Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
✝ AðalsteinnBjarnason
fæddist 27. nóv-
ember 1927 á Arn-
órsstöðum á
Barðaströnd og
lést 12. apríl 2020
á Patreksfirði.
Aðalsteinn bjó
alla sína ævi á
Arnórsstöðum, að
frátöldum síðustu
2 árum sem hann
dvaldi að mestu á Heilbrigð-
isstofnum Vestfjarða á Pat-
reksfirði, þar sem hann lést.
Foreldrar hans voru Val-
hlíð. Vorið 1925 keyptu þau
jörðina að Neðri-Arnórs-
stöðum og bjuggu þar alla tíð
eftir það.
Þau eignuðust 11 börn.
Aðalsteinn Kristinn, f. 17.
ágúst 1919, d. 25. nóvember
1925, Jóhanna Guðrún, f. 19.
sept. 1920, d. 25. apríl 2007,
Lilja, f. 8. janúar 1922, d. 21.
sept. 2003, Davíð Þorgils, f.
13. júní 1923, d. 20. ágúst
1980, Kristrún Aðalheiður, f.
11. apríl 1925, d. 4. nóvember
2010, Aðalsteinn, f. 27. nóv-
ember 1927, d. 12. apríl 2020,
Lára, f. 24. september 1929,
Gestur, f. 25. september 1932,
d. 27. maí 2018, Kristján, f. 24.
nóvember 1933, Ingvi Óskar, f.
6. desember 1935, Guðmundur
Birgir, f. 21. júní 1939.
Útför fer fram 23. apríl
2020 í Brjánslækjarkirkju.
gerður Jóhanns-
dóttir, f. 21. maí
1897 á Bíldudal, d.
2. janúar 1961 á
Patreksfirði, og
Bjarni Gestsson, f.
28. des. 1894 í
Sauðeyjum á
Breiðafirði, d. 21.
des. 1987 á Arn-
órsstöðum. Bjarni
og Valgerður
bjuggu fyrstu tvö
árin á Bíldudal, því næst á
Laugabóli í Arnarfirði í eitt
ár. Eftir það fluttu þau sig yf-
ir á Barðaströndina að Mos-
Aðalsteinn fæddist 27. nóvem-
ber 1927 á Arnórsstöðum, Barða-
strönd, ólst þar upp og bjó alla
sína ævi. Þar bjó hann hjá for-
eldrum sínum og systkinum sem
fóru eitt af öðru að heiman, flest
ung að árum til vinnu eins og
tíðkaðist þá. Ásamt búskap
stundaði Bjarni faðir hans tófu-
skytterí og sjómennsku, og móðir
hans Valgerður sinnti börnum og
búskap. Valgerður lést 1961.
Pabbi og mamma, þau Ingvi og
Sigurbjörg, tóku þá fljótlega við
búinu. Bjarni afi bjó einnig á
bænum allt til dánardags. Alli og
afi eru stór hluti af æskuminning-
unum mínum, og er ómetanlegt
að hafa alist upp á stóru heimili
með þeim tveim í bónus.
Alli var rólegur og skapgóður,
en einnig mikill grínisti og fé-
lagsvera. Hann vann við búskap-
inn, ótrúlega iðinn og í minning-
unni var hann alltaf að. Eitt
augnablik sá maður hann stika
upp túnið, sennilega upp í fjós að
líta eftir kúnum, stuttu seinna
var hann kannski kominn niður
að skúr til að huga að signu grá-
sleppunni sem hékk þar, eða
harðfisknum. Verkefnin voru
nefnilega ansi mörg. Eitt að þeim
var að reykja rauðmaga, og við
biðum alltaf spennt eftir því á
hverju vori, hann var nefnilega
meistari í þessu. Hann var algjör
snillingur með orf og ljá, örugg-
lega ekki margir enn í dag sem
slá með ljá af svona kunnáttu.
Hann sló hólinn heima og brekk-
una sem ekki var hægt að slá með
vélum. Og við krakkarnir stúss-
uðumst í kringum hann.
Eftir að kúabúskap lauk heima
á Arnórsstöðum voru hafðir
nokkrir kálfar á hverju ári og
urðu þeir í miklu uppáhaldi hjá
honum. Hann gat endalaust verið
að stússa eitthvað í kringum þá.
Við heima tölum um „dágana“
hans Alla, það voru kálfarnir
hans. Held að þessi kálfa-
búskapur hafi haft heilmikið að
segja hve heilsuhraustur Alli var
svona lengi og átti eftir að vera
það allt fram að tíræðisaldri.
Alli dvaldi síðustu misserin á
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á
Patreksfirði eftir að heilsunni
hrakaði, og lést hann þar 12. apr-
íl. Mig langar fyrir hönd fjöl-
skyldunnar að þakka fyrir hlýju
og alúð í umönnun hans. Hann
hafði sjálfur á orði hversu góðir
allir væru við sig þar. Og það var
gott til þess að vita á þessum tím-
um þar sem heimsóknir voru í
lágmarki vegna ástandsins í þjóð-
félaginu, að hann var í góðum
höndum og vel hugsað um hann.
Þessi ljúfi hægláti maður sem
alla jafna fór ekki mikið fyrir,
skilur eftir sig risastórt skarð hjá
okkur, hans nánustu. En eftir
sitja svo margar ljúfar og
skemmtilegar minningar um ein-
stakan mann, skemmtilegan kar-
akter, sem alltaf vildi öllum vel og
var okkur systkinunum heima
sérstaklega góður.
Elsku Alli, ég kveð þig í bili,
með bæn sem mamma þín fór
með fyrir þig þegar þú varst lítill.
Veit að afi, amma, Rúna, Davíð
og allir hinir hafa tekið vel á móti
þér í Sumarlandinu.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín frænka,
Helena.
Mikið á ég eftir að sakna hans
Alla.
Ég var bara lítil þegar ég fór
að fylgja honum í allskonar verk-
um sem hann sinnti á búinu,
þannig lærði ég af honum ótal
hluti.
Hann var alltaf að, féll sjaldan
verk úr hendi. Hann var mikill
húmoristi, mjög félagslyndur,
hrekkjóttur, hann las mikið og
hafði mjög gaman af því að segja
sögur.
Það eru ótal margar skemmti-
legar minningar um hann sem
eiga eftir að fylgja mér alla tíð,
hann er og verður alltaf nálægur.
Mig langar að þakka honum
fyrir samfylgdina, ég er óendan-
lega þakklát fyrir að hafa fengið
að alast upp með honum.
Takk fyrir allt, elsku Alli.
Elín.
Aðalsteinn
Bjarnason
✝ Arnþór Blön-dal fæddist á
Siglufirði 22. nóv-
ember 1947.
Hann lést á
sjúkrahúsi í Skien
í Noregi 30. mars
2020.
Foreldrar hans
voru Ingiríður
Jónasdóttir Blön-
dal, f. 9. október
1920, d. 8. mars
2005 og Magnús Blöndal bygg-
ingameistari, f. 29. júní 1918,
d. 15. september 2010. Bræður
Arnþórs eru Jónas Blöndal, f.
1. september 1942 og Sig-
urður Blöndal, f. 28. janúar
1953, d. 1. mars 2019.
Arnþór kvæntist Maríu
Gunnarsdóttur Blöndal, f. 4.
október 1947, þann 15. júní
1968. Foreldrar hennar voru
Guðrún Elísabet Björnsdóttir,
f. 27. september 1915, d. 31.
ágúst 1992 og Gunnar Hjálm-
arsson skipstjóri, f. 15. sept-
ember 1915, d. 9. maí 1994.
Börn Arnþórs og Maríu eru:
1) Gunnar Blöndal, f. 6. sept-
sá m.a. um rekstur Edduhót-
elanna. Einnig tók hann þátt í
að koma á fót námskeiðum
fyrir leiðsögumenn.
Að námi loknu í ferðamála-
fræði fluttu þau til Kristians-
and, þar sem Arnþór vann hjá
fylkinu við skipulagningu
ferðamála. Árið 1980 var Arn-
þór ráðinn sem ferða-
málastjóri hjá Skien Komm-
une. Hann var sá fyrsti til að
gegna starfinu og átti því
stóran þátt í að byggja upp og
móta ferðaþjónustu í Skien og
Þelamerkurfylki. Í Skien
byggði hann upp Legeland,
stóran skemmtigarð sem var
fyrsti garður sinnar tegundar
í Noregi. Garðurinn naut mik-
illa vinsælda og dró fjölda
ferðamanna til bæjarins. Hann
beitti sér fyrir mörgum ný-
mælum í ferðaþjónustu á
svæðinu svo sem að aftur yrðu
teknar upp ferðir með göml-
um gufubátum um skipaskurði
og vatnaleiðir Þelamerk-
urfylkis.
Útför Arnþórs fór fram 7.
apríl 2020 frá Solumkirkju í
Skien.
Minningarsíða um Arnþór
er á slóðinni: https://
bit.ly/2wweiCV.
ember 1968, maki
Elisabet Bohlin.
Börn þeirra eru
Embla, Vilde og
Ylva.
2) Björn Auðunn
Blöndal, f. 24. maí
1977, maki Helle
Grøstad. Börn
þeirra eru Stella
og Storm.
3) Guðrún El-
ísabet Blöndal, f. 9.
júní 1986, maki Erlend Kirke-
sæt. Börn þeirra eru María
Soley, Agnes og Olav.
Arnþór varð stúdent frá
Verslunarskóla Íslands 1968.
Hann stundaði nám í ferða-
málafræði í Lillehammer og
Molde í Noregi á árunum 1974
til 1976.
Arnþór hóf ungur að vinna
á síldarplani á Siglufirði. Á
námsárunum í Verslunarskól-
anum vann hann að smíðum
hjá föður sínum. Að loknu
stúdentsprófi fór hann að
vinna hjá Ferðaskrifstofu rík-
isins sem ferðamálaráðgjafi.
Hann vann þar í um sex ár og
Vinur minn Arnþór Blöndal
lést í Skien í Noregi hinn 30.
mars sl. eftir erfiða baráttu við
lungnakrabbamein.
Leiðir okkar Arnþórs lágu
fyrst saman fyrir 50 árum, þegar
hann hóf nám í Verslunarskólan-
um og kom inn í þriðja bekk skól-
ans. Tókst með okkur góð vinátta
sem haldist hefur síðan.
Árin í Versló eru fyrirferðar-
mikil og skemmtileg í minning-
unni. Arnþór tók námið hæfilega
alvarlega og naut þess að hann
átti gott með nám. Við brölluðum
ýmislegt á þessum árum og lás-
um saman undir próf. Hann var
útivistarmaður og góður íþrótta-
maður og miklu betri skíðamaður
en við skólasystkinin. Arnþóri
var margt til lista lagt. Hann tók
m.a. þátt í uppsetningu á leikriti á
nemendamóti bæði sem leikari
og leikmyndasmiður.
Í Verslunarskólanum hitti
Arnþór ástina sína hana Maríu.
Um svipað leyti tókum við Ásta
að draga okkur saman. Við fjögur
nutum lífsins saman, skemmtum
okkur og ferðuðumst. María og
Arnþór giftu sig daginn sem við
urðum stúdentar og sama dag
trúlofuðum við Ásta okkur.
Vinna Arnþórs hjá Ferðaskrif-
stofu ríkisins varð hvati til þess
að fjölskyldan fluttist til Noregs,
þar sem hann fór í nám í ferða-
málafræðum.
Þau María bjuggu um skeið í
Kristiansand, en fluttu 1980 til
Skien í Suður-Noregi. Eftir
nokkur ár þar byggðu þau sér
myndarlegt hús á stórri lóð á fal-
legum stað í útjaðri bæjarins.
Þau voru mjög samtaka í fram-
kvæmdum við húsið og hafa
ræktað þar upp einstakan unaðs-
reit. María með græna fingur
fékk hugmyndir sem Arnþór sá
um að fylgja eftir með smíði brúa,
stíga, palla og mótaði rennandi
læk og tjörn þar sem fiskar
synda. Þegar börnin voru komin
á legg og fóru að koma sér upp
húsnæði nutu þau einnig hand-
lagni Arnþórs og ósérhlífni því
hann var alltaf mættur þegar
breyta þurfti eða bæta híbýlin.
Þau hjónin hafa unað hag sín-
um vel í Skien og verið virk í bæj-
arlífinu. Þau stunduðu siglingar,
skíði og dans ásamt góðum fé-
lögum í áratugi. María hefur
starfað mikið í garðyrkjufélaginu
og Arnþór var félagi í Oddfellow.
Eftir að Arnþór fór á eftirlaun
var hann í sjálfboðavinnu með
fötluðum börnum og aðstoðaði
þau við að fara í reiðtúr á hestum
sem hann leigði.
Síðasta ferð okkar til þeirra
hjóna í Skien var í ágúst sl., en þá
heimsóttum við þau ásamt tvenn-
um öðrum vinahjónum. Þrátt fyr-
ir erfið veikindi var Arnþór virk-
ur þátttakandi í því sem við
tókum okkur fyrir hendur þessa
daga.
Arnþór var alltaf áhugasamur
um málefni á Íslandi og fylgdist
mjög vel með því sem hér var að
gerast.
Hann var tilfinninganæmur og
rólegur, en það var glettni í aug-
unum og stutt í húmorinn. Hann
var mikill fjölskyldumaður og
naut þess að vera með barna-
börnunum, sinna þeim og fræða.
Hann var kokkur góður og lið-
tækur við brauðbakstur. Hann
hafði mikinn áhuga á tónlist og
naut þess að spila á píanó, oft sín-
ar eigin melódíur.
Við Ásta samhryggjumst Mar-
íu, Gunnari, Birni Auðuni, Guð-
rúnu Elísabetu, tengdabörnum,
barnabörnum og fjölskyldunni
allri og sendum þeim einlægar
samúðarkveðjur.
Einar I. Halldórsson.
Arnþór Blöndal
✝ Runólfur H. Ís-aksson rafvirki
fæddist 18. janúar
1937 á Bjargi á Sel-
tjarnarnesi.
Hann lést 11.
apríl 2020 á Land-
spítalanum Foss-
vogi eftir mjög
skamma legu.
Foreldrar hans
voru þau Ísak
Kjartan Vilhjálms-
son, f. 1894, d. 1954, bóndi og
bifreiðarstjóri á Bjargi á Sel-
tjarnarnesi, og Helga Sigríður
Runólfsdóttir húsfreyja, f. 1904,
d. 1938. Seinni kona Ísaks var
Jóhanna Björnsdóttir, f. 28.11.
1906, d. 7.8. 1981.
Runólfur var yngstur í hópi
fimm systkina. Hann átti fjórar
systur: Björgu, f. 1928, Arnfríði,
f. 1930, d. 2003, Sigrúnu, f. 1932,
d. 1978, og Helgu Valgerði, f.
1934.
Runólfur gekk í Landakots-
skóla og í Melaskóla, þaðan fór
hann í Iðnskólann í Reykjavík
og lauk sveinsprófi í rafvirkjun
árið 1959.
Runólfur kvæntist 15.10. 1960
Valgerði Sigþóru Þórðardóttur,
f. 10.9. 1941, d. 17.10. 2001. For-
eldrar hennar voru Sigurveig
Ásgrímsdóttir hús-
móðir og Þórður
Guðmundsson
stýrimaður. Börn
þeirra eru fjögur:
1) Sigurveig, f.
12.1. 1961, hár-
greiðslumeistari,
gift Jónasi Frið-
geirssyni rafvirkja
og eiga þau tvo syni
og þrjú barnabörn.
2) Jóhanna sjúkra-
liði, f. 28.8. 1962, gift Steinari
Guðnasyni vélfræðingi og eiga
þau tvo syni og þrjú barnabörn.
3) Helga Sigríður bókari, f. 2.9.
1963, gift Gunnlaugi Bjarnasyni
bifreiðasmið og eiga þau þrjú
börn og fjögur barnabörn. 4)
Ísak Þórður bakari, f. 15.2.
1972, kvæntur Andreu Þóru Ás-
geirsdóttur hárgreiðslusveini
og eiga þau þrjú börn og eitt
barnabarn, langafabörnin eru
13.
Runólfur starfaði hjá Johan
Rönning í nokkur ár, stofnaði
síðan fyrirtækið Raftök ásamt
mági sínum Pétri og starfaði við
það í 13 ár. Hann starfaði hjá
Seltjarnarnesbæ í um 30 ár eða
til 67 ára aldurs.
Útför Runólfs fór fram í kyrr-
þey 16. apríl 2020.
Runólfur H. Ísaksson,
tengdafaðir minn, kvaddi núna
11. apríl síðastliðinn og langar
mig að minnast hans með nokkr-
um orðum.
Ronný eins og hann var ávallt
kallaður hafði ég þekkt í 45 ár
og óneitanlega reikar hugurinn
aftur í tímann, upp koma
skemmtilegar og góðar minn-
ingar frá liðnum árum.
Sértaklega man ég þegar ég
kom fyrst inn á heimili þeirra
hjóna Ronnýs og Völu tengda-
mömmu í sunnudagsmat, varð
mér starsýnt á Ronný þegar
hann var að krydda lambalærið
svo mikið að óætt hélt ég að það
yrði en þessa kryddmeðferð hef
ég tileinkað mér æ síðan því svo
gott var lærið.
Einnig öll jólaboðin en þá var
alltaf tekið í spil og spiluð ka-
nasta, þar vorum við Ronný allt-
af saman í liði og unnum oftast,
hafði hann mikið gaman af því.
Þegar Ronný og Vala keyptu
sér stóran Bens erlendis frá
hjálpaði ég honum við smíði og
vinnu á honum, var það allt gert
utandyra niðri á Bjargi fyrir ut-
an gömlu Svínahúsin eins og þau
voru kölluð, náðum við vel sam-
an við þá vinnu, bíllinn fékk
nafnið Sóli og ferðuðust þau
hjónin á honum bæði innanlands
og erlendis og höfðu gaman af.
Tengdapabbi var greiðvikinn
og alltaf tilbúinn að aðstoða ef
hann gat og kann ég honum
mínar bestu þakkir fyrir allt
sem hann gerði fyrir okkur
Helgu.
En minningin um góðan
mann lifir með okkur.
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Gunnlaugur Bjarnason.
Runólfur H.
Ísaksson
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
RUNÓLFUR H. ÍSAKSSON
rafvirki,
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi,
lést laugardaginn 11. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og íbúa á Skólabrautinni fyrir
yndislegt viðmót og vinarþel.
Kærleikskveðjur,
Sigurveig Runólfsdóttir Jónas Friðgeirsson
Jóhanna Runólfsdóttir Steinar Guðnason
Helga Runólfsdóttir Gunnlaugur Bjarnason
Ísak Runólfsson Andrea Ásgeirsdóttir
börn og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KOLBRÚN SÆUNN
STEINGRÍMSDÓTTIR
læknaritari,
áður til heimilis í Efstasundi 37,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 19. apríl á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Í ljósi aðstæðna mun jarðarförin fara fram í kyrrþey mánudaginn
27. apríl. Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Steingrímur Þorvaldsson Helga Sjöfn Guðjónsdóttir
Guðrún Þorvaldsdóttir Guðmundur Eggert Finnsson
Hólmfríður Þorvaldsdóttir Gunnar Sigurðsson
Björn Þorvaldsson Þorbjörg Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og
tengdamóðir,
GUÐBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR,
lést sunnudaginn 19. apríl.
Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey.
Benedikt Eyjólfsson Margrét Beta Gunnarsdóttir
Sesselja Auður Eyjólfsdóttir
Jón Einar Eyjólfsson Herbjörg Alda Sigurðardóttir
barnabörn og langömmubörn