Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 52

Morgunblaðið - 23.04.2020, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 Staða skólastjóra Djúpavogsskóla er laus til umsóknar. Djúpavogshreppur auglýsir starf skólastjóra Djúpavogsskóla. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina samkvæmt gildandi skólastefnu sveitarfélagsins. Djúpavogsskóli er heildstæður sameinaður grunn- og tónskóli með ríflega 80 nemendur frá Djúpavogi og aðliggjandi dreifbýli.  Í Djúpavogshreppi eru u.þ.b. 500 íbúar. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á heimasíðunni sveitarfélagsins: djupivogur.is Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ). Næsti yfirmaður er sveitarstjóri. Umsóknarfrestur er nú framlengdur til 10. maí nk. Umsóknum skal skila á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi. Frekari upplýsingar má finna á: djupivogur.is, undir liðnum „Þjónusta.“ Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Sveitarstjóri gefur fúslega frekari upplýsingar í síma 470-8700 og 843-9889 Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/ eða auglýsa stöðuna að nýju. Helstu verkefni og ábyrgð: • Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs í grunn- og tónskóla til framtíðar í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrá tónlistarskóla og lög og reglugerðir um grunn- og tónlistarskóla. • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins. • Hafa umsjón með daglegu starfi í lengdri viðveru sem er í boði fyrir 1.-3. bekk frá 13:10 – 16:00. Menntunar- og hæfnikröfur: • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða farsæl stjórnunarreynsla. • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð. • Hæfni og reynsla í að leiða þróun skólastarfs. • Framúrskarandi hæfni í samskiptum, jákvæðni og metnaður. • Reynsla í fjármálastjórnun kostur. Vinnslustöðin hf. Hafnargata 2 900 Vestmannaeyjar 488 8000 vsv@vsv.is www.vsv.is Meginverkefni:  Aðstoða stjórnendur Vinnslustöðvarinnar og Grupeixe við samþættingu vinnslu félaganna.  Eftirlit með gæðum fisks við veiðar, vinnslu í Eyjum og áframvinnslu í Portúgal.  Umsjón með framlegðarútreikningum vinnslu og vinnsluleiða í gegnum allan feril frá veiðum til neytenda.  Áætlanagerð og eftirfylgni.  Umsjón með daglegum rekstri framleiðslu í samstarfi við aðra stjórnendur félagsins.  Aðstoð og afleysingar við aðra fiskvinnslu í fyrirtækinu. Kröfur til umsækjenda:  Áhugi á vinnslu, veiðum og markaðssetningu fisks.  Þekking á sjávarútvegi og markaðssetningu.  Háskólamenntun, menntun á sviði sjávarútvegs og/eða mikil starfsreynsla sem nýtist í starfi mikilvæg.  Góð tölvufærni og færni í framsetningu talna og gagna.  Frumkvæði, áreiðanleiki og samskiptalipurð. Starfið krefst vakandi áhuga, ósérhlífni og þess að stjórnandi vinni með starfsfólki félagsins til sjávar, í landi og í Portúgal. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi. Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um. Upplýsingar veitir: Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs Vinnslustöðvarinnar. Umsóknir óskast sendar á lilja@vsv.is. Kynningarbréf ásamt ferilskrá þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf fylgi umsókninni. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl nk. Fjölskyldu- og barnamálasvið                          Grunnskólar                                 !"#    $    %       % &   '     (  Leikskólar  )     *  +  (     $    Málefni fatlaðs fólks      $         , &               -""- +          -"".                                       !        HJÁ HAFNARFJARÐARBÆ (/0 '12     585 5500 Sérfræðingur á sviði líftækni eða lífverkfræði BioPol ehf., Sjávarlíftæknisetur á Skagaströnd óskar eftir að ráða sérfræðing á sviði líftækni, lífverkfræði eða einstakling með sambærilega menntun. Umsækjanda er ætlað að stunda rannsóknir á einfrumungum með hagnýtingu í huga. Einnig er viðkomandi ætlað að móta og byggja upp frekari rannsóknir á þessu sviði. Starfsstöð umsækjanda verður á Skagaströnd. Hæfniskröfur: • Meistara eða doktorspróf í fyrrgreindum fræðigreinum. • Reynsla af rekstri og uppsetningu rannsóknaverkefna. • Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl nk. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun, starfsreynslu og meðmælendur berist í pósti til BioPol ehf., Einbúastíg 2, 545 Skagaströnd eða á netfangið halldor@biopol.is Nánari upplýsingar Halldór G. Ólafsson halldor@biopol.is framkvæmdastjóri í síma 452-2977 eða 896-7977 ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.