Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Greiddu fyrir meðferð í dag og nýttu þér tilboðið hjá okkur. Bókaðu og nýttu meðferðina þegar hentar þér best! Þreytt vetrarhúð? HollywoodGlow –samstundis þétting og ljómi APRÍL TILBOÐ 30%afsláttur • Gerir áferð húðarinnar fallegri • Eykur kollagenframleiðslu • Nýjasta lasertækni Ferðalög á „Svífur yfir sænum, að þrotum kom- ið ský. Snýtir sér í bænum.“ Svona orti Spilverk þjóðanna í laginu Veð- urglöggur. Og Spilverkið er ekki eitt um að gera veðrið að meg- inatriði í skáldskapnum. Ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar hét Nokkrar vísur um veðrið og fleira. Og veðrið er svo nátengt kaffiboll- anum að við Íslendingar getum varla sopið úr fanti eða bauk öðru- vísi en að víkja talinu að veðrinu. „Hvað er þessi blíða nema ruglun reyta, ljóss og logns sem varir alltof stutt,“ spyrja liðsmenn í sálarveit- inni Moses Hightower. Og það er einmitt þessi ruglun reyta sem er augnablikið sem fararstjórinn Ragnar Antoniussen vill fanga með sínu fólki þegar hann leiðir göngur Ferðafélags Íslands sem heita því frábæra nafni: Gengið á góða spá! „Ég hef aldrei hitt á brjálað veður þegar spáin er góð,“ segir Ragnar og hlær. „Ég er reyndar kominn með mjög góða reynslu í að lesa í allskonar veðurspár og virðist það duga vel fyrir þetta verkefni.“ Ferðirnar í Gengið á góða spá eru um helgar og eru ákveðnar á þriðju- degi eða í hádeginu á miðvikudögum og þá ætti nú veðurspá að vera orð- in nokkuð skotheld, segir hann. „Ég held að flestir geri sér grein fyrir að þetta er samt alltaf byggt á veð- urspá – og þær geta að sjálfsögðu brugðist eins og allir vita. Annars myndi hópurinn heita „Gengið í góðu veðri“ og því þorir enginn að lofa.“ Gamalt verkefni sem lifnaði á ný Verkefnið Gengið á góða spá er í raun gamalt og hafði legið í dvala í nokkurn tíma hjá FÍ áður en Ragn- ar endurvakti það með látum. „Þeg- ar hugmyndin er að ganga til fjalla þegar veður er gott þýðir auðvitað ekki að velja ákveðinn stað eða ákveðna dagskrá með löngum fyr- irvara. Veðrið ræður þessu. Þetta er bara skipulagt með tilliti til veð- urspár sem má alls ekki vera gömul. Ef það er t.d. mjög góð spá á Vest- urlandi þá reyni ég að finna skemmtilegt fjall á því svæði.“ Ragnar segir að sérstaðan við ferðirnar í Gengið á góða spá sé auð- vitað sú að þarna sé gengið á vilyrði um góðviðri og því fái göngufólk yf- irleitt að upplifa Ísland í blíðunni. „Það eru auðvitað mikil forréttindi að vera úti í náttúrunni og njóta þess í botn í góðu veðri og helst uppi á fjalli þar sem útsýni er gott. Það er fátt ef nokkuð betra en að njóta dýrðarinnar sem þetta land gefur okkur þegar vel viðrar.“ Hafði engan áhuga á fjöllum Ragnar er gríðarlega reyndur fjallamaður og fór í sína fyrstu ferð sem fararstjóri fyrir FÍ árið 2012. Flestir fararstjórar hjá Ferðafélag- inu fengu fjallaástríðuna með móð- urmjólkinni en því hagar sko ekki þannig til með Ragnar Antoniussen sem forðaðist fjöll og tinda í æsku. Hann ólst upp í Stykkishólmi og hafði þar allan fjallgarðinn á norð- anverðu Snæfellsnesi fyrir augunum alla daga og fjöllin handan Breiða- fjarðar á Barðaströndinni. Þessi miklu fjöll kveiktu þó ekki mikla löngun hjá honum á æskuárunum. Það þurfti þó ekki nema eina ferð til fjalla til að snarbreyta Ragnari fyrir lífstíð. „Fyrir rúmum tuttugu árum dró konan mín mig í mína fyrstu fjallgöngu. Það þurfti ekki nema þessa einu göngu til að heillast algjörlega. Áhugi minn á náttúrunni og íslenskum fjöllum vaknaði svo um munaði og mig fór að langa að sjá hvað væri handan fjallanna. Þar sá ég önnur fjöll og víðáttur og það var því ekkert annað að gera en að fara þangað líka.“ Það má segja að þessi fyrstu kynni Ragnars af heimi fjallanna hafi forritað hann upp á nýtt því hann gekk í Hjálparsveit skáta í Reykjavík í framhaldinu þar sem hann hefur m.a. verið stjórnandi út- kallshóps. Þar hefur hann líka staðið fyrir allskonar æfingum og ferðum ásamt því að hafa yfirumsjón með nýliðaþjálfun. Ragnar er að auki með allskyns skírteini upp á að leiða fólk yfir jökla og hálendi. Ragnar hefur gengið á óteljandi tinda frá því að hann fór þessa fyrstu reisu, reyndar í allskyns veðr- um, enda er hann meira fyrir að ganga að vetrarlagi en í sumarsins algræna skrúði. „Það sem er best við allar fjallaferðir, sumar, vetur, vor og haust, er að komast á tindinn, fjarri ys og þys og fá að sjá eins langt og augað eygir. Það að geta farið út og upplifað jarðtengingu og núvitund í góðri fjallaferð er ómet- anlegt. Að verða einn í ósnortinni náttúrunni og sjá engin merki eftir annan mann eru forréttindi sem við verðum að halda í eins lengi og hægt er.“ Jöklarnir heilla mest „Hvað er þessi jökull nema bleyta, sem bráðnar innan skamms og gufar upp,“ segja hagyrðingarnir í Moses Hightower. Þessi lína er lúmsk og segir meira um ástandið í nátt- úrunni en margan grunar. Jöklarnir hörfa nú hratt vegna loftslagsbreyt- inga af mannavöldum, en þeir eru einmitt viðkvæmt undralandið hans Ragnars. „Minn lífskrafur er útivera á jöklum á Íslandi. Á hverju ári horfi ég til þessara hvítu risa og plana ferðir. Þetta veitir mér bæði orku og frelsi,“ segir hann. Það er svolítið þversagnakennt að segja frá því að Ragnar ólst upp í návígi við hinn almáttuga Snæfells- jökul sem togaði samt minna í hann en biti af Snickers. Í dag er hann hugfanginn af þessum magnaða tindi en samt enn meira heillaður af svæðunum í sunnanverðum Vatna- jökli. „Þar finnur maður allt sem þarf í fullkomna fjallgöngu. Skrið- jökla og háa og bratta hvíta tinda sem gaman er að kljást við.“ Veðurglöggur gengur á góða spá Ragnar pældi álíka mikið í veðr- inu og annað ungt fólk þegar hann var strákur, hann var ekkert að lesa í skýin eða leggja eyrun eftir spám í útvarpi. Þegar hann heyrði í útvarp- inu „Þetta er á Veðurstofu Íslands. Veðurspá,“ setti að honum lang- dreginn geispa. En núna er það stöðugt að leita á hann, þetta bless- aða veður. Og hann er sérfræðingur í að lesa í veðurkort og leita uppi allskyns spámiðla á netinu. Það fer vel á því að þessi fjallakempa sé orð- inn sérfræðingur í veðri og yrki sín- ar eigin dægurvísur um veðrið og fleira. Hann er nefnilega frá þeim stað á Íslandi þar sem veðurmæl- ingar urðu fyrst samfelldar. Árið 1845 hóf Árni Thorlacius kaup- maður veðurmælingar í Stykkis- hólmi og þar hafa síðan verið gerðar samfelldar veðurathuganir. Og á meðan menn gera sínar daglegu spár í Stykkishólmi gerir Ragnar Antoniussen sínar eigin. Jón Örn Guðbjartsson Gengið á góða spá Svífur yfir sænum, að þrotum komið ský. Snýtir sér í bænum.“ Svona orti Spilverk þjóðanna í laginu Veðurglöggur. Og Spilverkið er ekki eitt um að gera veðrið að meginatriði í skáldskapnum. Ljóðabók Ólafs Jóhanns Sigurðssonar hét Nokkrar vísur um veðrið og fleira. Og veðrið er svo nátengt kaffiboll- anum að við Íslendingar getum varla sopið úr fanti eða bauk öðruvísi en að víkja talinu að veðrinu. Einstakt útsýni Sólarupprás á Snæfellsjökli er engu lík. Ljósmynd/FÍ myndabanki Einstaka Ísland Í góðu veðri á Heklu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.