Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.08.2020, Blaðsíða 18
Traust hagstjórn hefur leitt til þess að Ísland hefur burði til að standa af sér COVID-krís- una betur en mörg saman- burðarríki. Mark Dowding, yfirfjárfestinga- stjóri BlueBay Asset Manage- ment BlueBay Asset Manage-ment, eitt stærsta sér-hæfða skuldabréfastýr-ingarfyrirtæki Evrópu, var á meðal þeirra sem seldu ríkisskuldabréf í síðustu viku, samkvæmt heim- ildum Markaðarins. Salan knúði fram umfangsmestu gjaldeyrissölu Seðlabanka Íslands á einni viku frá fjármálahruninu. Töluverð velta var á gjaldeyris- markaðinum í síðustu viku, alls 19 milljarðar króna, eftir að stjórn- völd tilkynntu um hertar aðgerðir á landamærunum. Til þess að sporna gegn veikingu krónunnar seldi Seðlabankinn gjaldeyri fyrir 10,7 milljarða króna, sem nemur meira en einni prósentu af gjaldeyrisforð- anum. Sem fyrr segir er þetta umfangs- mesta gjaldeyrissala Seðlabankans á einni viku frá árinu 2008. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur Seðlabankinn haldið áfram að selja gjaldeyri í þessari viku. Inngripin komu þó ekki algjör- lega í veg fyrir gengisveikingu en krónan hefur veikst um rúmlega eitt prósent gagnvart evru frá því að tilkynnt var um hertar aðgerðir föstudaginn 14. ágúst. Gengið hefur veikst um meira en 19 prósent frá byrjun febrúar. Samkvæmt heimildum Markað- arins má rekja gjaldeyrisveltuna til sölu erlendra skuldabréfaeigenda á íslenskum ríkisskuldabréfum og var BlueBay, sem er einn stærsti eigandi íslenskra ríkisskuldabréfa, á meðal þeirra. Fyrirtækið er þó enn með verulega stöðu í íslenskum ríkisskuldabréfum. Skuldabréfasalan – en erlendu sjóðirnir voru einkum að selja óverðtryggða ríkisskuldabréfa- f lokkinn sem er á gjalddaga árið 2025 – olli því að ávöxtunarkrafa bréfanna hækkaði í síðustu viku um liðlega 30 punkta. Þá hækkuðu verðbólguvæntingar fjárfesta að sama skapi. Mark Dowding, yfirfjárfestinga- stjóri BlueBay, segist ekki geta tjáð sig um hvort fyrirtækið hafi selt íslensk ríkisskuldabréf í síðustu viku. Spurður hvernig fyrirtækið meti stöðuna á Íslandi segir hann að undirstöður hagkerfisins séu sterkar. „Traust hagstjórn hefur leitt til þess að Ísland hefur burði til að standa af sér COVID-krísuna betur en mörg samanburðarríki. Til skamms og meðallangs tíma verður ferðaþjónustan fyrir nei- Sala ríkisbréfa þrýsti á Seðlabankann BlueBay Asset Management var á meðal þeirra sem seldu skuldabréf í síðustu viku. Enn með stóra stöðu og yfirfjárfestingastjórinn segir undirstöðurnar traustar. Knúðu fram mikla gjaldeyrissölu hjá Seðlabankanum. Spurningar vakna um stefnu bankans. Sjóðir á vegum BluBay hófu innreið sína á íslenskan skuldabréfamarkað árið 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir að eigendur skrif-stofurýmis í miðbænum þurfi að hefja samtal við skipu- lagsyfirvöld um að fá heimild til þess að breyta skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Þannig verði hægt að bregðast við því mikla framboði skrifstofuhúsnæðis sem er í far- vatninu. „Við og aðrir sem eiga í hlut þurf- um að taka samtal við skipulags- yfirvöld í borginni um að fá heimild fyrir breyttri notkun á húsnæði,“ segir Guðjón. Eins og fram kom í umfjöllun Markaðarins um miðjan ágúst er útlit fyrir að framboð skrif- stofuhúsnæðis í miðborginni muni aukast um meira en 40 þúsund fer- metra á næstu árum. „Það er ekki líklegt að þessir tugir þúsunda fermetra af skrifstofurými sem losna við flutning Landsbank- ans, f lutning á skrifstofum Alþingis og uppbyggingu á nýju húsnæði, muni fyllast auðveldlega. Það væri mjög slæmt fyrir borgina og alla hluteigandi ef langan tíma tæki að koma þessum fermetrum í vinnu.“ Stóran hluta má rekja til upp- byggingar á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans við Austurhöfn. Uppbyggingin gerir bankanum kleift að komast úr 21 þúsund fer- metra skrifstofurými í 10 þúsund fermetra. Þannig mun losna um verulegt rými þegar bankinn flytur starfsemina en verklok eru áætluð árið 2022. Nýja húsnæðið við Austurhöfn mun spanna 16.500 fermetra. Landsbankinn gerir ráð fyrir að nýta 60 prósent hússins, eða um 10 þúsund fermetra, en leigja frá sér eða selja um 40 prósent, eða um 6.500 fermetra. Þá var fyrsta skóf lustungan að nýbyggingu fyrir skrifstofur Alþing- is tekin fyrr á þessu ári. Alþingi hefur um árabil leigt aðstöðu, sem nemur um 4.500 fermetrum og er að mestu leyti í eigu Reita, fyrir starf- semi sína í nokkrum húsum við Austurstræti. Haft var eftir Garðari Hannesi Friðjónssyni, forstjóra Eikar fast- eignafélags, í umfjöllun Markaðar- ins, að Eik gæti brugðist við breytt- um aðstæðum á markaði með því að umbreyta eignum sínum og notk- unarmöguleikum þeirra. Til dæmis með því að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. „Það er ekki úti- lokað að það verði breytt notkun á eignum okkar niðri í bæ.“ Á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins er nú unnið að gerð frumat- hugunar vegna nýs deiliskipulags á Stjórnarráðsreitnum sem markast af Skúlagötu, Klapparstíg, Lindar- götu og Ingólfsstræti. Samkvæmt svari frá forsætis- ráðuneytinu er gert er ráð fyrir því að öllum ráðuneytum að undan- skildu forsætisráðuneyti verði komið fyrir á reitnum. Einnig að þar verði húsnæði fyrir stofnanir ríkisins, dómstóla, þjónustu og stoðþjónustu. Fyrsti áfangi þessa verkefnis er flutningur heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytis í fyrrum húsnæði Hafrannsóknastofnunar að Skúlagötu 4, sem er áætlaður fyrri hluta ársins 2022. Eins og í til- felli Landsbankans, mun losna um verulegt skrifstofurými við þessa flutninga. – þfh Ekki auðvelt að fylla skrifstofurýmið sem losnar í miðborginni Það væri mjög slæmt fyrir borgina og alla hluteigandi ef langan tíma tæki að koma þessum fermetrum í vinnu. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita ✿ Sala SÍ á gjaldeyri í síðustu viku (m.kr.) 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 mán þrið mið fim fös kvæðum áhrifum, þó að það eigi að vísu einnig við um mörg önnur lönd,“ segir Dowding í samtali við Markaðinn. Þrátt fyrir að ferða- þjónustan hafi verið mikilvægur þáttur í hagvexti síðustu ára muni atvinnugreinar eins og sjávarút- vegur og stóriðja verða fyrir minna höggi og halda áfram að tryggja við- skiptaafgang við útlönd. „Verðbólga ætti að haldast í skefjum og það er svigrúm hjá Seðlabankanum til að lækka vexti enn frekar ef þess er þörf. Veiking krónunnar ætti einnig að styðja við hagvöxt, segir Dowding. Sjóðir á vegum BlueBay hófu inn- reið sína á íslenskan skuldabréfa- markað árið 2015 og bættu töluvert við stöðu sína á fyrra hluta síðasta árs, eins og greint var frá í Markað- inum. Dowding segir að áform inn- lendra fjárfesta um að halda áfram að fjárfesta erlendis – og vísar þá væntanlega til íslenskra lífeyris- sjóða – gæti minnkað svigrúm fyrir gengisstyrkingu. „Það getur að ein- hverju leyti takmarkað fjárfestingar frá erlendum sjóðum sem reyna að flýja ofurlága ávöxtun á evrusvæð- inu,“ segir Dowding. „Sterkar undirstöður hagkerfisins og uppbyggileg þátttaka í tengslum við UFS-þætti, gera það hins vegar að verkum að Ísland ætti áfram að vera álitlegur áfangastaður fyrir fjármagn ef horft er til meðallangs tíma,“ segir Dowding. Umhverfis- legir og félagslegir þættir og stjórnar- hættir (UFS) eru viðmið sem fjárfest- ar nota til að meta fjárfestingar út frá aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga. Býst við útskýringum Seðlabankinn mun tilkynna og gera grein fyrir vaxtaákvörðun peninga- stefnunefndar í dag. Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, býst við að stjórn- endur bankans muni einnig þurfa að gera grein fyrir gjaldeyrisinn- gripunum. „Miðað við hreyfingarnar undan- farna daga þá veltir maður fyrir sér hvort þetta sé ákveðin stefnu- breyting og það verður forvitnilegt að heyra í peningastefnunefnd. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að Seðla- bankinn sé að sporna gegn frekari gengisveikingu vegna versnandi verðbólguhorfa. Krónan hefur gefið eftir, húsnæðismarkaðurinn er sterkur og verðbólgan hefur aukist hraðar og umfram væntingar,“ segir Erna Björg. „Sé það raunin er það á skjön við yfirlýst markmið um inngrip á gjaldeyrismarkaði, sem er að koma í veg fyrir óhóf legar sveif lur og spír almyndun á markaðinum. Það verður áhugavert að heyra skýringar stjórnenda Seðlabankans á því hvað hafi legið að baki þessum inn- gripum og hvort vænta megi þess að Seðlabankinn verði virkari á gjald- eyrismarkaði í haust.“ Frá því í ársbyrjun 2017, þegar gjaldeyrisinngripastefna Seðla- bankans var endurskoðuð eftir stór- felld kaup á gjaldeyri árin á undan, hefur meginmarkmið stefnunnar verið að minnka skammtímasveifl- ur á gengi krónunnar. Seðlabankinn greip inn í gjald- eyrismarkaðinn tíu sinnum í mars og apríl á þessu ári, til að stemma stigu við snarpri gengisveikingu krónunnar, þegar hann seldi gjald- eyri fyrir krónur fyrir samtals um 17 milljarða. Um mánaðamót maí og júní keypti hann síðan gjaldeyri fyrir um sex milljarða til þess að vinna gegn mikilli gengisstyrkingu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í viðtali við Markaðinn um miðjan júní að lykilatriði í því að halda vaxtastigi lágu til frambúðar væri að halda verðbólgu í skefjum og verðbólguvæntingum lágum. Í því samhengi skipti höfuðmáli að halda gjaldeyrismarkaðinum stöðugum. Þá væri mikilvægt að jafnvægi á gjaldeyrismarkaðinum raskaðist ekki yfir sumarið þegar veltan er fremur lítil. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.