Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 46

Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 ✝ Guðríður Jóns-dóttir fæddist á Patreksfirði 29. júlí 1924. Hún lést á Hrafnistu 5. apríl 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Þórðarson skipstjóri á Pat- reksfirði, f. 1. des- ember 1874, d. 5. september 1953, og Ingibjörg Ólafs- dóttir húsmóðir, f. 22. maí 1900, d. 4. maí 1988. Bræður Guðríðar eru Ólafur Þórður, f. 1925, d. 1986, Haraldur, f. 1926, d. 2016, Héðinn, f. 1930, d. 2010, Hörður, f. 1934, d. 2018. Hálfbróðir þeirra samfeðra var Jón, f. 1900, d. 1988. Uppeldisbróðir þeirra var Kristján Halldórsson, f. 1912, d. 1976. Eiginmaður Guðríðar var Ás- geir Jónsson kaupmaður, f. 7. desember 1920, d. 29. september 2010. Foreldrar hans voru El- inora Guðbjartsdóttir frá Hest- eyri, f. 1898, d. 1971, og Jón Sig- fús Hermannsson frá Aðalvík, f. 1894, d. 29. 1991. Börn Guðríðar og Ásgeirs eru: 1) Erling Ingi, f. 1945, maki Erla Þorláksdóttir, f. 1947, börn Zöega er Atli Steinn, f. 1994. Börn hans og Silju Sverrisdóttur eru: i) Alexander Breki, f. 1999, ii) Anna Yrsa, f. 2004, iii) Aþena Kolka, f. 2004. c) Drífa, f. 1973, börn hennar og Ólafs Baldurs- sonar, f. 1969: i) Elísabet Mist, f. 2000, og ii) Baldur Nói, f. 2004. 3) Ingibjörg Edda, f. 1953, maki Hallgrímur Jónasson, f. 1952, börn þeirra: a) Berglind, f. 1976, d. 2019, maki Eðvarð Jón Bjarnason, f. 1976, barn þeirra: i) Elsa Edda, f. 2007. b) Jónas Hlynur, f. 1982, börn hans og Helgu Guðmundsdóttur: i) Hall- grímur Helgi, f. 2010, ii) Guð- mundur Kári, f. 2013. c) Ásgeir Örn, f. 1984, maki Hanna Borg Jónsdóttir, f. 1985, börn þeirra: i) Tumi, f. 2012, ii) Dagur, f. 2014, iii) Fríða, f. 2019. 4) Ásgeir Jón, f. 1960, maki Unnur Steinsson, f. 1963, barn þeirra Helga Sóley, f. 2007. Börn Ásgeirs og Sigurlaugar Kristínar Pálsdóttur: a) Rakel, f. 1984, maki Adrian Sabido, f. 1984, börn þeirra: i) Viktoría París, f. 2005, ii) Halldór Maron, f. 2008, iii) Ingunn Sara, f. 2014. b) Guðríður Harpa, f. 1990, sam- býlismaður Hafsteinn Briem, f. 1991, börn þeirra: i) Marel, f. 2013, ii) Andrea, f. 2018. c) Brynja, f. 1993, sambýlismaður Marteinn Þór Pálmason, f. 1993, barn þeirra: i) óskírður, f. 2020. Útför Guðríðar fór fram í kyrrþey frá Vídalínskirkju 17. apríl 2020. þeirra: a) Heimir, f. 1969, maki Soffía Ólöf Ketilsdóttir, f. 1970, börn þeirra: i) Axel Örn, f. 2003, ii) Eva Margrét, f. 2005, iii) Aron Freyr, f. 2009, iv) Thelma Lind, f. 2012. Sonur Heimis og Hrundar Grét- arsdóttur er Hrannar, f. 1993, barn hans og sambýliskonu, Ás- dísar Guðmundsdóttur, f. 1993, er Kári, f. 2018. b) Viðar, f. 1975, maki Ágústa Björg Bjarnadótt- ir, f. 1971, börn þeirra: i) Dagur Ingi, f. 2003, ii) Andri Felix, f. 2006, iii) Erla Björg, f. 2010. c) Elfa Björk, f. 1982, maki Sig- urður Bjarni Sigurðsson, f. 1977, börn þeirra: i) Ingibjörg Erla, f. 2006, ii) Rósa María, f. 2010. 2) Anna Elísabet, f. 1947, maki Sigurjón G. Sigurjónsson, f. 1943, d. 2005, börn þeirra: a) Guðrún Freyja, f. 1966, maki Þórir Sigurgeirsson, f. 1966, börn þeirra: i) Arnar Freyr, f. 1989, ii) Hlynur, f. 1992, ii) Sig- urjón Orri, f. 1994. b) Ásgeir, f. 1969, sonur hans og Hjördísar Fallin er frá elskuleg móðir mín, Guðríður Jónsdóttir, á ní- tugasta og sjötta aldursári. Mamma ólst upp á Patreksfirði, í hópi fimm bræðra sem allir eru látnir. Minntist hún upp- vaxtaráranna þar með mikilli hlýju. Á unglingsárunum dvaldi hún oft hjá móðursystur sinni, Önnu Ólafsdóttur, síðar John- sen, sem starfaði sem yfir- hjúkrunarkona á Vífilsstöðum. Eftir að hefðbundinni skóla- göngu lauk fór mamma á Hús- mæðraskólann á Staðarfelli og útskrifaðist þaðan 1944. Auk heimilisfræða var lögð rækt við hannyrðir sem alltaf léku í höndunum á mömmu. Síðar komst hún í starfsnám til frú Dýrleifar Ármann, sem var mikilsmetinn kjólameistari í Reykjavík. Eftir dvölina á Staðarfelli tókust ástir með henni og föður okkar sem leiddi til þess að þau gengu í hjónaband 13. janúar 1945 og hinn 29. maí sama ár fæðist ég. Mikil húsnæðisekla var á þessum árum en lengst af bjuggum við á Laufásvegi 20 eða allt þar til við fluttum í Kópavog árið 1952 þar sem mamma og pabbi voru frum- byggjar. Mamma var stórtæk í saumaskapnum, saumaði öll föt á okkur systkinin og þau voru ófá börnin í stórfjölskyldunni sem eignuðust jólaföt saumuð af henni. Síðkvöld fram eftir nóttu voru tími mömmu, þá var hún í essinu sínu. Það var nota- legt að sofna við niðinn í saumavélinni hennar. Segja má að helsta áhugamál mömmu hafi alla tíð verið stór- fjölskyldan og velferð hennar. Hún stundaði ekki launaða vinnu utan heimilis fyrr en þau pabbi stofnuðu Skóverslun Kópavogs árið 1965. Þau voru mjög samhent hjón og þar störfuðu þau saman samfellt í 25 ár eða þar til kom að starfs- lokum. Þá fluttu þau í Garðabæ þar sem þau bjuggu þar til yfir lauk. Mamma undi sér vel í Að- alvík, á heimaslóðum pabba, og fór þangað oft með börnum og barnabörnum. Þar stundaði hún veiðiskap í Staðarvatni og var annáluð veiðikló, gekk til berja og á fjöll. Hún á ófáar ferðirnar upp á Darrann. Um tíma áttu þau sumarbústað í Valbjarnarvallalandi í Borgar- firði, þar undu þau sér við trjá- rækt og aðra iðju en vænst þótti þeim um að fá fólkið sitt í heimsókn. Og þar var oft mannmargt. Við sjáum nú á eftir ein- stakri ættmóður sem kveður okkur eftir langa og gifturíka ævi. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið henni og okkur að- standendum erfiðir. Að leiðar- lokum vonuðumst við til að geta endurgoldið henni þá tak- markalausu ástúð og umhyggju sem hún sýndi okkur alla tíð. Að verða vitni að því hvernig hún hlúði að föður okkar síð- ustu æviárin allt þar til yfir lauk var einstakt. Að hafa ekki átt þess kost að hlúa að henni á sama hátt er sárara en orð fá lýst. En um leið erum við þakk- lát fyrir þá góðu og alúðlegu aðhlynningu sem hún fékk frá því að hún lærbrotnaði 17. des- ember sl. frá hjúkrunarfólki Landspítalans í Fossvogi, Landakoti og á Vífilsstöðum og á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hún lést á pálmasunnudag 5. apríl sl. Ég leyfi mér að trúa því að pabbi hafi beðið hennar í blómabrekkunni með útbreidd- an faðminn þegar hún tók stökkið yfir lækinn. Guð geymi þig elsku mamma. Takk fyrir hartnær 75 ára samfylgd. Þinn sonur, Erling Ásgeirsson. Elskuleg amma okkar og tengdamamma er fallin frá. Hennar verður sárt saknað enda var hún með stórt og mik- ið hjarta og einstaklega hlýja nærveru. Sú minning sem kemur fyrst upp í hugann um ömmu er frá Aðalvík af henni í rauðu dún- úlpunni og stígvélunum, með veiðistöngina í höndunum. Það var fátt sem hún undi sér betur við en veiðarnar inn við Stað- arvatn. Hún kom iðulega síðust heim úr veiðiferðunum og með væna fiska. Það var líka gaman að vera samferða henni í veið- unum, því hún vissi um feng- sæla staði við vatnið og var eljusöm. Í Aðalvíkinni nutu afi og amma sín best, í faðmi fjöl- skyldunnar. Enda dvöldu þau þar stóran part af sumri í fleiri tugi ára. Þar lifnaði yfir þeim og þau þekktu alla og hverja þúfu í Víkinni, enda Ásgeir kominn á heimaslóðir. Hún hafði áhuga á því hvað fólk var að sýsla og sjónaukinn var aldrei langt undan, kunni hún alltaf góð skil á helstu manna- ferðum í Víkinni. Minningarnar frá Hátröðinni eru skemmtilegar, garðurinn var sem ævintýraveröld fyrir unga drengi. Með trjám til að klifra í og grasflöt þar sem ímyndaðir úrslitaleikir fóru fram. Aðfangadagskvöld eru einstaklega minnisstæð, þar sem öll stórfjölskyldan kom saman og amma sá til þess að allir nutu sín og upplifðu skemmtilegar samverustundir. Henni leið mjög vel að hafa alla sína fjölskyldu í kringum sig. Það var mjög ánægjulegt að vera með henni í 90 ára afmæl- isferð í heimsókn fyrir vestan fyrir rúmum 5 árum. Við heim- sóttum sundlaugina í Reykja- firði þar sem hún lærði að synda, heimsóttum Sauðlauks- dal, Hnjót og Látrabjarg. Ekki síst var ánægjulegt að vera með henni á Patreksfirði, þar sem hún rifjaði upp gamlar minningar. Hin síðari ár var ánægjulegt að heimsækja hana á Garða- torgið. Nærvera hennar var alltaf mjög hlý og rausnarlega var tekið á móti manni. Hún var alltaf svo glöð þegar við lit- um inn og þáðum kaffibolla og kökur, en það var henni metn- aðarmál að eiga nóg af veit- ingum að bjóða upp á ef gesti bar að garði. Hjá henni fékk maður fréttir af skyldmennum, því hún fylgdist alltaf vel með öllu sínu fólki. Það var aðdáun- arvert því langömmubörnin voru komin á fjórða tug. Allt fram á síðasta dag lagði hún mikið upp úr því að vera glæsileg, sem hún og var, því hún var smekkmanneskja með gott auga fyrir fallegum hlut- um. Hvort sem maður kom við á mánudagsmorgni eða laugar- dagseftirmiðdegi var hún búin að setja upp rúllurnar og taka þær úr aftur og að sjálfsögðu var heimilið eftir því. Elsku amma og tengda- manna, við viljum þakka þér samfylgdina öll þessi ár, þér var alltaf umhugað um velferð okkar, hugulsöm í okkar garð og góð fyrirmynd í einu og öllu. Við erum glaðir að vita af end- urfundum ykkar afa. Hallgrímur, Jónas Hlynur og Ásgeir Örn. Ástkær amma mín, Guðríður Jónsdóttir, er fallin frá á 96. aldursári. Þegar ég hugsa til baka koma fram margar góðar og fallegar minningar. Amma og afi bjuggu lengi á Hátröðinni í Kópavogi, þangað var alltaf gott að koma og ég dvaldist oft hjá þeim sem barn. Þvílíkur myndarskapur í heimilishaldi, ég sé ömmu fyrir mér að elda í hádeginu fyrir afa og stundum voru þar fleiri úr fjölskyldunni. Það voru bakað- ar pönnukökur, gert slátur, mikið saumað og yfirleitt unnið frameftir kvöldi. Hún elskaði að halda veislur af ýmsu tagi og hafa alla stórfjölskylduna í kringum sig. Jólin voru í barns- minningunni sérlega falleg og mikið í lagt. Amma átti mikið af fallegum skóm og það var mjög spennandi fyrir litla stúlku að kíkja í skóskápinn hennar og dunda sér við að máta. Afi og amma ráku Skóversl- un Kópavogs í mörg ár og þar kom glöggt fram hve amma var mikil smekkmanneskja, var hún jafnan óaðfinnanlega til fara, alltaf vel tilhöfð um hárið, en það var mikill metnaður hjá henni alla tíð. Fyrir mig voru mikil forrétt- indi að hafa séð um hárið á ömmu í meira en 30 ár, það var ljúft að spjalla við hana, ég fékk fréttir af stórfjölskyldunni og fann hversu annt henni var um fólkið sitt, hvað það væri að gera, hvert það væri að fara og hvenær það kæmi aftur. Það var í raun ótrúlegt hvað hún náði að halda vel utan um þennan fjölda af afkomendum og hvað var að gerast í þeirra lífi. Í seinni tíð var mjög verð- mætt að hafa hana hjá okkur sum jól og áramót sem ég minnist með hlýhug og kær- leika. Hún var mjög þakklát fyrir það sem fyrir hana var gert. Þetta eru skrýtnir tímar sem við erum að upplifa, erfitt fyrir fjölskylduna að geta ekki hitt hana síðustu vikurnar og fyrir hana að skilja af hverju enginn kom. Þó var yndislegt að börnin hennar fengu að vera hjá henni síðasta sólarhringinn. Ég kveð ömmu með söknuði, en einnig miklu þakklæti. Minning hennar er ljós í lífi okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Freyja. Elsku Guðríður amma okkar er farin frá okkur. Okkur systrum fannst svo sjálfsögð tilhugsun að hún yrði hjá okkur miklu lengur þó svo hún væri orðin 95 ára. Að við gætum heimsótt hana hvaða dag sem var og hún tæki á móti okkur brosandi með útbreiddan faðminn. Að ganga inn í hreina og fallega heimilið, fá hlýjuna á móti sér, kaffi og kræsingar og amma óaðfinnanleg í fallegu fötunum sínum eins og drottn- ing til fara. Þetta var nokkuð sem okkur þótti svo sjálfsagt fyrir örfáum vikum en er núna minningin ein sem við munum halda fast í. Við systur og amma áttum svo einstaklega fallegt og gott samband sem erfðist til barnanna okkar. Þau elskuðu að heimsækja ömmu enda fengu þau að leika sér með gamla dótið í kassanum og fá eitthvað gott að borða. Bestar þótti henni þó heimsóknirnar þar sem við systur og mamma okkar komum að kvöldi til. Þá sagði hún okkur sögur frá því í gamla daga, bæði frá lífinu á Patró og fallega ástarsögu þeirra afa. Það er einstaklega dýrmætt að eiga minningu um kvöldið okkar saman fyrir síð- ustu jól þegar við bökuðum sör- ur, fengum okkur jólabjór og sérrí og hlustuðum á gömul jólalög. Við vorum allar svo ánægðar með kvöldið og amma sagði að það jafnaðist á við jól- in sjálf. Þá eigum við margar aðrar yndislegar minningar frá jólunum, þá sérstaklega hefðina til 15 ára, þegar við skrifuðum saman jólakort. Æska okkar ljómar öll af hlýjum minningum um ömmu og afa en við nutum þeirra for- réttinda að hafa þau heima hjá okkur oft í viku. Alltaf var tek- ið á móti okkur með hlýju, kær- leika og mikilli gleði, já og auð- vitað hreinu heimili og samanbrotnum þvotti. Sumar helgar fengum við að fara til ömmu og afa í sumarbústaðinn, en það tók iðulega 4-5 klukku- stundir að keyra í Borgarfjörð- inn með afa við stýrið og amma var alltaf að hægja á honum. Í bústaðnum voru svo kræsingar í hverri máltíð og við komum líklega töluvert búttaðri heim. Lífið verður allt örðuvísi án elsku ömmu okkar og við eigum eftir að sakna hennar mikið enda var hún ekki bara amma okkar heldur einnig ein af okk- ar bestu vinkonum. Við munum sakna þess að geta ekki heim- sótt hana í Garðabæinn og njóta þess að amma stjani við okkur og finna þegar hún breiðir yfir okkur teppi á með- an við slökum á í sófanum, enda var hvergi betra að vera. Minning um dásamlega konu lifir. Takk fyrir allt. Þínar ömmustelpur, Rakel, Guðríður Harpa og Brynja. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar Íðu minnar sem nú hefur lagt upp í sína hinstu för. Hugurinn reikar mörg ár aftur í tímann, á Hátröðina í Kópavogi þar sem ég dvaldi oft á tíðum hjá fjölskyldunni. Ég var ekki há í loftinu þegar ég- kom þangað fyrst, naut alltaf góðs atlætis, enda kallaði ég þau mammahin og pabbi hinn. Jólin sem ég dvaldi með fjöl- skyldunni á Hátröðinni eru mér afarminnisstæð, allt tilbúið og skreytt. Við Ásgeir sátum sam- an í herberginuinn af eldhúsinu á aðfangadag og hlustuðum á jólalög, „Litli trommuleikarinn“ og „Jólin alstaðar“, þessi litla plata Ellýjar og Vilhjálms er ein af mínum uppáhalds. Svo fékk ég möndluna …, ein- hver laumaði henni í diskinn minn. Í mörg ár var heimsókn á Hátröðina á aðfangadag fastur liður þar sem Íða bar fram smákökur og aðrar kræsingar, enda mikil húsmóðir og á ég margar góðar uppskriftir frá henni. Íðu féll ekki verk úr hendi og var handverkskona mikil, barnabörnin okkar hafa fengið að njóta góðs af því. Af mörgu er að taka sem skemmtilegt er að rifja upp frá samveru okkar frændfólksins í Aðalvík, farið í gufubað, horft niður í fjöru, til fjalla, og út á sjóinn eða bara setið í sólinni og spjallað saman. Hressing í Fjósatungu meðan beðið var eftir bátnum. Í mínum huga er ómetanleg gjöfin þegar Íða gaf mér bók þeirra hjóna „Sléttu- hreppur fyrrum Aðalvíkur- sveit“, bók sem ég hafði lengi leitað. Í minningunni sé ég Íðu al- veg fyrir mér frammi í vatni, með orm á öngli að draga upp hvern silunginn af öðrum, hví- lík aflakló. Heimsóknir til hennar á Garðatorgið seinni árin hafa einkennst af spjalli um fólkið okkar, alltaf boðið upp á kaffi og meðlæti. Ýmislegt rifjað upp um gamla góða tíma, farið yfir víð- an völl enda árin hennar orðin rúmlega níutíu og fimm og frá mörgu að segja. Meðal annars rifjaði hún upp minningar frá æskuárunum á Patreksfirði, sveitadvöl hjá frændfólki í Trostansfirði og þegar hún kom til Reykjavíkur með Önnu frænku sinni og dvaldi hjá frændfólki á Öldugötu 4 þar sem hún hitti hann Ásgeir sinn. Þetta voru notalegar stundir sem ég er svo þakklát fyrir. Að leiðarlokum, takk fyrir allt, Íða mín, og góða ferð í sumarlandið. Guðrún Brynja og fjölskylda. Guðríður Jónsdóttir Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.