Fréttablaðið - 26.08.2020, Síða 20

Fréttablaðið - 26.08.2020, Síða 20
67 skortstöður voru teknar frá í mars og út júní. 3% vaxtaálag er það sem íslenskir bankar þurfa til að ná tíu prósenta arðsemi á eigið fé vegna þyngjandi, séríslenskra gjalda. Erlend- um bönkum, sem eru lausir við slíkar kvaðir, nægja tæp tvö prósent í vaxtálag til að ná sömu arðsemi. Þetta þýðir þá að við þurfum að fá fleira fólk inn sem þarf að þjálfa upp og það kemur niður á afköstum. Við gætum þurft að bæta nokkr- um dögum við sláturtíðina, auka yfirvinnu og jafnvel slátra á laugardögum. Steinþór Skúlason, forstjóri SS Nýsjálenskir atvinnu-slátrarar sem lagt hafa leið sína hing-að til lands á hverju ári til að vinna við sláturtíð á Íslandi eiga ekki heimangengt í ár. Því þarf að ráða meira af ófaglærðu íhlaupa- vinnuafli til að starfa við íslensku sláturtíðina sem hefst í næstu viku. Þrátt fyrir að horfur í atvinnu- málum á Íslandi með haustinu séu slæmar hefur áhugi Íslendinga á þátttöku í sláturtíð lítið glæðst á þessu ári. Líkt og undanfarin ár mun talsverður fjöldi fólks ferðast til landsins til að vinna í íslenskum sláturhúsum á næstu dögum og snúa svo aftur til síns heima að sláturtíð lokinni. Sláturtíð hefst í byrjun septem- ber og stendur fram í október. Áður fyrr tíðkaðist að fólk sem búsett var í sveitum landsins  ferðaðist til þéttbýlisstaða til að taka þátt í sláturtíðinni, sem stendur yfir í um það bil einn og hálfan mánuð. Framboð slíks vinnuaf ls er ekki mikið nú til dags og því hafa íslensk sláturhús jafnan mannað sláturtíð með erlendu vinnuafli. Er þar um að ræða ólíka hópa. Til að mynda fagmenn við slátrun sem ferðast um heiminn og vinna á miklum afköstum. Nýsjálendingarnir sem jafnan hafa komið hingað tilheyra þeim hópi, en sauðfjárrækt er stór atvinnuvegur á Nýja-Sjálandi. Einnig er um að ræða ófaglært vinnuaf l sem kemur til landsins gagngert til að taka þátt í sláturtíð og fer svo aftur til síns heima. Þriðji hópurinn er svo erlendir ríkisborg- arar sem búa hér á landi og nýta sumarleyfi sín frá vinnu til að taka til hendinni í sláturhúsum. „Flest sláturhús hér á landi hafa verið með lykilstarfsmenn frá Nýja- Sjálandi en þeir geta ekki ferðast núna,“ segir Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. „Þetta þýðir þá að við þurfum að fá fleira fólk inn sem þarf að þjálfa upp og það kemur niður á af köstum. Við gætum þurft að bæta nokkrum dögum við sláturtíðina, auka yfir- vinnu og jafnvel slátra á laugar- dögum,“ segir hann. Steinþór segir að SS hafi marg- auglýst eftir starfsfólki hér á landi í sumar en lítið hafi komið út úr því. „Það hefur eitthvað verið meira um Íslendinga sem gefa kost á sér en áður, en það er ekki mikið,“ en um 120 störf verða til hjá SS í slátur- tíð. Hann bendir einnig á að störf í sláturhúsi séu ekki fyrir hvern sem er. Um sé að ræða líkamlega erfiða vinnu: „En engu að síður eru þetta ágætir tekjumöguleikar með yfir- vinnu og ýmsum premíum. Þar að auki er líka frítt fæði fyrir starfs- menn sláturhússins. Svo myndast of t skemmtileg t andr úmslof t meðal fólksins, þetta er ákveðin vertíðarstemning.“ Steinþór segir að 75 til 80 prósent vinnuaf ls á sláturtíð verði af erlendu bergi brotið í ár. „Það hefur ekki gengið vel síðast- liðin ár að fá Íslendinga til að vinna á sláturtíð og breytingin er ekki mikil í ár, en þó einhver,“ segir Val- gerður Hilmarsdóttir, rekstrarstjóri SAH Afurða á Blönduósi (áður Sölu- félag Austur-Húnavatnssýslu). Að sögn Valgerðar munu um 90 manns ferðast til landsins til að vinna við slátrun hjá fyrirtækinu um nokk- urra vikna skeið. „Mannskapurinn fer bara í þessa fimm daga sóttkví og kemur svo til starfa.“ Örlítið fleiri umsóknir bárust frá Íslendingum í ár miðað við fyrri ár til SAH Afurða, en yfir 90 prósent starfsmanna verða engu að síður farandverka- menn erlendis frá. Gunnlaug ur Eiðsson, f ram- kvæmdastjóri Kjarnafæðis, hefur svipaða sögu að segja. „Það er stað- reynd að það er ekki hægt og hefur ekki verið hægt að manna störf í sláturtíð nema með erlendu starfs- af li. Sem er kannski skiljanlegt í góðæri þegar næg störf eru í boði. En í því ástandi sem er í dag, þá er þetta skrýtið.“ Erlent vinnuafl enn þá undir- staðan við mönnun sláturtíðar Nýsjálenskir atvinnuslátrarar, sem vanalega koma til Íslands á haustin til að taka þátt í sláturtíð, geta ekki ferðast til Íslands. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á uppleið sýna Íslendingar því lítinn áhuga að starfa við slátrun. Fjöldi erlendra verkamanna mun koma til landsins á næstu dögum til að vinna í sláturhúsum. Lítill áhugi hefur verið meðal Íslendinga á að vinna við slátrun þrátt fyrir verri horfur á vinnumarkaði. MYND/GVA Sala á kindakjöti aukist um 18 prósent frá 2008 Sala á kindakjöti innanlands var 7.100 tonn á ári síðastliðin tvö ár, en var þar um að ræða mestu sölu frá árinu 2008. Tölur Hag- stofunnar um sölu á kindakjöti á Íslandi ná aftur til ársins 1983. Salan náði sínu lægsta gildi árið 2011 þegar ríflega 6.000 tonn voru seld innanlands. Þrátt fyrir að salan hafi hjarnað við síðan þá var innlend sala miklu meiri á níunda áratugnum, þegar upp undir 11 þúsund tonn seldust á hverju ári. Þórður Gunnarsson thg@frettabladid.is Jakobsson Capital verðmetur Arion banka á 39 prósenta hærra verði en markaðsgengið var í gær. Verðmatsgengið er 97,2 krónur á hlut. Á þremur mán- uðum hefur markaðsgengi bankans hækkað um 17 prósent. „Viðskiptabankarnir eru múl- bundnir,“ segir í verðmatinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Sú náttúrulega stærðarhagkvæmni sem fylgir rekstri viðskiptabanka hefur að miklu leyti verið tekin út með íþyngjandi reglum og ákvæð- um um eiginfjárkröfur og vægi lána í áhættugrunni. Ofan á þetta bætist hröð framþróun í fjártækni þar sem viðskiptatryggð fer hratt þverrandi og samkeppni eykst á einstökum sviðum. Framangreint þýðir að bankarnir þurfa að ígrunda betur jaðarábata hvers láns.“ Fram kemur í verðmatinu að til að ná fram tíu prósenta arðsemi í ljósi íþyngjandi regluverks, þurfi vaxtamunur hérlendis að vera þrjú prósent, en 1,8 til 1,9 prósent hjá erlendum banka sem greiðir ekki bankaskatt, f jársýsluskatt eða önnur séríslensk gjöld. „Kostn- aður séríslenskra gjalda á viðskipta- banka hefur numið gróflega frá 0,5 til 0,7 prósentum af meðalstöðu eigna,“ segir í greiningunni. Í verðmati Jakobsson Capital segir að oft sé hagstæðara fyrir fyrirtæki að fjármagna sig á skulda- bréfamarkaði, þar sem álagið er oft um 2,0 prósent eða lægra. Banka- stjóri Arion banka hafi verið að laga bankann að nýjum veruleika, endurskoðað og minnkað lána- safnið, lagt aukna áherslu á skulda- bréfaútgáfu og aukið sérhæfingu bankans á ákveðnum sviðum. Arion banki hefur náð miklu rekstrarhagræði á síðustu mán- uðum. Föst útgjöld sem hlutfall af eignum hafa lækkað úr 1,5 pró- senti í 1,0 prósent á fyrri hluta árs 2020. „Ástæða þess er mikil styrk- ing grunnrekstrar, lægri rekstrar- kostnaður, hærri þjónustutekjur og lítillega betri af koma trygg- ingarekstrar. Lækkun bankaskatts skiptir einnig miklu máli,“ segir í verðmatinu. – hvj  Verðmeta Arion banka 40 prósentum hærra en markaðurinn Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fjárfestar hafa tekið 94 skort-stöður það sem af er ári en til samanburðar var tilkynnt um 92 skortstöður á öllu árinu 2018. Þetta kemur fram í svari fjármála- eftirlits Seðlabanka Íslands  við fyrirspurn Markaðarins. Skortstöðum hefur fjölgað tals- vert á síðustu árum. Fjármálaeftir- litinu bárust 23 tilkynningar árið 2017 og 63 tilkynningar árið 2018. Flestar skortstöður á þessu ári voru teknar á tímabilinu frá mars og út júní en alls voru þær 67 talsins. Í júlí og það sem af er ágústmánuði hafa eftirlitinu borist 15 tilkynn- ingar. Fleiri en ein tilkynning getur til- heyrt sömu stöðunni þar sem til- kynna þarf um allar breytingar á stöðu sem nema meira en 0,1 pró- senti af hlutafé skortselds félags. Fari skortstaðan hins vegar yfir 0,5 prósent af hlutafé félags verður að upplýsa um það opinberlega. Ekki hefur verið upplýst um neina slíka skortstöðu frá sumrinu 2017. Samkvæmt Evrópureglugerð sem tók gildi hér á landi sumarið 2017 þarf að tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skortstöðu í hlutabréfum þegar hún fer yfir eða fellur undir viðmið- unarmörk sem nema 0,2 prósentum af útgefnu hlutafé félags. Því til við- bótar þarf að láta eftirlitið vita í hvert sinn sem skortstaðan eykst um 0,1 prósentustig umfram fyrr- greind 0,2 prósenta mörk. Fyrirspurn Markaðarins sneri einnig að því hvort Fjármálaeftir- litið hefði ástæðu til að ætla að hægt væri að komast hjá tilkynningar- skyldu með einhverjum leiðum og hvort stofnunin hefði fengið slíkt mál á sitt borð. Fjármálaeftirlitið kvaðst ekki geta tjáð sig um einstök mál sem kunna að vera í vinnslu en niðurstöður mála eru þó birtar í samræmi við gagnsæisstefnu stofnunarinnar. – þfh Tilkynnt um 94 skortstöður það sem af er árinu Skortstöðum hefur fjölgað sl. ár. 2 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.