Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 57

Morgunblaðið - 23.04.2020, Page 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020 þegar hún er spurð hvað til standi á 70 ára afmælisdaginn. „Ég hef ekki farið út af landareigninni síðan í mars, ekki niður í þorp eða neitt, vegna þessarar veiru.“ Fjölskylda Maður Hólmfríðar er Sigþór Þor- grímsson bóndi, f. 18.10. 1946, d. 12.12. 2018, kjörforeldrar Sigríður Stefánsdóttir húsmóðir, f. 1908, d. 1974, og Þorgrímur S. Einarsson, f. 5.5. 1909, d. 7.7. 1997, bóndi á Búa- stöðum. Börn Hólmfríðar eru 1) Anna Guðný Möller, f. 14.10. 1972, heilsugæslustarfsmaður, faðir Hart- mut Möller skipasmiður, f. 6.3. 1948, d. 1.3. 1972, búsett í Hafnarfirði. Maki Sveinn Markússon, börn Mark- ús Búi, f. 12.8. 2007, og Hólmar Hrafn, f. 12.2. 2010. 2) Sigmar Búi, f. 31.5. 1974, bóndi á Búastöðum, 3) Sigríður, f. 30.11. 1976, rannsóknar- lögreglumaður, sonur hennar er Jón Sigþór Sveinbjörnsson, f. 19.11. 2008. 4) Margrét Lísa, f. 27.2. 1978, hús- freyja í Kópavogi, börn Jökull Már, 17.9. 2001, d. 3.1.2002, Kristín Birta, f. 3.3. 2003, Arna Rut, f. 27.6. 2005, Hrafnhildur Rán, f. 30.5. 2007, Berg- lind Hrönn, 2.1. 2012, maki Bjarki H. Bragason bifvélavirkjameistari, f. 19.5. 1970. Bróðir Hólmfríðar er Björn Helgi Ófeigsson, f. 18.12. 1951, bóndi á Reykjaborg í Skagafirði. Foreldrar Hólmfríðar voru Lieselotte Heucke, f. 2.12. 1918, d. 26.1. 1972, húsmóðir á Reykjaborg í Skagafirði, og Ófeigur Egill Helgason, f. 26.10. 1903, d. 13.7. 1985, bóndi á sama stað. Þau gengu í hjónaband 6.8. 1949. Úr frændgarði Hólmfríðar Ófeigsdóttur Hólmfríður Ófeigsdóttir Ófeigur Helgason bóndi á Reykjaborg í Skagafirði Helgi Björnsson bóndi á Ánastöðum María Einarsdóttir húsmóðir á Grímsstöðum Björn Jónsson bóndi á Grímsstöðum Hólmfríður Helgadóttir Regína Magnúsdóttir Magnús Jónsson veðurfræðingur Sigurjón Helgason Indriði Sigurjónsson Helga Rós Indriðadóttir óperusöngkona Magnús Sigurjónsson Heiðdís Lilja Magnúsdóttir fjölmiðlakona GuðnýGuðmundsdóttir húsmóðir í Ásmúla Sigurður Sigurðarson bóndi í Ásmúla Margrét Sigurðardóttir húsmóðir á Ánastöðum Bjarni Felixson íþróttafréttamaður Felix Pétursson bókari Sigríður Sigurðardóttir Anna Gottsch kokkur í Werben an der Elbe og víðar Wilhelm Book slátrari í Werben an der Elbe Anna Frieda húsmóðir í Lübeck Wolfgang Heucke fulltrúi í Lübeck Albertina Lantzius húsmóðir í Wismar Kurt Heucke kaupmaður í Wismar Lieselotte Heucke húsmóðir á Reykjaborg í Skagafirði „TVO HAMBORGARA, EINN KAFFIBOLLA OG FÖTU AF VATNI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að geta ekki hætt að kyssast. „KÆRA SPYRÐU HUNDINN, HVERS KONAR HUNDUR ERTU?” VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! HOKKÍ- AÐDÁANDI HVERS VEGNA VILTU TAKA GÁFNAPRÓF? ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ VERA EKKI NÓGU GÁFAÐUR TIL ÞESS AÐ VINNA FYRIR HRÓLF! ÉG VEIT EKKI MEÐ GÁFURNAR EN ÞÚ FÆRÐ A+ FYRIR TRYGGLYNDI! „VIÐ VERÐUM AÐ HALDA ÁFRAM SEINNA – NIÐURHALIÐ ER OF HÆGT.” Á Leirnum rifjar Ólafur Stef-ánsson upp og segir: „Þegar Stephani G. var boðið til Íslands 1917 var gert vel við hann eins og vænta mátti og átti m.a. að flytja honum kvæði. Því máli var hreyft við Matthías Jochumsson sem sat í hárri elli á Akureyri og var einn eftir af gamla þríeykinu. Matthías á að hafa svarað erindinu heldur stuttlega og sagt: „Hann getur ort um sig sjálfur karlhrúturinn!“ Þessi anekdóta kom mér í hug áðan þegar ég tók ómakið af skáld- unum sem ég ljóðaði á og gerði vísu um sjálfan mig eins og Matthías stakk upp á með Stefán:“ Grænkar tekur gróðurvin er gengur hann í sunnanátt, svo Ólafs verður gúrkugin gerjað fyrir seinni slátt. Pétur Stefánsson skrifaði í Leir- inn á þriðjudag: „Það er sólarlaust og þungbúið þessa dagana, alla- vega hér í borginni og sveitunum í kring. Það á eftir að breytast“: Senn við fáum sunnanátt og sólargljá á móa. Greinar trjáa bruma brátt og blómin smáu gróa. Árið 2015 kom út bókin „Fljót er nóttin dag að deyfa“ eftir hinn góð- kunna skagfirska hagyrðing Sigurð Óskarsson í Krossanesi. Nafn bókarinnar er fyrsta hendingin í einni þekktustu vísu hans: Fljót er nóttin dag að deyfa, dimma færist yfir geim. Undir Blesa skröltir skeifa, skyldi hún ekki tolla heim? Tvær af vísum Sigurðar eiga vel við eins og nú árar: Vetur styttist, veður skánar, vaxa brátt hin grænu strá. Nú er hann að hlýna og hlánar, hlátur vaknar bændum hjá. Stöðugt lífsins stríð ég heyi, stöðu margur betri nær. Það er að byrja að birta af degi og betra veður en í gær. Indriði Þorkelsson á Fjalli orti „á mjög ungum aldri“: Guð hinn blíði góða tíð gaf um síðir lýði; senn hin fríða fjallahlíð fer að skrýðast víði. Steingrímur Thorsteinsson orti og kallaði „Öfund“: Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjarna: „Byrgið hana, hún er of björt helvítið að tarna.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Karlhrúturinn og skröltir skeifa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.