Morgunblaðið - 23.04.2020, Qupperneq 62
62 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
FÁST Í BYGGINGA-
VÖRUVERSLUNUM
Bestu undirstöðurnar fyrir
SÓLPALLINN – SUMARHÚSIÐ – GIRÐINGUNA
SÉRHÖNNUÐ TENGISTYKKI
DVERGARNIR R
NAGGUR
H: 120 cm
PURKUR
H: 60 cm
TEITUR
H: 80 cm
ÁLFUR
H: 30 cm
Frábær hönnun, styrkur og
léttleiki tryggja betri
undirstöðu og festu í
jarðvegi.
Skoðið nýju heimasíðuna
islandshus.is
ÖFLUGAR
UNDIRSTÖÐUR
Tónlistarkonan Sólveig Matthildur,
ein liðskvenna Kælunnar Miklu,
hefur sent frá sér smáskífu með
forvitnilegum titli, „Politician … of
Love“, og segir Sólveig að smáskíf-
an sé sú fyrsta af mörgum sem
muni enda með breiðskífu og jafn-
framt fyrsta smáskífan sem hún
sendir frá sér eftir að plata hennar
Constantly in Love kom út. Segist
Sólveig stefna að því að gefa út nýja
smáskífu mánaðarlega þar til
breiðskífan kemur út. „Politici-
an … of Love“ kom þannig til að
Sólveig var að spila með Kælunni
Miklu í Berlín í nóvember árið 2018
og var hún klædd í rauða dragt. Að
loknum tónleikum var hún að tala
við vini sína Kinnat og Dean um ást-
ina og sögðu þau að hún liti út eins
og „politician of love“ eða pólitíkus
ástarinnar. Kinnat er grafískur
hönnuður og bað Sólveigu um að
semja lag með þessum titli svo hún
gæti hannað umslag fyrir smáskíf-
una. Sólveig varð við því, samdi lag
og gaf Kinnat í afmælisgjöf.
„Vinur minn sagði að lagið væri
eins og blanda af Depeche Mode og
ABBA! Það er eiginlega alveg rétt.
Ég er undir mjög miklum áhrifum
af diskó og depurð og mjög glöð að
það skíni í gegn,“ segir Sólveig um
lagið.
Vinkonur Sólveig og gyllt gína.
Hönnuðurinn fékk lag í afmælisgjöf
Leikarinn Víkingur Kristjánsson
var beðinn um að mæla með lista-
verkum sem njóta má í samkomu-
banninu. Ekki stóð á svörum og
flokkaði Víkingur verkin niður í
lesefni, hlaðvörp og tónlist.
„Lesefni: Ég
var svo heppinn
að eiga eftir fjór-
leikinn hans Ein-
ars Kárasonar,
sem hann byggir
á Sturlungu og
hægt er að nálg-
ast í einu bindi
undir heitinu
Óvinafagnaður.
Ég hef verið að
sökkva mér í
þetta efni síðustu vikurnar. Þarna
er dýpt og viska, mannvíg og ástir,
heiður, sæmd og ásælni í auð og
völd. Kemur lítið á óvart að ein-
hverjir hafa sýnt því áhuga að gera
leikna sjónvarpsseríu eða kvik-
mynd byggt á þessum skrifum.
Þetta gæti orðið svo gott á skján-
um. Og Einar Kárason er nátt-
úrlega einn af okkar allra bestu
sagnamönnum, skáld sem á heima á
stalli.
Hlaðvarp: Það er svo mikil
gróska í hlaðvarpsheimum, önnur
hver manneskja
með sinn eigin
þátt og allt að
verða vitlaust.
Mig langar að
mæla með Jon-
athan Goldstein,
en sá kappi hefur
verið í þessum
bransa í fjölda-
mörg ár. Nýjasta
afurð hans er
þættirnir Heavyweight, þar sem
fólk gerir með hans aðstoð upp at-
burði úr fortíð sinni. Annars er líka
gott að slá upp nafni Goldstein á
hlaðvarpsleitarvélum og skoða
eldra efni eftir hann. Hann er mjög
skemmtilegur. Svo hef ég líka
heyrt að íslenska hlaðvarpið Ólík-
indatólið sé mjög frábært.
Tónlist: Þau sem hafa af ein-
hverjum ástæðum misst af tónlist-
inni sem kom úr nýjustu seríu
Hljómskálans, ættu að drífa sig á
Spotify og finna hana þar. Afar
áhugavert samstarf tónlistarfólks
úr ólíkum áttum, sem skellti í lag
fyrir Hljómskálann. Allt mjög gott,
en mitt uppáhalds er óður Prins
Póló og Súkkats til lasagna, og svo
er samstarf Mugisons og GDNR í
einu orði sagt himneskt.“
Mælt með í samkomubanni
Himneskt Samstarf GDRN og Mugison í Hljómskálanum er Víkingi að skapi.
Einar, Goldstein
og Hljómskálinn
Víkingur
Kristjánsson
Einar
Kárason
Frumsýningaráætlanir kvikmynda-
framleiðenda hafa heldur betur
raskast á tímum Covid-19-farsóttar-
innar og nýjustu fréttir að vestan,
frá Hollywood, eru þær að frumsýn-
ingum á nokkrum kvikmynda stóru
kvikmyndaveranna, m.a. Warner
Bros., hafi verið frestað. Þeirra á
meðal er The Batman, kvikmynd
leikstjórans Matt Reeves um Leður-
blökumanninn en til stóð að frum-
sýna hana 25. júní á næsta ári en
þess í stað verður hún frumsýnd 1.
október. Reeves segir að um leið og
hægt verður að halda áfram með
myndina verði hún kláruð í London í
stað þess að flytja tökulið á annan
tökustað. Búið er að taka upp fjórð-
ung myndarinnar.
Keppinautar Warner Bros., kvik-
myndaverin Paramount og 20th
Century Studios, ætla að frumsýna á
svipuðum tíma ónefndar kvikmyndir
sem vonast er til að skili miklu í
miðasölu.
Ofurhetjumyndin The Flash verð-
ur ekki frumsýnd fyrr en 3. júní 2022
og Shazam 2! verður frumsýnd 4.
nóvember 2022 í stað 1. apríl sama
ár. Þá boðar Disney frumsýningu að
hausti 2022 á ónefndri, leikinni ævin-
týramynd, að því er fram kemur í
frétt á vef Deadline.
Kvikmynd Baz Luhrmann um
rokkkónginn Elvis Presley, sem
Tom Hanks mun leika í, átti að
frumsýna 1. október 2021 en hefur
verið frestað um mánuð. Um svipað
leyti mun Disney/Marvel frumsýna
kvikmyndina Doctor Strange in the
Multiverse of Madness og kvikmynd
byggð á þáttunum Sopranos, The
Many Saints of Newark, verður
frumsýnd í mars á næsta ári í stað
25. september á þessu ári. Um svip-
að leyti mun Disney frumsýna
teiknimyndina Raya and the Last
Dragon.
Frumsýningu á nýjustu kvikmynd
leikarans Will Smith, King Richard,
hefur verið frestað um ár en hún átti
að fara fram 25. nóvember á þessu
ári en verður þess í stað haldin 21.
nóvember 2021. Um svipað leyti
verður kvikmynd Paramount, Dun-
geons & Dragons, frumsýnd.
Líkt og í fleiri listgreinum er allt í
uppnámi hjá kvikmyndaframleið-
endum sem þurfa að reiða sig á
miðasölu í kvikmyndahúsum en ekki
streymisveitur eða stafrænar kvik-
myndaleigur. Má því búast við enn
frekari fréttum af frumsýningar-
frestunum á næstu dögum og vikum.
Bið Enn ein kvikmynd um Leðurblökumanninn, The Batman, er væntanleg
og að þessu sinni leikur Robert Pattinson hetjuna. Aðdáendur blökunnar
þurfa að bíða fram til 1. október árið 2021 eftir því að sjá myndina.
Biðin lengist eftir
Leðurblökumanni
Kvikmyndafrumsýningum hefur frestað um allt að ár
Tónlistarfólkið Ingibjörg Fríða
Helgadóttir og Sigurður Ingi Ein-
arsson fléttar saman íslensk þjóð-
lög og sígilda dægursmelli í upp-
hafi sumars í streymi frá Hörpu í
dag klukkan 11. Er það liður í lif-
andi tónlistarstreymi sem Harpa,
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ís-
lenska óperan bjóða upp á klukkan
11 flesta morgna á meðan sam-
komubann varir. Tónleikunum er
streymt á RÚV2, Facebook-síðu
Hörpu, Youtube-rás Hörpu og
menningarvef RÚV.
„Prógrammið bjuggum við upp-
runalega til fyrir ferðamenn í
Hörpu,“ segir Ingibjörg Fríða.
„Þetta er í raun íslensk tónlistar-
saga á hálftíma, frá tvísöng og
þjóðlögum og yfir í list dagsins í
dag. Við höfum verið að flytja þetta
nokkrum sinnum í mánuði, fram að
samkomubanni, en höfum nú lagað
prógrammið að íslenskum áhorf-
endum, með tilheyrandi spjalli milli
laga. Við leikum á ýmis hljóðfæri
og reynum að hafa gaman af
þessu,“ segir hún.
Tilbrigði við tónlistarsögu frá Hörpu
Ljósmynd/GeiriX
Tónlist Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi
hafa síðustu misseri skemmt fólki í Hörpu.
Kvikmyndaleikstjórinn David Lynch segist engan
áhuga hafa á væntanlegri kvikmynd kollega síns
Denis Villeneuve, Dune, en Lynch er leikstjóri
samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1984. Byggð-
ist hún, líkt og mynd Villeneuve, á vísindaskáld-
sögunni Dune eftir Frank Herbert og hlaut held-
ur neikvæðar viðtökur gagnrýnenda. Skal engan
undra að Lynch hafi lítinn áhuga á hinni væntan-
legu kvikmynd þar sem hann var afar ósáttur við
afskipti framleiðenda við gerð hennar og að hafa
ekki fengið fullt listrænt frelsi við gerð hennar.
Langar ekki að sjá Dune
Nei, takk! David Lynch fékk
nóg af Dune á sínum tíma.