Fréttablaðið - 26.08.2020, Page 2

Fréttablaðið - 26.08.2020, Page 2
Þegar námsbók í hefðbundnu formi er farin að kosta vel yfir 15 þúsund krónur leita náms- menn einfaldlega annarra leiða. Sigurður Pálsson, verkefnastjóri hjá Heimkaupum Veður Hægviðri eða hafgola. Bjart með köflum í dag, en sums staðar þoku- bakkar við sjávarsíðuna og stöku síðdegisskúrir um austanvert landið. SJÁ SÍÐU 16 - síðan 1986 - Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími: 568 67 55 alfaborg.is SAMFÉLAG Óttarr Proppé, versl- unarstjóri Bóksölu stúdenta, segir bóksölu fara nokkuð vel af stað nú í upphafi annar en nám í háskólum landsins er að hefjast um þessar mundir þrátt fyrir fjölda- og fjar- lægðartakmarkanir vegna kórón- aveirufaraldursins. „Við finnum samt breytingu á því að nemendur eru minna í húsi en í venjulegu ári. Nemendur skila sér á öðrum tímum en venjulega og vefverslun á boksala.is er sennilega þreföld miðað við fyrri ár,“ segir Óttarr. Í háskólum landsins er skólastarf heimilt svo lengi sem hægt sé að tryggja að nemendur og starfsfólk geti haft einn metra á milli sín og skylda er að nota grímur sé ekki hægt að framfylgja þeirri reglu, til að mynda við verklega kennslu. Þá skulu sameiginlegir snertif letir sótthreinsaðir minnst einu sinni á dag og huga skal vel að einstaklings- sóttvörnum. Sigurður Pálsson, verkefnastjóri hjá Heimkaupum, segir faraldurinn hafa haft áhrif á sölu námsbóka hjá fyrirtækinu og að tala megi um sprengingu í sölu raf bóka. Þá segir hann raf bókavæðingu vera að eiga sér stað í háskólum. „Það er einfaldlega það sem er að gerast núna,“ segir hann og bætir við að um sex þúsund titlar raf- rænna námsbóka séu í boði og að einnig sé hægt að leigja bækurnar til styttri tíma. „Þegar námsbók í hefðbundnu formi er farin að kosta vel yfir 15 þúsund krónur leita námsmenn einfaldlega annarra leiða og margir sleppa því jafnvel að kaupa bókina sökum mikils kostnaðar. Hjá Heim- kaup geta námsmenn fundið sömu bók í raf bókarformi á mun lægra verði ásamt því að unnt er að lækka kostnaðinn enn frekar með því að leigja bókina yfir skemmri tíma,“ segir Sigurður. Þá séu nemendur einnig með- vitaðri um umhverfið og kjósi því raf bækur umfram þær prentuðu, ásamt því að tæknilegir möguleikar við lestur raf bóka séu fjölmargir. Óttarr segist upplifa það að nem- endur séu opnari fyrir því að nýta rafbækur í námi sínu og að þróunin sé í takt við það sem þekkist í lönd- unum í kringum okkur. „Við sjáum hægt og sígandi aukningu en þó eru raf bækur enn þá aðeins lítill hluti af seldum bókum. Flestir nemendur virðast kjósa bækur á prentuðu formi og enn þá er mesta úrvalið af fáanlegum útgáfum á pappír,“ segir hann. Óttarr segir enn fleiri nemendur og kennara opna fyrir þeirri tækni sem felst í notkun raf bóka við kennslu. „Það er mikil aukning í því að stórar námsbækur á háskólastigi séu tengdar gagnabönkum með við- bótarupplýsingum, æfingaprófum og þvíumlíku,“ segir hann. „Við sjáum að f leiri kennarar og nemendur eru að nýta sér slíkt. Þá er gjarnan boðið upp á hvort sem er pappírs- eða rafræna útgáfu af bók- inni auk aðgangs að sérstöku gagna- svæði.“ birnadrofn@frettabladid.is Rafbækur að verða vinsælli í háskólum Nám í háskólum er að hefjast þrátt fyrir fjölda- og fjarlægðartakmarkanir. Sala á námsbókum fer vel af stað og vinsældir rafbóka aukast við nám í há- skólum. Verkefnastjóri hjá Heimkaupum segir sprengingu í sölu slíkra bóka. Óttarr Proppé segir vinsældir rafbóka vera að aukast. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Franska snekkjan séð frá Frakkastíg Lúxussnekkjan Le Bellot séð frá Frakkastígnum. Snekkjunni er siglt í kringum landið en að ferðunum standa GB ferðir og franska skipafélagið Ponant. Le Bellot tekur 184 farþega og 112 áhafnarmeðlimi en vikudvöl um borð kostar um það bil 650 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI REYK JAVÍK Enn er óráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum borgarinnar og um fjörutíu stöðu- gildi í 36 grunnskólum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frí- stundasviðs, segir stöðu ráðninga á leikskólum vonbrigði. „Við héldum að það myndi ganga betur að ráða inn í leikskólana miðað við atvinnuástandið,“ segir Helgi og bætir við að staðan sé ólík á milli skóla. „Sumir leikskólanna eru fullmannaðir á meðan aðrir eru í töluverðum vandræðum.“ Þá segir hann að ráðist verði í auglýsingar og kynningar til að fylla í laus stöðugildi. „Þetta er staða sem við höfum þekkt árum saman en við vorum einlæglega að vona að þetta myndi ganga betur núna. Ef við náum ekki að ráða inn í tiltekna leikskóla getur það hægt á innritun í þá skóla, því miður,“ segir Helgi. Þá segir hann að betur haf i gengið að ráða í störf á frístunda- heimilum og sértækum félags- miðstöðvum í ár en í fyrra. Búið er að ráða í 80 prósent stöðugilda miðað við 78 prósent á sama tíma í fyrra. „Unga fólkið er margt enn að bíða eftir stundatöf lum úr háskól- unum en það gengur gríðarlega vel að manna og það hrúgast inn umsóknir,“ segir Helgi. Hann segir að enn streymi inn beiðnir um veru á frístundaheim- ilum borgarinnar svo ekki sé ljóst hversu mörg stöðugildi þurfi að fylla. „Við erum bjartsýn í frístund- inni og gerum ráð fyrir því að við náum að manna að langmestu eða fullu leyti á leikskólunum þó að það geti orðið einhver töf á.“ – bdj Illa gengur að manna leikskóla  Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur- borgar FLUG Rekstrarkostnaður Airbus H225 þyrlu eins og Landhelgis- gæslan notar er tæpar 500 þúsund krónur á hverja f lugstund sam- kvæmt reiknivélinni ACC. Þá er ótalin þyrluleigan en nýir samn- ingar árið 2019 hljóðuðu upp á 340 þúsund krónur á f lugstund. Þyrluferðir dómsmálaráðherra með Landhelgisgæslunni hafa verið gagnrýndar sem bruðl en Georg Lárusson, forstjóri, hefur sagt engan aukakostnað fylgja. Erfitt hefur reynst að fá tölur um hvað ferð- irnar kostuðu. Miðað við skýrslu ráðuneytisins frá árinu 2016 um þyrlukaup var heildarkostnaður- inn við flotann árið 2014 tæpur 1,7 milljarður og flugtímarnir 830. Eða rúmlega 2 milljónir króna á hverja flugstund. – khg Þyrluflugið dýrt Nýir leigusamningar árið 2019 hljóðuðu upp á 340 þúsund krónur á flugstund. 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.