Morgunblaðið - 23.04.2020, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Undanfarnar vikur hefur CO-VID-19-faraldurinn valdiðróti í hversdagslífinu og
flestir hafa þurft að breyta venjum
sínum. Í sumum tilfellum hefur fjöl-
skyldan notið meiri samveru en
venjulega þar sems skólahald er
skert. En víða hafa foreldrar þurft að
sinna fleiri skyldum en áður auk þess
að breyta háttum sínum við vinnu, og
álag aukist eftir því.
Gott skipulag mikilvægt
Það er álag að vera meira heima,
með börn í skertri stundaskrá og
vera áfram í fullri vinnu, annaðhvort
að heiman eða á vinnustaðnum.
Hefðbundin heimilisstörf halda svo
auðvitað áfram líka og hafa jafnvel
aukist. Þá getur létt á álaginu að
koma sér upp skriflegu og mynd-
rænu dagskipulagi. Á síðustu metr-
um samkomubannsins er þörfin fyrir
skipulag síst minni þar sem úthaldið
getur verið farið að minnka og erfið-
ara að halda rútínu.
Þegar sett er upp skipulag fyrir
börnin er mikilvægt að ætla sér ekki
um of:
Útbúa dagskrá í sameiningu sem
er ekki of stíf en skiptir deginum
upp. T.d. lestur og annað heima-
nám fyrir hádegi, svo hæfilega
löng útivera (t.d. fótbolti í garð-
inum), hádegismatur, skjátími,
æfa sig á hljóðfæri, frjáls tími.
Með því að fá krakkana til að
koma með tillögur að dagskrár-
liðum og hafa dagskrána líflega
getur verið auðveldara að fá þau
til að fylgja henni.
Ekki reyna að halda dagskrá alla
daga, það þarf líka að gefa sér og
börnunum frjálsan tíma. En ef
aldrei er farið eftir dagskipulag-
inu þarf að setja það upp á nýtt í
samvinnu við alla fjölskylduna.
Í sumum tilfellum þarf að slaka að-
eins á kröfum, t.d. gagnvart
heimanámi og skipulögðum tóm-
stundum. Það getur truflað allt
heimilislífið ef barninu finnst það
ekki ráða við skyldur sínar og
þær kröfur sem til þess eru
gerðar.
Slakaðu á kröfum sem þú gerir til
þín, það er allt í lagi að hafa ein-
faldan mat og að skjátíminn sé
lengri en gengur og gerist með-
an á þessu stendur.
Svefninn er einn mikilvægasti
þátturinn í andlegri og líkam-
legri heilsu. Ef svefnvenjur
breytast mikið er hætt við að
ekki náist endurnærandi svefn
með tilheyrandi eirðarleysi og
ergelsi. Hægt er að sjá hvað er
mælt með löngum svefni eftir
aldri á heilsuvera.is.
Virknikrukka. Útbúa miða með
ýmsu sem barnið getur gert
sjálft og fjölskyldan ræður við og
setja í krukku sem barnið dreg-
ur úr. Dæmi um virkni getur
verið að teikna, dansa saman,
fara út í fótbolta, elda eða baka
saman.
Hlúa að sjálfum sér
og sínum nánustu
En þó gott sé að hafa skipulag, þá
má það ekki taka yfir. Þegar við er-
um undir auknu álagi, eins og núna
þegar kórónuveirufaraldurinn
geisar, þá þarf fyrst og fremst að
huga að því að hlúa að sjálfum sér
og sínum nánustu. Að hlúa vel að
sér getur stundum falist í því að
gera sem minnst og leyfa sér að
vera í hægagangi.
Ef foreldrar eða börn upplifa mik-
inn vanmátt, sorg, kvíða eða dep-
urð í tengslum við COVID-19 er
hægt að fá símaviðtal við sálfræð-
ing á heilsugæslunni eða ræða við
hjúkrunarfræðinga á heilsuvera.is.
Fjölskyldulífið nú
á tímum Covid-19
Morgunblaðið/Golli
Mannlíf Allir hlakka til þegar tilveran kemst aftur í eðlilegt horf og hægt
verður að nýju að efna til skemmtana og góðra stunda.
Heilsuráð
Sólveig Hlín Kristjánsdóttir
sálfræðingur
á heilsugæslunni í Miðbæ.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ísíðustu viku gaf íslenskatölvuleikjafyrirtækið 1939Games út sinn fyrsta tölvu-leik, KARDS. Leikurinn kom
út á leikjaveitunni Steam fyrir PC-
tölvur 15. apríl en verður einnig gef-
inn út fyrir snjalltæki, síma og
spjaldtölvur á haustmánuðum.
KARDS tilheyrir svokölluðum staf-
rænum safnkortaleikjum. Sögusvið-
ið er síðari heimsstyrjöldin sem er
nýjung í þessum flokki því flestir
leikirnir sem fyrir eru í honum til-
heyra fantasíuleikjum. Áætlað er að
45-50 milljónir manna leiki svona
leiki í hverjum mánuði og peninga-
veltan því samhliða er mikil.
Þýddur á sex tungumál
Síðan í apríl á síðasta ári hefur
KARDS verið fáanlegur í opinni
prufuútgáfu og fyrir útgáfuna í fyrri
viku höfðu rúmlega 170 þúsund not-
endur spilað leikinn í yfir eina og
hálfa milljón klukkustunda samtals.
Á þessum tólf mánuðum hefur leik-
urinn verið í mikilli þróun og verið
þýddur á sex tungumál; frönsku,
þýsku, pólsku, rússnesku, kínversku
og brasilíska portúgölsku auk
ensku. Það er verið að skoða mögu-
leika á að þýða leikinn yfir á ís-
lensku. „Útgáfu leiksins hefur verið
vel tekið þessa fyrstu daga,“ segir
Ívar Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri 1939 Games.
Leikurinn er kominn með yfir
250 þúsund spilara samtals og dag-
legar heimsóknir eru um 40 þúsund.
Leikurinn hefur fengið mjög góða
dóma bæði hjá spilurum og fjöl-
miðlum en yfir sex þúsund spilarar
hafa gefið leiknum einkunn á Steam
og stendur heildareinkunn í 88%. Þá
hafa fjölmiðlar gefið KARDS góðar
einkunnir en þær hafa allar verið á
bilinu 8-9 af 10 mögulegum. „Þetta
gefur okkur byr í seglin fyrir áfram-
haldandi þróun,“ segir Ívar Krist-
jánsson.
Öllum hnútum kunnugir
Fyrirtækið 1939 Games er
stofnað af bræðrunum Ívari og Guð-
mundi Kristjánssonum, sem báðir
hafa mikla reynslu úr tölvuleikja-
geiranum. Báðir störfuðu þeir um
langt árabil hjá CCP og eru því öll-
um hnútum kunnugir í þessum iðn-
aði. Hjá 1939 Games starfa nú 11
manns á Íslandi með áratuga
reynslu úr leikjaheiminum, meðal
annars frá CCP og Blizzard. Auk
fastráðinna starfsmanna vinnur
fjöldi verktaka fyrir fyrirtækið um
víða veröld.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stafrænt Útgáfu leiksins hefur verið vel tekið, segir Ívar Kristjánsson.
Leikur úr stríði
Seinni heimsstyrjöldin er sögusvið KARDS, tölvuleiks
sem hönnuðir íslenska fyrirtækisins 1939 þróuðu.
Um 40 þúsund manns spila leikinn á degi hverjum.
Kards Stríð er fyrir ströndum.
Opnað hefur verið fyrir skráningu í
keppninni Hjólað í vinnuna 2020 sem
hefst 6. maí næstkomandi og stend-
ur til 26. maí. Þetta er í 18. sinn sem
efnt er til þessarar keppni, sem í
margra vitund er vorboði.
Mikilvægt er á vinnustöðum að
huga að starfsandanum á þessum
fordæmalausu tímum og er verkefnið
Hjólað í vinnuna góð leið til þess að
hressa upp á stemninguna og þjappa
hópnum saman, en auðvitað á sama
tíma að virða tveggja metra fjar-
lægðarmörkin, segir í frétt frá
Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands
„Um þessar mundir vinna margir
heiman frá sér en það er samt sem
áður ekkert því til fyrirstöðu að vera
með. Útfærslan er einföld. Þú gengur,
hjólar eða ferðast með öðrum virkum
hætti þá vegalengd er samsvarar
vegalengd til og frá vinnu og skráir
þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að
byrja eða enda vinnudaginn á því að
ganga eða hjóla til og frá vinnu að
heiman,“ segir í tilkynningu.
Hægt er að skrá sig til þátttöku á
vefnum www.hjoladivinnuna.is og
eftir innskráningu er leikurinn auð-
veldur. Þar er líka að finna allar
helstu reglur keppninnar, sem jafnan
hefur notið mikilla vinsælda.
Landskeppnin Hjólum í vinnuna hefst 6. maí
Stemning þjappar hópnum saman
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjólað Tekið á rás og allir samtaka.