að vera rosa skemmti- legt og gaman að prófa nýja rétti, við fáum mikið út úr því foreldr- arnir að leita eftir upp- skriftum áður en kem- ur að deginum. Sumir réttir hafa verið svo vel heppnaðir að við höfum eldað þá oft aftur. Ég mæli með að fjöl- skyldur ferðist með þessum hætti innanhúss en ég tek fram að það þarf alls ekki að taka þetta svona „alla leið“ eins og við, hver getur gert með sínum hætti,“ segir Maj- Britt og bætir við að næst ætli þau að taka fyrir Havaí. „Þar er svo góður grillmatur sem hentar vel í sumar, og hægt að vera með húlla-dansa.“ Fjölskyldan káta Einar og Maj-Britt með Herdísi, Þóru og Valý Karen. Ferðast til framandi landa – innanhúss Engin ástæða er til að láta sér leiðast eða hætta að ferðast þótt heima sé setið á veirutímum. Maj-Britt og fjölskylda hennar ferðuðust til framandi landa í heimahúsi, með búningum, dansi og góðum mat. Afríka Syst- urnar í fullum skrúða með höfuðföt, eyrnalokka, gíraffa og apa. Hattar og skegg Stelp- unum fannst gaman að ferðast heima til Mexíkós. 12 DAGLEGT LÍF OLÍUSKILJUR – Íslensk hönnun, framleiðsla og gæði. – Borgarplast hefur um áratugabil verið leiðandi í framleiðslu á olíu-, fitu-, og fastefnaskiljum á Íslandi. – Olíuskiljur Borgarplasts eru CE merktar framleiddar fyrir þungaumferð og hins vegar fyrir staðsetningu utan umferðar. – Olíuskiljur Borgarplasts eru framleiddar úr Polýetýleni (PE). – Olíuskiljur Borgarplasts uppfylla kröfur staðalsins ÍST EN 858. YFIR 30 ÁRA REYNSLA BORGARPLAST HF. Fráveitulausnir og ker: Völuteig 31, 270 Mosfellsbæ, Sími: 561 2211 Húseinangrun og frauðkassar: Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ, Sími: 561 2210 borgarplast.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.