Morgunblaðið - 23.04.2020, Side 18

Morgunblaðið - 23.04.2020, Side 18
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ástandið sem uppi er í faraldri kór- ónuveirunnar hefur ekki komið í veg fyrir að hægt væri að leiða fjölmarg- ar kjaradeilur til lykta. Skrifað hefur verið undir fjölda kjarasamninga fjölmennra starfsstétta á undanförn- um vikum. Atkvæðagreiðsla stendur yfir um nokkrar þeirra en enn er líka ósamið við fjölmörg stéttarfélög starfsfólks hjá ríki, sveitarfélögun- um og á almenna markaðinum. Atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning Félags framhalds- skólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið lýkur á morgun og undir lok mánaðarins verður ljóst hvort hjúkrunarfræð- ingar samþykkja nýja kjarasamn- inginn við ríkið. Ýmsir stórir hópar eru enn með lausa samninga, þ. á m. eru grunn- skóla- og leikskólakennarar, læknar, lögreglumenn, sjómenn á fiskiskip- um, hásetar, vélstjórar og skip- stjórnarmenn og félög háskóla- manna. Samið við 17 af 21 BHM-félagi Á þessari stundu hafa nú alls 17 aðildarfélög BHM samið við ríkið en ósamið er við fjögur. Í seinustu viku lauk kosningu um nýgerða samninga tíu BHM-félaga við ríkið og kom á daginn að sjö þeirra samþykktu samningana en þrjú félög felldu þá. Þau eru Félag geislafræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga og Félag lífeindafræðinga. Kjaraviðræður þurfa því að halda áfram við þessi fé- lög auk Félags íslenskra leikara, sem enn á ósamið. Ríkið hefur gengið frá endurnýjun kjarasamninga mikils meirihluta starfsmanna hjá ríkinu en töluverð samningavinna er þó fram undan. Sverrir Jónsson, formaður samn- inganefndar ríkisins (SNR), segir að nú þurfi aftur að taka upp viðræður við BHM-félögin sem felldu og einn- ig sé eftir að ná samningum við lækna bæði í Læknafélagi Íslands og Skurðlæknafélagi Íslands og við lög- reglumenn. Í fyrradag náðust hins vegar samningar á milli ríkisins og Toll- varðafélagsins. Auk þessa á ríkið eft- ir að ganga frá samningum við ýmis minni félög s.s. vegna starfsmanna hjá Hafrannsóknastofnun og Land- helgisgæslunni. „Viðræðurnar eru í gangi og þetta mjakast allt eftir færibandinu,“ segir hann. Samningafundir hafa farið fram milli ríksins og lögreglumanna bæði í seinustu og yfirstandandi viku og bókaðir eru fleiri fundir á næstunni. Stórir samningar við ríkið eru enn í atkvæðagreiðslu eins áður segir, t.a.m. hjá Félagi íslenskra hjúkrun- arfræðinga, en úrslit ættu að liggja fyrir 29. apríl. Sverrir segir að þrátt fyrir sam- komubannið hafi viðsemjendum gengið ágætlega að laga sig að nýj- um aðstæðum og nýrri tækni. Í flest- um tilvikum hafa viðræður farið fram á fjarfundum og skrifað hefur verið undir kjarasamninga rafrænt en einstaka tilvik hafa að hans sögn kallað á að samningamenn komi saman. Þetta hafi gengið merkilega vel og allir lagt sig fram. Samninganefnd Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hefur lokið kjarasamningum við 40 af þeim 63 stéttarfélögum sem sambandið gerir kjarasamninga við. Inga Rún Ólafs- dóttir, sviðsstjóri kjarasviðs og for- maður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að lok- ið sé kjarasamningum við öll aðildar- félög BSRB og við öll aðildarfélög ASÍ að frátalinni Eflingu. „Viðræður eru í fullum gangi við aðildarfélög BHM og aðildarfélög KÍ. Einnig er ólokið nokkrum kjara- samningum við stéttarfélög er standa utan bandalaga,“ segir hún. „Allar kjaraviðræður Sambands íslenskra sveitarfélaga fara nú fram með fjarfundum og hefur það fyrir- komulag gengið vel. Nýir kjara- samningar eru nú undirritaðir með rafrænum hætti,“ segir Inga Rún. Óvissa í sjávarútveginum Viðræður í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi hófust í vetur. Ákveðin for- vinna fór af stað og sjómenn afhentu kröfur sínar og tóku við gagnkröfum útgerðarmanna en þegar kórónu- veirufaraldurinn blossaði upp voru frekari viðræður settar á ís. „Ástandið er þannig og óvissan mikil. Það gengur erfiðlega að selja afurðir og við vitum ekkert hvernig þetta fer. Það er ekki skriflegt sam- komulag um það en allir eru þokka- lega sammála um að við gerum ekk- ert í þessum málum á meðan ástandið er svona,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands. Hann á ekki von á að viðsemjend- ur muni setjast aftur að samninga- borðinu og halda kjaraviðræðum áfram fyrr en í haust. „Við erum samt að vinna að fjölda verkefna sameiginlega með útgerðinni í sam- bandi við sölumálin og erum með samkomulag við þá um að menn fari ekki í land á milli túra o.fl. Við erum að reyna að halda mönnum á sjó svo ekki komi upp smit um borð því þá væri einfaldlega atvinnan farin,“ segir hann. „Óvissan er mikil. Það er búið að hægja á sókninni, sem var viðbúið á meðan ekki er hægt að selja allan aflann, og menn eru að safna birgðum líka,“ segir hann. Ósamið við fimm kennarafélög Reykjavíkurborg á ósamið við ell- efu félög háskólamanna í BHM, við hjúkrunarfræðinga, kennara og verkfræðinga, að sögn Hörpu Ólafs- dóttur, formanns samninganefndar borgarinnar. Sameiginleg viðræðunefnd fimm félaga í KÍ, félaga grunnskólakenn- ara, leikskólakennara, stjórnenda leikskóla, kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og Skólastjórafélag Íslands, hefur unnið að endurnýjun samninga við sveitarfélögin í vetur en samningar hafa enn ekki náðst. Harpa segir að þótt Reykjavíkur- borg eigi enn eftir að ná samningum við nokkurn fjölda stéttarfélaga hafi borgin lokið gerð samninga við ASÍ- félög og aðildarfélög BSRB en at- kvæðagreiðsla stendur yfir meðal sjúkraliða um samning við borgina sem gerður var sl. mánudag. „Þetta hefst á endanum. Við höf- um að mestu leyti verið á fjarfundum og höldum viðræðum áfram,“ segir Harpa um kjaraviðræðurnar. „Mjakast allt eftir færibandinu“  Skrifað hefur verið undir fjölmarga kjarasamninga en fjöldi félaga á ósamið  Sjómenn og útvegsmenn setja viðræður á ís til hausts  Þrjú BHM-félög felldu  Sveitarfélög hafa samið við 40 af 63 félögum Morgunblaðið/Eggert Kjaramál Kosningu hjúkrunarfræðinga um nýjan samning lýkur 29. apríl. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Alls bárust fimm tilboð í tvöföldun Suðurlands- vegar, frá Vesturlands- vegi að Bæjar- hálsi í Reykja- vík. Um er að ræða 1.000 metra vegar- kafla. Lægsta tilboðið var frá Óskataki ehf. í Kópavogi, 402 milljónir. Var það 82% af áætluðum verktaka- kostnaði, sem var 491 milljón. Næstlægsta boðið var frá Ístaki hf. í Mosfellsbæ, tæpar 450 milljónir. Verkið felst í að fullgera eystri akbraut Suðurlandsvegar, milli Vesturlandsvegar og Bæjarháls. Eystri akbrautin verður tengd við núverandi vegakerfi í báðum endum. Sett verður upp ný veglýsing og vegrið til að aðskilja aksturs- stefnur. Núverandi undirgöng undir Suðurlandsveg við Krókháls verða lengd og breikkuð þannig að hægt verður að skilja betur milli bílaumferðar og gangandi/hjólandi, segir í verklýsingu. Verklok eru áætluð 1. nóvember næstkomandi. Jafnframt hefur Vegagerðin sótt um framkvæmdaleyfi til Reykja- víkurborgar og er sú ósk til með- ferðar þar. sisi@mbl.is Fimm tilboð í tvöföldun Alvarleg staða er enn uppi í kjaradeilu Eflingar og fimm sveitarfélaga. Efling hóf í gær kosningu meðal félagsmanna sem starfa hjá Kópavogsbæ, Sel- tjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitar- félaginu Ölfusi um boðun verk- falls sem hefjist 5. maí. Verði það samþykkt er þetta annað verkfallið á skömmum tíma en verkfallsaðgerðir hjá sveitar- félögunum höfðu staðið yfir í rúmar tvær vikur þegar þeim var aflýst 25. mars sl. vegna óviss- unnar í kórónuveirufaraldrinum. Lýstu forsvarsmenn Eflingar þá yfir að félagið væri tilbúið að hefja verkfallsaðgerðir af krafti á nýjan leik þegar faraldurinn hef- ur gengið yfir eða hann mildast. Inga Rún Ólafsdóttir, formað- ur samninganefndar sveitar- félaganna, segir að félags- mönnum Eflingar hafi staðið til boða sami kjarasamningur og sveitarfélögin hafa þegar gert við öll önnur stéttarfélög sem semja um sömu og/eða sam- bærileg störf starfsmanna sveitarfélaga. „Þeir kjarasamn- ingar fela í sér 30% hækkun launa á næstu tveimur og hálfu ári, auk styttingar vinnuviku og lengingar sumarorlofs í 30 daga fyrir alla. Efling gerir kröfur um leiðréttingar sem eru langt um- fram þessa kjarasamninga. Sam- bandið hefur verið afdráttar- laust um að ekki verður gengið lengra í samningum við Eflingu en önnur stéttarfélög sem þegar hefur verið samið við um sömu og/eða sambærileg störf,“ segir hún. EFLINGARFÉLAGAR Kjósa á ný um verkfall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.