Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðustu dagarhafa ekkiverið hag- stæðir þeim sem eiga eða framleiða olíu. Í fyrradag gerðist það meira að segja í Bandaríkjunum að verð á olíu fór undir núllið, það er að segja „seljendur“ greiddu „kaupendum“ fyrir að taka við olíunni. Þetta er þekkt þegar um rusl og hvers kyns úrgang er að ræða, en þetta hefur aldrei áður gerst í olíu- viðskiptum. Þó eru þau við- skipti ekki ný af nálinni, enda hefur olían verið afar þýðing- armikill drifkraftur efnahags- lífsins í um hálfa aðra öld og töluverð reynsla því komin á viðskipti með þá umdeildu vöru. Því hefur lengi verið spáð að olían færi að klárast og voru slíkir spádómar sérstaklega vinsælir fyrir um fjórum til fimm áratugum. Þeir hafa þó ekki ræst enn og ekki endilega líklegt að þeir geri það nokk- urn tímann. Þó að aðstæður þessa dagana séu síður en svo dæmigerðar er óhætt að segja að fátt bendi til þess nú að olían sé að klárast. Þvert á móti er bókstaflega allt yfirfullt af olíu, sem skýrir þá skrýtnu stöðu sem kom upp með olíuverð í Bandaríkjunum á þriðjudag. Sádi-Arabar, sem þekkja flestum betur til þessara mála, segja að um 80 risaolíuskip af um 750 á heimshöfunum séu nú notuð sem olíugeymslur þar sem erfitt sé að koma olíunni fyrir á landi. Þetta hefur leitt til þess að þó að ekki sé hag- stætt að eiga olíu um þessar mundir, þá er ákaflega ábata- samt að eiga risaolíuskip. Leigan á þeim hefur margfald- ast og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun því að offram- leiðslan heldur áfram af mikl- um krafti. Hér var í liðinni viku rætt um sögulegan samning sem þá hafði verið gerður á milli Sádi- Arabíu, Rússlands og fleiri ríkja að undirlagi Bandaríkj- anna um að draga úr fram- leiðslu. Þessi samningur var viðbrögð við þeim skyndilega samdrætti í eftirspurn sem leitt hefur olíuframleiðslu heimsins í þær ógöngur að allir tankar eru að fyllast og olíu- verð hefur hrunið, þó að það sé vissulega ekki almennt orðið neikvætt. En það hefur fallið úr tæpum áttatíu dölum í tæpa tuttugu dali á einu ári og hefur sú lækkun mestöll komið fram á þessu ári. Hún verður vart kölluð annað en hrun. Nú er svo komið, að óvíst er að olíuframleið- endur geti beðið fram í næsta mán- uð með að draga úr framleiðslunni eins og samningurinn gerði ráð fyrir, enda ekki víst að olíutankar og olíuskip heimsins þoli slíka bið. Þess vegna er líklegt að gripið verði til örþrifaráða á næst- unni. Þessari þróun í eftirspurn, framboði og verði á olíu fylgja svo óhjákvæmilega vangavelt- ur um hvort olíuframleiðendur þoli ástandið. Í Bandaríkjunum ræða stjórnvöld möguleikann á að styrkja olíuframleiðslu- fyrirtæki gegn því að eignast mögulega hlut í fyrirtækj- unum, en afleiðingarnar gætu orðið enn alvarlegri annars staðar. Sérstaklega er horft til Rússlands í því sambandi, en efnahagur þess byggist mjög á því að olíuverð haldist uppi og dragist þetta ástand gætu erf- iðleikar þar orðið verulegir. Alvarlegasti vandinn er svo vitaskuld sá að sú þróun sem nú sést á olíuverði er vísbend- ing um að teygst geti á því ófremdarástandi sem ríkir í efnahagsmálum heimsins. Þetta er í samræmi við það sem fram kom þegar ríkisstjórn Ís- lands kynnti nýjar aðgerðir sínar í fyrradag. Þá var bent á að ástandið virtist ætla að dragast lengur og verða verra en ætlað hefði verið þegar fyrri aðgerðir voru kynntar fyrir fáum vikum. Staðreyndin er sú að hvort sem litið er á þann mælikvarða sem svarta gullið gjarnan er um ástand hag- kerfis heimsins, annan mæli- kvarða sem gengur yfirleitt í ólíka átt og gerir einnig nú, gullið sem glitrar og veitir skjól í efnahagslegum ólgusjó, eða á þróun mála hér á landi, þá eru vísbendingarnar í þá átt að vissara sér að búa sig undir að ástandið vari í marga mán- uði eða lengur, fremur en nokkrar vikur. Allir verða að taka mið af þessu, ekki aðeins ríkisstjórnin í aðgerðum sínum eða fyrir- tækin og heimilin, heldur einn- ig verkalýðshreyfingin, sem fram til þessa hefur í megin- atriðum haldið uppi sama mál- flutningi og fyrir kórónu- veirufaraldurinn. Það er með stærri og skaðlegri tíma- skekkjum sem sögur fara af, en eins og olíuverðið sýnir er ástandið um þessar mundir vel til þess fallið að fella gömul heimsmet. Það verður þó seint talið til álitsauka þeim sem um ræðir ef skortur á veruleika- tengingu verður eitt þeirra. Heimurinn er allur í loft upp en sumir ætla að reyna að halda sínu striki} Verðlausa svarta gullið og veruleikatengingin Í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnar- innar Viðspyrna fyrir Ísland er lögð mikil áhersla á innlenda framleiðslu og verðmætasköpun. Nýsköpun er þar í öndvegi enda lengi verið ljóst að skjóta verður fleiri stoðum undir íslensk- an efnahag. Síðustu vikurnar hefur helsta umræðuefni fólks um heim allan verið heilsa og heilbrigði. Fólk óttast þennan vágest sem kórónuveiran er og leggur mikið á sig til að komast hjá smiti. Veikindin leggjast mis- þungt á fólk og hefur ekki verið útskýrt að fullu hvað veldur þeim mun. Hins vegar er ljóst að sumir hópar eru veikari fyrir en aðr- ir og hefur til dæmis í Bandaríkjunum verið bent á að þeir sem stríða við lífsstílssjúk- dóma geta orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á Covid-19. Þegar heilsan er okkur svo ofar- lega í huga er ekki laust við að maður þakki fyrir þá öfundsverðu stöðu sem við Íslendingar erum í varðandi matvælaframleiðslu, hvort heldur það er landbúnaður eða sjávarútvegur. Rúmt ár er nú frá því við í Fram- sókn héldum fjölmennan fund þar sem Lance Price, prófessor við Washington-háskóla, hélt fyrirlestur um þá ógn sem mannkyninu stafar af sýklalyfjaónæmum bakteríum. Á sama fundi hélt erindi Karl G. Kristins- son, helsti sérfræðingur okkar í sýklafræði, og sjáum við honum bregða fyrir á skjánum um þessar mundir í tengslum við heimsfaraldurinn sem nú herjar á okkur. Fundinn héldum við til að vekja fólk til vitundar um að sérfræðingar telja að árið 2050 muni tíu milljónir manna deyja í heiminum af völdum sýkla- lyfjaónæmis og ekki vildum við síður benda á þau verðmæti sem felast í íslenskum land- búnaði sem er ásamt Noregi með minnsta notkun sýklalyfja í landbúnaði í heiminum. Matvælaframleiðsla er gríðarlega mikil- vægur þáttur í íslenska hagkerfinu og sann- kallaður lýðheilsufjársjóður. Ríkisstjórnin ákvað í fyrra að Ísland yrði fyrsta landið í heiminum til að banna sölu og dreifingu á matvöru, kjöti, fiski og grænmeti, sem inni- heldur sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þannig verndum við heilsu Íslendinga og undir- strikum þau miklu gæði sem einkenna ís- lenska matvælaframleiðslu. Hluti af öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar er aukinn stuðningur við grænmetisbændur, bæði beinn og einnig með endurgreiðslu kostn- aðar vegna dreifingar og flutnings raforku bænda. Þar er stigið gríðarlega mikilvægt skref til að efla greinina og munu íslenskir neytendur njóta þess þegar fram- leiðsla á íslensku grænmeti eykst. Vonandi stendur verslunin með þjóðinni og íslenskum matvælaframleið- endum og gefur íslensku grænmeti heiðurssess. Það er bjargföst trú mín að það séu gríðarleg tækifæri fram undan fyrir íslenskan landbúnað og íslenskan sjávar- útveg. Því ef fólk er almennt orðið meðvitaðra um heilsuna hugsar það meira um hvað það lætur ofan í sig. Ég segi því að lokum: Íslenskt, gjörið svo vel. Sigurður Ingi Jóhannsson Pistill Íslensk matvæli, gjörið svo vel Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Viðbrögð sænskra stjórn-valda við kórónuveirunnihafa vakið mikla athygliþar sem sóttvarnayfirvöld þar í landi hafa ekki gripið til jafn harðra ráðstafana og flest önnur Evrópuríki. Samkomubann er þar í gildi um mannfagnaði þar sem fleiri en fimmtíu koma saman og tekið hef- ur verið fyrir heimsóknir á elliheim- ili. Að auki eru allir yfir sjötugu hvattir til að einangra sig. Að öðru leyti hefur Svíum nánast verið í sjálfsvald sett hvernig þeir takast á við kórónuveiruna, en þeir hafa verið beðnir að fylgja sömu al- mennu ráðleggingum um fjarlægð milli fólks og handþvott og við könn- umst við. Skólar, búðir, kaffihús og veitingastaðir eru hins vegar áfram opin. Þessi stefna hefur dregið að sér nokkra gagnrýni á „sænsku leiðina“ og um leið Anders Tegnell, sótt- varnalækni Svíþjóðar, sem er talinn aðalhönnuður hennar. Sú gagnrýni hefur þó mestmegnis komið að utan og kannanir virðast benda til þess að flestir Svíar hafi enn trú á stefnu heilbrigðisyfirvalda. Svo rammt hef- ur kveðið að gagnrýni frá öðrum löndum að Ann Linde, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, sá sig knúna til að lýsa því yfir fyrir þarsíðustu helgi að það væri „mýta“ að lífið gengi bara sinn vanagang í Svíþjóð. Brestir komnir í samstöðuna? Um miðbik mánaðarins rituðu hins vegar 22 vísindamenn sem starfa í heilbrigðisgeiranum grein í Dagens Nyheter, þar sem hörðum orðum var farið um Tegnell og stefnu hans. Sóttvarnayfirvöld í heild sinni voru kölluð „hæfileikasnauðir embættismenn“ og biðluðu höfundar greinarinnar til forsætisráðherrans Stefans Löfvens að grípa í taumana. Tegnell vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna, en þar hafði meðal annars verið bent á að uppgefin dánartíðni Svía væri jafnhá og á Ítalíu. Sagði Tegnell rót þess vera að finna í að hvert einasta dauðsfall í Svíþjóð væri talið með en einungis þeir sem létust á sjúkrahúsum væru í opinberum tölum Ítala. Dánartölurnar þykja engu að síð- ur háar, ekki síst þegar þær eru bornar saman við önnur ríki Norður- landanna. Samkvæmt opinberum tölum höfðu 1.937 manns látist í Sví- þjóð af völdum kórónuveirunnar til þessa í gær en 149 hafa dáið í Finn- landi, 182 í Noregi og 384 í Dan- mörku. Munurinn þykir ekki síst slá- andi í ljósi þess að mannfjöldi Svíþjóðar er um 10 milljónir en hin ríkin telja á bilinu 5,4-5,7 milljónir manna. Staðfest smit eru einnig rúmlega tvisvar sinnum fleiri í Svíþjóð en Danmörku og Noregi og fjórum sinni fleiri en í Finnlandi. Þykir það sláandi, ekki síst þar sem ekki hefur verið prófað fyrir veirunni í jafn- miklum mæli í Svíþjóð og í hinum ríkjunum og gæti því fjöldi smitaðra verið mun meiri en hinar opinberu tölur segja til um. Komnir yfir hjallann? Tegnell vill síður nota orðið „hjarðónæmi“ um stefnu sína, en ljóst þykir að hann telur betra að sem flestir sem ekki eru í áhættu- hópum smitist yfir nokkurn tíma svo að færri verði útsettir fyrir smiti þegar faraldrinum vindur fram. En virkar stefnan? Tegnell lýsti því yfir í upphafi vikunnar að svo virtist semð fjöldi tilfella í landinu hefði náð ákveðnum toppi, en of snemmt væri að segja til um hvort sú þróun héldi áfram. Þá kom út skýrsla á vegum sóttvarnayfirvalda þar sem áætlað var að um 600.000 af 974.000 íbúum Stokkhólms myndu hafa smit- ast af kórónuveirunni við næstu mánaðamót. Skýrslan var hins vegar dregin til baka degi síðar vegna óskilgreindrar „villu“, en fjölmiðlar höfðu bent á að niðurstöður hennar þýddu að fleiri hefðu smitast í Sví- þjóð en byggju þar í reynd. Lognið á undan storminum? Það flækir einnig stöðuna að smit dreifast ekki jafnt um landið; um 6.400 af þeim rúmlega 16.000 smitum sem staðfest hafa verið eru í Stokk- hólmi og nágrenni. Til samanburðar má nefna að á Skáni í Suður-Svíþjóð hafa 575 tilfelli verið staðfest og að minnsta kosti 46 hafa dáið þar. Eitt- hvað virðist hafa hægst á faraldr- inum þar, en yfirvöld segja það ein- ungis vera „lognið á undan storminum“. Per Ola Kimblad, aðstoðarfor- stjóri háskólasjúkrahúss Skánar, SUS, sagði í samtali við dagblaðið Kvällsposten í Malmö að gerð hefði verið áætlun með fimm viðbún- aðarstigum þar sem fjöldi hjúkr- unarrýma og öndunarvéla yrði auk- inn ef þurfa þætti. „Svo er til sjötta stigið, ef við endum í sömu stöðu og Langbarðaland,“ sagði Kimblad. Skánn er nú á öðru viðbúnaðar- stigi af fimm. Elisabeth Rünow, smitsjúkdómalæknir við SUS, segir áætlunina trausta og vandinn liggi frekar í álagi á starfsfólk og skorti á hjúkrunarfræðingum. Gengur lífið sinn vanagang í Svíþjóð? AFP Óvanagangur Enn er hægt að sitja á veitingahúsum Stokkhólms og njóta vorblíðunnar, og kjósa margir Svíar að gera það, þrátt fyrir faraldurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.