Morgunblaðið - 23.04.2020, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2020
Þótt mánudagar eigi að heita hvíld-
ardagar á forseti yfirleitt ekki nema
hluta úr deginum fyrir sjálfa sig. Hún
þarf oft að nota þennan dag til þess
að sinna skrifum af ýmsum toga og
sjálf segist hún þurfa að loka sig af
með reglulegu millibili. Einhverjar
skörpustu andstæðurnar í starfinu
eru annars vegar huglæg vinna sem
þarf að fara fram í einrúmi með mik-
illi einbeitingu, hins vegar að vera
miðdepill athygli
hvar sem hún fer.
Skrifin eru
henni enn jafn-
þung og þau voru
þegar hún tók við
embættinu en
margir aðrir
þættir starfsins
hafa komist upp í
vana og eru því
auðveldari en í
upphafi. Hún segir að fyrstu fjögur
árin hafi verið eins og samfellt próf.
Það hafi kostað stöðuga vinnu að
komast inn í alla þætti starfsins og
hún hafi verið á nálum um að mis-
stíga sig.
Við skulum heyra hvað Vigdísi
Finnbogadóttur finnst um þá ein-
stöku lífsreynslu að hafa orðið fyrsti
þjóðkjörni kvenforseti í heiminum.
„Mikið af lífi mínu hefur verið eins
og spennandi skáldsaga og mér finnst
framtíðin vera það líka. Samt kvíði ég
stundum fyrir því ókomna. Ég veit
um ákveðnar stiklur og kvíði fyrir eða
hlakka til að tylla á þær tánum. En
það er aldrei hægt að vita nákvæm-
lega hvernig fer og hvort maður
verður votur í fætur af því að stíga á
stikluna.
Hitt er annað mál að ég hefði aldr-
ei tekist á við þetta starf, að vera for-
seti, og heldur ekki leikhússtjóri, ef
ég væri þannig að ég setti mér fram-
tíðina fyrir sjónir. Ég bíð bara þang-
að til hún kemur. Það er mergurinn
málsins. Þetta er eins og að lesa
spennandi bók, af því ég er þannig að
ég geri kröfur til lífsins, eins og ég
geri kröfur til góðra bóka. Svo bíð ég
með óþreyju eftir því hvað gerist á
næstu blaðsíðu, með þetta munstur
að baki; það sem þegar hefur gerst.
Við getum notað þetta sem tákn fyrir
árin. Nú veit ég hvað hefur gerst al-
veg fram á blaðsíðu 58.
En á blaðsíðu 57 vissi ég til dæmis
ekkert hvað mundi gerast. Ég vissi
ekki hvort fólkið í landinu vildi að ég
héldi áfram í embætti. Ef mér hefðu
fundist straumar liggja þannig, þá lá
opið fyrir mér að velja hvort ég tæki
þann kost að segja: Nú er við hæfi að
ég hætti og að einhver annar taki við
sem ég efast ekki um að muni vinna
þessari þjóð til heilla.
Það gerðist svo af sjálfu sér eins og
margt annað í mínu lífi að ég ákvað
að halda áfram þriðja kjörtímabilið.
Ég beið átekta hvort það væri ein-
hver andstaða við að ég héldi áfram.
Ég leitaði í huga mínum, hvort ég
hefði orku og hvernig lífsafstaðan
væri. Ég get sagt þetta þannig: Ég sá
því ekkert til fyrirstöðu að ég héldi
áfram. Samt væri ég fullkomlega sátt
við að einhver annar gegndi þessu
starfi.
Ég væri staurblind ef ég sæi ekki
að ég hef verið þjóðinni til mikils
gagns í þessari stöðu. Eða það væri
misskilin hógværð af mér að viður-
kenna það ekki. Það kemur sér vel
fyrir Ísland að menn þekkja mig í út-
löndum og þeir vita að hverju þeir
ganga, ef forsetinn frá Íslandi kemur.
Það er alltaf ákveðin stemmning yfir
því. Enn þykir þetta nokkuð sérstakt
úti í heimi að það skuli vera kona sem
var kosin þjóðhöfðingi hér. Mér er
líka treyst til þess að segja eitthvað
sem hlustað er á.
Ég segi oft frá þeirri niðurstöðu af
fortíðinni sem íslenska þjóðin er.
Menn velta því ekki svo mikið fyrir
sér að þjóðirnar eru niðurstaða for-
tíðarinnar; að það sem gerist núna er
niðurstaða af því sem á undan er
gengið. Ég sé iðulega hvernig hugs-
unin kviknar hjá fólki þegar ég tala
um þetta og að því þykir það ferskt
og spennandi.
Og hugir manna opnast fyrir því
hvernig þessi litla þjóð getur staðið
með sjálfstæða hugsun og sjálfstæðar
skoðanir andspænis þjóðum sem eru
kannski fimmtíu milljónir. Stórþjóðir
eins og Frakkar eru ekkert að velta
því fyrir sér hvað við Íslendingar er-
um fáir, þegar ég tala við þá á jafn-
réttisgrundvelli. Það skiptir ekki máli
hve stór þjóðin er, ef hún hefur sjálf-
stæða hugsun og getur komið henni
til skila. En ég er löngu hætt að segja
að íbúarnir hér séu 250 þúsund, held-
ur segi ég kvartmilljón. Engum finnst
sérstaklega til um það sem smátt er
og enginn hefur áhuga á Íslendingum
fyrir það hvað þeir eru fáir.
Mér er mjög umhugað um ímynd
Íslands út á við og ég vil að það sé
gert meira til þess að upplýsa aðrar
þjóðir um okkur. Mér finnst það vera
hluti af minni vinnu að afsanna það að
hér búi frumstæðir eyjarskeggjar, og
sýna erlendum þjóðum fram á að Ís-
lendingar eru háþróuð menningar-
þjóð. Það er nefnilega svo að enginn
skilur Ísland raunverulega fyrr en
hann kemur hingað.
Ég lít svo á að við höfum allt á Ís-
landi: Mér dettur stundum í hug
„míníatúrsafnið“ (smámyndasafnið) í
Genf. Það voru kalvínistarnir sem
gerðu þessar ótrúlega fíngerðu
myndir. Þótt þær séu svona litlar, þá
eru öll blæbrigði á þeim, eins og mér
finnst líka vera í íslenska „míníatúr-
þjóðfélaginu“. Hitt er svo annað mál
að við höfum ekki að öllu leyti sama
aga og sömu leikni, og þar af leiðandi
ekki sama styrk og aðrar þjóðir, af
því að við höfum verið svo stutt í
borgaralegri menningu.
Og eitt vantar okkur tilfinnanlega
á Íslandi. Það er að skilgreina okkur
sjálf og þjóðfélagið. Mér finnst Ís-
lendingar ekki fara djúpt í að skilja
hverjir þeir eru en slík skilgreining
er nauðsynleg til þess að fólk átti sig.
Það þarf til dæmis að fá svar við
spurningunni um á hvaða mennt-
unarstigi við erum miðað við aðrar
þjóðir. Það er á þessu sviði sem ég
hef mestar áhyggjur af Íslendingum.
Ég er hrædd um að börnum og ung-
lingum hér á landi sé ekki kennt frá
blautu barnsbeini að gera kröfur til
sjálfra sín í námi. Og ef litið er á það
fé sem veitt er til menntamála hér á
landi þá er alveg ljóst að Íslendingar
standa höllum fæti miðað við þjóð-
irnar sem þeir þurfa að bera sig sam-
an við.“
Ein af uppáhaldsspurningum
blaðamanna til Vigdísar forseta er sú
hvernig sé að vera kona í forsetaemb-
ætti. Hún hefur einhvern tímann
svarað á þá leið að hún hafi aldrei
verið karlmaður, svo hún geti því
miður ekki sagt til um það. En hún er
á því að það sé mjög augljós munur á
afstöðu kynjanna til þess sem þau
taka sér fyrir hendur: „Konur eiga
ekki gott með að hella sér út í verkin
og láta svo ráðast hvernig fer, eins og
karlmenn eiga til að gera. Mér finnst
ég oft verða vör við vanmetakennd
hjá konum og þar er ég sjálf engin
undantekning. Ég þarf að beita mig
hörku til að slá á vanmetakenndina
sem okkur kvenfólkinu er innrætt í
uppeldinu.
Mér finnst ég á ýmsan hátt hafa
liðið fyrir það á ævinni að ég er kven-
maður. Ég hef oft hugsað hvernig líf-
ið hefði gengið fram ef ég hefði verið
karlmaður. Auðvitað hefði ég haft
þessa sömu orku en ég hefði nálgast
viðfangsefni á allt, allt annan hátt.
Eftir uppeldið hefði ég haft svipaða
lífsskoðun og svipaðan metnað. Ég
hefði sennilega orðið einhvers konar
húmanisti. Samt hefði ég orðið mjög
ólík því sem ég er, á þann hátt að ég
hefði orðið miklu öruggari með mig.
Það er satt að segja hvorki þekking
né öryggi í framkomu sem bjargar
mér, heldur það að á ákveðnum
augnablikum hef ég einhvers konar
útgeislun.“
Eins og spennandi skáldsaga
Bókarkafli | Bókin Ein á forsetavakt eftir Stein-
unni Sigurðardóttur kom fyrst út haustið 1988 og
vakti mikla athygli, enda fengu landsmenn þar í
fyrsta sinn innsýn í dagleg störf forsetans. Hún
hefur nú verið gefin út að nýju lítillega endur-
skoðuð og með nýjum formála og eftirmála höf-
undar í tilefni af níræðisafmæli Vigdísar Finn-
bogadóttur og því að 40 ár eru frá því að hún var
kjörin forseti Íslands.
Útgeislun Vigdís Finnbogadóttir hyllt á svölum heimilis síns eftir að hafa verið kjörin forseti Íslands, 1980.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞURR AUGU?
Náttúruleg vörn gegn augnþurrki
Trehalósi kemur
á jafnvægi og
verndar frumur
hornhimnunnar
Inniheldur
trehalósa
úr náttúrunni
Hýalurónsýra
smyr og gefur
langvarandi raka
Sérstaklega milt
fyrir augun
Án rotvarnarefna
Tvöföld
virkni- sex sinnumlengri ending
Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslun Grandagarði og Glæsibæ, 5. hæð