Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Opið í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 12-16 GLEÐILEGT SUMAR! Þú færð sumargjöfina hjá okkur Við erum sérfræðingar í malbikun Liður í efnahagsaðgerðum stjórn- valda vegna kórónuveirunnar er sérstakt átak til að fjölga tíma- bundnum störfum fyrir námsmenn, 18 ára og eldri, sem eiga takmark- aðan eða engan rétt til atvinnu- leysisbóta. Til þess verkefnis verð- ur varið 2.200 milljónum króna og er markmiðið að skapa um 3.000 tímabundin störf fyrir námsmenn hjá opinberum stofnunum í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. „Þessi sumarstörf munu skipta sköpum fyrir námsmenn og leitast verður við að stuðla að fjölbreytni þeirra. Þetta verða samfélagslega mikilvæg verkefni sem munu gagnast okkur til framtíðar, þannig er ráðgert að störf muni til dæmis bjóðast á sviði rannsókna, skráninga af ýmsu tagi, umönn- unar og umhverfisverndar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmála- ráðherra. Jafnframt verða 300 milljónir króna veittar aukalega í Nýsköp- unarsjóð námsmanna en í hann geta háskólanemar í grunn- og meistaranámi sótt um styrki sem og sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir. Styrkirnir miðast við laun í þrjá mánuði og verður áhersla í styrkveitingum á frum- kvöðlastarf og nýsköpun. Morgunblaðið/Ernir Námsmenn Þeir þurfa ekki allir að sitja yfir skræðunum í sumar því fjöldi starfa verður í boði vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þrjú þúsund störf fyrir námsmenn  Liður í efnahagsaðgerðunum Icelandair Group mun í þessum mánuði grípa til yfirgripsmikilla að- gerða sem fela í sér uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Á sama tíma verður lögð áhersla á að halda uppi grunnstarfsemi á öllum sviðum til þess að tryggja þann sveigjanleika sem þarf til að félagið geti brugðist hratt við um leið og markaðir opnast á ný. Þetta kom fram í tilkynningu sem send var Kauphöll Íslands síðdegis í gær. Fram kom í fréttatilkynningu frá Icelandair að umfang aðgerðanna yrði kynnt nánar fyrir mánaðamót. „Mjög mikil óvissa ríkir varðandi flug og ferðaþjónustu næstu misser- in, hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og hvenær eftirspurn muni taka við sér á ný. Til að bregðast við áframhaldandi óvissu búa stjórnend- ur Icelandair Group félagið undir órætt tímabil þar sem starfsemi þess verður í lágmarki en sem stendur eru einungis örfáar ferðir í viku í áætlun félagsins,“ segir í frétta- tilkynningunni. „Við þurfum að aðlaga starfsemi Icelandair Group þeim veruleika sem blasir við. Það er gríðarleg óvissa fram undan og því miður eru uppsagnir starfsfólks óumflýjanleg- ar til að komast í gegnum þetta krefjandi tímabil,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra fyrirtækis- ins. Frekari uppsagnir verða hjá Icelandair  Verður tilkynnt fyrir mánaðamótin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Icelandair Segja þarf upp fleiri starfsmönnum á næstu dögum. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna hefur hefur ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra sjóð- félagalána frá og með 24. apríl. Jafnframt verður boðið upp á nýjan verðtryggðan lánaflokk þar sem vextir verða fastir til fimm ára í senn. Þetta kemur fram á vef sjóðsins. Bent er þar á að vextir óverð- tryggðra lána séu fastir til þriggja ára í senn. Þessir vextir lækki nú úr 5,14% í 4,95%. Vaxtalækkunin mun taka gildi við endurskoðun vaxta samkvæmt ákvæðum skuldabréfs. Breytilegir vextir eldri verðtryggðra lána lækka úr 2,26% í 1,95%. Jafnframt muni verða boðið upp á nýjan vaxtaflokk fyrir verðtryggð lán þar sem vextir verði ákvarðaðir til fimm ára í senn, nú 2,70%. Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkar vexti Morgunblaðið/Eggert LV Vextir óverðtryggðra lána lækkaðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.