Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 skipin sem skipasmíðastöðin byggði. Þau eru 166 metrar að lengd og breiddin er 27 metrar. Ganghraði er 21 sjómíla. Skipin voru í siglingum fyrir dönsk félög fyrstu árin en Eimskip keypti þau árið 2000. Fyrra skipið fekk nafnið Goðafoss en það seinna Detti- foss. Þau hófu strax Íslandssiglingar. Hafa skipin verið í áætlunarsigl- ingum milli Íslands, Færeyja og meginlandsins og auk Reykjavíkur hafa þau haft viðkomu á Grundar- tanga og Eskifirði/Reyðarfirði. Siglingar ekki án áfalla Almennt hafa yfirmenn og skip- verjar látið vel af því að starfa um borð í skipunum. En reksturinn hef- ur ekki gengið áfallalaust síðustu 20 árin. Hinn 28. janúar 2005 brotnaði stýri Dettifoss af þegar skipið var statt undan Eystrahorni á leið frá Reykjavík til Eskifjarðar. Slæmt veður var á þessum slóðum og komu tvö varðskip, Týr og Ægir, á staðinn og drógu Dettifoss til Eskifjarðar Tók það tvo daga. Dráttarbáturinn Primus dró síðan skipið til Rotter- dam í Hollandi. Þangað var komið 9. febrúar og lauk viðgerð 14. mars. Óhappasaga Goðafoss er nokkru lengri. Laust eftir miðnætti 30. októ- ber 2010 kom upp eldur í skorsteini skipsins þegar það var statt 90 sjó- mílur suðaustur af Íslandi. Veður var mjög slæmt og hafrót. Fyrir mikið harðfylgi tókst skipverjum að ráða niðurlögum eldsins tveimur tímum síðar. Skipið gat haldið áfram för til Færeyja og síðar Danmerkur, þar sem viðgerð fór fram. Aðfaranótt 11. nóvember 2013 kom aftur upp eldur í skorsteini Goðafoss þar sem skipið var statt 90 sjómílur vestur af Fær- eyjum í slæmu veðri. Aftur tókst skipverjum að slökkva eldinn og var snúið til Færeyja, þar sem viðgerð fór fram. Alvarlegasta atvikið varð hinn 17. febrúar 2011 þegar Goðafoss strand- aði á skerinu Löperen á leið sinni frá Fredriksstad til Helsingborgar í Sví- þjóð. Tókst að ná skipinu af skerinu 23. febrúar með aðstoð dráttarbáta en það var talsvert skemmt. Skipið var dregið til viðgerðar í Óðinsvéum í Danmörku. Goðafoss var sjötta skip Eimskips sem borið hefur þetta nafn. Athygli vakti að félagið kaus að nota nafnið ekki þegar nýju skipunum í Kína var valið nafn. Það var um miðjan desember síðastliðinn að Eimskip tilkynnti að félagið hefði selt Goðafoss og Laxfoss fyrir 3,9 milljónir dollara (3,5 millj- ónir evra). Nafn kaupandans var ekki gefið upp, aðeins sagt að um væri að ræða alþjóðlegan skipaeiganda. Sam- hliða sölunni var gert samkomulag við kaupanda um að leigja skipin til baka uns nýju skipin væru komin í rekstur. En vegna heimsfaraldursins var skipunum skilað fyrr en til stóð og hafa þau verið tekin úr rekstri. Bæði skipin eru enn í Reykjavíkurhöfn og óvíst hvenær nýr eigandi tekur form- lega við þeim. Það er ekki einfalt að koma nýjum áhöfnum til Íslands um þessar mundir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Á leið til hafnar Goðafoss kemur til landsins hlaðinn gámum eins og endranær. Goðafoss og Laxfoss hafa nú lokið hlutverki sínu fyrir Íslendinga og skipanna bíða önnur verkefni úti í heimi. Kveðja eftir siglingar í 20 ár  Eimskip tekur systurskipin Goðafoss og Laxfoss úr notkun  Hafa siglt milli Íslands og Evrópu  Bæði skipin hafa siglt sem samsvarar nærri 70 ferðum umhverfis jörðina  Bíða nú heimferðar BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Systurskipin Goðafoss og Laxfoss, sem áður hét Dettifoss, hafa verið tekin úr rekstri hjá Eimskipafélagi Íslands. Þetta eru tímamót í siglinga- sögunni því þessi stærstu skip ís- lenska kaupskipaflotans hafa verið í Íslandssiglingum í 20 ár og flutt varning heiman og heim. Ekki eru tiltækar upplýsingar um tonnafjölda þess varnings sem skipin hafa flutt á þessum árum. Hins vegar hafa starfsmenn Eimskips slegið á það að hvort skip hafi siglt 1,5 millj- ónir sjómílna á síðustu 20 árum. Það samsvarar nærri 70 ferðum umhverf- is jörðina! Síðar á þessu ári taka ný skip við merkinu hjá Eimskip, Dettifoss og Brúarfoss, sem eru smíðuð í Kína. Þau verða jafnframt stærstu skip ís- lenska flotans, rúmlega 26 þúsund brúttótonn. Til samanburðar eru Goðafoss og Laxfoss 14.664 brúttó- tonn. Systurskip nýju skipanna, hið grænlenska Tukuma Arctica, kom í jómfrúferð til Reykjavíkur á dög- unum. Þegar Tukuma Arctica sigldi úr höfn að kvöldi annars í páskum mætti það Goðafossi fyrir utan Eng- ey. Gamli tíminn var að kveðja og sá nýi að taka við. Skipin tvö sem nú hverfa úr flot- anum voru smíðuð árið 1995 hjá Ör- skov Staalskipsværft í Frederiks- havn í Danmörku. Þetta voru stærstu og jafnframt síðustu gáma- Næsta kynslóð gámaskipa Eim- skips er að verða tilbúin úti í Kína. Fyrra skipið, Dettifoss, verður brátt tilbúið til heimsiglingar og eru 17 starfsmenn Eimskips komnir til Kína til að sigla skipinu heim. Dettifoss fór á dögunum í nokk- urra daga prufusiglingu og gekk hún í heildina vel að sögn Braga Björgvinsonar skipstjóra. Bragi hefur starfað hjá Eimskip í 35 ár. „Nýja skipið er vel búið að öllu leyti og auðvitað miklu stærra en gömlu skipin okkar. Skipið er hærra á sjónum svo það verður gaman að sjá hvernig það reynist í Atlants- hafinu.“ segir Bragi. Hann segir að í prufusiglingunni hafi eitt og annað komið í ljós sem þarfnist úrbóta. Kínverjarnir hafi strax byrjað að vinna að úrbótum og sú vinna hafi gengið vel. Vinna við Brúarfoss er í fullum gangi eftir óhapp sem varð í lok síð- asta árs. Hann er væntanlegur til landsins síðar á árinu. Ljósmynd/Eimskip Dettifoss Reynslusiglingin í Kína á dögunum gekk vel að mati skipstjórans. Undirbúa heimsiglingu nýju skipanna frá Kína Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinn- ar í Vík hefur unnið að því að klára byggingu þrjátíu metra langrar ein- breiðrar bráðabirgðabrúar yfir Brunná í Skaftárhreppi. Núverandi brú yfir Brunná er ein af nokkrum einbreiðum brúm á hringveginum. Vegagerðin bauð út smíði nýrrar tví- breiðrar brúar í lok síðasta árs og samið var við Ístak um byggingu hennar fyrir rúmar 173 milljónir króna. Áður en smíði á nýju brúnni hefst þarf að reisa bráðabirgðabrú til að hægt sé að hleypa umferðinni á hana. Smíði bráðabirgðabrúarinnar hófst með því að brúarvinnuflokkur- inn smíðaði átta timburfleka, 4x4 metra að stærð, á Selfossi. Þegar undirstöður voru tilbúnar á staðnum var byrjað að setja upp stálbita og gólfeiningar sem flekunum var síðan raðað ofan á. Enn er eftir að ganga frá vegriði á brúna og tengja veginn við hana, en sú vinna klárast í næstu viku, segir á vef Vegagerðarinnar. Smíði nýju brúarinnar hefst í næsta mánuði. Hún verður 24 metra löng, eftirspennt steypt bitabrú í einu hafi með steyptum endastöpl- um. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki 31. ágúst næstkomandi. sisi@mbl.is Bráðabirgðabrú yfir Brunná Ljósmynd/Pétur Eyjólfsson Brunná Smíði bráðabirgðabrúarinnar hefur gengið vel að undanförnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.