Fréttablaðið - 26.08.2020, Qupperneq 9
Það má með sanni segja að
umhverfi blómaverslana sé
undarlegt. Hvorki innlendir
birgjar né ríkisvaldið virðist
hafa áhuga á að þær séu
starfandi.
Sennilegast eru fáir sem heim-sækja blómaverslanir daglega en þeim virðist þó hafa fjölgað
sem kaupa blóm og plöntur í því
skyni að fegra heimilið eða gleðja
aðra. Ég leyfi mér að halda því fram
að minningar manna um ferðir í
blómaverslanir snúi fyrst og fremst
að ferðum í litlar og huggulegar
blómaverslanir sem eru reknar af
fólki sem er annt um blóm og
plöntur og hefur mikla þekkingu
á hvernig ber að setja þær fram og
annast þær. Flestar blómaversl-
anir eru litlar, oft einstaklings- eða
fjölskyldufyrirtæki. Blóm gleðja
og starfsfólk blómaverslana eyðir
starfsorkunni í að gera einmitt það
að verkum, að við gleðjumst.
Grunnrekstur blómaverslunar er
ekki margbrotinn. Viðskiptavinir
sækja þangað blóm og plöntur og
e.t.v. gjafavörur og tækifæriskort.
Það er tilvistarforsenda blómaversl-
ana að meginsöluvörurnar séu til
staðar. Söluvörurnar eru í eðli sínu
ferskvörur og eðlilega hafa blóma-
verslanir sóst eftir því að bjóða
upp á vörur sem eru framleiddar á
Íslandi.
Hvaðan koma blómin
og plönturnar?
Eitt sinn gátu blómaverslanir keypt
vörur beint frá bónda en það er ekki
lengur hægt. Vilji blómaverslanir
hafa íslenskar vörur á boðstólum
þurfa þær að kaupa þær í tveimur
blómaheildverslunum. Hjá þeim
mæta blómaverslanir oft afgangi.
Fyrir stóra viðskiptadaga eins og
konudaginn hefur þeim jafnvel
aðeins staðið til boða fyrirfram-
ákveðinn og mjög smár skammtur
af söluvörum.
Auðvitað gerist það reglulega í
viðskiptum að viðskiptavilji dvínar
og við því bregðast menn oft með
því að beina viðskiptunum annað.
Vegna stöðunnar geta blómaversl-
anir aðeins snúið sér til erlendra
birgja. En í innflutningnum er enn
eina hindrunina að finna, þau blóm
og plöntur sem blómaverslanir
þurfa á að halda bera afar háa skatta.
Hlutur ríkisins í gleðinni
Ég held að fæstir geri sér grein fyrir
því að þegar þeir kaupa eina rós í
blómaverslun þá hefur verslunin
e.t.v. þegar greitt nálega 150 kr. í
tolla og virðisaukaskatt af blómi
sem kostaði 80 kr. í innkaupum.
Enn ýktari dæmi mætti taka, sum
blóm kosta 25 kr. í innkaupum en
hið opinbera hefur fengið nálega
130 kr. þegar varan er boðin til sölu.
Svona hefur þetta að megin-
stefnu verið í tuttugu og fimm ár
hið minnsta. Ríkisvaldið ákvað að
innlendir blóma- og plöntufram-
leiðendur skyldu njóta verndar fyrir
samkeppni erlendis frá. Verndin er
í formi svo hárra tolla að enginn
kemst yfir nema fuglinn fljúgandi.
Á þessum tíma hefur hins vegar
margt breyst. Neytendur vilja allt
önnur blóm og plöntur, innlendum
framleiðendum hefur fækkað veru-
lega, blómaverslunum hefur fækkað,
aðrar verslanir en blómaverslanir
eru með blóm á boðstólum, blóma-
verslanir geta ekki lengur keypt
beint af bónda og heildsölurnar ráða
ferðinni.
Tvær kylfur og engin gulrót
Ekki hafa orðið teljandi breytingar
á tollum af blómum og plöntum.
Þegar gerðir hafa verið fríverslunar-
samningar virðist þess jafnan hafa
verið gætt að blómaverslanir og við-
skiptavinir þeirra njóti ekki góðs af
þeim. Þegar alþjóðasamfélagið felldi
niður tolla af vörum sem koma frá
fátækustu ríkjum heims var gengið
sérstaklega úr skugga um íbúar
þeirra kæmust ekki upp með að selja
blómaverslunum afskorin blóm á
hagstæðu verði.
Það má með sanni segja að
umhverfi blómaverslana sé undar-
legt. Hvorki innlendir birgjar né
ríkisvaldið virðist hafa áhuga á að
þær séu starfandi. Viðskiptavilji
getur verið sveiflukenndur enda eru
menn stundum dyntóttir. Afstaða
ríkisvaldsins hefur hins vegar verið
óbreytanleg og ósanngjörn.
Af blómaverslunum, dyntóttum
mönnum og óbreytanlegum ríkisvilja
Benedikt S.
Benediktsson
lögfræð-
ingur Samtaka
verslunar og
þjónustu
Sérstætt er, en ekki óviðbúið, að heimsfaraldurinn hefur kallað fram siðfræði- og heim-
spekiumræður óvenju margra um
flestar hliðar mjög mikilvægs hug-
taks. Það er raunar svo margþætt,
umdeilt og víðfeðmt að menn hafa
glímt við það öldum saman. Auð-
vitað á ég við frelsið; einn horn-
stein samfélagsins og lýðræðisins
sem við höfum þróað. Við skil-
greinum það í samræmi við sjálf-
mótaðar lífsskoðanir, eigið upp-
eldi, og reynslu og/eða kenningar
og hugmyndafræði sem okkur
hugnast. Höfum skilgreint hugtök
eins og tjáningarfrelsi, félagafrelsi,
atvinnufrelsi og ferðafrelsi. Mátað
þau við raunveruleikann, óskir
okkar eða væntingar. Samið lög
og reglur sem ýmist auka frelsi eða
takmarka það, enda starfa samfélög
þjóða á þann hátt og hafa lengi gert.
Þannig tengjast stjórnmál frelsinu.
Náttúran, einkum ótemjanlegir
ferlar hennar, fylgir ekki umræð-
unni um frelsi. Hana varðar, jafn
laus og hún er við vitund sem mót-
unaraf l á jörðinni, ekki nokkurn
skapaðan hlut um frelsi mannsins.
Náttúruvá, sem við verðum að
bregðast við, er hluti af bæði líf-
rænni og ólífrænni náttúru, allt frá
óveðri og eldgosi til engisprettu-,
veiru- eða bakteríufaraldurs. Oft
tekst að verjast vánni, reyndar
misvel, en stundum aðeins unnt
að beygja sig og bíða átekta.
COVID-19 faraldurinn fellur í
fyrri f lokkinn og er illviðráðan-
legur í bili og hættulegur. Þar með
verður til áhætta: hætta á að hann
taki að geisa lítt heftur, hætta á að
margir tugir eða enn f leiri látist
og hætta á að samfélagsstarfsemi
stöðvist umfram það sem við
þolum. Áhættuna meta greiðast
og réttast þeir sem hana þekkja
best. Hún er vegin á móti frelsinu,
efnahagsstöðunni, velferðinni og
heilbrigði hópa sem standa frammi
fyrir mismunandi mikilli hættu af
veirunni. Til þessa hefur stjórn-
völdum í meginatriðum heppnast
að taka ákvarðanir eftir ráðlegg-
ingar sérfræðinga og komist bil
beggja af ábyrgð. Allir vita að
frelsi raungerist ekki án ábyrgðar.
Ég tel að meirihluti landsmanna
samþykki það, umgangist frelsið
frammi fyrir veirunni af ábyrgð,
taki á sig efnahagslegar byrðar
og sýni af sér samstöðu sem er
lykilatriði. Gagnrýni er þörf en
þar blasir við að þungu orðin um
ónægt frelsi, vega miklu minna en
samstaða landsmanna. Þess vegna
næst ágætur árangur, eins þótt við
gætum þurft að lifa með veirunni
næstu misseri.
Áhættan, ábyrgðin og frelsið
Ari Trausti
Guðmundsson
þingmaður
Vinstri grænna
105
KOFFÍNVATN
330 ML
149
KR/STK
452 KR/L
NÓA
EITT SETT
30 G
149
KR/STK
4967 KR/KG
SNICKERS
CLASSIC
80 G
99
KR/STK
1980 KR/KG
TOPPUR
DÓS - 330 ML
129
KR/STK
391 KR/L
KLAKI
BLÁR/GRÆNN
500 ML
149
KR/STK
298 KR/L
STJÖRNU
POPP/OSTAPOPP
90/100 G
249
KR/STK
2490/2767 KR/KG
Náttúran, einkum ótemjan-
legir ferlar hennar, fylgir
ekki umræðunni um frelsi.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0