Fréttablaðið - 26.08.2020, Side 21
Hluthafafundur
Reita fasteignafélags hf.
Hluthafafundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn kl. 15.00, þriðjudaginn
22. september 2020 í fundarsölum H og I á Hótel Hilton Reykjavík Nordica,
Suðurlandsbraut 2, 105 Reykjavík.
Vakin er athygli á því að tilhögun fundarhalda verður í samræmi við þær sóttvarnarreglur sem
í gildi verða á fundardegi, svo sem með því að takmarka aðgang að fundarsal og bjóða
þá þess í stað upp á streymi, eða með öðrum hætti, að gættum öllum reglum hlutafélagalaga
um hluthafafundi. Verða breytingar þar að lútandi tilkynntar í kauphöll eigi síðar en þremur
sólarhringum fyrir fundinn.
Dagskrá fundar
1. Tillaga stjórnar um heimild til hlutafjárhækkunar.
2. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár til jöfnunar á eigin hlutum.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Upplýsingar
Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram
skriflegt og dagsett umboð. Umboðsform er að finna á hluthafafundarvef félagsins, www.reitir.is/
hluthafafundir. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið
framvísað eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er.
Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Verði breyting þar á vegna gildandi
sóttvarnarreglna á fundardegi, verður tilkynnt um þær í kauphöll eigi síðar en þremur sólarhringum fyrir
fundinn. Hluthafar geta óskað eftir því að fá að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins
bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist á skrifstofu félagsins eða á netfangið
hluthafafundur@reitir.is eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 15.00 fimmtudaginn 17.
september 2020.
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum, ef hann gerir skriflega kröfu
um það til stjórnar eigi síðar en 10 dögum fyrir hluthafafundinn, þ.e. fyrir kl. 15.00 að íslenskum tíma,
laugardaginn 12. september 2020. Hægt er að senda tillögur eða ályktanir fyrir fundinn á netfangið
hluthafafundur@reitir.is og munu þær verða birtar samdægurs á hluthafafundarvef félagsins.
Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á fundinum komi fram krafa um slíkt á fundinum
frá einhverjum atkvæðisbærra fundarmanna eða fundarstjóri úrskurðar um slíkt.
Hluthafafundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað, óháð fundarsókn, sbr. 13. gr. samþykkta
félagsins.
Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn jafnframt á íslensku. Dagskrá hluthafafundarins og
fundargögn, þ.á m. tillögur stjórnar, sem lögð verða fyrir fundinn, verða aðgengileg á hluthafafundarvef
félagsins. Einnig verða gögnin til sýnis fyrir hluthafa á opnunartíma skrifstofu félagsins í Kringlunni 4–12
í Reykjavík. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar á hluthafafundarvef félagsins eigi síðar en þremur
sólarhringum fyrir fundinn.
Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á hluthafafundinn á fundarstað frá kl. 14.30 á fundardag.
Reykjavík, 24. ágúst 2020
Stjórn Reita fasteignafélags hf.